Alþýðublaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 1
alþýðu
n RlilTil
184. tbl. - 1975 - 56. árg. þRlÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
Ritstjórn Sföumúla II - Sfmi 81866
Voru morðsveitirnar skæruliða-
hópur í valdastríði innan
Sjálfstæðisflokksins?
Pétur Guðjónsson skrifar bréf í HORNIÐ - Bls. 9
UMFERÐ!
— Við höfum rökstuddan grun
um að talsvertmargirhafi byssur
undir höndum án þess að hafa til-
skilin leyfi. Það er ekki sist Uti á
landisem viða er pottur brotinn i
þessum efnum, sagði Bjarki
Eliasson yfirlögreglumaður i
samtali við Alþýðublaðið.
Fyrir næsta aíþingi verður lagt
fram frumvarp til nýrra laga um
byssur og byssuleyfi, en núgild-
andi lög eru sfðan 1936 og sagði
Bjarki, að mörgu þyrfti að breyta
i þeim, enda aðstæður orðnar allt
aðrar nú.
Algengt er að einstaklingar
auglýsa eftir byssum til kaups.
Samkvæmt lögum þarf sá sem
selur að fá sérstakan afhendingar-
seðil og kaupandi þarf að skrá
byssuna á sitt nafn. Til að fá
byssuleyfi þarf að sýna sakavott-
orð og einnig vottorð frá tveim
mönnum þess efnis að viðkom-
andi sé treystandi til þess að fara
með skotvopn. Leyfið gildir svo
lengi sem leyfishafi brýtur ekki af
sér.
Að sögn Bjarka er ekki óal-
gengt, að t.d. ekkjur selji byssur
látinna eiginmanna sinna og
hirða þá oft ekki um að kanna
hvort kaupandi hafi leyfi. Vilja
aðeins losna við vopnið Ur fórum
sínum. Arið 1968 voru allar byss-
ur kallaðar inn til skráningar og
komu þá fram 4-500 óskráðar byss-
ur.
SÍLDIN
Rétta-
Títt að fangar séu náðaðir
eftir aðeins helming tímans
Talsvert er um það að fangar,
sem hafa framið glæp af versta
tagi, hafa verið náðaðir, áður en
þeir hafa afplánað, helming af
þeirri fangelsisvist, sem dómur-
inn kvað á um. Nú á þessu ári var
tveim föngum, sem framið höfðu
glæp af sliku tagi, sleppt úr fang-
elsi, eftir að hafa afplánað aðeins
Togarinn Baldur keyptur
til nota sem rannsóknarskip
„Við á Hafrannsóknarstofn-
uninni iitum svo á, að togarinn
Baldur sé heppilegt skip, til þess
að hagnýta i sambandi við
stofnunina”, sagði Jón Jónsson,
forstöðumaður Hafrannsúknar-
stofnunarinnar, við blaðið i gær.
„Við biðum nú eftir ákvörðun
ráðherra um frekari framvindu
i málinu”, hélt hann áfrain. ,,Að
visu teljum við að skipta þurfi
um spil, þar eð pólsku spilin
hafa ekki reynst nægilega
traust. Ef nota ætti skipið öðr-
um þræði sem skólaskip fyrir
verðandi yfirmenn fiskiflotans,
hefur þaðnægilegar mannaíbúð-
ir. En aðalkosturinn er þó, að
okkar dómi, að hér er um að
ræða skip, sem getur stundað
veiöar á sömu miðum og togar-
arnir. Þessvegna er það heppi-
legt, til að grandskoða ástandið
á fiskislóðum, sem annaðhvort
þyrfti að friða, eða leyfa veiðar
á. Hafþór þarfnast gagngerðrar
viðgerðar, sem væri mjög dýr
og tfmafrek. Fáum við Baldur,
þýðir það raunar óvænt happ á
okkar fjörur, hvað scm segja
má um hvernig máliö ber að”,
lauk Jón Jónsson máli sinu.
helming af dómum sinum.
Alþýðublaðið hafði samband
við dómsmálaráðuneytið og
spurðist fyrir um fjölda náðana af
sliku tagi.
Þar var okkur tjáð, að fangar
með langan dóm væru yfirleitt
alltaf náðaðir áður en þeir hefðu
afplánað dóm sinn að fullu, og
hefði hegðun m.a. sin áhrif á náð-
unartimann. Nú sem stendur eru
nokkrir að afplána langa dóma,
en hvort þeir yrðu náðaðir á næst-
unni, vildu þeir ekkert segja um.
Þeir afbrotamenn, sem dæmdir
eru úr geðrannsókn „ósakhæfir”,
vegna einhverskonar geðveilu,
eru sendir á vinnuhæli, og er ekki
sleppt fyrr en þeir eru taldir
hættulausir fyrir menn og mál-
leysingja. Sá timi sem slikir
menn þurfa að afplána er vissu-
lega mjög misjafn, og eru dæmi
fyrir þvi aö menn hafa verið á
sliku hæli til dauðadags.
dagur
Um klukkan 15.20 i gær fór
vörubifreið út af Álftanesvegin-
um, og lenti ofani gjótu. Að sögn
lögreglunnar mun bilstjðri vöru-
bilsins hafa orðið bráðkvaddur,
áður en bifreiðin fór út af.Far-
þegi, semi bilnum var, hentist út
um framrúðu bilsins, og mun
hafa meiðst nokkuð i baki, en ekki
alvarlega. ökumaður vörubif-
reiðarinnar, var starfsmaður raf-
veitu Hafnarfjarðar, hét hann
Einar Guðnason. Einar heitinn
var 67 ára að aldri.
Fallþungi vel í meðallagi - ef ekki yfir
1 gær, mánudaginn 22. ág., var réttað i Hafra-
vatnsrétt. Fjallkóngar voru þeir Haukur Nielsson
og Hreinn Ölafsson og sögðu þeir Aþbl. að lagt hefði
verið af stað til fjalls á sunnudagsmorgun og hefðu
gangnamenn hreppt besta veður.
Svæði það sem rekið er af til Hafravatnsréttar
nær til Lyklafells að Eiturhóli, siðán til Sauöafells
og þaðan niður til réttar. „Smölunin gekk vel, enda
veðrið gott i gær. Svæðið sem við smölum er þaö lit-
ið að það er ekki nema dagsverk að fara yfir það og
ég giska á að féð sem við náðum sé u.þ.b. 2500 tals-
ins,” sagði Hreinn og hélt áfram „mér list óvenju
vel á féð og held að fallþungi i ár verði vel i meðal-
lagi ef ekki yfir. Það er nokkuð um ómerkinga núna,
afturámóti er töfludráttur litill, enda veðrið nokkuð
gott. Það er oftast meiri töfludráttur þegar dregið
er i dilka i slæmu veðri. En ég held ég megi segja að
menn séu ánægðir með útkomuna eftir þetta annars
vota sumar.”
Eftirleit fyrir Hafravatnsrétt verður farin að
hálfum mánuði liðnum.
Þrátt fyrir þó að gengi á með skúrum voru all-
margir upp við réttina að fylgjast með einkum var
mikið um að foreldrar væru þar með börn sin. Börn-
in létu skúrirnar ekkert á sig fá heldur ösluðu i
drullupollunum og fylgdust með „me-me”, örlitið
smeyk sum hver við lömbin, sem I vor voru agnar-
smá en eru nú orðin að háífvöxnum kindum sem
eiga það til að setja undir sig hornin ef farið er of
nærri eða þegar reynt er að klappa þeim eins og
maður gerði i vor. Gaman var að sjá hve börnin úr
Skálatúni nutu verunnar þarna við réttina.
Ekki voru fjáreigendur á eitt sáttir um vænleik
fjárins. Sumir sögðu að fallþungi yrði vel yfir með-
allagi en aðrir töldu hverja skepnu rýra og höfðu
sjaldan séð meiri ræfia komna af fjalli. Það eina
sem menn geta i málinu gert er að halda friðinn og
sjá hver niðurstaða verður þegar slátrun er lokið og
búið er að færa skýrslur.
BANA-
SLYS
EKKI
VEIÐAN-
LEG
ENN
■
„Við urðum varir við tals-
I verða sild, en hún er dreifð og
I ekki i veiðanlegum torfum
I enn”, sagði Jakob Jakobsson
I fiskifræðingur við blaðið. „Ann-
I ars leituðum við aðallega frá
• Berufjarðarál og vestur til
| Ingólfshöfða. Ferðin var eink-
j um farin til að rannsaka, hvort
j nokkuð bæri á smásild á þessum
I miðum, en svo reyndist ekki.
| Venjulega safnast sildin ekki i
I veiðanlegar torfur fyrr en i
I október, og ég ber engan kvið-
I boga fyrir, að svo verði ekki á-
| fram. Sýni, sem við tókum,
J virðast vera af 4ra ára sild, 30-
j 34 sm.” Aðspurður um hegðun
I sildarinnar, svarði Jakob þessu
I til: Eftir hrygninguna, sem
| venjulega fer fram i júli, dreif-
I ist sildin og æðir bæði austur
I með landi og norður að austan i
• ætisleit. Sama máli gegnir um
[ för vestur og norður með landi
J að vestan. Við teljum, að aðal-
j hrygningarsvæðin séu við Hrol-
I laugseyjar og sunnan við
| Reykjanes, við Krisuvfkur-
I bjarg, en ennþá hefur ekki tek-
I ist, að afmarka þau að fullu i
• okkar vitund, svo þýðingarmik-
J ið sem það væri. Sildarbátar
[ hafa fundið sýni allt vesturundir
J Jökli og má þvi ætla að þegar
■ ætið þverr undir veturinn, haldi
I hún venjunni um þéttingu i veið-
| anlegar torfur fyrir Suðurland-
I inu öllu og e.t.v. eitthvað norður
I með að austan og vestan.” Að-
I spurður um astand og horfur i
J norska stofninum, svaraði hann
j því til, að þær væru dauflegar.
Framhald á 4. siðu.
MIKIÐ UM
ÓSKRÁÐAR
BYSSURÍ