Alþýðublaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 9
BrWge Þetta er nú heldur sjaldgæft, en litum á spilið i dag. Norður-Suður á hættu. Suður gefur. Á 762 ^ 73 + AK3 * A7642 4k 1054 ▲ K983 V 5 y K642 ♦ 106542 $ G8 * KDG10 * 953 * ADG V ÁDG1098 * D97 * 8 SAGNIRNAR Suður Vestur NorðurAustur lhj Pass 2lauí Pass 3hj Pass 4ti Pass 4 sp Pass 4 gr Pass 5 hj Pass 6 hj Allir pass Sagnirnar leiddu til auðsagðrar slemmu, en samt er kálið ekki sopið, þótt komið sé i ausuna. Jafnvel þó bæði.spaðakóngur og trompkóngur liggi rétt, þarf allrar gætni við. Innkomur i borðið eru aðeins þrjár og hvemig verða þær nýttar til vinnings? Á þetta reynir strax i upphafi, þvi útspilið var laufakóngur. Drepið með ás i blindum. Ef sagnhafi reynir nú að svina trompi, kemur i ljós, að það heppnast, en reyni hann i annað sinn, kemur hin óhagstæða tromplega i ljós og nú er eftir aðeins ein innkoma i blind, til að svina spaða. Arangurinn einn niður óhjákvæmilega. En sagn- hafi féll ekki i þessa freistni. Spaða var spilað i öðrum slag, svinað, sem heppnaðist eðli- lega. Aftur farið inn i blind á tigulás og spaða svinað, sem enn tókst. Sagnhafi getur nú á- hyggjulaust gefið einn slag á tromp og unnið spilið. En hvað hefði gerst, ef spaðasviningin misheppnaðist i upphafi? Sagn- hafi átti þá eftir tvær innkomur i blind og gat spilað smátrompi gegnumaustur tvivegis. Eins og hjartað lá, var ekki hægt að vinna spilið á neinn hátt, væri spaðakóngur i vestri. En hér var tekinn eini möguleikinn til vinnings, sem sagt kakan etin og þó geymd! Alberts-málið hluti af valda- Sjálfstæðisflokknum stríði í HORNW - sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Aiþýðu blaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík Pétur Guðjónsson hefur sent Horninu þetta bréf, sem hann nefnir SKJALDBORG UM AL- BERT. Hann tekur það fram, að hann sendir þetta bréf til alllra dag- blaðanna NEMA Morg- unblaðsins. Ástæða þess skýrist i bréfinu, sem er svohljóðandi: „Réttarglæpir eru eitt það voðalegasta sem fyrir getur kom- ið I þjóðfélaginu. Við munum öll eftir hinu fræga Dreyfusmáli i Frakklandi, er saklaus maður er dæmdur sekur. Hann verður að þola sektardóm, eyðileggingu fjölskyldu og hræðilegar mann- raunir vegna ómannúðlegs að- búnaðar i fangavistinni. Enn þann dag i dag berast fregnir öðru hvoru um að mönnum eru opnaðar fangelsisdyr, ástæðan, hann var dæmdur saklaus. Vegna þess að i dómstólunum eiga borg- aramir að eiga fullkomið öryggi fyrir réttri meðferð mála sinna, og einnig vegna þess hversu hræðilegur glæpur það er að dæma menn saklausa, hefur orðið til orðtækið ,,það er betra að tiu sekir sleppi en að einn saklaus sé dæmdur sekur”. Allir hugsandi menn og konur hafa á öllum tim- um gert þetta orðtæki að sinu, þótt hlutíallið væri, jafnvel ennþá stærra. Vegna smæðar islensks þjóðfélags og yfirleitt vammlaus lifemis þjóðarinnar, hefur þjóðfé- lag okkar verið blessunarlega laust við þetta hörmulega fyrir- brigði réttarfars i þjóðrikjum heimsins. En það er á öðru sviði, sem islenskt þjóðfélag er ennþá ekki neinn eftirbátur annarra þjóðfé- laga, það er hvernig óvandaðir menn hafa stöðugt reynt að rægja æruna af öðrum og notað við það ýmis mjög óvönduð meðul frá lygi til likinga, sem hafa á sér sennilegt yfirbragð, svo er for- dómurinn upp kveðinn. Þvf skal bókstaflega gleymt, að ein grund- vallarregla réttarfars hins „frjálsa heims” er, „að sakborn- ingur er saklaus þar til sekt hans er sönnuð”, og einnig reglunni „að allur vafi er sakboming i vil”. Þessar gmndvallarreglur réttarfarsins eru til orðnar i gegnum árþúsundir til þess að tryggja borgurunum réttindi og öryggi réttarfarsins. En vegna hins tiltölulega saklausa yfir- bragðs islensks þjóðlifs, og þar af leiðandi ónógra dæma úr sögu is- lensks réttarfars, er tilfinning fólks fyrir raungildi þessara reglna mjög takmörkuð. Þetta hafa ýmis óvandaðir menn not- fært sér á ýmsum timum sér og sinum hagsmunum til framdrátt- ar. Er hér ennþá eitt dæmið á ferðinni, er einn af samflokks- mönnum i bæjarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins stingur Al- bert Guðmundsson rýtingsstungu i bak, Albert er borinn þeim sök- um að hann hafi veitt ákveðnum aðila fyrirgreiðslu við lóðaúthlut- un, og að sá hinn sami aðili hafi greitt ákveðna upphæð i húsbygg- ingarsjóð Sjálfstæðisflokksins. Nú er mér spurn, hvaða aðili sem i einhverjum rekstri stendur, þarf ekki i einu og öðru að sækja undir opinbera aðila með hina og þessa fyrirgreiðslu i rekstri sinum, og fyrir honum verða menn, sem blátt áfram eru pólitiskt skipaðir, ibönkum, fjárfestingar- sjóðum, i ráðuneytunum o.s.frv., o.s.frv. Það þarf ekki lengi að leita og það er hægt að finna hundruð tilfella þar sem menn hafa greitt i flokkssjóði, en þeir hinir sumu hafa i einu eða öðru formi notið opinberrar fyrir: greiðslu. Þetta vita allir borgar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik, og þetta vita allir aðr- ir borgarfulltrúar minnihlutans i borgarstjórn Reykjavikur. Þetta vita lika allir menn, sem nokkuð hafa komið nálægt pólitik eða hafa einhverja þjóðfélagsþekk- ingu. En þá blasir við undir eins sú staðreynd að fslenskt þjóðfélag er orðið svo yfirfullt af opinberum afskiptum, að ekki er orðið hægt að snúa sér við i þjóðfélaginu i sambandi við hvers konar rekst- ur, að menn verði ekki að njóta i einhverjum mæli opinberrar fyrirgreiðslu. Að neita þessu er að afneita stöðu islensks þjóðfélags i dag. Hvaða aðilar sem hafa stað- ið i rekstri hafa ekki fengið aukin rekstrarlán, þótt ekki væri nema til að mæta rekstrarfjárþörf vegna verðbólgu? Hafa þetta ekki verið i flestum tilfellum pólitiskt skipaðir menn.sem fyrirgreiðsl- una veittu? Nú, ef sá hinn sami aðili hefði látið eitthvert fé af hendi rakna i flokkssjóð þess flokks,sem pólitiska ábyrgð ber á viðkomandi valdamanni, á það þá að þýða að viðkomandi valda- maður hafi staðið i mútuþægni? Nei, það er ekki ástæðan, að við- komandi menn viti ekki nákvæm- lega hvað hér er um að ræða. Og hvað um allar embættaveiting- arnar? Og hvað um alla bitling- ana? Hér er einfaldlega á ferðinni svivirðileg árás á Albert Guð- mundsson, sem hefur reynst svo sterkur og vinsæll persónuleiki með svo ákveðnar skoðanir og trúmennsku við sjálfstæðisstefn- una, að það er ákveðinn hópur innan Sjálfstæðisflokksins, sem heimtar sér til handa alræðisvald innan flokksins, en ekki haft i tré við hann iheiðarlegri samkeppni, sem nú bregður á ráð Marðar sem sina einu þrautalendingu. Og mennimir eru ekki vandaðri að virðingu sinni en að þeir fara ofan ihiðlægstaog svivirðilegasta. ts- lensk þjóð er læs og skrifandi, og hún hefur fengið mjög sæmilegar gáfur ivöggugjöf. Efhúngáir að, er þaðfyrir hana hægðarleikur að sjá hverpig hér er að málum stað- ið, verði minnug þess og veiti launmannorðsmorðingjunum verðuga refsingu. Eingöngu vaka þjóðarinnar og réttsýni getur komið i veg fyrir, að óvandaðir menn reyni aftur slik óþverra- verk til framdráttar i valdabrölti sinu. Arásin á Albert er undan sömu rótum runnin og hin and- lega sjúkru skrif um mig og séra Arelius i Morgunblaðinu á sunnud. sl. ásamt aðförinni að Jónasi Kristjánssyni ritstjóra. Þessi hópur manna hefur nú opinberlega notað öll meðul tiltæk til þess að reyna að drepa sjálf- stæða einstaklinga, sjálfstæða skoðanamyndun og tjáningu. Þessir launmorðingjar lýðræðis- ins eru miklu hættulegri en Kommúnistar, sem sýna sitt rétta andlit. Ég hefi þekkt Albert Guð- mundsson frá barnæsku. Ég hefi þekkt marga menn um ævina, flesta góða, en þvi miður nokkrar undantekningar. En enginn hefur reynst mér heilstejptari, heiðar- legri, réttsýnni, vinfastari og hjálpsamari en Albert Guð- mundsson. Það var sérstakt lán er Reykvikingar báru gæfu til að kjósa Albert sem fulltrúa sinn I borgarstjórn og Alþingi. Þar hafa Reykvikingar og íslendingar fengið að njóta nú þegar hinna mörgu persónukosta og frábærs dugnaðar og alþjóðlegu reynslu Alberts. Vænti ég mikils af hon- um á þvi sviði f framtiðinni. Það er sama hvort það er innlendur eða erlendur maður, semstendur andspænis Albert, hann veit að þar stendur verðugur andstæð- ingur, sem hann á einskis annars kostar en virða. Það eru einmitt slikir einstaklingar, sem okkur hefur sárlega skort i samskiptum okkar við erlendar þjóðir. Við verðum að standa vel á verði gagnvart þeim mönnum, sem ætla að fótumtroða grund- vallarreglur lýðræðisins i sinni persónulegu valdabaráttu innan Sjálfstæðisflokksins. Þvi' slá allir góðir menn nú skjaldborg um Al- bert Guðmundsson. Skrifstofustúlka C Vinnumálasamband samvinnufélaganna óskar eftir að ráða skrifstofustúlku með góða vélritunarkunnáttu. Aðalstörf: bréfaskriftir, simavarsla og upplýsinga- þjónusta til aðila sambandsins. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfsmannast jóra. - Starfsmannahald SAMBAND (SLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA FRAMHALDSSAGAN- minni.Justina mundi allt i einu eftir þvi, að móðir Amaliu átti_systur, sem bjó þarna i dalnum. verdianiog mun alltaf verða, og ég mun alltat taka aaunn hérna heima fram yfir Kaliforniu. Justina brosti. —■ Það geri ég nú lika, sagði hún hlýlega. Hún hlustaði af athygli á það sem Amalia sagði henni um veislur og móttökur og sýningar, án allrar öfundar. Þetta var það lff, sem Andrew hafði alltaf óskað sér, og þessa lifs hafði hann notið. Amalia hefði átt að giftast Andrew. Henni heföi tekist mun betur að lynda viðhann. — En hvað um þig sjálfa? spurði Amalia allt i einu. — Frænka var að segja mér að maðurinn þinn væri núna hér hjá þér. Fæ ég ekki að sjá hann? Ég er viss um að þú hefur lifað miklu meira spennandi lffi en ég. Justina klemmdi hendurnar saman. Þessu var hún ekki viðbúin. Amalla kom frá Bandarikjunum, og það var ekki útilokað að hún hefði heyrt um Andrew Douglas, jafnvel séð myndir af honum i blöðum. En svo neyddi hún sjálfa sig til að vera og sýnast róleg. Það voru nú ef til vill ekki svo miklar lfkur á þvi. í fyrsta lagi hafði Andrew alls ekki verið heimsfrægur og auk þess hafði hann aðallega keppt á keppnisbrautum I Evrópu. Auk þess voru keppendur i hans grein ekki svo mikið myndaðir, ef þeir unnu ekki, og það henti sjáldan að Andrew Douglas hafnaði i fyrsta sæti. Hún brosti þvi og sagði: — Auðvitað hittir þú Andrew. Kannske ekki I dag, en einhvern timan fljótlega. Hánn er nefnilega ekki heima I dag. — Og þegar Isabella sagði mér að þú værir hér hjá frænku þinni, þá vildi ég ekki sleppa tækifærinu á að hitta þig. Tia Isabela sagði mér að þú værir hér hjá frænku þinni, þá vildi ég ekki sleppa tækifærinu á að hitta þig. Justina kinkaði kolli. — Já, komdu inn. Það er svo ótal- margt, sem við þurfum að ræöa um. Hún leit I kring um sig, og sá þá að Juana stóð og virti hana fyrir sér. Hún varð vandræðaleg, en snéri sér svo að henni, og sagði: Viltu ekki vera svo væn, Juana, að athuga hvort að Benita á kaffi handa okkur? Gamla stofustúlkan horfði fyrst á hana á móti, og andartak hélt Justina að hún ætlaði ekki að verða við beiðninni, en svo kinkaöi hún kolli og gekk hægt af stað... — Hver er þetta? spurði Amalia hvislandi. — Finnst þér hún ekki ógnvekjandi? — Ögnvekjandi? Hún Juana? Justina yppti öxlum. — Það finnst mér ekki. En hún á erfitt með að hlusta ekki á það sem aðrir eru að tala um. Hún settist við hlið Amaliu I sófanum. — En segðu mér nú eitthvað af sjálfri þér. Hvað gerirðu i Bandarikjunum? Þú ertekkigift,er það? — Nei, vina mln, en ég heyri að þú sért það. Justina roðnaði. — Ó, já, það er ég. — Þú virðist ekkert rosa hrifin. Svipur Amaliu varð athugull. — Það er ekki það, mig langaði bara að vita hvernig þú heföir það i Bandarikjunum, þvi það hlýtur að vera eitt- hvað spennandi. Amalia setti stút á munninn. — Það er svo sem ýmislegt ágætt við það. Við höfum alveg dásamlegt veður i Kali- forniu, þar sem við.búum, og þar er hægt að vera á strönd- inni allan ársins hring. En i hjarta minu er ég Monera- Amalia varð fyrir vonbrigðum. — Ó, það var leiðinlegt! En ég hitti hann kannske fljótlega. Ég vona aö við sjáumst. — Já, Justina var ánægð. Þegar Benita kom með kaffi og smákökur. Selskapsstúlka frænku hennar kom ekki til baka, en þó hafði Justina á tilfinningunni, að hún væri ekki langt undan. Meðan þær drukku kaffið, spurði Amalia um frænku hennar, sem hún þekkti litillega. — Og hvað verða þú og maðurinn þinn lengi hérna? — Ég veit það ekki ennþá, svaraöi Justina, — einhverja stund þó alla vega. Ramirez læknir er ekki sérlega von- góður á að frænka nái sér, og ég get ekki farið héðan meðan hún er svona illa á sig komin. Amalia kinkaði kolli. — Ég skil. Og það er ekkert sem kallar á eftir manninum þinum heim til Evrópu aftur? Þriöjudagur 23. september 1975 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.