Alþýðublaðið - 28.10.1975, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 28.10.1975, Qupperneq 3
Stefnuliós Kjartan Jóhannsson skrifar LOGIN OG LtDRÆÐIÐ Við setjum okkur lög um hvernig samskiptum okkar skuli háttað og hvaða reglur skuli rikja i landinu. Til þessa verkefriis er kosið Alþingi, löggjafarþing þjóðarinnar. Það setur lögin og velur ríkis- stjórnina, sem hefur fram- kvæmdina á hendi. Til Alþingis kjósum við ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Af samsetningu þess á að koma fram viðhorf þjóðar- innar til þess, hvernig hún vilji láta stjórna landinu og hvaða lög hún vilji hafa. Löggjafar- valdið er hjá Alþingi, fram- kvæmdavaldið er hjá ríkis- stjórninni og dómsvaldið hjá dómstólunum, stendur i kennslubókunum, Þetta er auðvitað rétt svo langt, sem það nær. En öll lög og allar reglur um samskipti okkar verða að eiga stoð i réttarvítund þjóðarinnar. Lög, sem ekki eru réttlát og sanngjörn, verða ekki virk nema i bezta falli að hluta til. Óréttlát lög eru sniðgengin eða ekki virt. Með lýðræðis- legu stjórnskipulagi er einmitt verið að reyna að girða fyrir, að til slikrar laga- setningar komi, með þvi að hin lýðræðis- lega kjörna löggjafarsamkunda á að endurspegla vilja þjóðarinnar, réttlætis- vitund og réttarkennd. Bresti strengur samkenndar þings og þjóár er hætta á ferðum. Fyrir bragðið hvilir mikil ábyrgð á herðum landsfeðranna j ráðherranna, þingmannanna, að ekki einungis fylgjast með hugsunum og tilfinningum þegn- anna, heldur lika, að upplýsa þá um stjórnargerðir og athafnir. Þegar gjaldeyrisskammtur ferðamanna var svo naumt klipinn á sl. sumri, að hann hrökk ekki fyrir nema fárra daga framfæri varð útkoman sú að gjaldeyrisbrask stórjókst. Fólk, sem ekki mátti vamm sitt vita, reyndi að verða sér úti um gjaldeyri með öðrum ráðum en gegnum bankana. Skattalög eru vafalaust sniðgengin i verulegum mæli i landinu. Þegar menn sjá, hvernig þeir aðrir sem mikil auraráð hafa, komast hjá þvi að greiða nema óverulega skatta, finna menn hve óréttlát skattheimtan er. Þetta kyndir undir frekari tilhneigingar til þess að sniðganga lögin. Fyrir fáeinum dögum sigldi fiskiskipa- flotinn i höfn, og lagðist við festar vegna óánægju sjómanna með ákvörðun fisk- verðs og margslungið sjóðakerfi útvegsins. Af þvi samkomulagi, sem náðist, má ráða, að með betri og virkari upplýsingum frá stjórnvöldum til sjómanna hefði e.t.v. mátt komast hjá þessari stöðvun fiskiskipaflotans. Það verður að rikja gagnkvæmt traust milli þjóðarinnar og hagsmunahópa hennar annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Þegar rikisstjórnin stendur ekki við að útvega fé til umsaminna námslána á umsömdum tima og tilkynnir niður- skurð eftirá, þá bilar traustið. Þegar verkafólki er heitið skattalækkun, og fær hana að visu i bili, en uppsker síðan helm- ingi meiri skattahækkum með öðrum hætti, þá hrakar traustinu. Þótt hið formlega vald liggi hjá rikis- stjórnog Alþingi,hrekkurþað skammt, ef ekki rikir traustmilli þegnanna og þeirra, sem með völdin fara. Hið formlega vald dugar tæpast, ef lögin og framkvæmd þeirra er ekki i bærilegu samræmi við réttlætismeðvitund þjóðarinnar. Það er i rauninni kjarni lýðræðisins, að þeir sem fara með stjórnvaldið geta ekki komið fram hverju sem er. Stjórnendurnir verða tö taka tillit til frelsis, þegnanna og þess valds, sem hvílir hjá þeim og samtökum þeirra og öðrum stofnunum þjóðfélagsins. Sé það ekki gert ónýtist e.t.v. stjórnar- athöfnin i framkvæmdinni. Og það sem enn verra er, virðingin fyrir stjórnvaldinu þverr. Á þessu sviði koma glögglega fram skilin milli lýðræðis og einræðis. Einræðisherrann getur komið hverju þvi fram sem hann lystir. Lýðræðisstjórn verður að styðjast við fólkið i landinu. Auðvitað þarf stundum að setja óvinsæl lög, gera ráðstafanir, sem eru óþægi- legar. Slikir timar koma alltaf annað veifið. Þá hvilir sú skylda á stjórnvöldum að gera þegnunum grein fyrir ástæðum sinum og sjá til þess að byrðunum sé rétt- látlega jafnað. Sé það gert og gagnkvæmt traust við lýði, þarf ekki að óttast. Takist stjórnvöldum ekki að ávinna sér traust og gæta réttlætis i stjórnargerðum, þá er hætta á, að virðingin fyrir landslögum og landsstjórn dvini. Þá er mál að rikis- stjórn segi af sr. Slikar eru leikreglur lýð- raeðisins. Annars kann illa að fara. j p Dagsími til kl. 20: 81866 f re ttahraðnrinn K -_________ Cargolux fær fjórðu þotuna Cargolux, sem er að einum þriðja i islenzkri eigu, en starf- rækt er i Luxemburg, hefur nú fengið þriðju vöruflutningaþot- una af Douglas DC-8 gerð, en á fyrir fjórar vélar af gerðinni Canadair CL-44, sem áður voru farþegavélar Loftleiða. Cargolux heldur uppi áætlunar- flugi til Austurlanda með vörur einvörðungu auk þess sem það flytur vörur samkvæmt beiðni hvert i heiminum sem er. A siðasta starfsári jókst velta félagsins um 43%. Framkvæmdastjóri Cargolux er Einar Olafsson. Bókaútgefendur ekki bjartsýnir Blaðið ræddi i gær við nokkra bókaútgefendur um horfur á bókamarkaði i ár. Yfyrileitt bar þeim saman um flest atriði, sem spurzt var fyrir um, en þetta var helzt: Upplög bóka fara minnk- andi og hefur svo staðið nokkur undanfarin ár. Flestum kom saman um, að meðalupplag bóka yrði 15—1600. Það er fækkun, sem nemur um 4—500 eintökum frá þvi fyrir nokkrum árum. Að sjálfsögðu á þetta við almennt, en auðvitað er eintakafjöldi veru- lega hærri þegar ræðir um bækur vinsælla höfunda og einnig stór- um lægri, t.d. á ljóðabókum yngri höfunda. Einn ótgefandi taldi, að gott þætti, af unnt væri að selja af þeim á fyrsta ári 2—300 eintök. Flestir voru á þeirri skoðun, að titlum mundi frekar fækka en hitt, en þó ekki stórlega. Að- spurðir um hlutfall milli þýddra erlendra bóka og frumsaminna islenzkra, voru menn óvissari. Fleiri voru á þeirri skoðun, að erlendar bækur ynnu heldur á, en slikt væri þó of sveiflukennt, til þess að draga mætti af þvi al- mennar ályktanir, nema með nánari rann’sókn. Baldvin Tryggvason, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins,benti sér- staklega á barnabækur, einkum myndskreyttar, þar sem hinar erlendu ynnu stórlega á. Þvi ylli fyrst og fremst kostnaður við is- lenzku framleiðsluna, sem væri stórum meiri. Og þá er það vænt- anlegt bókaverð. Allir útgefend- urnir bentu á, að almennt verðlag hefði hækkað um 40—50%. Af þvi hlyti að leiða, að bókaverð hækk- aði talsvert, en þó kom mönnum saman um, að nú, sem fyrr, mundu bækurnar alls ekki hækka i sama hlutfalli og hin almenna verðhækkun gæfi tilefni til. Það hefði ætið verið stefna útgefenda, að halda bókaverði niðri eftir öll- um föngum og máske stundum rikt of mikil bjartsýni i þvi efni. Bækur myndu þvi áfram verða með ódýrustu gjafavörum, sem kostur yrði á. Baldvin Tryggva- son taldi útlitið dökkt um bókaút- gáfu i framtiðinni, ef svo héldi áfram, sem nú horfði, hann sagði m.a. ,,Ef árið i ár gefur svipaða raun og árið i fyrra, t.d. sýnist mér, að við stöndum frammi fyrir svo miklum samdrætti i islenzkri bókaútgáfu, að hún hljóti að biða varanlega hnekki og þá með ó- fyrirsjáanlegum afleiðingum. Það mundi ég telja hörmulegt hiutskipti fyrir bókaþjóðina,” sagði hann að lokum. Rætt við Þjóð- verja í dag I dag fara fram viðræður við fulltrúa v-þýzku stjórnarinnar um landhelgismálið. Af hálfu Þjóðverja verður það Wischnew- ski aðstoðarutanrikisráðherra sem stýrir umræðunum, en þeir Einar Agústsson og Gunnar Thor- oddsen frá okkur. Aðrir nefndar- menn Islendinga verða Árni Tryggvason sendiherra i Bonn, Jón Arnalds, Þórður Asgeirsson, Hans G. Andersen, Már Elisson og alþingismennirnir Þórarinn Þórarinsson og Guðmundur H. Garðarsson svo og Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnun- arinnar. Talsverður áhugi virðist rikj- andi i Þýzkalandi fyrir þessum viðræðum og eru hér staddir tveir sjónvarpsmenn þaðan auk út- varpsmanns. Ennfremur munu fréttamenn frá öðrum löndum fylgjast með viðræðunum, en bú- izt er við að þær standi aðeins i dag. Þann 13. nóvember rennur út samningur við þær þjóðir sem hafa heimild til veiða innan 50 milna markanna. Enn hafa engar viðræður farið fram við Belga, Norðmenn og Færeyinga og eng- ar upplýsingar fengiztum hvenær þær eru fyrirhugaðar. Baráttukveðjur Viðbrögð erlendis við kvenna- friinu á Islandi hafa orðið mjög mikil, og er ætlun kvenna- samtaka viða um lönd að hefja undirbúning hliðstæðra aðgerða. Konur i Socialistisk Folkeparti i Danmörku hafa sent islenzkum konum svohljóðandi kveðju: Til islenzkra kvenna. Akvörðun ykkar um að leggja niður vinnu á degi Sameinuðu þjóðanna hinn 24. október hefur vakið mikla athygli og ánægju i kvenfélögum flokksins. Barátta ykkar fyrir launajafn- rétti mun verða styrkur dönskum konum, og við sendum ykkur innilegustu kveðjur og vonum að frumkvæði ykkar muni leiða til árangurs. Kvenfélög innan SF. Eiga námsmenn að faraað dæmi Armannsfells? Islenzkir námsmenn erlendis hafa nú mótmælt harðlega þeirri skerðingu, sem gerð er á náms- lánum samkvæmt nýjum fjárlög- um, og hafa þeir sent frá sér ályktanir þar að lútandi. „Þetta er vcrra cn glæpurinn. Þetta eru inistök.” segja náms- menn i Lundi og vitna til orða fransks stjórnmálamanns. SINE deildin i Bergen spyr: Er það vilji rikisstjórnarinnar að islenzkuin námsmönnum og börnum þeirra sé flcygt út á gaddinn? „Verði nefnt fjárlagafrumvarp samþykkt með óbreyttu framlagi til LIN (Lánasjóðs námsmanna), þýðir það, að fjöldi námsmanna erlendis verður að hætta námi. Slikt væri sóun á fjármunum, tima og mannafla,” segir i sam- þykkt fundar isl. námsmanna i Stokkhólmi og Uppsala-deild SINE ályktar m.a. eftirfarandi: ..stefnt á nýjan leik að auknu misrétti til náms.” „Lánveitingar til námsmanna er engin góðgerðarstarfsemi,” segja námsmenn i Vestur-Berlin, og halda áfram: „Þeir sem halda að peningum sé fleygt i náms- menn gera sér ekki grein fyrir þýðingu menntunar fyrir þjóðfé- lagið. Island á sér ekki viðreisnar von ef þeir menn ráða ferðinni, sem halda að hægt sé að komast af án visindalegrar kunnáttu og þekkingar.” Og loks: „Neyðumst við kannski til að bjóða i húsbygg- ingasjóð Sjálfstæðisflokksins 10% af væntanlegum lánum okkar, fyrir þá náð að fá jafn mikið fjár- magn og i fyrra?” Þær standa sig vel við dæmi- gerðu karl- mannsverkin r Á forsiðu föstudagsblaðsins birtum við mynd af og viðtal við unga stúlku, sem vinnur dæmi- gerða karlmannsvinnu, þ.e. við hreinsun ruslatunna. Nú höfum við frétt að á Akra- nesi hafi konur unnið þessi störf frá þvi i fyrravor, en þá vantaði hreinsunarmenn og engir karl- menn gáfu kost á sér til verksins. Kvenfólk bauðst þá til þess að vinna þessi nauðsynlegu en miður hreinlegu störf, og hafa gert það alla tið siðan, jafnt á heitasta sumardegi sem i hörkugaddi fyrri vetrar — og hafa að sögn bæjar- yfirvalda staðið sig sérstaklega vel. Ódýrustu lit- tækin á 180 þúsund kr. „Við erum þegar byrjaðir að selja litsjónvarpstæki svo um munar, og er verðið á þeim frá 180 þúsund krónur og upp úr, en þau sem seljast bezt, eru á verð- inu 230 til 300 þúsund.” Þetta sagði Hermann Auðunsson, hjá Nesco, er við spurðum hann um sölu litsjónvarpa, og þjónustu á slikum tækjum. Hermann sagði ennfremur: „Sjónvarpstæki sem við seljum eru frá Þýzkalandi, og heita þau Grundig, þessi tæki eru öll með þriggja ára ábyrgð. sem þýðir það að við verðum að gera við öll þau tæki sem bila á þessum tima, þess vegna höfum við sent mann til Þýzkalands, sem mun kynna sér þá aðferö sem verk- smiðjurnar nota til viögerða á lit- sjónvörpum. Aðferðin sem Þjóð- verjarnir nota til viðgerða á tækj- unum, er mjög einföld, þar sem ekki þarf að flytja tækin á verk- stæði, heldur er það gert á staðn- um með tólum sem komast öll fyrir i einni tösku.” Einnig spurðum viö Hermann um þá þjónustu sem þeir buðu kaupendum upp á, i sambandi við innborgun á nýtt sjónvarpstæki með þvi gamla. „Þeir kaupendur sem hafa verzlað við okkur, geta látið gömlu tækin sin upp i inn- borgun á þeim nýju, en þetta gild- ir aðeins um þá sem hafa kevpt tækið á þeim tima, sem er eitt ár aftur i timann frá kaupdegi. og eru slik tæki metin með vissum afföllum.” Hjá Einari Farestveit & Co var okkur tjáð það, að litil sala væri enn á litsjónvarpstækjum. en þeir væru með tvær tegundir til sölu, en það er Radionette og Toshipa. og er verðið á þeim allt frá 116 þúsund og upp i 300 þúsund. 1 sambandi við viðgerðir á litsjón- varpstækjunum, sagði Arthur Farestveit verzlunarstjóri að þeir væru með góða menn á verkstæði sinu, og treystu þeir sér alveg sjálfir að gera við litsjónvarps- tæki. Þriðjudagur 28. október 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.