Alþýðublaðið - 31.08.1975, Side 1

Alþýðublaðið - 31.08.1975, Side 1
Rltstjórn Slðumúla II - Slml 81866 SUNNUDAGSLEIÐARINN lalþýðul Hornkerling eða hornsteinn Það er furðulegt með íslendinga, sem byggja alla af komu sína og raunar sjálfstæði sitt á einni atvinnu- grein, útgerð og fiskvinnslu, hversu lítils þeir í raun og veru meta þennan atvinnuveg og þau störf, sem þar eru stunduð. Þegar laun eru ákvörðuð í þjóðfé- laginu er störfum við þennan atvinnuveg skipað i neðstu f lokka en svo fer launastiginn hækkandi eftir því sem starfssviðið f jarlægist þennan undirstöðuat- vinnuveg landsmanna. Þegar rætt er um menningar- mál og menningarástand þjóðarinnar eru störf við fisk notuð sem hin svarta andstæða hins upphafna kúltúrlífs. Þegar gerðar eru framtíðaráætlanir um uppbyggingu atvinnulífsins í landinu er höfuðáhersl- an alltaf lögð á einhverjar aðrar atvinnugreinar en einmitt þá einu, sem gerir okkur fært að lifa í þessu landi. Þaðereinsogöllum svonefndum málsmetandi mönnum í landinu — allt frá menningarvitum tií þrautlærðra hagspekinga, sérf ræðinga og landsfeðra — líði stórlega illa við tilhugsunina um, að (sland sé til fyrir f isk. Það er eins og þeir geti ekki fyrirgef ið máttarvöldunum, að þau skuli hafa hagað málum svo, að það sé í fiskveiðum og fiskvinnslu sem ís- lendingar hafa f ramleiðniyf irburði yf ir aðrar þjóðir, en ekki á einhverju öðru sviði, sem heimsmenningin ætti betur með að viðurkenna. Og svo rembast menn og rembast eins og rjúpan við staurinn í leit sinni að öðrum og heppilegri viðfangsefnum fyrir þjóðina en að veiða og vinna fisk. Iðnaður er ógurlega fínt orð svo lengi sem þáð er ekki fiskiðnaður, enda er fisk- iðnaður ekki viðurkenndur sem iðnaður af okkar háu herrum. Og hver hef ur nokkru sinni heyrt þá taka sér i munn orð eins og ,,fiskiðnmenning"? Slíkt lætur enginn framámaður henda sig. Það þætti sjálfsagt hámark alls lágkúruskapar. Því er þetta gert að umtalsefni nú, að á dögunum var haldið hér á landi þing norrænna hagfræðinga þar sem eitt aðalf ramlag íslenskra hagfræðinga var að færa rök fyrir nýrri kenningu um „auðlinda- skatt". Markmiðið með auðlindaskattlagningunni er að skattleggja kerfisbundið afrakstur vinnslu auð- lindar með mikla f ramleiðni í þeim tilgangi að styðja við bakið á öðrum atvinnurekstri, sem ekki á jafn auðvelt uppdráttar, til þess að „skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið í landinu", eins og komist er að orði. Og hver er sú auðlind, sem þannig á að skatt- leggja? Auðvitað þessi blessaður f iskur í sjónum eða öllu heldur sá atvinnuvegur, sem á honum byggir. Við eigum sem sé að nota arðinn af þeim atvinnu- vegi, þar sem við erum samkeppnisfærir við aðrar þjóðir, til þess að byggja upp atvinnuvegi þar sem við erum það ekki. Þetta er svo sem ekkert nýtt, þótt nýtt orð hafi verið fundið upp þegar rætt er um að gera það með kerfisbundnum hætti. Við höfum verið að burðast við að gera þetta um áraraðir með því að flytja arðinn af fiskveiðum og vinnslu yfir til ann- arra atvinnuvega og með hvaða árangri? Þeim, að við höfum byggt upp í landinu heilmikinn atvinnu- rekstur, sem aldrei hefur getað staðið á eigin fótum nema með svo og svo miklum beinum og óbeinum f járútlátum frá þjóðinni. Á sama tíma hefur þróunin orðið sú í sjálf ri undirstöðuatvinnugreininni, að mik- ið af f ullvinnslu af urðanna — þeirri vinnslu er skap- ar mestu verðmætin — er í höndum útlendinga. Nú stöndum við á tímamótum í fiskveiðimálum okkar. Málin hafa þróast svo, að nú getum við ekki aukið sókn okkar í f iskistofnana mikið meira. For- senda þess, aðarðurinn af fiskveiðunum geti haldið áf ram að vaxa er því sú, að okkur takist að nýta hrá- ef nið stöðugt betur og ná þannig meiri verðmætum út úr því. Við höfum ekki lengur efni á því að nota sjávarútveginn eins og einhvern blóðbanka í þágu starf semi, sem litlar líkur eru á að geti spjarað sig af eigin rammleik. Nú er að því komið, að við verðum að fara að snúa okkur að þeim atvinnuvegi, sem er efnahagsleg undirstaða þjóðarbúsins, og hætta að meðhöndla hann eins og hornkerlingu. Sérfræðingarnir gætu svo athugað, hvort 'ekki mætti leggja „auðlindaskatt" á menningarvitana. —SB alþýðu IHRflTTÍI SUNNUDAGSBLAÐ HSH) VESTURVERI Eigum gott úrval af hljómplötum. Þar á meðal: Beatles, flestar Ponovan, flestar Bob Oylan, flestar Jethro Tull, allar Chicago Bad Company Black Sabbath, flestar Mireille Mathicu, allar Weather Report, flestar Eric Clapton Santana Aerosmith John Penver, flestar Ian Hunter John Lennon Ralph McTell * Væntanlegar eru á næstunni: Family, allar Free, allar Genesis, allar Emerson, Lake & Palmer, allar Ivan Rebroff, allar Poul McCartney, allar Magna Carta, allar Frank Zappa og Mothers, margar Gong, flesta^ Höfum einnig glæsilegt úrval af klassiskum plötum, þar á meðal: Mahler Bach Beethoven Mozart Pvorak Wagner Brahms Tjækofski og margt fleira. útvegum allar plötur sem til eru í Bretlandi með stuttum fyrirvara. Vorum að fá mikið úrval af munnhörpum. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. * Hljóðfæra- verslun Sigríðar Helgadóttur, Vesturveri mm Mhm* mgfevi -— ■*" p I - 'œíMiffiMíkxm T'y n Salir við öll tækifæri Sími82200 MIOTllL^ | * m Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út 1 í eftirtaldar götur Granaskjól Faxaskjól Sörlaskjól Ægissiða Aragata Dunhagi Fálkagata Oddagata Ásgarður Réttarholtsvegur Hafið samband við afgreiðslu blaðsins. Sunnudagur 31. ágúst 1975. o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.