Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 8
HORNID - simi 81866-eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins, Si'ðumúla 11, Reykjavík Við erum með hentistefnu landhelgisútf ærslunni! Lesandi spurði: Hvaða landvinningastefna er eiginlega orðin rikjandi i rikis- stjórninni, þegar við neitum að viðurkenna miðlinu gagnvart Jan Mayen — á þeirri forsendu, að þvi er skilja má eftir blaðafréttum, að Jan Mayen sé aðeins eyðisker? Ekki veit ég betur en við höfum notað til dæmis Kolbeinsey sem grunnlinupunkt fyrir okkar fisk- veiðilögsögu, og það er þö að minnsta kosti mannabyggð á Jan Mayen, sem ekki hefur enn verið mögulegt á Kolbeinsey, enda er það nánast sker, sem gefur yfir i brimi. Sú einkennilega skýring var gefin að hafréttarráðstefnan væri ekki búin að taka afstöðu til þess hvort Jan Mayen teldist eyðisker eða mannabyggð, en þar hafa um langt árabil dvalið veðurfræð- ingar og oft á tiðum visindamenn, — en erum við ekki i rauninni að koma þar með mótsögn? Við teljum okkur sjálfa ekki geta beðið niðurstöðu hafréttarráð- stefnunnar vegna okkar útfærslu, en beitum svo andstæðum rökum gagnvart miðlinu i þessa átt. Gerði Lúðvik þetta vegna beiðni Rússa? kannske Þingmenn varðar ekkert um húsaleigu- okrið — því þingið borgar fyrir þá! Hneykslaður mörlandi sendi Horninu þessar linur: Undarlegt hefur mér oft fund- izt, af hve litlu tilefni fólk hefur upp raust sina og kvartar og kveinar. Varla er til það smámál, sem ekki eru rekin upp rama- kvein yfir, svo sem eins og hunda- haldið, verndun gamalla hús- kumbaida og annað álika fjas. Ef hins vegar á að taka til meðferðar einhver stórmál, sem jafnvel geta varðað alla þjóðina, þá þegir fólk þunnu hljóði og læt- ur litið eða ekkert frá sér fara. Til dæmis má nefna hin undarlegu flugvélakaup okkar annars ágætu landhelgisgæzlu, þar sem bruðlað Pabbinn sat með strákinn sér á hné og var að tala við þann stutta, vitt og breitt um alvöru iifsins: — Tökum sem dæmi, ef ég mundi skyndilega deyja og hverfa héöan úr tilverunni, hvað hclduröu að yrði þá um þig og mömmu? — Við verðum sjálfsagt hér áfram, en spurningin er: Hvað verður um þig! er með fé almennings af fádæma fruntaskap. Mig langar hér til að koma inná mál, sem er ekkert smámál, heldur varðar stóran hóp fólks i þjóðfélaginu og má kallast undar- legt að ekki skuli þessu meira hreyftopinberlega en verið hefur. Á ég hér við það óhugnanlega ástand, sem rikir i húsaleigumál- um hér á Suðurlandsundirlendi. Þegar ég segi að þetta mál varði stóran hóp fólks, held ég að ekki sé of stórt til orða tekið, þvert á móti, og i meiri hluta tilfella á hér i hlut fólk, sem má sin minna i þjóðfélaginu, það er að segja, hef- ur einhverra hluta vegna ekki efni á að verða sér úti um eigin húsnæði. Ef við skoðum þetta mál að- eins nánar, kemur i ljós, að verkamaður sem vinnur 45—50 tima vinnu, getur búizt við að hafa eitthvað um 85.000.00 krónur i kaup á mánuði. Ef hann hefur þrjú börn á framfæri sinu má ætla aðhann leigi 4ra herbergja ibúð. Fyrir þá ibúð verður hann að greiða að minnsla kosti 30.000,— krónur á mánuði, fyrir utan raf- magn og hita, að sjálfsögðu einn- ig fyrir utan sameignarkostnað, ef um blokk eða raðhús er að ræða. bannig fer þessi maður með sennilega riflegan helming launa sinna i húsnæði það er hann býr i. Finnst ykkur þetta forsvar- anlegt? Liklega ekki. En hvar eru nú raddirnar? Er ekki kominn timi til að stofna samtök þeirra, sem hafa á leigu húsnæði? Það er staðreynd, að margt væri hægt að gera til úrbóta i þessum málum, ef lik samtök væru sett á laggirn- ar og fólk STÆÐI SAMAN að slik- um samtökum. Litum á námsmenn. Þeir segj- ast lifa við sultarlaun og hungur- lús. beir mála slagorð á spjöld og fara i kröfugöngu, afhenda við- komandi ráðherra vel orðað mót- mælaskjal, setja þjóðfélagið á annan endann. Og við fáum að sjá, að áhrifamáttur fjöldans er mikill. Ráðamenn eru blátt áfram neyddir útúr skúmaskot- um sinum og verða að gera eitt- hvað. Litum á konur. Þær héldu kvennadaginn heilagan og vöktu athygli, ekki aðeins hér á landi, heldur um allan heim. Litum á sjómenn. Þeir sigldu einfaldlega skipum sinum að landi og þeir urðu veskú, að semja við þá, gátu ekki skorazt undan. Það er eitt- hvað þessu likt, sem við verðum að gera. Við verðum að hrekja þessa kalla út úr skúmaskotun- um. Við verðum að sýna þeim, að við látum ekki troða á okkur, frekar en aðrir hópar i þjóðfélag- inu. Við verðum að standa sam- an. Að lokum langar mig að minn- ast á eitt atriði. 1 nokkur skipti hefur þessu máli verið hreyft á okkar háttvirta Alþingi. En aldrei hefur þingmönnum þótt ástæða til að gera neitt raunhæft i málinu. EN, þegar að þvi kemur að þessir háu herrar, þingmennirnir, út- hluta sjálfum sér laun, þá stendur ekki á þvi að viðurkenna, að það sé reglulega dýrt að leigja ibúð i Reykjavik! Þvi, ef ég man rétt, þá fengu þingmenn utan af landi, 30.000.— krónur, sem auka- greiðslu ofan á sín „lúsarlegu” þingmannslaun, til þess að greiða með húsaleigu. Þegar þeir þurftu sjálfirað taka á leigu ibuð, var ai- veg augljóst mál, að það er bara rándýrt að leigja sér húsnæði. EN, þegar þessir sömu herrar eru að vinna fyrir okkur launþega á Alþingi, þá kveður við annan tón, þeir sperra nefið upp i loftið, lygna aftur augunum og þykjast ekkert vita um húsaleiguokrið. Við svona nokkuð skulum við ekki búa. Ég skora á einhvern röggsaman mann, eða menn, að taka nú höndum saman i þessu máli, þvi ég er sannfærður um, aí slik samtök muni hafa fjöldann á bak við sig. rÖKUMl IEKKI1 DTAWVEGSl iEESl FRAMHALDSSAGAN 0 Bridge Tveggja kosta völ Stundum heyrum við talað um prósentur, þegar meistarar ræða um úrspil. Þetta er máske ekki öllum gefið, en er vert at- hugunar, þó við séum bara að spila að gamni okkar. Litum á spilið i dag. ▲ KDG6 * K62 4 ÁD3 4 852 4 7532 4 94 V D84 V G ♦ 1065 $ K9842 + K43 ÁD1097 4 Al08 V A109753 4 G7 4 G6 Sagnirnar gengu: Austur Suður Vestur Norður Pass Pass Pass lsp. Pass 2hj. Pass 3hj. Pass 4hj. Pass Pass Pass Útspilið var laufaþristur, sem Austur tók á ás og spilaði laufa- niu til baka, sem Vestur tók á kóng og spilaði nú út smátigli. Sagnhafi stóð nú frammi fyrir nokkrum vanda, og nú tók hann að reikna. Lægju trompin jafnt, 2-2, var vandinn enginn, en ef hann missti slag á tromp, sortn- aði i álinn. Spurningin var, hvort ætti að taka á tigulás, eða hleypa yfir á gosann. útspil Vesturs i tigli gegnum ás- drottningu, gat hvort sem var þýtt, að hann vonaðist eftir kóngi hjá Austri, eða að hann ætlaði að kria út slag á kónginn á eigin hendi, ef sagnhafi þyrði ekki að svina. Sviningu i tigli taldi hann 50%. En svo var ann- ar möguleiki. Likur fyrir spaða- legu 3-3 taldi hann 36%, en leg- unni 4-2 48%. Helmingur af 46,24, i viðbót við 36 voru 60%. Hann ákvað þvi, að með þvi að hreinsa spaðann eftir að hafa tekið tvo hæstu i trompi og gera ráð fyrirþvi, að félli tromp- iðekki, ætti sá, sem ætti tromp- drottningu að minnsta kosti 3 spaða. Hann ákvað þvi að taka á tigulás og siðan kóng og ás i trompi. Nú rættust verstu grun- semdirnar um trompleguna, en brúnin hækkaði á sagnhafa, þegar Vestur fylgdi spaðalitn- um i fjórða sinn og hann gat hent tigulgosanum i. Veslings Vestur varð að horfa á þessa framvindu án þess að fá að gert. Sem sagt, 60% þó á skiptum möguleikum sé, er þó alltaf betra en 50%! leggja heilbrigði manna. Það var jafnmikið álag á lifur, gallblöðru og maga og hjartað. Dr. Falk og dr. Berg höfðu yfrið nóg að starfa, svo að þeir voru fegnir að fá þriðja lækninn. Dr. Jön Meiser sat á skrifstofu dr. Falks. Dr. Falk brá, þegar dr. Meiser kom inn. Hann var óvenjulega hávaxinn, minnst 195 sm, grannur, en ekki horaður og það lika i and- liti, og hárið var farið að þynnast. Dr. Falk kom ekki til hugar, að það yrði slæmt fyrir hann að þurfa að lita upp til aðstoðarlæknis sins. Hann var aðeins i meðallagi, en sterkur persónuleiki hans bætti það upp. Honum leizt vel á hendur og augu dr. Meisers. Það leit út fyrir, að hann teldi allt mas ónauðsynlegt, og þar bætti hann dr. Berg upp. Hann hafði lokið námi fyrir f jórum ár- um og meðmæhn voru svo góð, að jafnvel dr. Falk undrað- ist. Einu áhyggjur dr. Falks voru þær, að dr. Berg myndi falla i skuggann, en hann gat ekki hafnað aðstoðarmanni, sem veitti svona góðar vonir. — Við getum talið málið Utkljáð, ef við erum sammála um launin, sagð hann. — Ég hef enga kröfu fram að bera, sagði dr. Meiser. — Ég vil tryggja mér tiu ára samning! Nú varð dr. Falk enn meira undrandi. Flestir vildu hafa leyfi til að taka betra boði. — Gott, sagði hann. — Nú skal ég sýna yður ibúðina. Dr. Meiser hneigði sig. Þegar þeir gengu gegnum garðinn til læknabústaðarins gekk dr. Meiser alltaf einu skrefi á eftir dr. Falk og eilitið álútur. Daniel Falk snéri sér við og brosti ti! hans. — Hvers vegna gangið þér ekki við hliðina á mér? spurði hann. — Finnst yður ekki óþægilegt, hvað ég er stór? spurði Meiser hreinskilnislega. — Nei, alls ekki! Hafið þér lent í vandræðum vegna þess? Nú var dr. Meiser kominn að hliðinni á honum. — Ég get ekkert að þvi gert, þóað ég verði að lita niður á fólk. — Það fannst mér ekki heldur. Ég geri samt ráð fyrir, að það sé yður að baga, þegar þér gerið uppskurði. — Ég hef aldrei fengið að skera upp. Ég hef i mesta lagi fengið að aðstoða á slysadeildinni. Skera burt flisar, setja fólk i gips og þess háttar. Ég hef aldrei fengið að sýna við uppskurð, hvað ég er fær um. — Við hverju viljið þér helzt skera upp? — Heilaæxli. Hann þagnaði um stund meðan dr. Falk var að jafna sig. — Systir min lézt við miklar þjáningar eftir slikan uppskurð, þvi að skurðlæknirinn var óstyrkur, sagði Meiser bitur. — Eruð þér viss um, að það hafi verið hans sök? spurði dr. Falk hugsandi. — Já, svaraði hinn stuttur i spuna og dr. Falk var sann- færður um, að hann væri að segja satt. — Ég veit ekki, hvenær ég get boðið yður heilaæxli, en þér skuluð fá að gera aðgerðina, þegar þar að kemur. Ég geri ráð fyrir, að þér hafið lesið mikið um þetta? — Stundum langt fram á nótt. Það var hræðilegt að sjá unga og lifsglaða manneskju verða að andlegu hraki. Svo þetta var skýringin. Dr. Falk langað til að segja eitthvað i samúðarskyni, en dr. Meiser gekk þegjandi við hlið hans, stirðnaður i framan. Hann ljómaði, þegar hann kom inn i ibúðina. Hann þurfi ekkert að segja, dr. Falk las það allt úr svip hans. — Þetta er næstum óskiljanlegt, sagði dr. Meiser. — Dr. Jordan af kvensjúkdómadeildinni kom i gær, sagði dr. Falk. —Hann býr á næstu hæð fyrir neðan. Þér hittið dr. Berg, samstarfsmann yðar, á morgun. — Ég get byrjað á morgun eða nú þegar, ef ég fæ að þvo mér, sagði dr. Meiser. Honum liggur enn meira á en dr. Jordan, hugsaði dr. Falk. — Þér getið Iitið á sjúklingana á stofugangi i kvöld, ef þér viljið. En ekkert liggur á. Um leið og Jörn Meiser var einn tók hann simann og hringdi. Hann hallaði sér að veggnum, þegar kvenrödd svaraði. — Þetta er ég, mamma, sagði hann. — Þetta er betra en vonir stóðu til. Þú þarft engar áhyggjur að hafa. Má ég tala við Nikki? AÐST0ÐAR- LÆKNIRINN Björt barnsrödd barst að eyrum hans. — Liður þér vel, Jörn frændi? — Já, allt er eins og bezt verður á kosið, Nikki. Þið getið bráðum komið i heimsókn. Geturðu gætt ömmu vel. — Já. Þú mátt ekki gleyma okkur. Það fyrsta, sem Jörn Meiser tók upp úr töskunm var mynd i siflurramma. Mynd af litlum, alvarlegum dreng. Nikki var allt það, sem Lis hafði skilið þeim mæðginum eftir. Lis, sem dó úr heilaæxli vegna þess, að skurðlæknir- inn skalf. Hann hafði verið viðstaddur. Hann hafði séð allt. Hann vissi, að það hlaut að fara svona og hann hafði ekkert get- að. Það fór hrollur um hann við tilhugsunina. Faðir Nikkis var löngu kvæntur aftur. Hann hafði engan áhuga á drengnum. Hann hafði gleymt Lis. — Við þörfnumst hans ekki. Nikki, sagði dr. Meiser lágt. — Nú ert þú sonur minn. Dr. Jordan hafði fylgzt vel með frú Sörensen um stund. Nú gaf hann dr. Holl skýrslu. Alþýóublaðiö Föstudagur 31. október 1975 Éftir Katrin Kastell — Einkaréttur: Bastei Verlag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.