Alþýðublaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 3
ANGÓLA: BORGAR ASTYRJÖLD EN EKKI FRELSISBARÁTTA Hinn 11. nóvember næstkomandi fær Angóla, ein af nýlendum Portú- gala í Afríku, sjálfstæði. Flestir þeir sem fylgst hafa með fréttum frá þessari auðugustu ný- lendu Portúgala munu ef til vill velta fyrir sér hvort ástandið ? nýlend- unni gefi tilefni til bjart- sýni um stofnun sjálf- stæðs ríkis. Það er vissulega engin deyfð yfir þjóðmálabaráttunni i Angólu. bar hefur siðustu mán- uðina staðið yfir blóðug borg- arastyrjöld milli þriggja stjórn- málaafla, sem hver um sig berst fyrir eigin stjórnmála- stefnu. Ekki verður sagt að sjálfstæðisbaráttan, sem slik, setji mestan svip á þessi stjórn- mála- og hernaðarumsvif i landinu enda hafa hinir- nýju valdhafar i Portúgal fyrir löngu lýst fullum stuðningi við stofnun sjálfstæðrar Angólu. Ef til vill má segja að það hái mjög hinum striðandi öflum i landinu, að þeim hafði ekki tek- ist að marka sér pólitiska stöðu fyrir byltinguna i Portúgal. Enda þótt rekja megi upphaf frelsishreyfinganna, mörg ár aftur i timann er engu likara en að skyndileg umskipti i ný- lendustefnu Portúgala hafi orð- ið til þess að magna upp erjur og óeiningu milli einstakra hópa og leiðtoga þeirra. íbúatala landsins er um sex miljónir og þar af eru um 600.000 hvítir innflytjendur, aðallega frá Portúgal. Þessi hviti minnihluti Portúgala virð- ist gjörsamlega hafa dottið út úr baráttunni eftir að fyrirsjáan- legt varð að landið fengi sjálf- stæði. Að visu reyndu nokkrir sterkir fjármálamenn, svo sem Fernando Falcao, að hafa áhrif á valdabaráttuna, i þeirri von að tryggja fjárhagslega stöðu hvitra manna i Angóla. Þvi fer þó viðs fjarri að hviti minnihlutinn hafi verið samstilltur i þessari baráttu. Það sem er þó senni- lega enn athyglisverðara, er að frelsishreyfingarnar virtust hafa litinn áhuga á stuðningi hvita minnihlutans, enda er augljóst að þessar hreyfingar leggja mun meira upp úr stuðn- ingi Afrikurikja heldur en stuðningi vestrænna rikja. bað hefur lika komið á daginn að hinir hvitu innflytjendur virðast nú sjá sina sæng út breidda og litla framtið i þessu, áður fyrr friðsæla og fagra landi og hefur straumurinn til Portúgal farið Sovétríkin efla tengsl- in við Hanoi Sendinefnd frá Sovétrikjunum undir forystu Mikhail Soloment- sev forseta rússneska sovétlýð- veldisins hefur heimsótt Hanoi til þess að fagna 30 ára afmæli Norður Vietnam. Tass-fréttastof- an greindi frá þvi i gær frá Hanoi, að sovéska sendinefndin hefði flutt vietnömsku þjóðinni kveðjur og árnaðaróskir frá stjórn Sovét- rikjanna fyrir að hafa tekist að frelsa allt landið, eins og segir i fréttinni. Sendinefndin var einnig við- stödd vigslu grafhýsis sem reist hefur verið fyrir hinn fallna for- ingja, Ho Chi Minh. Þá ræddi sendinefndin einnig við leiðtoga kommúnistaflokks Norður Viet- nam, Le Duan og forsætisráð- herra Pham Van Dong. Augljóst er að Sovétmenn leggja nú mikið kapp á að halda sem nánustu samstarfi við Hanoi stjórnina. Á hinn bóginn hafa engar fréttir borist af heimsókn- um eða vinsamlegum viðræðum milli Hanoi stjórnarinnar og valdhafanna i Peking. Nútíma þrælahald Sérstök nefnd, á vegum Sam- einuðu þjóðanna, hefur skilað á- liti varðandi nútima þrælahald. t álitsgerð nefndarinnar kemur fram að viða i heiminum tiðkast enn raunverulegt þrælahald, þótt hin almenna skilgreining orðsins nái ekki yfir þau afbrigði þræla- Áskriftar- síminn er 14900 halds, sem algengust eru. Nefnd- m litur svo á, að það sé raunveru- legt þrælahald þegar einstakling- ar geta nýtt athafnir annarra manna gegn þeirra eigin vilja. Nefndin bendir m.a. á að fjöldi kvenna i vanþróuðu rikjunum og i fátækrahverfum iðnrikjanna, sé rekinn nauðugur út á braut vænd- is. Þá er einnig bent á að leigulið- ar viða i sveitum séu enn beittir aðgerðum, sem séu i algerri mót- sögn við grundvallarreglur mannréttinda yfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna. Þá er þrælahald svartra manna i Suður Afriku tekið sem dæmi um hámark þessa misréttis. Nefndin hefur lagt til að mál þessi verði tekin fyrir að nýju og gerðar frekari athuganir á á- standinu og unnið að þvi, i sam- ráði við viðkomandi rikisstjórnir, að þessum málum verði komið i viðunandi horf. "Síðasti dagur ÚTSÖLUNNAR er á mánudag ^Stórkostleg verðlækkunj Angólskir skæruliðar flytja vopn og vistir frá bækistöðvum sinum i Zaire að viglinunni i Angóla árið 1971. vaxandi með hverjum degi sem liður. Venjulega er talað um þrjá hópa, sem berjast nú i nýlend- unni. Þessir hópar eru MPLA undir stjórn Agostinho Neto, FNLA undir forystu Holden Ro- berto og UNITA sem lýtur for- ystu Jonas Savimbi. Ekki er það þó svo að þessar fylkingar séu fullkomlega samstilltar, hver um sig. Helsti foringi Ovim- bundi kynflokksins i suðurhluta Angólu er t.d. Daniel Chipenda, sem talinn er einn af skæðustu andstæðingum Netos enda þótt þeir berjist báðir undir merkj- um MPLA. Þriðji foringi MPLA er svo Pinta Andrade, sem setið hefur 12 ár i fangelsum Portú- gala og stjórnar nú frelsis- baráttu sinni frá Brazzaville i Congo. Bæði Chipenda og And- rade hafa deilt á Neto fyrir að veraof mikið undir áhrifum frá Moskvu, en Neto ásakar hina baráttufélaga sina um að vera umboðsmenn kynþáttaremb- ings og nýrrar þjóðernislegrar nýlendustefnu. Þessi átök innan MPLA hafa valdið miklum erfiðleikumog hafa forsetar nágrannarikjanna Congo, Zaire, Zambiu og Tanz- aniu reynt mikið til þess að koma á samkomulagi i liðinu. Ljóst er að MPLA nýtur mikils stuðnings frá Sovétrikjunum og löndum Austur Evrópu auk þeirra Afrikurikja, sem hér hafa verið nefnd. Auk þess nýt- ur MPLA stuðnings OAU og er sá stuðningur þeim sennilega mest virði. FNLA, sem áður hafði notið stuðnings OAU, sækir mestan styrk til Bakongo kynflokksins i norðurhluta Angólu en nýtur auk þess stuðnings frá Zaire en þaðan- hafa þeir skipulagt hernaðarlega vigstöðu sina með þremur herstöðvum innan landamæra Zaire. Þess má einnig geta að Mobuto forseti Zaire er tengdafaðir Holden Roberto foringja FNLA, en Mobuto hefur mjög mikilla hagsmuna að gæta gagnvart Angólu vegna þess að útflutn- ingurfrá Katanga héraði i Zaire þarf að flytjast um angólskt landssvæði. Varðandi hernaðar- legan stuðning við FNLA skiptir einnig miklu máli að Zaire hefur á að skipa langstærsta her i þessum hluta Afriku. Stuöningur við UNITA er sagður aðallega hafa komið frá portúgalska hernum að þvi er talsmenn MPLA og FNLA segja en UNITA-menn segjast ekki njóta neins stuðnings erlendis frá, heldur fyrst og fremst'inn- fæddum ibúum Angólu, sérstak- lega þó á svonefndu Ovim- bundu-svæði. Atökin i landinu eru þvi' fyrst og fremst innanlandserjur, en vegna þess hve auðugt landið er og mikilvægt i sambandi við iðnað og verslun hafa iðnaðar- lönd Evrópu fylgst af mikilli at- hygli með þvi sem þarna er að gerast. Einnig hafa nágranna- löndin i Afriku tekið virkan þátt i þessari innanlandsbaráttu i 'Angólu. Veizlusalir Hótels Loftleiöa standa öllum opnir HOTEL LOFTLEIDIR o Sunnudagur 31. ágúst 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.