Alþýðublaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.10.1975, Blaðsíða 8
HORNIÐ “ s'mi 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaösins, Síðumúla 11, Reykjavík Höldum bjórnum í fjarlægð! Sigurður hafði samband við Hornið og vildi segja sitthvað um bjórinn og það sem honum fylgir: Mér rétt kom i hug, að vekja litillega máls á þessu veseni, sem sumir vilja kalla yfir okkur, það er bjórinn. Mikið hefur verið rætt Mann nokkurn dreymdi að hann væri dáinn og kominn til afar viðáttumikils lands, þar sem honum leið i alla staði mjög vel. Hann hvildi sig vel fyrst i stað, en fór loks að leiðast einveran og kallaði: Er hér enginn? Á sama augnabliki kom hvit- klæddur maður til hans og spurði: Hvað er það sem yður þóknast? — Hvað get ég fengið? — Allt sem yður þóknast, var svarað. — Jæja, færðu mér eitthvað gott að borða. — Hvað viljið þér fá að borða, þér getið fengið hvað sem er. Sá nýdáni valdi sér safarikar kræsingar og voru þær bornar fyrir hann. Timinn leið og hann gerði ekki annað en að hvila sig og borða og sofa. En brátt varð þetta aðgerðarleysi leiðinlegt, svo að hann fór að biðja um hina ýmsu leiki, sér til afþreyingar. Allt var látið eftir honum. Loks var maðurinn nýdáni orðinn hundleiður á þessu sifellda að- gerðaleysi, svo hann kallaði i þann hvitklædda og sagði: — Ég vil fá eitthvað að gera. — Þvi miður, við getum veitt þér allt sem þú óskar þér, en ekki þetta. — Jæja, sagði þá maðurinn, mér dauðleiðist hér. Ég vil heldur fara til helvitis og vera þar. — Hvar haldið þér, að þér séuð var svarað. og ritað um þennan görntta drykk, þvi göróttur er hann, rétt eins og aðrir þeir drykkir sem innihalda alkóhól. Þingmaður einn, hafði fyrir nokkrum árum, ekki sér annað til dundurs á Alþingi okkar, en að flytja frumvarp um það, að bjór- brugg og innflutningur skyldi leyfður hér á landi. Hvort hann hefur verið búin að útvega sér umboð fyrir Tuborg, eða einhvern annan bjórframleiðanda, skal ósagt látið. En hugsa þessir frómu menn, sem vilja endilega þennan fjanda inni landið, um það, hverjar af- leiðingarnar kæmu til með að verða? Ekki þarf nema að benda á skýrslur og niðurstöður rann- sókna annarra landa i sambandi við umferðaslys, vinnuslys og U trýmið villi- köttunum Valasem býr i Breiðholti, sendi Horninu eftirfarandi linur um villiketti og vandamál i sambandi við þá: Einhvern veginn er það svo, að við hér á Islandi sjáum aldrei hlutina, fyrr en um seinan, það er að segja, við byrgjum ekki brunn- inn fyrr en barnið er búið að detta minnsta kosti einu sinni ofan i hann. Nýjasta dæmið af þessu taginu er villikattarmálið, sem upp kom hér i Breiðholtinu á dögun- um, er villiköttur réðist á og stór- skaðaði sex ára gamla telpu. Með sanni er hægt að segja, að mildi er að hér fór ekki ver. En er þetta fyrsti villikötturinn sem gerir vart við sig uppi i Breiðholti? Nei, ekki aldeilis, við höfum alveg nóg af þeim. annan ósóma, til þess að hverjum manni verði ljóst, að hér er voði á ferðum, en ekki neitt meðal við slæmum drykkjusiðuum okkar Islendinga. Nú siðast fyrir örfáum dögum voru Kanadamenn að uppgötva mikinn þjóðarvoða i sinu landi. Einhverjum speking- um hjá þeim, hugkvæmdist að lækka áf engiskaupaaldurinn niður i 18 ár, fyrir nokkrum árum. Astæðan var gefin sú, að þegar væri ólögleg áfengisneysla 18 ára unglinga orðin svo áberandi að ekki mætti svo við una lengur. En hvað skeður? Einfaldlega það sem hver heilbrigður mað^r hefði átt að geta séð fyrir. olöglegi neyzlualdurinn færðist bara niður um tvö ár. Ætli þeir lækki þá ekki bara áfengiskaupaaldurinn niður Ef ég man rétt, var skrifað bréf um þetta mál, til Hornsins, ekki alls fyrir löngu, þar sém bréfrit- ari benti á að nauðsynlega þyrfti að útrýma villiköttum. Fyrir utan hættuna sem af þessum rándýr- um stafar, þvi rándýr verða kett- irnir aftur, þegar þeir komast undan mannaumsjá, stafar af þessum kvikindum mikill óþrifn- aður og það sem meira er, að þegar villifressar fara um i leit að samneyti við læður, verður það oft til þess að þær leggjast út. Ótrúlegt, en satt. Villikettir hafa slæm áhrif á heimilisketti. Það er kannski ekki rétti vett- vangurinn hér, að vera að þrasa um þetta, en ekki sakar að koma af stað umræðum, sé það hægt. Hvernig er það annars, er ekki starfandi hjá borginni maður, eða menn, sem kallast meiðdýraeyð- ar? Er ekki einmitt þeirra hlut- verk að sjá um útrýmingu þess- ara kvikinda? Það er sannarlega kominn timi til að þessir embættismenn borgarinnar lyfti rassi frá stól og láti þetta mál til sin taka og það strax, áður en annað óhapp af þessu tagi á sér stað. sig sjálfsagt um tvisvar, áður en þeir fara af stað aftur. Við skulum standa stif á þvi, að banna bjór. Við skulum ekki bjóða hættúnni heim að nauð- synjalausu. Einnig vil ég koma með áskor- un til hagsmunasamtaka okkar Breiðholtsbúa að láta þetta mál til sin taka og gera þvi röggsam- leg skil. TRÓLOFUNÁRHRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 Bridge Gæfumunur Stundum er nokkuð erfitt að ákveða, hvernig skal svina, þegar um er að ræða fleiri en eina leið, þá ekki siður, hvernig hreinsa skal langlit. Litum á spil dagsins. 4 DG1074 V A 4 76532 4, D5 A 2 4 9863 V 9832 y 765 ♦ 1084 4 K9 * AG973 4 1064 4 K5 y KDG104 4 ADG 4> K82 Sagnir gengu: Suður Vestur Norður Austur 1 hj. Pass 1 sp. Pass 2 gr. Pass 3 t. Pass 3 hj. Pass 3 gr. Pass Pass Pass Sagnir gengu eins á báðum borðum i þessu spili, sem er frá heimsmeistarakeppni 1971 og útsláttur á báðum borðum var sami, lauf sjö. Sagnhafar á báðum borðum tóku á laufadrottningu i blindi, en svo skildu leiðir: Augljóst er, að um tvokostieraðvelja, til að hreinsa langlit, spaða eða tigul. Annar sagnhafa valdi þann kostinn, að spila tigli og hafði þá það i huga, að liklegt væri að Vestur hefði spilað frá ás. Jafn- framt væri liklegt að spaðaás- inn væri i höndum Austurs. Þó tigulkóngur lægi i Véstri, yrði 3. slagur ekki gegnum spil á laufa- kóng. Lægi tigulkónguri Austri, mætti e.t.v. ná honum i öðrum tigulslag, ef drottningu eða gosa væri svinað i þeim fyrsta. Tigul- kóngur kom raunar i fyrsta slag og þar með var. sögnin auðveld- lega unnin, fimm slagir á hjarta þrir á ti'gul og einn á lauf. Hinn sagnhafinn, sem reyndi að hreinsa spaðann fékk gegnum spil i laufi og tapað spil. Auglýsið í Alþýðublaðinu Ný framhaldssaga hefst í dag — Þá tökumst við i hendur og heitum góðri samvinnu, sagði dr. Stefán Holl við unga lækninn, og dr. Jordan þrýsti fast hönd hans. Hann andaði léttar með sjálfum sér. Þetta hafði heppnazt. Hann hafði fengiðstöðuna á Berling- spitalanum. Hann virkaði ekki jafnspenntur nú. Þetta hafði verið mikilvægt samtal og dr. Holl hafði virt hann mjög gagn- rýnandi fyrir sér. Núgathanngleymt öllu þvi gamla og hafið nýtt lif. Laun- in voru hærri, en hann hafði þorað að vona, og þægileg tveggja herbergja ibúð beið hans. Hann kunni óvenjulega vel við yfirlækninn, dr. Donner. Af einhverjum ástæðum hafði dr. Holl farið dálitið i taugarnar á honum, en hann myndi kannski kunna betur við hann, þegar hann kynntist honum betur. Hann ar alltof stórglæsilegur til að nokkur hefði getið sér þess til, að hann væri þekktur kvensjúkdómalæknir, en dr. Jordan hafði komizt að raun um, að dr. Holl var alltaf eins og hann vildi vera. Starfsamur, ákveðinn, nákvæmur — og samt ekki tilfinningalaus. Hann var yfirieitt mjög aðlaðandi maður. — Það verður uppskurðardagur á morgun. Við þurfum að fjarlægja leg, sem i hefur fundizt krabbavottur, sagði dr. Holl. — Þér megiðaðstoða, ef þér viljið. — Það vil ég mjög gjarnan, svaraði dr. Jordan að bragði. Þetta kunni Stefan Holl að meta. Annar læknir hefði kannski ekki viljað hefja störf fyrr en ráðingartiminn hófst, tveim dögum siðar. Stefán var ánægður. Þessi ungi læknir, Jordan, myndi án efa verða á réttum stað á spital- anum. Systir Anna hafði brosað til hans, þegar hann var kynntur fyrir henni. Það skipti töluverðu máli, þvi að systir Anna var mannþekkjari. Það var kominn timi til að fara á stofugang. Julia vildi gjarnan að Stefan kæmi timanlega heim i kvöld, þvi að yngsta barnið þeirra varð ársgamalt. En hann var enn að hugsa um sjúklingana. Þeir áttu heimtingu á þvi, að með þá væri farið i dag eins og alla aðra daga. Frú Wenzel á stofu þrjú var með hitagljáandi augu. Dr. Holl þurfti ekki að lita á hitaspjaldið, þvi að ekkert fór framhjá honum. Hann þekkti þennan sjúkling svo vel, að hann vissi, að hver minnsta spurning gat fengið hana til að bresta i grát. — Hvað er að? spurði hann systur önnu, þegar þau voru komin framá gang. — Maðurinn hennar kom i heimsókn. Hræðilegur maður. Hann talaði um þaö allan timann, að hann vildi fá skilnað, ef hún færi ekki að eignast barn. Ludvig Wenzel var óðalseigandi og hann vildi eignast erfingja. Ekki aðeins barn, vegna þess að hann langaði til að verða faðir, heldur erfingja að búgarðinum. Þau höfðu verið gift i fimm ár og þann tima hafðiLisa Wenzel orðið að þola sitt af hverju. Fjölskyldan var ekki alltof vingjarnleg við „innflytjandann”, eins og hún var kölluð, þó að hún væri úr nálægu þorpi. — Fjandinn hirði hann! sagði dr. Holl æstur. — Hann eyðileggur konuna sina. En það er ekki hægt að tala við hann. Það væri bezt fyrir hana að biðja um skilnað. — Já, vegna andlegrar grimmdar, sagði systir Anna. — Það er vist, að bæði henni og barninu verður vorkunn, ef hún eignast þá einhvern timann barn. Skapið var betra á næstu stofu. Þaðan heyrðist glaðvær hiátur fram á gang. Hérna voru tvær ungar mæður, sem höfðu eignazt börn- in sama dag. Þær voru farnar að þúast og ræddu saman eins og gamlar vinkonur. Sr. Holl komst i betra skap. Hann naut þess að hafa ánægt fólk i kringum sig. — Glaðar og hrifnar? spurði hann hlæjandi. — Við höfum gert áætlun, sagði Inge Winkler. — Já, við ætlum að gera hjón úr börnunum okkar, þegar þau verða stór, þvi að okkur semur svo vel, skaut Rut Hansen inn i. — Það verður nú bið á þvi, sagöi dr. Holl, — þau eru aðeins þriggja daga. Auk þess vona ég, að þetta verði ekki i fyrsta og siðasta skiptið, sem ég sé ykkur hér. — Alls ekki, svöruðu þær og litu kankvisar hvor á aðra. — En við verðum að aðgæta okkar gang, sagði Inge Winkler, — til að við verðum hér samtimis. — Og við viljum fá sömu stofu. Þetta á að verða hefð, sagði Ruth Hansen. — Og eiginmennirnir fá engu um ráðið? — Þeir eru fegnirþvi, að við erum orðnar svona góðar vinkonur núna, þegar við tölum ekki um neitt nema börn. Þeir eru saman á kvöldin, svo að þeim leiðist ekki jafn- mikið, sagði frú Winkler. — Og þeir gæta hvor annars, sagði frú Hansen. — Megum við horfa á sjónvarpið i kvöld, dr. Holl. Það er glæpamynd. — Og hvað, ef þið verðið svo hræddar, aö þið mjólkið ekkert á morgun? — Hvaða álit hafið þér á okkur? Þetta er bara kvik- mynd og við erum ekki hræðslugjarnar. — Þá verður vist að leyfa það, sagði hann hlæjandi. — Þetta hefur vist ekki komið fyrir hjá okkur áður, sagði hann, þegar þau voru komin fram. — Sammála um allt, jafnvel kvikmyndir. Ég er orðlaus. — Þær eru ágætar, sagði systir Anna. — Ef öll börn ættu slikar mæður yrðu aðeins glöð börn I veröldinni. — Bara að þær spilli ekki börnunum við sjónvarpið um leið og þau geta setið, sagði hann. Systir Anna deplaði til hans auganu. — O, ætli þær hafi ekki nóg annað að gera, þegar heim kemur. Þær eiga báðar einstaklega glæsilega menn. — Um hvað eruð þér að hugsa, Anna? sagði hann striðnislega. — Ég held, að við megum þakka fyrir að verða ekki at- vinnulaus. Eins og stendur er meira um fóstureyðingar en fæðingar. — Það eru þessir streitutimar, sem orsaka það, sagði Stefan og andvarpaði. — Þær vilja halda áfram að vinna og þegar þær verða barnshafandi, kæra þær sig alls ekkert um barn. Skiljið þér nú, hvers vegna ég vildi, að konan min hætti að vinna? — Konan yðar hefði aldrei verið ánægð barnlaus, sagði systir Anna. — Og sennilega ekki án yðar heldur, bætti hún við. — Það vona ég! Dr. Julia Holl, fyrrverandi barnalæknir, hefði naumast haft tima til að vinna lengur. Börnin þrjú létu hana hafa nóg að gera. Christoffer, sem var eins árs, skreið um ailt og þurfti að skoða allt, sem hann gat hendur á fest. Tviburarnir, Marc og Dani, voru fjörkálfar, svo að hún hafði fullar hendur allan daginn. AÐSTOÐAR- LÆKNIRINN AlþýðublaðiO Þriðjudagur 28. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.