Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Tveir kostir Umræður um efnahagsmálin hafa verið þrálátar á þessu herrans ári og raunar lengur. Engan skyldi furða á þvi. Hér ræðir um efni, sem snertir hvern einasta þjóðfélagsþegn, eldri og yngri, hvar sem er á landinu. Athyglisvert er, að stjórnarflokkarnir og málgögn þeirra hafa lagtá það verulega áherzlu, að ein- falda málið meira en góðu hófi gegnir. Um sinn virðist ekki hafa komizt annað að i málflutningnum en þetta: Ef ekki verður allt látið vaða á súðum, horfum viö fram á atvinnuleysi með öllu böli, sem þvi er samfara! Þetta minnir auð- vitað mest á sagnir um Grýlu gömlu, sem börn voru alin á i gamla daga. „Ef þú gerir ekki þetta eða hitt,” sem fullorðna fólkinu þóknaðist á börnin að Ieggja,” kemur Grýla gamla og étur þig”. Arangurinn af ofannefndum kostum, sem þjóðinni hafa verið gerðir og stjórnvöid hafa hagnýtt sem stefnu- mið, hefur verið að koma i ljós dagsdag- lega nú um sinn. Vissulega er engum, sem þess minnist, neitt ánægjulegt að horfa aftur til ársins 1968. Atvinnuleysi er ekkert gamanspil, hvorki fyrir þjóð- ina sem heild, né heldur fyrir einstak- linga, sem hafa ekki nema handbjörg sina til að lifa af. Fráleitt er að hajdaþvi fram, að nokkur stjórn, sem þaö nafn gefandi, geri leik að þvi, að stefna landsmönnum út i þrengingar og ófæru, vegna eðlislægrar eða áunninnar ill- mennsku. En fleira kemur til. Skorti stjórnvöld yfirsýn yfir nauðsyn verk- efni, eða ef gleymt er frumskyldunni, sem þau hafa tekizt á hendur — að stjórna, er ekki á góðu von. bjóð, sem býr við jafn sveiflukennda atvinnuvegi og er jafn háð verðlagi útflutningsvara sinna og íslendingar, þarf á engu fremur að halda en styrkri stjórn. Hér skilur á milli feigs og ófeigs. Vissulega getur það hent, að of fast sé tekið i taumana af og til, og það getur haft sinar neikfæðu afleiðingar. En það erekki nein bót, að sleppa taumhaldinu. Aldrei hefur það verið hyggilegt, að láta sleggjuna ráða þvi, hvar haus hennar fellur. Það er siður en svo, að íslend- ingar hafi ekki mátt muna tvenna timana i lifskjörum. En það er engan veginn sama, hvernig úr vandanum er unnið. Vitað er og viöurkennt nú, að eins og málin þróuðust eftir 1968, voru aðgerðir stjórnvalda óþarflega harka- legar. En það er lika vitað, aö þær skammtima aðgerðir báru þó þann árangur, að tveim árum siðar hafði þjóðin rétt úr kútnum og stóð vel að vigi efnahagslega séð. Hún átti gilda gjald- eyrissjóði og raunar gilda sjóði, sem safnað hafði veriö í, til að mæta hugsan- legum horbeljum. Lánstraust hennar Á slóðum Hrafna-Flóka var með ágætum og svigrúm til fram- kvæmda nægilegt. Ef þetta er borið saman við ástandið nú, þegar sannar- lega hefur að okkur kreppt, er aðstaðan ákaflega ólik. Gjaldeyrissjóður okkar er þorrinn og miklu meira en það. Við lifum á lánum erlendra um innflutning og matarskuldin okkar er nú um 400 milljónir. Allir aðrir sjóöir eru þurr-,j ausnir, svo að viö höfum ekkert svigrúm til að veita nýju blóði i atvinnuvegi, sem hafi oröið fyrir óvæntum skakkaföllum,^ nema að klipa af framfærslueyri fólks- ins, sem ekki er of gildur. Við erum sokkin i skuldafen, sem krefur brátt fimmtu hverja krónu i vexti og afborg- anir. Lánstraustið út á við er glatað. Hvernig má slíkt gerast á jafn skömmum tima? Auðvitað kemur stjórnmálamönnum illa saman um svör við þessari eðlilegu spurningu. En ætli svarið sé ekki nær- tækara en vmsir vilia vera Iáta? Ætli Jónas Haralz hafi verið langt frá þvi að hitta naglann á höfuðið i sjónvarpsþætt- inum á þriðjudagskvöldið var? Ekki var Eftir Odd A. Sigurjónsson annað að heyra en það væri skoðun hans, að ef menn við stjórnvölinn leyfa sér þann luxus, aö hætta aö hugsa.hljóti fyrr en siðar að reka i strand. Lakast af öllu er þó, þegar áhöfnin glatar fullkom- lega trausti á stjórnendum. Þetta er einmitt það, sem hefur gerzt hér. Fólkið hefúr, að visu séð ýmisskonar tilburði til stjórnvalda, sem hafa átt, að þeirra sögn, að lækna meinin. En það hefur jafnframt séö, aö allt þetta voru skottu- lækningar, sem gripið var til án mark- vfsi. Deyfilyf, sem sjúklingi eru gefin. lækna sjaldan alvarlegan sjúkdóm. Þau geta linað kvalir, en brjóta oftast niður lifsafliö, fremur en að byggja það upp. Engum dylst, að ráðleysi stjórnvalda • er höfuðorsök þeirrar upplausnar, sem nú rikir i landinu. Sú tveggja kosta völ, sem þau hafa gefið, atvinnuleysi eða óreiða, er ekki lengur fyrir hendi. Þetta er að leiða til þess, að hvorttveggja dynur yfir með fullum þunga, að óbreyttu. Óreiðan er þegar staðreynd. Þjóðin verður nú að horfast i augu við, að beita öllu sinu þreki, til þess að firra frekari óhöppum, eftirað hafa verið sett á Guð og gaddinn, sem óstjórnin hefur framkallað, að dæmi fyrsta horkóngsins á Islandi, Hrafna-Flóka. ■ ■ mm m Leiðrétting. 1 grein Odds A. Sigurjónssonar i blaöinu i gær féll niður setning og önnur ruglað- ist. Þetta breytirallri merkingu. Réttar eru setningarnar þannig: Við getum fallizt á, að þeir, sem heilir eru heilsu og hafa atvinnu ættu að geta hert sultaról, þegar nauðsyn þjóðarinn- ar krefst. En við getum ekkifallizt á, að það eigi að vera bjarghringur að niðast á lifsafkomu aldraðra, sjúkra og ör- yrkja. fílK Sukkið ekki hennar lif Mikið hefur verið skrafaö og skeggrætt um samband þeirra Britt Ekland, fyrrver- andi Sellers frú Peters, og poppsöngvarans fræga, Rod Stewart. Og þau skötuhjúin sjálf, Rod og Britt, létu ekki sitt eftir liggja, héldu þvi jafnvel fram að þetta væri hin eina og sanna ást. Skæðar tungur létu meira að segja i það skina, að Rod væri farinn að fara regluiega I bað, (hann kvað hafa gert litið af þvi áður), bara til þess eins að þóknast Britt. Nú er annaö uppá teningn- um. Þau hafa ákveðið að skilja —um tima að minnsta kosti. Britt yar spurð um ástæðuna og hún svaraði: Þetta lif sem Rod lifir, eilifur flöktandi frá einum konserí inum til annars, sukk og svall, mikil taugaspenna, er ekki það lif sem mig hefur dreymt um að lifa. Þvi höfum við ákveðið að skilja um tima og sjá til. Að bregðast rétt við... 69 ára gamall Japani, Hikosaburo Kawamoto, hefur á ný öðlast sjálfs- traustið, en sjálfstraust hefur hann ekki haft siðan hann, aðeins tvitugur að aldri, missti allt hárið og gekk með skalla upp frá þvi. Ástæðan er sú, að kappinn tók nýlega þátt i keppni, er haldin vær i Japan, og stóð um það, hver hefði fallegasta skallann. Eftir harða keppni milli 16 manna, varð Hikosaburo sigurvegarinn. Dómarar keppninnar úr- skurðuðu, að skalli Hikosaburo væri sá alfalleg- asti, vegna þess mikla eigin- leika sem skallinn hefði til að endurkasta ljósi, sem stafaði aftur vegna þess hve skallinn gljáði fádæma vel. Maður getur vel imyndað sér, að keppendur hafi haft nóg að gera við að pússa skallana siðustu vikurnar fyrir keppnina. Sonur varð það Við sögðum frá þvi hér i þessum dálki fyrir nokkru, að Demis Roussos, griskætt- aði söngvarinn frægi, hefði lagzt á bæn, til að tryggja sér son, en kona hans átti von á sér næstu vikurnar. Nú herma fréttir að bænir kappans hafi heldur betur verið heyrðar, þvi þeim hjónum fæddist nefnilega sonur, eftir allt saman. Demis áformar að uppfæra heljarmikinn konsert i Róm, til þess að halda uppá þennan gleðiat- burð fjölskyldunnar. Að sjálfsögðu kemur frúin þar fram með soninn nýfædda, aðdáendum söngvarans til sýnis. Raggi rólegi FJalla-Fúsi Bíoin HASKÓLABÍÓ Simi 22140 Caroline Lamb Listavel leikin mynd um ástir Byrons lávaröar og skálds og eiginkonu eins þekktasta stjórnmálamanns Breta á 19. öld. Leikstjóri: Itobert Bolt. Tónlist eftir Kichard Rodney Bennett, leikin af Filharmón- iusveit Lundúna undir stjórn Marcus Dods. ISLENZKUR TEXTI. Frábærir leikarar koma fram i myndinni m.a. Sarah Miles, Jon Finch, Richard Chamber- lain, John Mills, Laurence Oliver o.m.fl. Sýnd kl. 5 og 9. Þetta er mynd fyrir alla,ekki sist konur. vyja aó Slm.i ii 1154$ Lokaorustan um apaplánetuna Spennandi ný bandarísk lit- mynd. Myndin er framhald myndarinnar Uppreisnin á Apaplánetunni og er sú fimmta og siöasta i rööinpi af hinum vinsælu myndum um Apaplánetuna. Roddy McDowall, Claude Akins, Natalie Trundy. Bönnuö innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÓNABÍÓ Simi 21182 TOMMY Ný, brezk kvikmynd, gerö af leikstjóranum Ken Russell eftir rokkóperunni Toinmy sem samin er af Peter Towns- hend og The Who. Kvikmynd þessi var frumýnd i Londón i lok marz s.l. og hefur siöan veriö sýnd þar viö gifur- lega aösókn. Þessi kvikmynd hefur allstaöar hlotiö frábær- ar viötökur og góöa gagnrýni, þar sem hún hefur veriö sýnd. Myndin er sýnd i stereo og meö segultón. Framleiöendur: Robert Stig- wood og Ken Russell. Leikendur: Oliver Reed, Ann Margret, Roger Daltrey, El- ton John, Eric Clapton, Paul Nicholas, Jack Nicholson, Keit Moon, Tina Turner og The Who. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuö börnum yngri en 12 ára. Hækkaö verö. Auglýsið í Alþýðublaiinu f HAFNARBlÚ Meistaraverk Chaplins: SVIÐSLJÓS Oiariaf» Hrifandi og skemmtileg, eitt af mestu snilldarverkum meistara Chaplins og af flest- um talin einhver hans bezta kvikmynd. Höfundur, leikstjóri, aöal- leikari: CharliChaplin,ásamt Clarie Bloom, Syndey Chaplin. ISLENSKUR TEXTI Hækkaö verö. Sýnd kl, 3, 5.30, 8.30 og 11. Ath. breyttan sýningartima. laugarasb/ó Simi 32075 7 morö 7M0RD I K0BENHAVN Anthony Steffen^ Sylvia Kochina ShirleyCorriganjjrr^ yjj FARVER TEchhiscopI Ný spennandi sakamálamynd i litum og Cinemascope meö islenskum texta. Sýnd kl. 7 og 11. Bönnuö börnum innan 16 ára. ZACHARIAH 1 QpP GP Ný Rock Western kvikmynd, sú fyrsta sinnar tegundar hér- lendis. 1 myndinni koma fram nokkrar þekktustu sem uppi eru i dag m .a. Country Joe and TheFichog The James Gang og fl. Aöalhlutverk: John Rubinstein, Don Johnson, Elvin Jones, Dough Kershaw. Bönnuö börnum innan 12 ára. Sýnd ki. 5 og 9. STJöRHUBÍÓ Simi 18936 Hættustörf lögreglunnar The New Centurions ISLENXKUR TEXTI Raunsæ æsispennandi og vel leikin amerisk úrvals- kvikmynd i litum og Cinema Scope um lif og störf lögreglu- manna í stórborginni Los Angeles. Meö Tlrvalsleikurunum Stacy Keach, George C. Scott. Bönnuö innan 14 ára. Endursýnd kl. 6, 8 og 10. Verndum líf - verndum vot- lendi - LANDVERND o hefur opið pláss fyrir lalþýðul iiJhuJuj hvern sem er Hringið í HORNM sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík Alþýöublaðið Föstudagur 31. október 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.