Alþýðublaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 12
alþýðu
Veórrid
Blæs ekki
byrlega
en blæs þó
Það blæs ekki beint byrlega
fyrir gangnamönnum þessa
dagana, en það blæs þó og
rignir.
Sunnanlands er gert ráð fyr-
ir svipuðu veðri i dag eins og
var i gær, — skdraveðri,
breytilegri átt og umhleyping-
um. Austlæg átt heíur verið
rikjandi, og svo verður vænt-
anlega enn um sinn.
Nyrðra hefur hann blásið
kaldan af austri og norðan.
Þar er þykkt Iofti og rigning
öðru hverju.
Gátan
/nAr/VFJÖLD/Nfir'
r/L
•/42/9 Eltd FJRLL F/SK u/?
L£5T u/v X>U6 L£6l/J?
frost tiÖfí/F ufí
vrxr /R
‘bPONf) mnr '
1 £M6 - ~ró///z (rOÍETft
ffTfíLSn KOrtf) sfem. VfflSfl /R t £flt>
VASKfl 5K/NN /Ð
f
A'ROK UR F//V HM6fl
L
Vf/fr/ T/M TEYR 2E/NS £ND.
ver& /a
DURT UR
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmda-
stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit-
stjóri: Sighvatur Björgvinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni
Sigtryggsson. Auglýsingar og af-
greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar
14900 og 14906. Prentun: Blaða-
prent hf. Áskriftarverð kr. 800.- á
mánuði. Verð í lausasölu kr. 40.-.
MEGUM
VIÐ KYNNA
Margrét Indriðadóttir,
fréttastjóri tftvarpsins:
er fædd á Akureyri, 28. október
1923. Margrét er dóttir hjónanna
Indriða Helgasonar og Laufeyjar
Jóhannsdóttur. Margrét er gift
Thor Vilhjálmssyni rithöfund, og
eiga þau hjónin tvo uppkomna
syni.
Margrét lauk stúdentsprófi frá
MA vorið 1943, en þá um haustið
flutti hún til Reykjavikur, og
byrjaði að starfa hjá Morgun-
blaðinu, þar sem hún var nær þvi
samfelít til ársins 1949. í
Bandarikjunum lagði Margrét
stund á blaðamannanám i Minni-
sota-háskóla i Minneapolis, frá
árinu 1946 til áramóta 1947-48.
Hjá fréttastofu Útvarpsins
byrjaði Margrét að vinna árið
1949, og hefur hún starfað þar
siðan, eða i samfellt i 26 ár. Er
blaðamaður Alþýðublaðisns
spurðu Margréti um hennar
helstu áhuga-og tómstundamál,
sagði Margrét:
,,Ég hef litinn sem engan tima
til tómstundaiðkana, en ef
einhver timi gefst til sliks, þá
nota ég hann aðallega til lesturs.
Þar sem ég var i Tónlistar-
skólanum i gamla daga, þá hef ég
einnig áhuga á tónlist, og þá helst
klassiskri, en ég hef einnig áhuga
á popptónlist, sé hún vönduð og
góðj’sagði Margrét að lokum.
KOPAYOGS APÓTEK
, Opiö öll kvöld til kl. 7
Haugardaga til kl. 12
HEYRT, SEÐ 0G HLERAÐ
HEYRT: Að starfsmenn Sendi-
bilastöðvarinnar hf. verði að
samþykkja eins konar trygging-
arvixla, sem komi til greiðslu ef
stöðin er gerð bótaskyld vegna
handvammar bilstjóra, ellegar ef
viðskiptavini er endurgreitt fyrir
slæma þjónustu eða of háan
reikning.
SÉÐ: A Kastrupflugvelli við
Kaupmannahöfn er ekki farið i
manngreinarálit þegar örygg-
ið er annars vegar. Þar var Geir
Hallgrimsson á leið i opinbera
heimsókn til Noregs þuklaður
hátt og lát — i sprengjuleit!
LESIÐ: Að LL og Cargolux vilji
ráða 10 islenska flugvirkja til
Luxemborgar i næsta mánuði.
Kaupið verður 27-35 þúsund
frankar (113.400-147.000 fsl. krón-
ur) á mánuði. Þeir flugvirkjar
sem hafa áhuga á þessu þurfa að
ráða sig í minnst eitt ár. 1 Frétta-
bréfi Flugvirkjafélags Islands
koma þessar upplýsingar fram.
LESIÐ: I sama Fréttabréfi segir,
að einn af islenskum yfirmönnum
flugvirkja i Luxemborg hafi kom-
ist svo að orði: ,,Ef ég mætti ráða
myndi ég kalla aftur til starfa alla
islenska flugvirkja, sem horfið
hafa frá LL og Cargolux i Luxem-
borg og greiða þeim tvöfalt kaup,
vegna þess að þeir eru langbestu
flugvirkjar sem við höfum haft”.
Af hverju hafa flugfélögin misst
þessa góðu starfskrafta? spyr
Fréttabréfið og lætur þess getið
að i Lux starfi nú 14 islenskir flug-
virkjar.
HLERAÐ: Að ritstjóri Timans,
Jón Helgason, hafi i hyggju að
hætta fréttaskrifum af landbún-
aði en gerast bóndi sjálfur. Er
hann sagður hafa fest kaup á
jörðinni Hlíð i Ljósavatnshreppi i
Suður-Þingeyjarsýslu og ætli að
hefja þar búskap af fullum krafti
næsta vor.
HEYRT: Að Pólýfónkórnum hafi
verið boðið að leika stórt erlent
kórverk inn á hljómplötu fyrir
heimsmarkað. Stjórnandi kórs-
ins, Ingólfur Guðbrandsson og
stjóm kórsins hafa enn ekki á-
kveðiðhvort af upptökunni verð-
ur, en á næsta starfsári tekur kór-
inn til flutnings Messu i h-moll
eftir Bach, sem talið er eitt til-
komumesta kórverk allra tima.
ER ÞAÐ SATT: Að Geir Ilall-
grimsson hafi lengt utanlandsfcrð
sina að lokinni Noregsheimsókn-
inni með nokkurra daga hvildar-
og hressingardvöl i Kaupmanna-
höfn, þar sem hann leiti jafn-
framt læknis?
ÖRVAR HEFUR ORÐIÐft*!
Valdahópum Sjálf-
stæðisflokksins er nú likt
farið og liði Nixons fyrr-
um Bandarikjaforseta
þegar ljóst var að ein-
hverjir höfðu gert stór og
mikil mistök, en ekki var
enn hægt að henda reiður
*á neinum ákveðnum
syndasel. Fyrstu við-
brögðin við afhjúpunum
Alþýðublaðsins um mútu-
þægni byggingarnefndar
Sjálfstæðishússins — eða
Skálkaskjóls, — eins og
nýjasta nafnið á þeirri
byggingu er— voru und-
arleg: Það varð enginn til
að neita fréttunum, —■
menn spurðu bara í undr-
un: Hver lak?
Og nú sitja menn ekki í
hljóðri undrun um upp-
runa lekans, þvi næstu
viðbrögð eru orðin ljós.
Allir Sem hagsmuna hafa
að gæta innan valdakerfis
flokksins eiga nú sinar
einkaskýringar á lekan-
um. Einn af útlagaprins-
um flokksins skrifar
grein i Alþýðublaðið i' dag
og fullyrðir að lekinn sé
sprottinn af harðvitugri
valdabaráttu innan Sjálf-
stæðisflokksins — „morð-
sveitimar” sem sitji um
Albert séu ekki úr röðum
fjandmanna — heldur
hefurverið vegið úr laun-
sátri með rýtingi i bak
eigin flokksbróður.
' Er nú von menn spyrji
hvort Sjálfstæðisflokkur-
inn standi nú frammi fyr-
ir sínum pólitisku ragna-
rökum, þegar „bræður
munu berjast, og að bön-
um verða.”
En einna fróðlegast er
þó að fylgjast með þeim
aflátsbréfum sem Heim-
dallur og ýmis hverfa-
samtök flokksins gefa nú
út á Albert og hvitþvo
hann af öllum hugsanleg-
um fyrri syndum. Þvi
hafi Pétur Guðjónsson,
einkavinur Alberts um
áratugaskeið, rétt fyrir
sér, þá er það ekki Albert
sem átti að þvo, — miklu
heldur þeir, sem að baki
morðsveitunum standa.
Og Pétur er ekki einn um
þá skoðun, að það séu
valdamenn i flokknum,
sem óttuðust uppgang
Alberts, sem hafi komið
þvi svo i kring, að það
lenti á knattspyrnuhetj-
unni að þiggja mútur, —
og þeir hinir sömu siðan
látið mútuþægnina leka —
----til að koma óorði á
hann. Ýmsar raddir
heyrast nú um þetta og
vilja eflaust margir fá
skýrsvör, ekki sist sjálf-
stæðismenn sjálfir.
En hvað nú um hina
þöglu meðreiðarsveina
Ár mannsfells? Hvaða
svar hefur Sveinn R.
Eyjólfsson, fram -
kvæmdastjóri Dagblaðs-
ins og einn af eigendum
Armannsfells, að gefa
Pétri og þeim öðrum, sem
vilja fá svar við spurn-
ingu sinni? Og hvenær
lýkur upp raust sinni
Birgir Isleifur Gunnars-
son, borgarstjóri i
Reykjavik, lögmaður Ar-
mannsfells?
í þeirri refskák, sem nú
er tefld um örlög Ar-
mannsfellsmálsins er
hver leikur nú vandlega
hugsaður, og enginn vill
leika af sér manni. Full-
yrt er að þetta sé innan-
hússtaflmót i Sjálfstæðis-
flokknum, og ljóst er á
viðbrögðum ráðamanna,
að þetta verður ekki
hraðskák. En sýnilegt er
að eins og titt er i góðri
leikfléttu er byrjað á
skynsamlegri fórn — og
þá má ekki vera með
neina nisku. Þá verður að
fóma þeim manni eða
þeim mönnum, sem
nauðsynlegt er til að upp
komi góð staða.
Og þá kæmi það ekkert
á óvart þótt við sæjum i
fyllingu timans þrjá
menn á fálkakrossum
flokksins. Einn þeirra
hangir i miðið, öllu mest-
ur, en honum til sitt-
hvorrar handar verða
þeir Sveinn og Albert. Og
hann mun segja við þá:
Sannlega segi ég yður, i
kvöld mun ég skaffa ykk-
ur lóðir i Paradis...
FIMM a förnum vegi
Ert þú með margt fé?
%
Helgi Eysteinsson, mjólkur-
bilstjóri: Nei, ekki get ég nú
sagt það. Ég er með nokkrar
kindur. Mér finnst hrein
hörmung að sjá féð sem kemur
af fjallinu, mér finnst það bæði
magurt og smátt.
Sigþór Steingrimsson: Nei, ég
er með örfáar skepnur, annars
skulum við ekkert tala um það.
Mér virðist sem fallþungi verði
ofan við meðallag núna. Alla-
vega held ég að við geturn verið
ánægðir miðað við fé á Austur-
landi.
Snorri Jóhannesson: Ónei, ekki
er það nú. Ætli féð sé bara ekki
þokkalegt, en þó rýrara fremur
en hitt og óttaleg kvikindi sýn-
ast mér vera innan um.
Spurt í Haf ravatnsrétt í gær
Úlfar Nordal: Nei, þér að segja
er ég einskonar fulltrúi bóndans
á Helgafelli og hvað féð snertir
þá list mér alveg ljómandi vel á
það, þetta eru stólpagripir
sumt.
Magnús Þórðarson: Nei, ekki er
ég nú með margar kindur en
maður er þó við þetta. Ég vil
ekkert segja um hvort féð sé
vænt eða ekki, það er ekkert að
marka að sjá það svona renn-
blautt og drullugt.