Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 12
alþýðu Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- Istjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ilitstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- ■ greiösla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- ; prent hf. Áskriftarverð kr. 800.- á i mánuöi. Verö i lausasölu kr. 40.-. KQPAVOGS APQTEK Qpiö öll kvöld til kl. 7 taugarílaga til kl. 12 — Yeðrrið-------- Hæöarhryggurinn, sem var fyrir norðan landið og orsakaði bliðuna i gær, hefur vikið fyrir regn- viðri, sem kom inn yfir Suðurland i gærkvöldi. Búist er viö áframhald- andi rigningu i dag og austankalda. Nokkuð mun hlýna og verður hiti 5-7 stig. Gátan VIÐURKíHNINúIN 'fí IflENNTHBRHUTINN I SP/EH /Æ dftm uR VÆTfí ÚKE SSfl £66Jfí BL'CW/ URGft ÖSKJU 1* S'OPPD ÞREyiU B*TU*. 'r&W F/uun RF/KN IN6UR 1» met> XONfl ft FOR. roÐUR /tífíTS FRETTft stoíA TJtUFLÖ V/LJU úT L/BU Guíl . Íl 'fí RE/KN MEGUM VIÐ KYNNA Sveinn Oddgeirsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, er fæddur i Hafnarfirði 8/4 1943. Foreldrar Sveins eru Oddgeir Karlsson, loftskeytamaður, og Lillý Magnúsdóttir. Sveinn er kvæntur Guðlaugu Albertsdóttur, hús- móður. bau hjónin eiga þrjú börn, tvo stráka, fjögurra og sex ára, og eina dóttur sem er niu ára. ,,Ég er lærður bifvélavirkja- meistari, og lærði ég þá iðn bæði i Iðnskólanum i Reykjavik og Hafnarfirði. Ég hef rekið bifvéla- verkstæði og bilaleigu, allt þar til ég hóf störf hjá FÍB fyrir rúmu ári slðan, og kann ég sérstaklega vel við starfið, sem er mjög fjöl- breytt og tilbreytingarikt, og að þvi leytinu til tekur það fyrra starfinu fram. I þessu starfi geri ég eiginlega allt milli himins og jarðar, t.d. hélt ég námskeið fyrir fólk, I viðgerðum á hinum algeng- ustu bilunum, og finnst mér ánægjulegt hve þessi námsskeið voru vel sótt, og hve geysilegur áhugi var á þeim.” Um áhugamál og tómstundir hafði Sveinn þetta að segja: ,,bað liggur við að ég vinni 25 tima á sólarhring, og af þvi leiðir að timi minn til tómstunda er ekki mikill, en eitt sport stunda ég, og er það hin svokallaða „radiódella”, og hef ég þessa dellu sjálfsagt frá föður minum, sem er loftskeyta- maður. betta sport stunda ég þó ekkert óhóflega, eins og svo oft vill brenna við hjá áhugamönnum um slik mál, og er ég ekki með neinar óskaplegar græjur, þar eð ég er aðeins með móttakara, en ekki senditæki. Einnig spilar radióið inn i mina vinnu, þvi að ég þarf að vera með tvær talstöðvar i bflnum. Að sjálfsögðu hef ég áhuga á ferðalögum, og reynum við hjónin að komast eins oft út úr bænum um helgar og möguleiki er. Til þess að losna við drungann á Islandi, þá höfum við farið til útlanda einu sinni á ári,” sagði Sveinn Oddgeirsson að lokum. OKKAR Á'MILLI SAGT Stöðugt eykst tékkanotkunin á tslandi og meðalupphæðir útgefinna tékka fara stöðugt hækkandi. Samkvæmt októberhefti af Hagtölum mánaðarins, sem Seðlabanki Islands gefur út, nam fjöldi útgefinna tékka i ágústmánuði s.l. 567 þúsundum og voru i þeim mánuði gefnir út 31 þús. fleiri tékkar, en á sama tima i fyrra. Meðalupphæð hvers tékka hafði hækkað úr 41.900kr. i 52.700 kr. miðað við sömu mánuði. 1 sama riti er greint frá stöðu rikissjóðs og rikisstofnana við Seðla- banka íslands. í ágústmánuði s.l. námu skuldir þessara aðila við Seðla- bankann 8.675 milljónum króna. bar af nam skuld rikissjóðs eins 5.617 millj. kr. og hafði aukizt um tæpar 3.330 milj. kr. frá þvi, sem hún var i ágústmánuði 1974. Alþýðublaöið hefur fjallað nokkuð um utanfarir Sólnesfjölskyld- unnar til Japan og Honolulu i erindum Kröflunefndar, en þangað fóru nú nýverið Jón Sólnes, formaður nefndarinnar, ásamt tveimur sonum. Kunnugur maður hafði samband við.Alþýðublaöið I gær og spurði, hvort blaðinu væri kunnugt um, að eiginkonur allra þremenninganna væru með i förinni. Ef svo er, þá er ekki furöa, - þótt fjölskyldan hafi þurft nokkurn farareyri, en heyrzt hcfur, að hún hafi tekið út ferðagjaldeyri fyrir 500 þús. Isl. kr. áður en hún hélt utan. bað vekur athygli, að þrátt fyrir það ástand, sem rikir i efnahags- málum þjóðarinnar og stjórnvöld eiga vart nógu sterk orð til þess að lýsa, hefur Alþingi nánast verið verkefnalaust að undanförnu. Nú i vik- unni féll t.d. niður fundur i efri deild, þvi þar var ekkert mál á dagskrá. bá hafa starfsnefndir þingsins, sem eiga að athuga og undirbúa mál, heldur ekkert haft að gera. betta sýnir okkur svart á hvitu, hver staða löggjafarvaldsins er orðin i landi voru. brátt fyrir ört vaxandi erfið- leika þjóðarinnar er löggjafarsamkundan látin biða verkefnalaus eftir þvi, að framkvæmdavaldinu þóknist að senda henni níðurstöður sinar til formlegrar afgreiðslu á örfáum dögum. bað mál, sem langmestar umræður hefur vakið á Alþingi i haust, er tillaga þingmanna Alþýðuflokksins um afnám kommisserakerfisins hjá Framkvæmdastofnun rikisins. Málið hefur verið til 1. umræðu á fjórum þingfundum, þar af einum kvöldfundi, sem var sérstaklega boðaður til umræðna um það, og er umræðunni enn ekki lokið. Annar kommisseranna, Sverrir Hermannsson , hefur ekki setið á Alþingi um nokkra daga skeið, en er nú á leið inn i þingið aftur. Má þvi ætla, að honum gefist tækifæri til að eiga orðaskipti við ýmsa flokksbræður sina, sem eru á öndverðum meiði við hann i málinu — og að umræður muni þá enn dragast á langinn. Ármannsfellsmálið er nú á siðasta stigi rannsóknar hjá sakadómi. Allmargir lesendur hafa hringt á ritstjórn Alþýðublaðsins til þess að spyrja, hvort blaðamenn eða ritstjóri Alþýðublaðsins hafi verið beðnir um vitnisburð i málinu. Svo hefur ekki verið. IÖRVAR HEFUR ORÐIÐI^I Ummæli þeirra Jónas- ar Haralz og Jóns Bald- vins Hannibalssonar um stjórnleysið i tiö núver- andi og fyrrverandi rikis- stjórnarhafa augsýnilega komið illa við kaun nú- verandi stjórnarsinna, einkum og sér i lagi Fra msóknarmanna. Tómas Arnason. kommissar og alþm., gat t.d. ekki dulið reiði sina i ræðu, sem hann flutti á Alþingi i fyrradag, þar sem hann fór m.a. þeim oröum um Jónas Haralz, að hann kæmi fram með ásakanir, en stæði sjálfur með „allt á hælunum” vegna útlánapólitikur sinnar i Landsbankanum. Alfreð borsteinsson, sem ritar leiðara Timans i gær, tekur i endann með Tómasi, skýrir ieiðara sinn „Tungur tvær” og ver honum til þess að skamma Jónas Haralz. Byrjar Alfreð fyrst með þvi að draga upp þá mynd af árunum 1967—1969, þegar Jónas Haralz var einn helzti efnahagssér- fræðingur þáverandi rikisstjórnar, að þá hafi hundruð fjölskyldna flúið land, þúsundir einstakl- inga brugið á sama ráð og aðrir landsmenn staðið i biðröðum og mælt göt- urnar fyrir framan at- vinnuleysisskrifstofurn- ar. Vissulega voru nokkr- ir erfiðleikar á þessum árum, þ.á.m. atvinnu- leysi nokkuð og flutningar af landi brott, en að á- standið hafi verið svona, eins og a.þ. lýsir er hrein og bein lygi. A hvaða vitsmunaplani röksemdafærslur A.b. eru, sést enn betur, þegar leiðarinn er lesinn lengra. A.b. lýkur leiðaranum i reiði sinni með þeirri firru að ásaka Jónas Haralz fyrir að hafa brugðizt hlutverki sinu sem bankastjóri með þvi að veita Reykjavikurborg lán úr Landsbankanum. „begar þannig er staðið aö málum eru verk stjórnmálamannanna unnin fyrir gýg”, er hin gáfulega niðurstaða. En hverjir voru það, sem báðu iim þetta lán og sóttu það mál svo fast, að sennilega hefur aldrei verið jafn ákaft sótt að nokkrum islenzkum banka? Hverjir voru það, sem réttlættu þessa lán- töku m.a. með þvi, að þarna væri m.a. verið að breyta óreiðuskuldum borgarinnar við Lands- bankann I föst lán? Og hverjir voru það, sem tóku láninu með fegins- andvarpi likt og Ab. þeg- ar bórarinn bórarinsson leyfir honum að skrifa leiðarastúf i Timann? bað voru engir aðrir en stjórnmálamennirnir, fé- lagar Alfreðs borsteins- sonar i borgarstjórn Reykjavikur! „begar þannig er stað- ið að málum eru verk stjórnmálamannanna unnin fyrir gýg”, eru svo hin spakvitru ályktunar- orð A. b Hér má nú segja, að mannvitsbrekka hafi fengið málið. im vegi Er verkmenntun vanrækt 6 Islandi? Rikharður Hjálmarsson: Hér áður fyrr fór verkmenntunin eftir þvi, hve góður meistarinn var, en ég hef trú a þvi að hún megi batna núna, þvi að það er aldrei lögð of mikil áherzla á slika menntun. Stefán Runólfsson: Já, hún er mikið vanrækt, það þarf að bæta hana til muna, og finnst mér alltof mikil áherzla lögð á há- skólamenn,þvi að þeir eru orðnir plága fyrir þjóöfélagið. Ingibjörg Karlsdóttir: Ekki hef ég orðið vör við það hjá þeim, sem ég þekki, og eru að læra einhverja iðn. borsteinn Brynjólfsson: Já, ég tel að það sé alger happa og glappa aðferð notuð við slika menntun, og þá sérstakleg á menntun iðnaðarmanna. Benedikt Gunnarsson: bað hlýtur eitthvað að vera að, fyrst iðnnemar eru alltaf að mót- mæla, en persónulega held ég að hún sé nóg, þótt ég hafi ekki kynnt mér það nógu vel.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.