Alþýðublaðið - 28.10.1975, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 28.10.1975, Qupperneq 10
í HREINSKILNI SAGT Fór, eins og varði Sendinefnd okkar á fund Stórbretans er nú heim komin. Hvort hún hefur þótzt erindi fegin, er svo önnur saga. Eitt getum við, hvað sem öðru liður huggað okkur við, að i þetta sinn var þó tekið i höndina á Einari, þegar hann heilsaði, þótt misbrestur væri á þvi, þegar hann heimsótti Kanann, sem frægt var. Að vísu vantar enn mynd af kveðjunum, til þess að átta sig á, hvort handtökin hafa verið eins vingjarnleg og við komuna, en nóg um það. En um stund verður vist bið á þvi, að landsmönnum gefist kostur á að fá að vita, hvað eiginlega gerðist i þessum viðræðum. Við erum reyndar alin á þvi, að viðræðurnar hafi verið „gagnlegar”, og álika kjaftæði. En gagnlegar fyrir hvern eða hverja er annað mál, verður máske aldrei uppskátt. Að vonum eru íslendingar litt þjálfaðir i „diplómatiskum” háttum. En eitt virðast þeir þó hafa lært, að svara einungis i hálfyrðum, ef landsmenn þeirra eiga i hlut sem spyrjendur. Ekki verður komizt hjá, að hnjóta um misræmið, sem fram kemur i túlkunum okkar manna og túlkunum Hattersleys. Hann virðist halda þvi blákalt fram, að Islandingar háfi gert Bretum tilboð, þó það sé ekki frekar skilgreint. Þessu neita okkar menn reyndar. Vissulega höfum við mikla löngun til að trúa betur framburði okkar manna, en hvernig getum við verið örugg, meðan önnur eins leynd og raun er á, hvilir yfir við- ræðunum? Vel getur verið, að Hattersley hafi kosið, vegna áróðurs- gildis heima fyrir, að láta lita svo út, sem Bretum hafi tekizt að róa nokkra vik á Islendinga. Samt er það of hættu- legur leikur, ef siðar kæmi i ljós, að það væru staðlausir stafir. Þetta misræmi vekur efasemdir, sem hljóta að naga hugskot manna, sem nenna að hugleiða likurnar. Þegar við virðum fyrir okkur það litla, sem forystumenn stjórnar- flokkanna i þessu máli hafa tjáð okkur, er þar ekki um auðugan garð að gresja. Forsætisráðherrann hefur sagt það eitt, að hann vilji takmarka veiöar Með öngulinn í endanum? útlendinga á tslandsmiðum sem mestog losna við þá heðan sem fyrst. Varla getur það kostað mikil heilabrot, að gefa slikar yfirlýsingar. Og hvort eru menn nær um fyrirætlanir, þeirr vegna? Utanrikisráðherrann er sjálfsagt ekki harðlæstur i endum i þessu máli, fremur en siður er i flokknum, þó vissulega sé nokkur manndómur i þvi að „rifa kjaft” við Callaghan með þvi að ráðleggja honum að fylgja bara fordæmi okkar um útfærslu i 200 milur, ef það er þá rétt eftir haft og hefur komizt til skila. Hins- vegar gæti það vist örugglega hent hann, hvað þá misheppnaða sauð- bændur á ráðherrastólum flokksins, að fylgja þvi snjallræði foringjans, að stoppa til aö rifa þessa seglpjötlu þegar minnst varir' Þegar litið er yfir forystusveitir á stjórnarstólunum er naumast von að það skapi neina huggleði eða baráttufýsi hinna óbreyttu. En þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir það, að sendinefndin kæmi með „öngulinn i endanum ” úr hrakreisu Eftir Odd A. Sigurjónsson sinni til Bretlands eins og vænta mátti, eru þó a.m.k. tvö ljósblik i sjónmáli. Rösklegt framlag Hafrannsóknarstofn- unar er annað þeirra. Ég vil trúa þvi staðfastlega, að þeir mætu menn, sem að þvi standa, hafi rökstutt það svo, að ekki verði um villzt fyrir umheiminn, að við áttum enga aðra kosti en útfærsluna. Hitt er einhugur þjóðarinnar i málinu. Auðvitað ber stjórnvöldum að virkja hann enn betur en orðið er. Það verður bezt gert með þvi að svipta allri hulu af gangi málsins. I þvi efni gætum við einmitt lært af Bretum. Þeir hikuðu ekki við að ræða á þjóðþingi sinu opinskátt og fyrir opnum tjöldum um sinn mikla vanda, þegar verst lét i siðari heims- styrjöldinni. Eftir það þurfti enginn að velkjast i vafa, hvað við lá, og allir vita hvernig þeim hildarleik íauk. Hvers- vegna ekki að sýna okkar þjóð viðlíka trúnað? Þetta er okkar „heims- styrjöld”. Látum það vera, að okkar ráðamenn þykist sýna einhverja karl- mennsku, með þvi að sitja sem fastast öngulsárir i sinum finu stólum. Þjóðin á rétt á að vita afdráttarlaust, hvort öngullinn hefur krækst inn i bein, eða bara i buxnabotninn. Hér er að visu eng- inn Churchill við stjórn. En það mætti láta reyna á, hvort islenzka þjóðin stendur þeirri brezku að baki, þegar i harðbakka slær. f< lk Forlátapipa Forsætisráöherra Bretlands er mikið gefinn fyrir pipu- reykingar og sjaldan sjáum við myndir af þeim fróma manni, án þess að hann sé með pipu i munninum. Enda skal engan furöa þó þessi pipuunnandi eigi myndarlegt pipusafn, sumir segja eitt það myndarlegasta i Bret- landi, þvi hann er búinn að safna pipum frá öllum heimshornum i mörg ár. Nýjasta innleggið i hans fræga pipusafn, er gjöf frá Ford Bandarikjaforseta. Er þar um að ræða mjög vandað pipusett og er kennt við Appolo. Astæðan fyrir nafn- giftinni er einangrun, sem er inni pipuhausnum, en ein- angrunin er sú sama og not- uð er i Appolo geimförin, til einangrunar gegn hita. Apótekari 100 ára Arið 1892 hóf John Edvard Hjelt störf sem apótekari. Nú er hann orðinn hundrað ára og stundar enn starf sitt af fullum krafti. Það var árið 1901, sem John Edvard útskrifaðist sem útlærður apótekari og strax árið eftir opnaði hann sitt eigið apótek. Apótekið sitt opnaði hann i smábænum Forsaa, sem þá var talsvert langt frá Helsingfors. I þá daga hafði hann rúmt um sig og gat horft vitt yfir akra og engi, þó þjóðbrautin lægi reyndar rétt við dyrnar hjá honum, var ekki önnur um- ferð um hana en riðandi menn og allskyns hestvagn- ar og sportkerrur af þeirri tegundinni. Nú er öldin önnur og apó- tekið hans John Edvards er i hjarta bæjarins og skarkali umferðarinnar glymur i eyr- um hans dag hvern. En það er ekkert uppgjafarhljóð i honum John Edvard og sjálf- ur segir hann, að enn sé langur starfsdagur eftir hjá honum. Hasarblöðin orðið verðmæti Ef þið eigið gömul hefti af Andrés önd og fleiri teikni- myndablöðum, skuluð þið ekki láta þau lenda i rusla- tunnunni, þau geta nefnilega verið talsvert mikilla pen- inga virði. Nýlega var eintak af Andrés önd og félögum selt fyrir sem svarar um 100 þús. islenzkum krónum á uppboði iNoregi. Til frekari fróðleiks látum við það fylgja með, að heftið var tæplega 40 ára gamalt. 1 Bandarikjunum hafa menn uppgötvað, að söfnun slikra teiknimyndablaða er mun arðbærari en söfnun fri- merkja og myntar. Ekki alls fyrir löngu var eintak af fyrsta heftinu um Superman selt þar i landi á 10 þúsund dollara og reiknið þið nú. *** Raggi rólegi Alþýðublaðið Bíóin IÁSKÓLABÍÓ s.mi 22,4. Caroline Lamb Listavel leikin mynd um ástir Byrons lávaröar og skálds og eiginkonu eins þekktasta stjórnmálamanns Breta á 19. öld. Leikstjóri: Robert Bolt. Tónlist eftir Richard Rodney Bennett, leikin af Filharmón- iusveit Lundúna undir stjórn Marcus Dods. ISLENZKUR TEXTI. Frábærir leikarar koma fram i myndinni m.a. Sarah Miles, Jon Finch, Richard Chamber- lain, John Mills, Laurence Oliver o.m.fl. Sýnd kl. 5 og 9. I>etta er mynd fyrir alla, ckki sist konur. ■AUBARASBÍÓ ZACH/XRIAH COIOR GP -i.i- Ný Rock Western kvikmynd, sú fyrsta sinnar tegundar hér- lendis. 1 myndinni koma fram nokkrar þekktustu sem uppi eru i dag m.a. Country Joe and The Fich og The James Gang og fl. Aðalhlutverk: John Rubinstein, Pon Johnson, Elvin Jones, Dough Kershaw. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Harðjaxlinn hArd negl TOMAS MILIAN CATHERINE SPAAK ERNEST BORGNINE NfRVEPIRIHNOE SKIIDRIN6 Af DE HÁROE DRENGES OPCBR, derslAr puiukum KNOCK-OUT! Sýnd kl. 11. rdwABfð Simi -.11182 T0MMY Ný, brezk kvikmynd, gerö af leikstjóranum Ken Russell eftir rokkóperunni Tommy, sem samin er af Peter Towns- hend og The Who. Kvikmynd þessi var frumýnd i London i lok marz s.l. og hefur siöan veriö sýnd þar viö gifur- lega aösókn. Þessi kvikmynd hefur allstaöar hlotiö frábær- ar viötökur og góða gagnrýni, þar sem hún hefur veriö sýnd. Myndin er sýnd i stereo og meö segultón. Framleiöendur: Robert Stig- wood og Ken Russell. Leikendur: Oliver Reed, Ann Margret, Roger Daltrey, El- ton John, Eric Clapton, Paul Nicholas, Jack Nicholson, Keit Moon, Tina Turner og The Who. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuö börnum yngri en 12 ára. Hækkaö verö. Kaupið bílmerki Landverndar Hremt, ^land I fngurt land LAWDVERND Tll sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreiöslum og skrifstofu Landverndar Skólavöróustig 25 HAFNARBÍÚ Meistaraverk Chaplins: SVIÐSLJÓS Chades ChapIMs rt 1 Hrifandi og skemmtileg, eitt af mestu snilldarverkum meistara Chaplins og af flest- um talin einhver hans bezta kvikmynd. Höfundur, leikstjóri, aöal- leikari: Charli Chaplin, ásamt Clarie Bloom, Syndey Chaplin. ÍSLENSKUR TEXTI Hækkaö verö. Sýnd kl, 3, 5.30, 8.30 og 11. Ath. breyttan sýningartima. )|Ý1A ffl'Ú Sími 115- 2 Sambönd i Salzburg rTHE SALZBURG' islenzkur texti Spennandi ný bandarisk njósnamynd byggö á sam- nefndri metsölubók eftir Helen Mclnnes, sem komiö hefur út i islenzkri þýöingu. Aða1h1utverk : Barry Newman, Anna Karina. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum STJðRNUBÍQ Simi 18936 ISLENZKUR TEXTI. HÖrkuspennandi ný itölsk- amerisk sakamálamynd i lit- um um miskunnarlausar hefndir. Aöalhlutverk: Henry Silva, Richard Conte, Gianni Garko. Antonia Santilli. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. U8 U(j SKAfUtilli'IR KC«NELÍUS JQNSSON SKfllAVÖROÚSiffid' aANKAsiMne 1H*SH8-1Ö60Ó Laus störf við Alþýðublaðið Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út í eftirtaldar götur Reykjavik: Bakkavör Sævargarðar Melabraut Vallarbraut Miðbraut Melahverfi Nesvegur Gerðin Skólabraut Hafið samband við afgreiðslu blaðsins - Sími 14900 hefur opið pláss fyrir hvern sem er HORMIÐ simi 81866 - eða sendið greinar & ritstjórn Alþýðublaðsins, Siðumúla 11, Reykjavík Hringið í Þriðjudagur 28. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.