Alþýðublaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 3
Steffnuliós Kjartan Jóhannsson skrifar O Markmið og leiðir í orkumálum Orkulindirnar og hagnýting þeirra eru slfellt að verða veigameiri þáttur i efna- hagslifi okkar fslendinga. Orkumála- stefnan verður þvf æ mikilvægari með hverju ári sem liður. Stefnumótun I orku- málum þarf jöfnum höndum að taka mið af hagsmunum og öryggi hins almenna notanda og hagnýtingu orkulindanna til atvinnuuppbyggingar. Meginmarkmið stefnunnar i orkumálum mætti þá draga saman i eftirfarandi þrjú atriði: (1) Að sjá landsmönnum öllum fyrir raf- orku til almennra nota við sem hag- kvæmustu verði og yiðunandi öryggi gegn orkuskorti. (2) Að gera landið eins óháð ytri sveiflum i orkuöflun og orkuverði og frekast er kostur. (3) Að hagnýta orkulindir landsins til atvinnuuppbyggingar, þannig að þessar náttúruauðlindir séu nýttar engu siður en fiskimiðin, með það að markmiði að draga Ur þeim næmleika efnahagslífsins fyrir ytri sveiflum, sem fylgir einhæfni atvinnuvcga. Til þess að framfylgja þessum mark- miðum verður að skýrgreina hvaða leiðum skuli fylgja i framkvæmd. Við val á leiðum og framkvæmd orkustefnu, er miðist bæði við hagsmuni almennra not- enda og gildi atvinnuuppbyggingar, tel ég, að einkum beri að leggja áherzlu á eftirfarandi atriði, sem flokka má i fimm höfuðþætti: 1. Aukning orkurannsókna. Undirstaða skynsamlegrar orku- nýtingarstefnu er glögg þekking á orkunýtingarkostum. Þess vegna þarf að stórauka rannsóknir á orkulindum landsins og virkjunarmöguleikum þeirra. 1 þeim tilgangi ætti að efla Orkustofnun og vinna markvisst að þvi eftir áætlun að rannsaka og frumhanna orkuvirkjunar- möguleika i fallvötnum og jarðvarma. 2. Aukning eigin orkuforsjár. Til þess að gera landið óháðara ytri sveiflum i orkuöflun og orkuverð- lagningu, þarf sem stærstur hluti orku- notkunar að vera af innlendum toga. (a) í þessum tilgangi þyrfti á næstu 5 árum að koma á hitaveitum til hús- hitunar,hvarvetna þar sem þess er kostur og sjá fyrir rafmagni til húsahitunar á samkeppnishæfu verði á öðrum svæðum, þannig að oliunotkun verði rutt af húsa- hitunarm arkaði. (b) Virkjunarframkvæmdir ætti að miða við að dieselstöðvar verði yfirleitt ekki reknar nema sem varaafls- og toppálags- stöðvar og þannig spöruð oliukaup til raforkuframleiðslu. (c) Athuga þarf möguleika þess, að raf- orka leysi af hólmi olfunotkun verksmiðja. 3. Aukið öryggi. Til þess að auka öryggi i raforkumálum virðist nærtækast að leita einkum eftir- farandi leiða: (a) Megintengilinur við aflsstöðvar i hverju héraði eða landshluta, verði endurbyggðar, til að standast islenzkan veðurham. (b) Orkuöflunar- og dreifingarkerfi, verði samtengd með það að marki, að mynda eitt heildstætt kerfi. (c) Staðarval dieselstöðva verði endur- skoðað með tilliti til öryggissjónarmiða. 4. Stórvirkjanir i takt við vinnuaflsþörf: Til atvinnuuppbyggingar og i þeim til- gangi að tryggja lágt orkuverð, ætti að ráðast i stórvirkjanir i takt við vinnuafls- aukninguna i landinu. Við nýtingu orkunnar til stóriðju verði leitað sam- vinnu við erlenda aðila eftir þvi sem aðstæður gefa tilefni til. I þeim efnum virðist eðlilegt að eftirfarandi sjónarmið verði lögð til grundvallar: (a) Orkunýtingarréttur og virkjanir séu i einu og öllu i eigu Islendinga, til þess að tryggja ótakmörkuð yfirráð þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum sinum. (b) Gengið verði þannig frá samningum við erlenda aðila að islenzkt efnahagslíf sé sem minnstháð ákvörðunum þeirra og áhætta tslendinga af orkusölu og rekstri iðjuvera sé sem minnst. Stjórnaráhrif íslendinga séu tryggð i samningum, en eignaraðild að iðjufyrirtækjum ekki gerð að kappsmáli út af fyrir sig, að minnsta kosti ekki svo, að dregið sé fjármagn frá öðrum brýnum framkvæmdum til áhættusamrar stóriðju. (c) Athuganir iðnaðarmöguleika haldist jafnan Ihendur við undirbúning virkjana, svo að ekki komi til neyðarsamninga eftir á. (d) Val á samningsaðila og tegund stór- iðju fari einkum eftir aðlögun hans að orkuöflunarmöguleikum tslendinga, umhverfissjónarmiðum, vinnumarkaðs- aðstæðum Islendinga, þjóðhagslegri arðsemi og reynslu áf viðskiptum aðilans við aðrar þjóðir. 5. Endurskoðun á skipulagi raforkukerfisins. Samtenging orkuflutnings- og dreifing- arllna i heildstætt landskerfi, gerir kröfu til samræmdrar stjórnar orkumála, eink- um virkjunarmála. Dreifiveitur þurfa að vera i hæfilega stórum rekstrareiningum, sem veiti annars vegar hagkvæmni i rekstri og hins vegar áhrif og aðhald not- enda til tryggingar góðri þjónustu. Þvi þarf að endurskoða skipulag raforkumála i þeim tilgangi að velja markvissara form þeirra. Og sum atriði hefur þeirri stefnu, sem að ofan er rakin, verið fylgt á undan- förnum árum, en um önnur ekki. Á stundum hefur lfka verið harla óljóst hver stefnan væri. Mikilvægi orkumála og orkubúskapar gerir hins vegar brýnt, að fylgt sé samræmdri heildarstefnu i þess- um málaflokki. f # m Dagsími til kl. 20: 81866 •frettabraðurinn Kvöldsími 81976 Sauðdrukkinn á 150 km hraða Langri ökuferð og glæfralegri lauk með þvi að þegar ökumaður- inn ætlaði að taka beygju eina á veginum milli Keflavikur og Sandgerðisá 120 km hraða, þá fór billinn út af veginum og snerist þar i þrjá hringi án þess að velta. Þá loksins tókst lögreglunni að skakka leikinn. Upphafið er það að lögreglu- maður úr Reykjavik var á ferð i Hreyfilsbil á Keflavikurveginum skammt sunnan Hafnarfjarðar er hann og bilstjórinn veittu eftir- tekt nýjum Volvobil sem ók i átt- ina til Keflavikur og fór sá með ofsahraða. Brugðið var við skjótt og eftirför var þegar hafin. Mun ökumaðurinn, sauðdrukkinn mið- aldra Reykvikingur hafa ekið eftir Keflavikurveginum með 140- 150 km hraða á klst. Eftirfylgj- endurnir höfðu samband við Keflavikurlögregluna sem hélt þegar á vettvang. Þegar reynt var að skakka leikinn á Hring- brautinni i Keflavik, þá venti drykkjumaðurinn sér yfir á hinn vegarhelminginn og ók þá á móti umferðinni. Tveir bilar sem óku Hringbrautina björguðust með þvi að ökumenn þeirra sveigðu útaf veginum, likt og aðrir tveir á Keflavikurveginum höfðu gert. Það verður að teljast mildi að ökufanturinn olli engum slysum, hvorki á Hringbrautinni sem var krökk af fólki I helgarinnkaupum né heldur á neinum sem i þeim fjórum bifreiðum voru sem óku út fyrir vegarkant til að bjarga lifi og limum. Hinn drukkni er nú i vörslu lögreglunnar i Keflavik. Ný námsbraut: Félagsvísindi Á næsta leiti er stofnun nýrrar deildar við Háskóla tslands. 1 deildinni sameinast undir einn hatt þær námsbrautir og náms- leiðir sem fjalla um félagsvisindi og eru nú ýmist sjálfstæðar námsbrautir eða teljast til Heim- spekideildar. Þær greinar sem mynda hina nýju deild eru: Þjóð- félagsfræði, sálarfræði, uppeldis- fræði og bókasafnsfræði. Hér er þvi einfaldlega um að ræða breyt- ingu á stjórnsýslulegri stöðu téðra námsgreina en ekki um að ræða fjölgun námsleiða i skólan- um. Ennfremur er gert ráð fyrir þvi að námsbraut i félagsráðgjöf verði innan vébanda deildarinnar þegar til sliks náms verður stofnað við skólann, og hefur heyrst, að það verði næsta haust. Háskólaráð afgreiddi málið fyrir sitt leyti til menntamála- ráðherra, seint á siðasta vetri, en það mun hafa verið orðið of seint til að Alþingi fengi það til umfjöll- unar fyrir þinglok i vor. Nú er vonast til að menntamálaráð- herra leggi málið fyrir þingið, fljótlega eftir setningu þess og er þá að vænta afgreiðslu fyrir jól. Að sögn próf. Sigurjóns Björns- sonar fyrrv. forseta heimspeki- deildar mun þessi breyting hafa einhvern sparnað i för með sér t.d. með betri nýtingu á kennslu- kröftum vegna þess að þær grein- ar sem skarast mikið en eru kenndar i hinum ýmsu námsleið- um munu verða sameinaðar. Þrymur stækkar verk Ásmundar Vélsmiðjan Þrymur hefur lokið við að stækka mynd Ásmundar Hver grefur stokkinn? Sveinssonar Pýramidisk Ab- straktion. Verkið er unnið fyrir Kvenfélag Akraness og mun þvi verða val- inn staður á Akranesi. Það er um tveir og hálfur metri á hæð og verður komið fyrir á stöpli sem er einn og hálfur metri á hæð. Lista- maðurinn sagði að m jög vel hefði tekist um að stækka verkið og að aldrei hefði hann orðið jafn ánægður að sjá nokkurt sinna verka sem stækkað hefur verið, þessi smið færi mjög nálægt sin- um upphaflegu hugmyndum og aldrei hefði jafntel tiltekist. Yfirsmiður við verkið var Jón Bergsson. Vegurinn sundur og billinn út af 1 fyrrakvöld fór fólksbill út af veginum i Kollafirði þar sem verktaki einn er með einhverjar framkvæmdir eða lagfæringar. Mun vegurinn vera i sundur á kafla. Verktakinn hafði að visu stillt upp merkingum við staðinn en þau höfðu fokið i hvassviörinu I fyrrakvöld. Allir sem i bilnum voru skrám- uðust eitthvað, en má mildi telj- ast aðekki fór verr. Bifreiðin er allmikið skemmd. Olíuverð hækkar 1 gær lauk i Vin ráðstefnu sér- fræðinga OPEC-landanna um verð á oliu. Tillögur sérfræðing- anna verða siðan lagðar fyrir ráðherranefnd oliuframleiðslu- landanna, á fundi sem hefst i aðalstöðvum OPEC á miðviku- daginn kemur. 1 fréttaskeyti Reuters frá Vin segir að tillög- umar gefi ráðherrunum ýmsa valkosti, en hækkun oliuverðs, samkvæmt tillögunum er sagt vera frá 5 til 15%. Þessi verð- hækkun á oliu kemur nú eftir niu mánaða verðbindingu, en ýmsir höfðu vonað að verðbindingin yrði framlengd til ársloka. Samkvæmt tillögum sérfræðinganna virðist litil von til að svo verði. Nú liggur fyrir borgaryfirvöld- um umsókn um lóð við Suðurgötu, en þar vill hópur ungs fólks reisa ibúðabyggð með nokkuð öðru formi en tiðkað hefur verið hér- lendis. Þetta er i þriðja sinn sem viðkomandi yfirvöld fjalla um þessa hugmynd, en alltaf hafa fundist einhverjar viðbárur sem umsækjendur hafa jafnan sent til föðurhúsanna. Liggur nú það eitt fyrir að veita þessa lóð eða neita Við hina umdeildu lóð Ar- mannsfells á mótum Grensásveg- ar og Hæðargarðs liggur hita- eitustokkur hálfgrafinn i jörð. I samtali við blaðið sagðist Jóhann Zoega hitaveitustjóri ekki geta fullyrt, hvort unnt yrði að moka yfir stokkinn og steypa siðan lok yfir innkeyrslu. Málið hefði verið falið borgarverkfræðingi til at- hugunar. Hann var hins vegar á fundi er blaðið reyndi að ná sam- bandi við hann og þvi ekki vitað hvað athugun hans hefur leitt i ljós. En menn velta þvi nú fyrir sér hvort borgin þurfi að ráðast i kostnaðarsamar framkvæmdir vegna þess arna og hvort ekki muni þá gatnagerðargjaldið sem Ármannsfell greiðir verða næsta litið þegar allt kemur til alls. umsækjendum. Þess skal getið að lóðin er á ibúðasvæði, samkvæmt Aðalskipulaginu. Þessi nýja ibúðabyggð mun standa saman af 10-12 búeining- um og sameiginlegu rými, en stærð þess er komin undir vilja og þroska þeirra sem vilja þarna fá þak yfir höfuðið. Meðal þess sem ætlunin er að verði sameiginlegt er leikher- bergi fyrir börn sem jafnframt yrði samkomustaður allra ibú- anna, gufubað, frystiklefi, verk- stæðisaðstaða, sameiginleg aðstaða til matreiðslu og sem svar við okkar islenska veðurfari verður yfirbyggður garður milli búeininganna. Hver eining verður þó þannig gerð að hægt verður að lifa þvi einangraða lifi semnú tiðkast i fjölbýlishúsum hér á landi. Þessum möguleikum til sambúðar verður haldið opnum og eftir þvi sem áhugi ibúanna vex fyrir sameiginlegri aðstöðu, þá er meiningin að ákveðinn hluti hverrar búeiningar verði lagður undir þessa sameiginlegu að- stöðu. Forvitnilegt verður að fylgjast með þessu máli, þvi það virðist einsýnt að yfirvöld hafi einhvern beyg af þvi að fólk geti komið sér upp svona sameigin- legri aðstöðu og umgengist á eðli- legan hátt. Ótti við félagsbyggingu íbúða? Alþýöublaðiö D Þriðjudagur 23. september 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.