Alþýðublaðið - 28.10.1975, Síða 11

Alþýðublaðið - 28.10.1975, Síða 11
M'lll —«1 Flokksstarfid Alþýöuf lokksfélögin í Kópavogi boða til fundar þriðjudaginn 28. október klukkan 20:30 i félags- heimili Kópavogs, efri sal. Frummælendur verða: Jón Ármann Héðinsson og Vilmundur Gylfason. Umræðuefni: Fjárlögin og skattamál Stjórnin. Félagsvistin Keppni i hinni vinsælu félags- vist Alþýðuflokksfélags Reykja- vikur heldur áfram laugardaginn 1. nóv. kl. 14 stundvislega i Iðnó uppi, gengið inn frá Vonarstræti, og laugardaginn 15. nóv. Veitt verða sérstök verðlaun fyrir hvern dag, en heildarverð- laun fyrir þrjá daga verða afhent 29. nóvember, en þá verður fé- lagsvist á sama tima á sama stað. Fræðslufundir Alþýðu- flokks félags Reykjavikur A fundinum annað kvöld mun Vilmundur Gylfason ræða um aðkallandi verkefni i flokksstarfi og stjórnmálum. Gestur fundarins verður Sigurð- ur E. Guðmundsson form. Alþýðuflokksfélags Reykjavikur. Alþýðuflokksfólk mætið á fundinum i Ingólfs Café. Hann hefst stundvislega kl. 20.30. FUJ félagar Iþróttaæfing verður i Austur- bæjarskóla fimmtudagskvöld kl. 19. — Stjórnin. Stjórnar- fundur í FUJ Reykjavík verður haldinn á skrifstofunni i kvöld kl. 18. Rauða náliri/ merki jafnaðarmanna fæst á skrifstofu Alþýðuflokksins. örvarnar, merki ungra jafnaðarmanna er til sölu á skrifstofu Alþýðuflokksins. Enn eitt vél- hjólaslys I.aust eftir hádegið i gær var ekið á vélhjól á gatnamótum Sólheima og Skeiðarvogs. öku- maður og farþegi bifhjólsins hentust tugi metra frá slysstað og voru báðir fluttir á Slysadeild Korgarspitalans. Að sögn lögregl- unnar hafði hvorugur hjálm á höfði. SAUMASTOFAN eftir Kjartan Ragnarsson Frumsýning i kvöld. — Uppselt. 2. sýning miðvikudag kl. 20.30. SKJALHHAMRAR fimmtudag kl. 20.30. FJÖLSKYLOAN föstudag kl. 20.30. SKJALDHAMRAR laugardag kl. 20.30. SAUMASTOFAN sunnudag kl 20.30. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14. Simi 1-66-20. Eldhúsumræðurnar Ræða Benedikts Framhald af forsíðu foreldrar hafa ekki sömu, frjálsu aðstöðu til þess að velja sér störf utan heimilis. Færði Benedikt islenzkum konum árnaðaróskir i jafnréttisbaráttu þeirra. Þessu næst vék Benedikt Gröndal að landhelgismálinu. Mæltist hann til þess, að islenzku stjórnmálaflokkarnir hættu að skemmta andstæðingum sinum með þvi' að hnotbitast um málið á opinberum vettvangi en flyttu þess i stað umræðurnar inn á hinn rétta vettvang, þ.e.a.s. land- helgisnefndina. Lagði Benedikt áherzlu á, að þrátt fyrir allar deilurnar væru allir landsmenn sammála um meginstefnuna i landhelgismálinu þótt menn greindi á um einstök framkvæmdaratriði útfærslunn- ar. I þvi sambandi itrekaði Benedikt þá stefnu Alþýðuflokks- ins, að ekki bæri að semja um veiðiheimildir fyrir útlendinga innan 50 milnanna og sagði, að sú stefna nyti ótvirætt stuðnings meginþorra þjóðarinnar. — Það skref, sem við nú höfum stigið i landhelgismálinu, verður án efa lokaaðgerð okkar i þvi máli... sagði Benedikt. Nú verðum við að leggja megin- áherzlu á lagasetningu um skyn- samlega nýtingu landhelginnar, og við verðum að sýna og sanna umheiminum, að við verndum fiskistofnana og förum vel með það mikla matarbúr sem nú er i okkar höndum. A þetta verður aldrei lögð nægjanlega sterk áherzla, og landhelgisbrot mega islenzkir skipstjórar alls ekki gera sig seka um. Þá ræddi Benedikt annað meg- inatriðið i stefnuræðu forsætis- ráðherra, efnahgsmálin, og benti á, hvernig ailar spár forsætisráð- herra frá i fyrra um batahorfur hefðu runnið út I sandinn sökum stjórnleysis rikisstjórnarinnar. Benedikt sagði m.a.: Ein veigamesta aðgerð, sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, er niðurfelling á 12% gjald- inu, er sett var á i júlimánuði, og jafnframt niðurfelling á 1250 milljón króna niðurgreiðslum á landbúnaðarvörum. Alþýðuflokkurinn var að sjálf- sögðu andvigur 12% gjaldinu á sinum tima, enda var þvi skellt á skömmu eftir að stjórnvöld höfðu fullvissað verkalýðshreyfinguna um að skattar yrðu ekki hækkað- ir. Meira að segja Morgunblaðið sagði, að þetta gjald væri ,,hvim- leitt”. Þegar gjaldið verður afnumið er hins vegar óhjákvæmilegt að skoða vandlega, hvaða verði afnám þess er keypt. 1 fyrsta lagi er þess að gæta, að það hefur engin áhrif á verðbólg- una, þegar afnumdar eru tekjur og um leið felld niður gjöld hjá rikissjóði. Þessi aðgerð er ekki nauðsynleg af þeim sökum, þó að heildarsumman verði eitthvað lægri. Hitt er meginatriði, að 12% gjaldið — sem raunar var all- miklu hærra þegar öll kurl voru komin til grafar — var lagt á „miður nauðsynlegar vöru” eins og fjármálaráðherra orðaði það sjálfur á sinum tima. Nú á að fella það niður, en i staðinn á að hækka verðið á lifsnauðsynlegum vörum, það er landbúnaðarafurð- um, kjöti, mjólk, smjöri og svo framvegis. Þetta hlýtur að verða öllum almenningi miög óhag- stætt, og alveg sésstaklega barnafjölskyldum eða tekjulágu fólki. Það á til dæmis að lækka lakkrisis og súkklaðikex og hnet- ur og kryddvörur — en hækka mjólkina. Það á að lækka alls konar skrautvörur, pappir og serviettur og tilbúin blóm — en hækka smjörið. Það á að lækka ýms heimilis- tæki, kæliskápa og afgreiðslu- borð, en það á að hækka kjötið. Finnstykkur, góðir hlustendur, að þetta sé heilbrigð stefna? Er ekki óhættaðganga feti lengra og spyrja: Ernokkurvitglóra islikri stefnu eins og nú erástatt i efnahagsmálunum? Ræða Gylfa FramhaSd af forsíðu nauðsyn væri á boðskap um já- kvæðar aðgerðir af hálfu þings og „stjórnar. Slikar ráðstafanír taldi Gylfi tvimælalaust vera mögulegar. Gylfi nefndi siðan i ræðu sinni nokkur mál, sem hann sagði vera á valdi Alþingis og rikisstjórnar að gera breytingar á, sem yrðu launþegum til hagsbóta og myndu jafnframt auka þjóðartekjur, þegar á lengra timabil væri litið. Gylfi sagði: 1 fyrsta lagi nefni ég nauðsyn þess að gera gagngerar breyting- ar á skattkerfinu. Núverandi tekjuskattsheimta er orðin að ranglátri skattgreiðslu launa- fólks. Ég er þeirrar skoðunar, að stefna eigi að algjöru afnámi tekjuskatts til rikisins og að sveitarfélög eigi að hluta að taka upp aðra tekjustofna i stað út- svara. Fyrsta skrefið i þessa átt ætti að stiga, þegar ákvæðin um söluskattsstigin vegna náttúru- hamfaranna i Vestmannaeyjum og á Norðfirði falla niður. Þá ætti að nota tekjurnar af þeim til lækkunar tekjuskatts á almenn- um launatekjum. 1 öðru lagi nefni ég þann vanda, sem mikill fjöldi fólks, einkum ungt fólk, á við að etja vegna þeirra lausaskulda, sem það hef- ur efnt til i sambandi við hús- byggingar. Þeim þarf að vera hægt að breyta i föst lán. I þriðja lagi nefni ég vandamál lifeyrissjóðanna og það gifurlega misrétti, sem þar er á ferðinni vegna mismunandi reglna um verðtryggingu. f fjórða lagi er nauðsynlegt að vekja athygli á þeirri stefnu, sem enn er fylgt i fjárfestingarmálum þjóðarinnar. Þar er ennþá ætt áfram i blindni, án nokkurrar heildarstefnu, án athugana á hag- kvæmni þeirra verkefna, sem lagt er út i. Samtimis þvi, sem i ár er gert ráð fyrir yfir 30% minnk- un fjármunamyndunar i fiskveið- um og vinnslu sjávarafla, miðað við sama verðlag, er gert ráð fyrir næstum 80% aukningu á sviði rafvirkjana og rafveitna, og mun þó ekki öll sagan um Kröflu- virkjunarævintýrið sögð i þvi sambandi vegna furðulegs felu- leiks, sem þar er leikinn, en það er spá min og margra annarra, að þar muni verða um að ræða mikið fjármálahneyksli. Stefnan i fjár- festingarmálum má ekki miðast við það, að þjóna stjórnmála- hagsmunum manna, sem vilja verða smákóngar i kjördæmi sinu. heldur verða heildarhags- munir og heildarsjónarmið að ráða. i fimmta og siðasta lagi nefni ég nauðsyn þess að gera breyt- ingar á stefnunni i landbúnaöár- málum til þess að gera landbún- aðarframleiðsluna ódýrari og fjölbreyttari. Það yrði neytend- um til hagsbóta strax, og bænd- um, þegar til lengdar léti. Við verðum smám saman að hætta að framleiða t.d. kjöt og osta fyrir útlendinga og greiða þeim einn milljarð á ári fyrir að borða af- urðirnar. Og við eigum að sfefna að þvi, að sú hagsbót, sem rikis- sjóður veitir neytendum i formi niðurgreiðslna, verði smám sam- an að frjálsu ráðstöfunarfé neyt- endanna. Þá vex verðgildi þeirra fyrir þá. Tilkynning um gjalddaga sérstaks tímabundins vörugjalds Athygli skal vakin á þvi, að gjalddagi sérstaks timabundins vörugjalds af inn- lendri framleiðslu skv. lögum nr. 65/1975 fyrir timabilið júli, ágúst og september er 1. nóvember n.k. Ber þá að skila gjaldinu til innheimtu- manna rikissjóðs ásamt vörugjalds- skýrslu i þririti. F jármálaráöuneytið 24. október 1975 Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra á bæjarskrifstofum Norðanlands er laust til umsóknar. Húsnæði er til boða. Umsóknir, er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf, sendist undirrituðum, sem gefur frekari upplýsingar um starfið, fyrir 4. nóvember n.k. Sveinn Jónsson, löggiltur endurskoðandi. íþróttamiðstöðinni i Laugardal. Simi: 35666. Auglýsing NÁMSKEIÐ FYRIR STJÓRNENDUR VINNUVÉLA verður haldið i ölfusborgum dagana 21.—30. nóvember næstkomandi. Námskeiðið er haldið i samræmi við ákvæði i samningum milli almennu verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda, og er þátttaka heimil stjórnendum vinnuvéla hvaðanæva af landinu. Væntanlegir þátttakendur þurfa að hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu á jarðýtu, gröfu, krana eða aðrar stærri vinnuvélar. Eftirtalin samtök annast skráningu þátt- takenda: Verkamannafélagið Dagsbrún, Lindargötu 9, Reykjavik, simi 25633 Vinnuveitendasamband islands, Garðastræti 41, Reykjavik, simi 18592 Verkamannasamband íslands Lindargötu 9, Reykjavik, simi 12977 Þáttökubeiðnir þurfa að berast fyrir 12. nóvember. Gisting og mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar veita ofangreind samtök. Sljórn vinnuvélanámskeiöa. Iimilcnar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu systur okkar SVÖVU THORDERSEN, ölduslóð 4, llafnarfirði, sein andaðist 14. okt. s.l. Sérstakar þakkir til Ragnars Péturssonar, kauplélagsstjóra,svo og stjórnar og starfs- fólks kaupfélags llafnfirðinga. Sigriður Thordersen, llelga Thordersen Slefán o. Thordersen og aðrir aðstandeudur. Þriðjudagur 28. október 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.