Alþýðublaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 10
 í HREINSKILNI SAGT Liklega er maðurinn furðulegasta og forvitnilegasta fyrirbæri i náttúrunnar riki. Og ætið er hann sama ráðgátan, jafnvel fyrir spekinga allra alda og landa. Þannig getur þessi fátæklegi hnefi af „mold og dufti” i manns-eða guðsliki lyft sér himinhátt yfir eigin veikleika og takmarkanir, spannað óra- viddir, klifið litt gengar torfærur og þreytt sigursælt fang við ótrúlegustu Grettistök. Einn athyglisverðasti eiginleiki hans er þó, að geta dreymt sig frá veruleik- anum. t þvi efni þurfa tslendingar ekki að höfða til fólksfjölda i samanburði. Þar hafa þeir verið engra eftirbátar. Þjóðinni hefur tekizt, bæði i vöku ,og svefni, að sjá og skynja einstæðar furður, sem bók- og vottfest er i háum haugum. Ætið finnast svo menn, sem eiga þennan eiginleika i rikari mæli en al- mennt gerist. Menn, sem láta hugar- flugið geisast óheft um lendur rúms og tima. Þeir geta séð fyrir sér háturnaðar álfaborgir, fylltar prúðbúnu fólki feg- urra og stærra en dauðlegt mannkyn er, þar sem fæstum öðrum auðnast að sjá annað en hrjúfa kletta, hóia eða grett og gneyp hamraþil! Enginn vafi leikur á, að þessi eiginleiki er dýrmætur þeim, sem hafa öðlast hann I rikum mæli. A hinum myrku öldum þjóðarinnar, þegar Iskaldur veruleikinn gnúði uggvekjandi um flestra dyr, gatverið einkar indælt, já alltað þvihimneskt, að geta flúið inn i sinn draumaheim og mettað sál og likama á englasöng oghimnesku brauði. Að visu mun þeim fara fækkandi, sem ennþá leggja rækt við slik hugarfóstur á þessari kaldranalegu raunsæisöld og þó. Hver veit, hvaðiannarra brjóstum býr? Ennþá eru til menn, sem geta sezt innan við þrönga og óhreina gluggaboru, og séð út um hana dýrðlegar drauma hallir risa fyrir fagnandi augum fagurkerans, þar sem aðrir sjá ekki annað en klunnalega kumbalda. Enn eru þeir til, sem hafa þá furðu- legu sjóngáfu, að sjá háleitar hugsjónir kristallast i himinljómanum, þegar venjulegir menn skynja aðeins skugga girugrar valdabaráttu, samfara krepptri lúku fépúkans, sem engu eirir, ef unnt væri að bæta óhreinum einskild- ing eða dal i maurakistuna. Draumahöll - Skálkaskjól Ennþá finnast menn, sem sjá skinandi frelsissveitir skunda mjúkum, djörfum fótaburði fram i brennandi þrá, til að frelsa hinn nauðstadda og niðurlægða, lyfta undirokuðum á styrka arma og hugga hrelldar sálir i kærleiksrikri um- önnun. Þessi sýn getur gefizt þeim.þótt venjulegir menn sjái þessa sömu sveit æða og þyrpast fram á járnuðum skóm valdniðslu og ófyrirleitni, þar sem eng- um er hlift, jafnvel ekki eigin vopna- bræðrum, sé unnt að koma á þá, þó ekki væri nema klámhöggi! En hvort sem villtir hugarórar blása mönnum öðru eins i brjóst, eða Eftir Odd A. Sigurjónsson draumslikjuð augu þeirra greina ekki gegnum glýjuna, eða þykk óhreinindi útsýnisgluggaborunnar fela. þeim stundarsýn, ber þó við að sjónin. skýrist og skýlan lyftist. Jafnvel getur^ þeim orðið fyrir, að ná sér i dulu, til að1 káfa svolitið af gluggarúðunni. Þetta gerist vist raunar sjaldan, nema harðir árekstrar verði beint undir glugganum. Það þarf vist ósvikin átök, til að hrifa< slika dreymendur upp úr sinni sælu leiðslu. Ogekki er það auðveldara þegar hálfri mannsævi hefur verið eytt yfir glapsýni og vinglinu, sem missýning-- arnar hafa fætt og alið. En takistnú svo til, að verulega rifi i augun, verður oftast tvennt til. Annað hvort gefst einstaklingurinn upp og lok- ar augum á nýjan leik, sættir sig við órólegri draumfarir i bili, eða hann reynir að halda augunum opnum og gaumgæfa raunsætt sitt nýja sjónar- svið. Þá reynir á hreysti kappans, sem kominneráslikanhólm. Þá skiptir máli fyrir vonina um að geta endurhæft og hreinsað manngildið af glýju svikuls draums, hvernig við er brugðisst. Engin slik skirsla gerist við þægilegan stofuhita.allra sizt ef menn hafa loksins grillt i, að það, sem þeir höfðu haldið vera háreista og gullna draumaborg heiðarleikans, hafði aldrei verið annað en jarðbundinna skálka-skjói! f«lk Skrímslis- veiðar verða ýmsum að fjörtjóni Illa lyktandi, tveggja metra hátt og með illskuleg glóandi augu eins og reiður köttur. Þetta og álika, eru lýsingar fólks i smábænum Noxie i Oklahoma i Banda- rikjunum, á skrimsli einu miklu, sem hrellt hefurbæjar búa þar að undanförnu. Fólk er orðið lafhrætt og tauga- veiklað, segir lögreglustjór- inn á staðnum, menn eru farnir að skjóta á allt sem hreyfist, eftir að dimma tek- ur, heldur lögreglustjórinn áfram. Ég er hræddur um að þessi ósköp endi með slysi á fólki, fyrr eða síðar. Fyrstu nóttina, sem bæjarbúar gerðu tilraun til að veiða skrimslið, var árangurinn einn dauður hestur og tvær beljur, sagði lögreglustjór- inn að lokum. Klókir apar Þeir geta gert meira, en að láta glápa á sig og hlæja að sér, aparnir í dýragarðinum I Lund. Þetta fékk einn fingralangur að reyna nú á dögunum Sá fingra- langi hafði laumað sér inni dýragarðinn, seint um nótt og ætlaði sér að stela þar sjaldgæfum fiskum, sem eru mjög verðmætir og eftirsótt- ir. En þá var það sem aparn- ir tveir, Laban og Lisa Lotta, komu til sögunnar. Þau gerðu sér litið fyrir og hringdu þjófabjöllunni og dýragarðsvörðurinn var fljótur til og greip þjófinn glóðvolgan. Aðspurður, kvaðst vörðurinn hafa þjálf- að þau apahjúin i að gera viðvart, ef eitthvað væri á kreiki i dýragarðinum á nóttunni. Auðvitað fengu svo apahjúin væna banana að launum fyrir góða frammi- stöðu. - Eg sagði þer að þetta vmri hárlakk en ekki lykteyðanöi..» Raggi rolegi FJalla-Fúsi E& t/l'UDÍ '0St<A 4° %ÍZ£ ***■> MÚTTÆ c/Ara-ÞÍ tlie " SA6-&Í A^HTAF AÐ HAtfr< rAHry-f>' FAZA TO'Or j ci 06 MUr/O-y Alþýðublaöiö Bíóin HASKÓLABÍO Myndin, sem beðið hef- ur verið eftir: Skytturnar f jórar Ný frönsk-amerisk litmynd. Framhald af hinni heims- frægu mynd um skytturnar þrjár, sem sýnd var á s.l. ári, og byggöar á hinni frægu sögu eftir Alexander Dumas. Aöalhetjurnar eru leiknar af snillingunum: Oliver Reed, Richard Chamberlain, Micha- ei York og Frank Finley. Auk þess leika í myndinni: Christopher Lee, Gcraldine Chaplin og Charlton Heston, sem leikur Richilio kardinála. tSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÓNABÍÓ Umhverfis jörðina á 80 dögum Heimsfræg bandarisk kvik- mynd, sem hlaut fimm Oscarsverölaun á sinum tima, auk fjölda annarra viöurkenn- inga. Kvikmyndin ergerö eftir sögu Jules Verne. Aöalhlutverk: David Niven, Cantinflas, Robert Newton, Shirley MacLaine. (1 mynd- inni taka þátt um 50 kvik- myndastjörnur). ÍSLENZKUR TEXTI. Leikstjóri: Michael Anderson, framleiöandi: Michael Todd. Endursýnd kl. 3, 6 og 9. Sama verö á öllum sýningum. ‘STJÖRNUBÍÓ í^mi 18936 Mótspyrnu hreyfingin \ FRA h ARDENNERNE TIL '4 I HELVEDE JLdEN ST0RSTE KRIGSFILð' SIDEN ''HEITENE FRA iwo jima V „r /' FtederickStafford Michel Constantin Daniela Bianclii HelmutSchneider John Ireland Adolfo Celi CurdJurgens supumcNiscopt* iichnicoio Æsispennandi ný itölsk striös- kvikmynd frá siöari heims- styrjöldinni, i litum og Chinema Scope, tekin i sam- vinnu af þýsku og frönsku kvikmyndafélagi. Leikstjóri: Alberto de Martino Myndin er meö ensku tali og dönskum texta. Bönnuö innan 12 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Leikhúsín Fred Ziimemiinii's filiri of 'niE OAVOT’ ° THliJACíLYL AJohiiUbolf Producfion Based <>n thelxxiívby Frederick h>rs>ih Framúrskarandi bandarisk kvikmynd stjórnaö af meist- aranum Fred Zinnemann, gerö eftir samnefndri met- sölubók. Frederick Forsyth sjakalinn, er leikinn af Ed- ward Fox. Myndin hefur hvar- vetna hlotiö frábæra dóma og geysiaösókn. Sýnd kl. 5, 7,30 og 10. Bönnuö börnum. ^ÞJÓÐLEIKHÚSIf Stóra sviöið ÞJÓÐNÍDINGUR laugardag kl. 20. Litla sviöiö RINGULREIÐ I kvöld kl. 20,30 fimmtudag kl. 20,30 Matur framreiddur frá kl. 18 fyrir leikhúsgesti kjallarans. Miöasala 13,15—20. Simi 1-1200. IKFÉIA6 ^ ykjavíkur: FJÖLSKYLDAN fimmtudag kl. 20,30. Aöeins örfáar sýningar. SKJALDHAM RAR föstudag kl. 20,30. SKJALDHAMRAR laugardag kl. 20,30. Aögöngumiöasalan i Iönó er opin frá kl. 14. fcÝJA BJÓ Slmi 1154* ff From the producer of "Bullitt" and "The French Connection'.' THE SEVEN UPS * COLOR BY TVC l* ISLENZKUR TEXTI Æsispennandi ný bandarisk litmynd um sveit lögreglu- manna, sem fást eingöngu viö stórglæpamenn, sem eiga yfir hööfi sér sjö ára fangelsi eöa meir. Myndin er gerö af Philip D’Antoni, þeim sem geröi myndirnar BuIIit og The French Connection. Aöalhlutverk: Roy Schneider Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö innan 16 ára. IAFNARBÍÚ Simi 16444 Þrjár dauöasyndir Spennandi og hrottaleg japönsk Cinema Scope lit- mynd, byggö á fornum japönskum sögnum um hörkulegar refsingar fyrir drýgöar syndir. tslenzkur texti. Bönnuö innan 16 ára. Endursýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. KdPAVOGSBÍÖ Bióinu lokaö um óákveöinn tima. TRULÖFUNÁRlIRINGÁR , - Fljót afgreiösla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 RITSTJORN ALÞYÐU- BLAÐSINS ER í SÍÐU- MÚLA 11 SÍMI 81866 Þriðjudagur 23. september 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.