Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 4
Heimilisvörur á heimilislegu verði Ávextir: Appelsinur „OUTSPAN” Rauð Delicius epli Græn Delicius epli kr. 122.- pr. kg. kr. 159.- pr. kg. kr. 123.- pr. kg. ..Fay”: 4ra rúllu W.C. pappir lOrúllu W.C. pappir Eldhúsrúllur (2 stk) kr. 259.- kr. 645.- kr. 239,- Strásykur: 2kg. pakkning 25kg. sekkur Kjötvörur: kr. 397.■ kr. 4.580. RoastBeef kr. 930,- pr. kg. Nauta gullasch kr. 930.- pr. kg. Reykt rúllupylsa kr. 345- pr. kg. Rúllupylsa kr. 325.- pr. kg. Saltkjöt i 2ja og 4ra ltr. plastfötum kr. 470.- pr. kg. ,,ERIN”pakkasúpur kr. 79.- pr.pk. Ýsusneiðar roðlausar með rapsi 1.7 kg. kr. 350.- pr. pk. Jarðaber1/1dós kr. 234.- pr.ds. Bakaðar baunir 1/lds (439g) kr. 167,- pr. ds. Opið: í dag 9-12 & 13-22. Laugardag 9-12. Kaupgarðu Smiðjuvegi 9 Kópavogi Barnafataverzlunin Rauðhetta Látið ekki verðbólgu- úlfinn gleypa peningana ykkar, í dýrtíðinni. Vörur seldar með miklum afslætti, allt nýjar og fallegar vörur á litlu börnin. Lítið inn og gerið góð kaup. Opið á laugard. kl. 10 til 12. Barnafataverzlunin Rauðhetta Iðnaðarmannahúsinu/ Hallveigarstíg 1 — Sími 28480. '-7 . ^ fllþýðublaðið ^ Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út í eftirtaldar götur Reykjavik: Flókagata Skipholt Bakkavör Melabraut Miðbraut Nesvegur Skólabraut Sævargarðar Vallarbraut Melahverf i Gerðin Kópavogur: Austurbær Hafið samband við afgreiðslu blaðsins - Sími 14900 Alþýðublaðio Brýnt mál: Aðstoð við taugaveiklaða unglinga Undanfarin ár hefur verið komið á stofn taugastofnunum fyrir unglinga i Vest- ur-Þýzkalandi. Niður- stöður nýjustu kannana sýna, að slikar stofnanir eru nauðsynlegar. Ráðgjafanefndin hjá háskólanum i Frankfurt segir, að 10% nemenda komi þangað til ráð- legginga, auk þess leita önnur 10% nemenda til sálfræðinga. Auk alls þessa eru margir nemendur, sem þarfnast sálfræði- hjálpar, en hika við að leita læknis. Yfirleitt má segja, að um fjórðungur háksólanema neyðist til að leita til sálfræðings. Hvað er það, sem þjáir nemendur svo mikið.að þeir geta ekki fundið neina úrlausn vanda- mála sinna? Sálfræðingar við háskólann i Frankfurt telja upp þetta: 1) Atvinnuerfiðleikar og vandi við að afla vina. Þetta eru 40% alls. 2) Einn af hverjum þremur sjúklingum kvarta um þunglyndi og andlega erfiðleika. 3) Fjórði hluti nemenda á i erfiðleikum með kynlíf. 4) 20% nemenda kvarta um ótta. 5) 10% þjást af streitu og minnimáttarkennd. 6) Hin 10% áttu i erfiðleikum með kynmök. Félagsráðgjafarnir f Frankfurt komust fljótlega að þvi, að það er ekki auðvelt að hjálpa nemendum og stundum er engin aðstoð i hjálp stuttan tima. Nemendur hafa oft orðið að leggjast inn á taugahæli og eftir þvi sem.félagsráðgjafar i Frank- furt segja, er sifellt erfiðara að aðstoða nemendur vegna „gifur- legs skorts á tæknimenntuðu fólki i Sambandslýðveldinu”. Svo er komið i Frankfurt, að farið er að ræða um „Vonsiglingu Ódisseyfs”, þegar rætt er um geðtruflanir nemenda. Háskóla- miðstöðin hefur ekki nægt mannafl til að sinna kröfum. Það er ekki aðeins meðal nem- anna, sem þessa verður vart. Ung börn, jafnvelá forskólaaldri þjást af geðflækjum. Næst hæsta dánartala ungs fólks er sjálfsmorð, sú dauðaþrá, sem orsakast af innbyrðis baráttu þeirra, erfiðleikum við að afla vina, niðurbrotnu heimislifi, von- brigðum i skóla eða vinnu, streit- unni sjálfri eða tilfinningamáli. Það kom ýmislegt i ljós á fundi ráðstefnumanna um fyrir- byggjandi lyf i Zurich. Unglingar ráða ekki lengur við vandamálin. Foreldrarnir vilja ekki — geta ekki hjálpað. Heima rikir streitan ein. Þeim finnst þeir einir og yfirgefnir og litill steinn getur velt þungu hlassi. Eiturlyf og fikniefni eru lausn alls, þau jafna sig á óörygginu. Margir unglingar lifa i dái. Þeir reyna i örvæntingu sinni að finna stráið, sem gæti haldið þeim, en finna þvi miður aðeins hola pipu. Kannanir hafa sýnt, að táningar eru að gera uppreisn hvarvetna. 1 Hamborg voru teknir fyrir þrjátiu nemendur. Þeir voru sextán ára en spurningarnar vorú svohljóð- andi: Við hvern ræðir þú vandamál þin? Geturðu lýst þeim? Hvernig sigrastu á þeim? Hvernig umgengstu foreldra þina? Aðeins 8% barnanna sagði, að umgengni þeirra við foreldrana væri góð, eða hæfileg. Flest rifust oft við foreldra sina. önnur könnun á 6 þúsund unglingum sýndi, að helmingur kvartaði undan yfirgangi og skilningsleysi foreldra. 26% töldu sig búa við skæruhernað heima fyrir. Frá fjórtán til sextán ára aldurs lifa börnin við þrætur og ergelsi yfirleitt. Aðalvandamálin eru þessi fyrir stúlkur: 62% þræta við foreldra sina yfir þvi, að þær eru of lengi úti á kvöldin. 54% segjast hvorki geta talað við föður sinn né móður. 60% spyrjenda mega ekki dvelja um helgi hjá vinkonu sinni. Rúmlega 72% stúlknanna segjast vera í tjóðri. 12% fengu aldrei að fara i „parti”. Það er fylgzt vandlega með stúlkum og þeirra gætt, svo að þær geti ekki átt frumkvæðið að neinu. Engu er likara, en foreldrar áliti, að þær verði fávita, ef minnst er á kynlif. Vandamál drengjanna eru dálitið annars eðlis. Þeir eru frjálsari. 60% fá þó fyrirlestra heima um klippingu,. 72% er skipað að standa sig betur i vinnu eða skóla. Foreldrum skjátlast hvergi meira en viðvikjandi kynferðis- málum i aðstoð sinni við afkvæmin. 76% unglinga segja, að foreldrarnir hafi alls ekkert sagt þeim um kynferðismál. Tveir þriðju hlutar verða að standa sjálfir i kynferðisbarátt- unni án aðstoðar foreldra. Foreldrar hafa á reiðum höndum tilbúin svör, þegar þeii vita ekki, hvað segja skal. Eitt hið algengasta er: „Þú átt,” eða „Þú verður”. Þessi tilsvör sýna bæði harðstjórnina og einræðið heima fyrir og and- rúmsloftið verður verra fyrir bragðið. Flestir táninganna, sem buðu sig fram til könnunarinnar, sögðu, að foreldrarnir væru „óþolandi” og langaði til að flytja að heiman eins fljótt og unnt væri. 1973 fluttu rúmlega 85 þúsund barna undir lögaldri að heiman i Vestur-Þýskalandi. Sumir aðeins til að sýnast, aðrir endanlega i raun. Allir ráðgjafar viðurkenna, að foreldrarnir hafa misst vald sitt yfir börnunum og geta ékki lengur sagt þeim, hvernig á „að lifa lifinu”. Eins og einn félagsfræðingur segir: „Þvi er ekki meiri ást, meiri samhyggð og eining meðal unga fólksins?” Vissuð þið að venjulegir hnífar hafa aðeins fjóra arma? A haustsýningunni i Frankfurt i V-Þýskalandi gefur að lita margar tækninýjungar, og það sem hvað mesta athygli vekur er ný stefna i framleiðslu hnifapara. Kynslóð eftir kynslóð hefur maðurinn háð sina baráttu við góm- sæta rétti með hefðbundnum vopnabúnaði, hnifur og gaffaii, sem hefur fjóra arma. Ilnifaparaframleiðandi einn i Solingen i V- Þýskalandi hefur komið fram með nýjung i vopnabúnaðinum, enda ómögulegt á timum jafnmikilla framfara að sitja uppi með úrclt hnifapör. Hann hefur sett á markaðinn gaffal sem kalla inætti fimmfork, og er þessi gaffall sagður gefast vel i baráttunni við hrisgrjón og ýmsa rétti, sem gerðir eru af sniáum ögnum, auk venjulegra máltiða. Blað hnifsins, scm fylgir þessum nýstárlega gaffli er mjög breitt og er sagt gefast vcl. Að sögn framleiðandans hvila þessi nýju áhöld mun betur i hendi en þau, sem notuð hafa verið hingað til. Föstudagur 31. október 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.