Alþýðublaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.08.1975, Blaðsíða 7
lþróttir Umsjón: Björn Blöndal Fjögur lið eru um möguleikann á þriðja sætinu í Evrópukeppninni Skagamenn og Frammarar eru öruggir, en Keflavík, Valur,Víkingur og FH eiga öll möguleika á að komast í keppnina Viö sögöum frá þvi í gær aö það yrðu annað hvort Keflvikingar eða Valur sem kæmist i Evrópu- keppnina með Akurnesingum og Frömurum. En dæmið er nú ekki alveg svo einfalt, þvi að bæði Vikingar og FH-ingar eiga lika möguleika á að komast I keppnina. Ef við litum á möguleika hvers liðs fyrir sig þá eru þeir þessir: Akranes: Liðið kemst örugg- lega i einhverja af Evrópukeppn- unum þrem. Verði Skagamenn íslandsmeistarar, þá leika þeir i Evrópukeppni meistaraliða, en verði Fram íslandsmeistarar þá -eru möguleikar. Skagamanna Evrópukeppni bikarhafa eða EUFA keppnin. Vinni þeir Kefl- vikinga i Bikarkeppninni þá kom- ast þeir i Evrópukeppni bikar- hafa, en tapi þeir þeim leik þá eiga þeir alltaf EUFA keppnina trygga. Fram: Framarar eiga tvo möguleika, Evrópukeppni meistaraliða, eða EUFA keppn- ina. Verði þeir Islandsmeistarar, þá er það Evrópukeppni meistaraliða, en verði Skaga- menn tslandsmeistarar þá eru Framarar öruggir með að kom- ast i EUFA keppnina. Keflavik: Keflvikingar eiga möguleika á Evrópukeppni bikarhafa og EUFA keppninni. Verði Skagamenn tslands- meistarar þá eru Keflavikingar þar með komnir i Evrópukeppni bikarhafa, þvi þá verða Skaga- mennaðleika i meistarakeppninni og gildir einu hvernig úrslita- leikurinn i bikarkeppninni fer. En verði Framarar tslands- meistarar þá eru möguleikar Keflvikinga að sigra i Bikar- keppninni, en takist þeim það ekki fer dæmið að verða flóknara, þvf að þá koma Valsmenn, Vikingar og FH-ingar inn i spilið um möguleikann á EUFA keppninni. Valur, Vikingur og FH: Mögu- leikar þessara liða eru að komast i EUFA keppnina, en þá verða Framarar að verða íslands- meistarar og Akurnesingar Bikarmeistarar. Þar er dæmið lika flókið og möguleikarnir margir. Til gamans birtum við stöðuna eins og hún er fyrir siöustu um- ferðina og geta menn þvi sjálfir athugað möguleika hvers liðs. Akranes Fram Vajur Vikingur Keflavik RH tBV KR 13 73 3 28:14 17 13 8 1 4 18:14 17 135 4 4 17:15 14 13 5 3 5 15:12 13 13 4 5 4 13:12 13 13 4 5 4 11:19 13 13 2 5 6 11:21 9 13 2 4 7 12:18 8 Breytingar á tímasetn- ingu leikja um helgina Nokkrar breytingar hafa orðið á timasetningu leikjanna um helgina, en hún er rétt þessi: Laugardagur 1. deild á Akranesi tA—tBK kl. 1(1:00, Kaplakrika- völlur FH—Vikingur kl. 14:00 og á Laugardalsvelli ieika KR og ÍBV ki. 17:00. Sunnudagur: 2. deild Kapla- krikavöllur kl. 17:00 Haukar—Ar- mann og 1. deild á Laugardals- vellinum Fram—Valur kl. 19:00. Efsta liðið i 1. deild keppir i Evrópukeppni meistaraliða, en það lið sem verður i öðru sæti i EUFA keppninni nema að það verði Bikarmeistarar, þá gefur þriðja sætið réttinn til að leika I EUFA keppninni. Síðasta umferðin i 1. deild verður leikin i dag og á morgun og leika þá þessi lið saman: t Hafnarfirði Vikingur—FH, á Akranesi tA—IBK og á Laugar- dalsvellinum KR—tBV. A morgun verður svo siðasti leikurinn, þá leika á Laugardals- vellinum Fram og Valur. • . Sért þú að hugsa um sólarfrí skammdeginu, þá snúðu þér til okkar í vetur veröa farnar a.m.k. 18 sólarferöir til Þúsundir íslendinga, sem farið hafa í vetrar- Kanaríeyja. Sú fyrsta 30. október, hin síðasta feröum okkar til Kanaríeyja undanfarin ár, 13. maí. ææ A bera vinsældum feröa okkar vitni. I ^CFfELAc loftleibir ISLANDS Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu Nr 0 Sunnudagur 31. ágúst 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.