Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 5
Bvssnleit ekki gerð
á diplómötum
Fréttin um árekstra
við tvo af starfsmönnum
sovézka sendiráðsins i
Kaupmannahöfn hefur
að vonum vakið nokkra
athygli manna á meðal.
Enginn vafi er á þvi að
aukið eftirlit með far-
þegum i millilandaflugi
hefur dregið úr hættunni
á flugránum og um
leiö hinum margvíslegu
afleiðingum, sem þvi
fylgir. Það sem gerðist á
Kastrupflugvelli á
þriðjudag var einfald-
lega það, að sovézku
sendiráðsmennirnir
neituðu að fara i gegn
um byssuskoðunar-
hliðið. Eftir nokkurt þóf
var sendiráðs-
mönnunum vísað á brott
en reyndar án þess að
kannað væri nánar hvort
mennirnir hefðu eitt-
hvað að fela.
Alþýðublaðið hefur
fengið þær upplýsingar
frá farþega, sem kom
með flugleiðavél frá
Kastrup til Keflavikur i
júnimánuði i sumar að
árekstrar við sovézka
sendiráðsmenn væru
ekkert einsdæmi.
Heimildarmaður blaðs-
ins greindi frá þvi, að i
tiltekið skipti hefðu
sovézkir sendiráðsmenn
verið komnir inn i vélina
og þá hefðu danskir lög-
gæzlumenn komið og
óskað eftir, að fá að leita
á sendiráðsmönnunum
og i farangri þeirra.
Sendiráðsmennirnir
neituðu að verða við
þeim tilmælum. Litlu
siðar kom annar
sovézkur sendiráðs-
maður út i vélina og stóð
i nokkru þófi um stund.
Þessu lauk með þvi að
sendiráðsmennimir
stigu út úr vélinni með
farangur sinn og komu
ekki í þá vél aftur i það
skiptið.
Alþýðublaðiö leitaði upplýsinga
hjá utanrikisráðuneytinu hvort
einhverjar sérstakar reglur giltu
um meðferð á stjórnarpósti sem
sendur væri milli landa og hvort
algengt væri að sérstakir sendi-
menn ráðuneytanna sætu svo að
segja undir þessum pósti. Skrif-
stofustjóri utanrikisráðuneytisins
sagði að islenzkur stjornarpóstur
væri sendur með venjulegri flug-
fragt. Þó værisú undantekning að
stjórnarpóstur sem héðan færi til
Moskvu væri sendur með sér-
stökum sendiráðsmönnum,
þ.e.a.s. frá Norðurlöndunum,
sem hefðu samvinnu um þessi
mál. Skrifstofustjóri utanrikis-
ráðuneytisins sagði, að þessi
háttur væri viðhafður af nokkrum
þióðum.
Skrifstofustjórinn vildi ekkert
tjá sig um það atriði hvort hann
teldi liklegt að sendiráðsmenn
sem þannig væru sendir á milli
landa með dýrmætan stjórnar-
póstkynnu að vera vopnaðir. Um
það hvort ráðuneytið hefði
einhver afskipti af eftirlitinu á
Keflavikur flugvelli sagði skrif-
stofustjórinn, að þau mál væru i
höndum flugfélagana sjálfra.
Alþýðublaðið sneri sér þvi næst
til skrifstofu Flugleiða og spurðist
fyrir um málið. Sveinn
Sæmundsson sagði að einungis
væri leitað á farþegum sem færu
héðan, vestur um haf. Þetta væri
gert að ósk stjórnvalda i Banda-
rikjunum. Sveinn kvaðst ekkert
geta sagt um atburðinn á
Kastrupflugvelli i fyrradag, en
sagði að t.d. Bretar, Bandarlkja-
menn og Sovétmenn sendu sinn
póst með sérstökum sendiráðs-
mönnum. Hann sagði að Flug-
leiðir hefðu ekkert með eftirlit á
þessum málum að gera. Það væri
algerlega i höndum lögreglu-
stjóraembættisins á Keflavikur-
flugvelli.
Ekki leitað
I viðtali við lögreglustjórann á
Keflavikurflugvelli, Þorgeir
Þorsteinsson, kom fram að
byssuleit væri einungis
framkvæmd á farþegum sem
fljúga vestur um haf. Þarna væri
einungis um að ræða þann far-
angur, sem farþegarnir tækju
með sér i vélina. Annar farangur
væri ekki skoðaður af þeim.
Lögreglustjóri sagði að engin leit
væri framkvæmd á diplómötum,
sem ferðuðust milli landa. Um
það hvört hugsanlegt væri að
sendiráðsmenn sem færu milli
landa með stjórnarpóst, væru
vopnaðir, vildi lögreglustjóri ekki
tjá sig. Hann sagði að þetta væri
fyrst og fremst mál utanrikis-
ráðuneytisins. Ákveðin hefði
hefði skapast i alþjóða-
samskiptum að þvi er varðaði
diplómata og diplómatisk
samskipti, og Islendingar virtu
þessa hefði.
Lögreglustjóri var spurðu álits
um þann atburð, að tveir sendi-
ráðsmenn hefðu verið stöðvaðir á
Kastrupflugvelli og meinað að
halda áfram ferð sinni með póst
til sovézka sendiráðsins i Reykja-
vik. Lögreglustjori kvaðst ekkert
geta sagt um það mál.
Fyrirskipun
Að lokum var lögreglustjóri
spurður um það hvort hann teldi
ekki að þessir árekstrar milli
diplómatanna og öryggislögreglu
flugvallarins bentu ekki til þess
að hin diplomatiska hefð væri
ekki lengur i fullu gildi. Einnig
var lögreglustjóri spurður um
það hvort hann hefði ekki ákveðin
fyrirmæli frá utanrikisráðu-
neytinu um eftirlit og leit á
diplomötum. Lögreglustjóri
itrekaði að honum væru ekki
málavextir kunnir að þvi er
varðaði atburðinn á Kastrup. Á
hinn bóginn sagði lögreglustjóri
að fyrirmæli utanrikisráðuneyt-
isins væru þau að leita ekki á
diplomötum. Byssuleit væri þess
vegna ekki gerð á þessum mönn
um.
Lokaspurning Alþýðublaðsins
til lögreglustjóra var hvort sendi-
ráðsmenn Bandarikjanna og
Sovétrikjanna sem sendir væru
með stjórnarpóst til og frá íslandi
va:ru vopnaðir. Svar lögreglu-
stjóra var á þá leið, að honum
væri ekki kunnugt um slikt, enda
hefði aldrei verið talin ástæða til
að kanna hvort svo væri.
Talsverðar birgðir af
óseldum bílum í landinu
,,Ég sé ekki fram á annað en
innflutningurá bilum verði i svip-
uðu horfi og verið hefur,” sagði
Geir Þorsteinsson, formaður Bil-
greinasambandsins i viðtali við
Alþýðublaðið i fyrradag.
„Innflutningur á bilum helzt i
hendur við söluhorfur yfirleitt og
þar sem þær eru jafn slæmar og
raun ber vitni, þá hefur dregið úr
innflutningi,” sagði hann.
„Einnig er f jöldinn allur af bilum
óseldur núna, og ég vona að eitt-
hvað fari að grynnast á þeim
birgðum.
Þeir bilar sem standa óseldir,
eru á hagstæðara verði en nýinn-
fluttir bilar, þar sem verðið á
þeim hefur hækkað erlendis á
meðan þeir hafa staðið óseldir
hér heima, en einnig er reynandi
að fá lækkað verð á þeim, þar
sem það er ekkert hollt fyrir bil
að standa óhreyfður á þaki toll-
stöðvarinnar i saltbaði.” Geir
sagði, að það væri langmest selt
af ódýrari og minni bilum um
þessar mundir, en þó seljast allt-
af nokkrir stærri og dýrari bilar.
Að lokum sagði Geir Þorsteins-
son, að það væri mikill munur á
sölu bila á þessu ári miðað við á
siðasta ári, þegar fólk svo að
segja hamstraði bila fyrirgengis-
fellingarnar, sem leiddu af sér
stórhækkað verð á bilum.
Rödd jafnaðarstefnunnar
^aiþýðuj
Ústjórn - upplausn
Einhver athyglisverðasti þáttur, sem sýndur
hefur verið i sjónvarpinu lengi er þáttur Eiðs
Guðnasonar um efnahagsmál og þrýstihópa, sem
sýndur var s.l. þriðjudagskvöld. Einkum og sér i
lagi var athyglisvert að hlýða á viðræður stjórn-
andans við þá Jónas Haralz, bankastjóra, og Jón
Baldvin Hannibalsson, skólameistara á ísafirði.
Þeir ræddu málefnalega en þó umfram allt hrein-
skilnislega um efnahagsvanda íslendinga og or-
sök hans. Fór ekki fram hjá neinum, sem á
hlýddi, að báðir voru þeir Jónas og Jón sammála
um, að stjórn efnahagsmála hafi gersamlega far-
ið úr böndunum á þeim tima, sem rikisstjórn
Geirs Hallgrimssonar og rikisstjórn ólafs Jó-
hannessonar hafa setið við völd. Var einkar at-
hyglisvert, að Jón Baldvin Hannibalsson, sem er
eindreginn vinstri maður eins og hann á ættir til,
var sizt ánægðari með rikisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar en þá, sem nú situr. Hann gagnrýndi
hana með nákvæmmlega sömu orðum og Alþýðu-
flokksmenn hafa gert fyrir ráðvillingshátt og
stjórnleysi. Og þeir eru fleiri, sem á sinum tima
studdu þá stjórnarmyndun, en Jón B. Hanni-
balsson, sem hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að
rikisstjórn ólafs Jóhannessonar hafi brugðizt og
að til þess megi rekja það stjórnleysi, sem enn er
við lýði og reynzt hefur íslendingum dýrkeypt. A
Alþingi i fyrradag flutti Jón Skaftason, þingmað-
ur Framsóknarflokksins, mjög eftirtektarverða
ræðu, þar sem hann réðist harkalega á þá stjórn-
arhætti, sem rikt hafa i landinu undanfarin ár og
taldi, að ef ekki yrði snúið við á þeirri braut
myndi þjóðarskútan steyta á skeri innan skamms
og þjóðargjaldþrot væri yfirvofandi.
Auðvitað eiga allar rikisstjórnir sina slæmu
daga. Engri rikisstjórn fer allt vel úr hendi. Þrátt
fyrir góðan vilja gera þær allar einhver mistök.
En engar rikisstjórnir á Islandi hafa þó verið jafn
algerlega misheppnaðar og þær tvær, sem stjórn-
að hafa frá árinu 1971 — rikisstjórn ólafs Jó-
hannessonar og rikisstjórn Geirs Hallgrimsson-
ar. Saga þeirra er saga einberra mistaka. Svo til
hvaðeina, sem þessar rikisstjórnir hafa gert, hef-
ur verið vanhugsað, illa undirbúið og illa fram-
kvæmt. Þessar rikisstjórnir hafa aldrei mótað
sér neina heildarstefnu, hvað rekið sig á annars
horn hjá þeim og fólk aldrei vitað, hvers af þeim
mætti vænta. Ráðleysi og móðleysi hafa einkennt
allar þeirra athafnir. Þá sjaldan þær hafa reynt
að taka á einhverjum vandamálum hafa öll þau
tök reynzt vettlingatök — og svo hafa þær einfald-
lega gefizt upp. Tortryggni og stirð sambúð ráð-
herra og stjórnarflokka hafa settt svip sinn á báð-
ar þessar rikisstjórnir. Um heilbrigt samstarf
hefur aldrei verið að ræða innan þeirra, heldur
hafa viðsjár, metnaðarkapp og bein óheilindi ein-
kennt samskipti bæði ráðherranna og stjórnar-
flokkanna. Hvorug þessara rikisstjórna hefur
komið fram útávið sem samstæð heild, heldur
hafa þær verið eins konar ruslakistur f jölmargra
hagsmunahópa og hver hópurinn um sig lagt á-
herzlu á að fá sem bezt stæði við jötuna. öll
þeirra pólitik hefur þvi verið ómenguð fyrir-
greiðslupólitik þar sem lögmál vöruskiptanna
hafa verið látin rikja: fáir þú þetta heimta ég
hitt.
Þannig hefur íslandi verið stjórnað s.l. fjögur
og hálft ár. Á þeim stutta tima hefur allt farið úr
böndunum i landinu með þeim óskaplegu afleið-
ingum, sem landsmenn hafa fengið að reyna.
Föstudagur 31. október 1975
Alþýöublaðið