Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 3
Stefnuqós Hörður Zóphaníasson skrifar „Og sáttur skilstu ver- öldina við, og vinir þín- ir jarða þig - með gleði” Mikið hefur verið rætt um verkfallsrétt opinberra starfsmanna undanfarnar vik- ur. Ba.ndalag starfsmanna rikis og bæja gekkst fyrir fundum félagsmanna sinna viðs vegar um landið, þar sem verkfalls- rétturinn var ræddur og viðhorf fundar- manna til þessa máls könnuð. Á 55 fund- um svöruðu nokkuð á fjórða þúsund félag- ar spurningunum, hvort þeir vildu leggja aukna áherzlu á baráttuna fyrir verk- fallsrétti opinberra starfsmanna og hvort þeir teldu að gripa ætti til aðgerða 1. nóvember nk., ef samningar takast ekki, i stað þess að leggja málið fyrir kjaradóm. 85,5% af þeim sem spurðir voru svöruðu fyrri spurningunni játandi, en 84% þeirri siðari. Þetta er skýlaus yfirlýsing. Mikill meirihluti opinberra starfsmanna, sem á- huga hefur á kjörum sinum og félagssam- tökum, telur verkfallsrétt opinberra starfsmanna réttlætismál, sem bera þarf fram til sigurs. Um það er ekkert að efast. Margir hafa kannski orðið hissa á þess- ari niðurstöðu hjá opinberum starfs- mönnum, einkanlega þeir sem minna þekkja til þessara mála. Þeir spyrja: Hvers vegna þurfa opinberir starfsmenn verkfallsrétt? Hafa þeir ekki þegar nægi- leg laun, auk ýmissa forréttinda umfram aðrar stéttir? Hafa þeir ekki verðtryggð- an lifeyrissjóð og æviráðningu þannig, að tæpast er hægt að vikja þeim úr starfi? Þekkist það nokkurs staðar að opinberir starfsmenn hafi verkfallsrétt? Við skul- um nú lita á þetta nánar. 1 12. grein laga um Lifeyrissjóð starfs- manna rikisins segir: „Upphæð ellilifeyr- - is er hundraðshluti af launum þeim, er á hverjum tima fylgja starfi þvi, sem sjóð- félaginn gegndi siðast.” Með öðrum orð- um lifeyrissjóðurinn er verðtryggður. Þetta eiga ekki að vera forréttindi heldur almenn réttindi, þvi að ósanngjarnt og ó- 'eðlilegt er að láta gamla fólkið gjalda verðbólgunnar sem það á engan þátt i að mynda. Þess vegna væri rangt að afnema þessi réttindi opinberra starfsmanna. Þess vegna væri rétt að gera þau almenn öllum landsmönnum til handa. Þess vegna er verkfallsrétturinn ekki liklegur til þess að afmá þessi réttindi, heldur þvert á móti er hann liklegur til þess að verja þau og vernda. Þá er það æviráðningin. Ýmsir hafa gert meira úr gildi hennar en rétt er. Það er mun auðveldara að losna við opinbera starfsmenn, sem hafa verið settir eða skipaðir i starf, en margir halda. Við skulum lita á nokkur atriði, til þess að átta okkur betur á þvi, hvað það er, sem valdið getur þvi að opinberum starfs- manni sé sagt upp starfi. Það má segja opinberum starfsmanni upp starfi vegna óstundvisi eða annarrar vanrækslu. Það má segja opinberum starfsmanni upp starfi vegna óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns, einnig vegna van- kunnáttu eða óvandvirkni i störfum. Það má segja opinberum starfsmanni upp störfum vegna ölvunar i starfi og sömuleiðis ef hann fullnægir ekki lengur skilyrðum til þess að fá skipun, setningu eða ráðningu i stöðuna. Það má segja opinberum starfsmanni upp starfi, ef framkoma hans i eða utan starfs er ósæmileg, óhæfileg eða ósam- rýmanleg þvi starfi. Og að sjálfsögðu má segja opinberum starfsmanni upp starfi, ef staðan er lögð niður. Æviráðningin gildir þess vegna þvi að- eins, að starfsmaðurinn sé að mati yfir- ’manns, stundvis, ræki störf sin vel, sé hlýðinn yfirmönnum sinum, sé leikinn i störfum sinum og vandvirkur, komi vel fram og sé ekki ölvaður i starfi og hafi góða framkomu ekki aðeins á vinnustað heldur og einnig utan hans. Og jafnvel þótt hann sé allt þetta getur verið að það þurfi að leggja stöðu hans niður og þá er heimilt að segja honum upp starfi. Þetta er nú atvinnuöryggið sem stundum er verið að tala um. Við þetta bætist svo sú staðreynd, að þeir opinberir starfsmenn, sem eru á ráðningarsamningi með þriggja mánaða uppsagnarfresti skipta hundruðum nú þegar og fer óðum fjölg- andi. Sú reynsla liggur lika fyrir um brottrekstur opinberra starfsmanna úr starfi, að dómar hafa fallið þess efnis að brottreksturinn hafi verið ólöglegur, en samt hefur starfsmaður aldrei verið dæmdur inn i starf aftur. Þá komum við að spurningunni um verkfallsrétt opinberra starfsmanna i öðrum löndum. Við skulum lita á þau löndin sem næst okkur standa, hin Norð- urlöndin. t Sviþjóð og Finnlandi er opin- berum starfsmönnum, sem ekki vinna ör- yggisstörf, heimilt að láta koma til verk- banna eða verkfalls i vinnudeilum um ráðningar- og starfskjör opinberra starfs- manna. í Noregi hafa opinberir starfs- menn ekki verkfallsrétt i venjulegri mynd, en þar er þeim heimilt að beita fjöldauppsögnum, en það jafngildir verk- falli. Uppsagnarfrestur er þá tveir mán- uðir. 1 Danmörku er ekki ákvæði um verkfallsrétt opinberra starfsmanna. Kjaradómur átti að tryggja opinberum starfsmönnum réttlæti i launamálum. Hann átti að taka kjarasamninga þeirra til endurskoðunar, ef almennar og veru- legar hækkanir verða hjá öðrum stéttar- félögum og taka mið af þvi. Opinberir starfsmenn hafa misjafna reynslu af rétt- læti þessa dóms. Nægir að minna á niður- stöðu kjaradóms 8. marz 1972, þegar dóm- urinn viðurkenndi 14% almenna kaup- hækkun, en dæmdi opinberum starfs- mönnum samt sem áður aðeins 7% hækk- un eða helminginn. Það er m.a. vegna þessa, að opinberir starfsmenn vilja fá viðunandi samningsaðstöðu þ.e. verk- fallsréttinn. Og svo kemur reynslan undanfarna mánuði til sögunnar. Hún eykur ekki traust opinberra starfsmanna á þvi að þeir séu þannig settir, að kjaramál þeirra verði ákvörðuð með tilliti til réttlætisins. En reynslan er þessi: Siðustu daga ágúst- mánaðar lagði samninganefnd BSRB fram kröfur sinar. Þá er sáttafundur 18. sept. með samninganefnd rikisins. Kröfur eru skýrðar en ekkert gagntilboð kemur fram. Næst er fundur þessara aðila 30. september. Þá beið samninganefnd BSRB i rúma þrjá klukkutima og fékk þá i hend- ur beiðni frá rikisstjórninni um að biða átekta i þrjá mánuði. Og hinn 15. október sl. er enn fundur, þar sem boðin er 3% kauphækkun 1. júli 1976 plús 3% 1. des. 1976. Á þessum sama tima er spáð 25% verðbólgu. Það er m.a. vegna þessa sem opinberir starfsmenn vilja fá verkfalls- rétt. Að lokum þetta. Ég hitti kunningja minn um daginn og sagði við hann i létt- um tón: „Eigum við ekki að hætta öllu þessu brambolti um verkfallsréttinn og réttindi opinberra starfsmanna? Eru ekki þeir timar i þjóðfélaginu að slik barátta verði að biða?” Kunningi minn glotti við og sagði: „Jú, það skaltu gera. En mér kemur i hug visa Tómasar Guðmundssonar: Þá muntu aftur öðlast ró og frið, sem endist fram að þinum dánarbeði. Og sáttur skilstu veröldina við, og vinir þinir jarða þig — með gleði.” «> © f re ttaþraðurinn. Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Samningamakk við háhyrningana? „Það á ekki að skjóta að há- hyrningunum byssukúlum heldur fiski eða einhverju æti handa þeim. Þá geta fiskimennirnir verið þess fullvissir að háhyrn- ingarnir munu ekki rifa né skemma á annan hátt fyrir þeim netin,” sagði Roger de La Crandi- ére franski háhyrningsveiði- maðurinn, sem mikið þekkir til hátta, lifsvenja og sálarlifs há- hyrninga. Eins og kunnugt er voru há- hyrningar miklir vágestir á mið- unum fyrir suðaustan land, þar sem þeir rifu og tættu net báta er þar voru á veiðum. Ollu þeir stór- tjóni með þessu háttalagi sinu og kölluðu fiskimenn sér til aðstoðar varðskip til að stugga við háhyrn- ingunum. Komu varðskip á stað- inn og skutu á háhyrningana. „Það á ekki að fara illa að há- hyrningunum,” hélt frakkinn áfram. „Til marks um það get ég nefnt, að báturinn, sem ég hef verið á undanfarna mánuði, Sigurvon, hefur aldrei orðið fyrir þvi að háhyrningur rifi net þeirra. Háhyrningar finna velvildina streyma frá skipsmönnum á Sigurvoninni og þeir nudda sér upp við borðstokkinn á bátnum og við hendum til þeirra æti. Þeir koma hins vegar ekki nær hinum bátunum en i 30—40 metra fjar- lægð. Háhyrningarnir eru vitrar skepnur og þær launa liku likt. Ef skotið er úr byssu að þeim þá hefna þeir fyrir það með þvi að skemma netin, en velvildina gagnvart þeim launa þeir með þvi að leika listir sinar fyrir fiski- menn viðkomandi báta, eins og reynsla okkar á Sigurvoninni sannar bezt,” sagði Roger há- hyrningsfangari að lokum. ENGINN ER ILLA SÉOUR, SEN GEHGUR NEÐ ENDURSKINS NERKI Á að skylda notkun endur- skinsmerkja? „Ég tel persónulega að næg ástæða sé til þess að skylda gang- andi vegfarendur til að nota end- urskinsmerki. Þetta hefur tölu- vert verið til umræðu á Norður- löndunum að undanförnu og þessi hugmynd hefur einnig verið al- varlega rædd i umferðarráði hér heima. Fjölda slysa má rekja beinlinis til þess að viðkomandi hafði ekki endurskinsmerki og var þvi illsjaanlegur sökum lé- legs skyggnis. Notkun endur- skinsmerkja getur, og hefur oft bjargað mannslifum og þvi ætti hiklaust að lögskylda fólk til að ganga með þau,” sagði Árni Þór Eymundsson fulltrúi hjá Um- ferðarráði. Með lækkandi sól og ósviknum vetrarveðrum stóreykst hættan i umferðinni og slysatiðni fer þá upp úr öllu valdi. Við spurðum þvi Arna, hvort umferðarráð mundi fara af stað með öfluga auglýs- ingaherferð fyrir notkun endur- skinsmerkja. Árni kvað það ekki mundu verða alveg á næstunni og væri þar við að eiga lélegan fjár-' hag umferðarráðs, en það stæði vonandi til bóta, og umferðaryfir- völd gætu vonandi farið af stað með herferð fyrir notkun endur- skinsmerkja innan skamms. „Salan á endurskinsmeFkjun- um hefur gengið sæmilega það sem af er, og höfum við sent út um 20 þúsund merki frá 20. sept- ember siðastliðnum. Hvert merki er selt á 70 krónur og fást þau i mjólkurbúðum og kaupfélögum Fundur með ráðherra í dag Ekkert varð af fyrirhuguðum fundi fulltrúa frystihúsaeigenda á Suðvesturlandi og forsætisráð- herra, sem fram átti að fara i gær. Fundinum var frestað til dagsins i dag og á hann að hefjast klukkan hálf tiu. Eins og Al- þýðublaðið skýrði frá i gær, hafa nær öll frystihús á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Akraness sagt upp starfsfólki og ætla að loka, ef rekstrargrundvöllur þeirra verður ekki tryggður. Mikil óvissa um saltfiskútflutn- inginn í ár Við getum ekkert sagt um markaðshorfur fyrir saltfisk, að um land allt,” sagði Árni. Við spurðum Árna, hve ai- mennt endurskinsmerki væru raunverulega notuð meðal al- mennings. „Það er ekki gott að svara þvi nákvæmlega, en könn- un, sem við framkvæmdum i fyrra á notkun endurskinsmerkja meðal almennings, leiddi ýmis- legtathyglisvert i ljós. Þar virtist sem börn að 10 ára aldri notuð merkin nokkuð almennt, fullorðn- ir mjög litið og unglingar nær ekki neitt. Við höfðum niðurstöð- ur þessarar könnunar að leiðar- ljósi nú i haust og reyndum að auka fjölbreytni merkjanna m.a. þannig að þau gætu fallið ungling- um i geð. Með það i huga létum við framleiða hjartalaga endur- skinsmerki ýmsum litum, þar sem á stendur „slappaðu af”, og virðast þau merki ætla að verða vinsæl meðal unglinga,” sagði Árni Þór Eymundsson að lokum. svo komnu máli,” sagði skrif- stofustjóri Sölusambands isl. fiskframleiðenda i gær.” 1 raun- inni erum við hv.orki bjartsýnir né svartsýnir á, hvernig til kann að takast. Tollarnir, sem settir voru á saltfiskútflutning til Spánar i vor eru enn i gildi, og allir vita hvernig efnahagsástandið er i Portúgal um þessar mundir. Engin breyting hefur orðið á þessum málum um alllanga hrið, en bæði S.l.F. og stjórnvöld hafa unnið mikið að þvi að efla markaðsstöðuna og einnig kann- að markaðshorfur. Málin eru enn á þvi stigi, að ekkert er ennþá fréttnæmt af þessum vettvangi.” Spánn og Portúgal hafa eins og kunnugt er, verið stærstu markaðslönd fyrir islenzkan salt- fisk að undanförnu. En við höfum einnig selt þessa vöru til Braziliu og um söluhorfur þar sagði skrif- stofustjórinn: „Þar er enn i gildi innborgunarskylda þ.e. greiða verður allt andvirði innfluttrar vöru hálfu ári áður en hún er leyst út. Þau mál eru og hafa einnig verið i athugun, bæði hjá stjórn- Föstudagur 31. október 1975 völdum og okkur, en það er sama um horfur þar að segja og i Evrópu, að ennþá er allt óljóst”. Þess má geta að árið 1974 var heildarverðmæti útflutnings á saltfiski tæplega 6272 milljónir króna, og þar af var selt til Spán- ar og Portúgal fyrir 4771 milljón króna. Hækkunin kemur frystihúsunum vart til góða Samdægurs þvi aö fréttir ber- ast um nokkra verðhækkun á fiskflökum og fiskblokkum á bandarikjamarkaði, sendir SH frá sér fréttatilkynningu þess efnis „að meginhluti þeirrar tekjuaukningar, sem þessar verðhækkanir skila, muni renna til Verðjöfnunarsjóðs og draga úr fyrirsjáanlegum halla hans á yfirstandandi verðtimabili. „Af verðhækkuninni kemur einungis rúmlega tiundi hluti sem tekjuhækkun til frystihúsannna, eða innan við 100 millj. á heilu ári og hrekkur sú upphæð skammt til að mæta núverandi hállarekstri þeirra. Þá má einnig benda á að auk þess hluta, sem Verðjöfnunar- sjóður tekur, þá taka útflutnings- gjöldin, þ.e. sjóðakerfið, stærri hlut úr þessari hækkun en rennur til frystihúsanna, eða nálægt 100 milljónum.” Afmælishóf Kópavogskvenna Kvenfélag Kópavogs heldur upp á 25 ára afmæli félagsins laugardaginn 1. nóvember klukk- an 8.30, i félagsheimilinu efri sal. Aðgöngumiðar verða afhentir i herbergi félagsheimilisins, föstu- daginn 31.10, klukkan fjögur. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.