Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 31.10.1975, Blaðsíða 6
Mynd fyrir konur segir bíóið ... Ekki sízt karlmenn ? Bíóin I rauninni er maður ekki alveg viss um, hvort maður á að taka það sem háð — eða hvort Friðfinni Ólafssyni -er fúl- asta alvara þegar hann auglýsir að þetta sé mynd fyrir alla —og þó einkum konur.ekki sizt þegar maður rekur aug- un i þessa viðbót við auglýsingu mynd- arinnar hady Caroline Lamb.sem gerð er eftir sögunni Astir Byrons, í blöðun- um sjálfan kvennafridaginn. En þessi áleitna spurning verður i senn skiljanlegri og óskiljanlegri, þegar horft er á þessa klassisku sögu i þeim skrautumbúðum, sem slá við öllum For- syte-ættarrómönum, jafnvel þótt þeir væru sendir út i lit — og nálgast undir lokin hughrif Á hverfanda hveli. Þvi burtséð frá öllu kynjajafnrétti jaðraði þessi mynd i augum karlmanns við hreinni paródiu af glæsimeðferð ástar- harmleikja kvikmynda allra tima. Karlpeningurinn i myndinni er skrýdd- ur og málaður á ýktan hátt. Meira að segja Familie Journalen erhættað birta svona myndir með heitustu slots-rómönunum — og ef ekki hefði komið til gott gerfi og sérlega góður leikur Söru Miles, þá hefði ekki farið á milli mála að öll hefðum við verið göbb- uð á hinn herfilegasta hátt. En við skulum gefa okkur það sem forsendu að meining Roberts Bolt, leik- stjóra og höfund handrits hafi verið sú að velja Astir Byrons og allt þetta glæsi- hlaðna brezka yfirstéttarliferni sem um búðir utan um klassisku söguna um þri- hy rninginn: Móöir-sonur-tengdadóttir, og þá eigum við auðveldara með að meta og sjá myndina í réttu ljósi. Og sem slik er hún vel gerð, m.a. vegna . þess að þarna sjáum við dæmi þess, hve góður leikur hefur mikið að segja fyrir kvikmynd. Fyrir vikið verður myndin ekta og kemst til skila eins og höfundur vill. Það verða engar truflanir og áhorf- andinn er þátttakandi. Ég minnist sam- bærilegrar myndar frá sama leikstjóra og mörgum sömu leikurum: Dóttir Ryans, sem sýnd var i Gamla bíói i fyrra. Við höfum þarna Söru Miles, Jon SJómrarp Sjónvarp klukkan 20:40 Flugvélakaup Landhelgisgæzlunnar eru komin i kastljósiö á nýjan leik og verða þvi til umræðu i þættinum Kast- ljós i sjónvarpi i kvöld, en umsjónar- maður Kastljóss að þessu sinni er Svala Thorlacius Arni Gunnarsson ritstjóri mun taka Leif Magnússon, aðstoðarflugmála- stjóra tali, en hann var i nefnd þeirri, er mælti með kaupum smærri flugvélar og auknu leiguflugi við eftirlit stærri landhelgi, en Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar eða einhver fulltrúi, sem hann tilnefnir verður þar til andsvara og mun verja fyrirhuguð kaup Gæzlunnar á nýrri Fokker Friendship flugvél, sem er talin kosta 600milljónir króna. Eflaust mun bera á góma aðrar flugvélategundir, sem ræddar hafa verið i fréttum, og grein- um blaðanna undanfarið, svo sem Lockheed Orion úthafsvélar, og fróðlegt væri að fá svör við þvi i þættinum, hvort Islendingar séu svo litillátir, að þeir geti sætt sig við notaðar vélar af þessum gerðum, en leikmenn hafa bent á þann möguleika. Svo og kannske, hvort Finch, Richard Chamberlain, John Mills, Sir Laurence Olivier, Ralph Richardson, Margaret Leighton, svo nokkur nöfn séu nefnd — og það er erfitt að leggja sérstakt og ákveðið mat á leik jafn frábærra leikara, sem eru komnir i þann staðal, að þeir bregðast ekki undir neinum kringumstæðum. Þó er freist- andi að benda á tvennt i myndinni sér- staklega: Leik Söru Miles i hlutverki Caroline Lamb, sem fer vaxandi eftir þvi sem á myndina liður, — svo og tón- listRichard Rodney Bennett, sem leikin er af Filharmóniuhljómsveit Lundúna undir stjórn Marcus Dods. En ef við notum orð forstjóra Há- skólabiós i auglýsingunni án allrar okk- ar vaknandi vitundar um að konan sé maður og ekkert kvenlegt sé manninum óviðkomandi (eða öfugt) — þá er þetta ein af þeim myndum, sem búast má við að engin kona léti fram hjá sér fara i sjónvarpi — að maður nú ekki tali um litsjónvarp — og þess vegna bjóst maður nú eiginlega við fullu húsi. En það var kannske eins gott fyrir þá, sem þá hefðu lent fremst i húsinu, þvi það er leiðinlegt að sitja, þó aftarlega sé, undir sýning- um, sem er iðulega úr fókus, einkum hægra megin á tjaldinu. BS. hugsanlegt væri að Gæzlan yfirtaki eftirlitsflug NATO á þessu svæði og fái þá Orion vélarfrá NATO til ráðstöfunar. Þá hafa lánamál nemenda i framhaldsnámi verið mjög i brennidepli að undanförnu, en Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráöherra mun svara spurningum Gunnars Gunnarssonar, blaðamanns og tveggja fulltrúa námsmanna um þessi mál. Loks ræðir svo Svala Thoralacius við Nikulás Sigfússon, yfirlækni Hjarta- verndar og leitar skyringa á þvi hvers vegna islenzkir karlmenn þyngjast samtals um 70 tonn yfir vetrartimann, og hvort það standi i sambandi við mat- aræði landans. Vigdis Jónsdóttir skóla- stjóri mun i framhaldi af þvi svara spurningum Svölu um á hvern hátt karlmenn geti með breyttu mataræði forðast þessa árvissu fitusöfnun, sem taliner standa i beinu hlutfalli og bein- um tengslum við vaxandi fjölda hjarta- sjúkdómstilfella hjá islenzkum karl- mönnum. oo o Útvarp 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgun- leikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgun- bæn kl. 7.55. Morgunstund barnannakl. 8.45: Guðrún Guð- laugsdóttir les „Eyjuna hans Múminpabba” eftir Tove Jans- son i þýðingu Steinunnar Briem (2) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bænd- ur kl. 10.05. Úr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sérum þáttinn. Morguntónleik- arkl. 11.00: Shura Cherkassky leikur Etýður op. 25 eftir Chopin/Colonne-hljómsveitin leikur Sinfóniu i g-moll eftir Lalo: George Sebastian stjórn ar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar.Til- kynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30. Miðdegissagan: „A fullri ferð” eftir Oscar Clausen Þor- steinn Matthiasson les (13). 15.00 Miðdegistónleikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Tveggja daga ævintýri” eftir Gunnar M. Magnúss. Höfundur les (3). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.45 Þingsjá Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Frá tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar tslandsi Háskóla- biói kvöldið áður. Stjórnandi: Karsten Andersen. Einsöngv- ari: Elisabeth Söderström. a. Tilbrigði op. 56 eftir Brahms um stef eftir Haydn. b. „Scene dé Berenice”, aria eftir Haydn. c. „1.41” eftir Jónas Tómasson. d. „Portrait of Dag Hammerskjöld” eftir Malcolm W'illiamson. e. „Meistarasöngvararnir i Nurn- berg”, forleikur eftir Wagner — Kynnir: Jón Múli Arnason. 21.30 Útvarpssagan: „Fóstbræð- ur” eftir Gunnar Gunnarsson Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dvöl þáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Skákfréttir. 22.55 Afangar. Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Sjónvarp 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós.Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Svala Thorlacius. 21.30 Fortiðin á sér framtið. Gengnar kynslóðir hafa látið eftir sig ómetanleg verðmæti menningar og listaverka. Þessi verðmæti verður með öllum ráðum að varðveita. Kvikmynd frá Menningar- og visinda- stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þýðandi og þulur Stefán Jökulsson. 21.50 Þrir sakleysingjar. Tékk- nesk biómynd frá árinu 1967. Leikstjóri Josef Mach. Aðal- hlutverk Jiriho Sováka og Marie Drahokoupilová. Ráðist er á stúlku, og skömmu siðar er stolið bifreið frá ferðamanni, Lögreglan fær lýsingu á glæpa- manninum, og þrir menn, sem lýsingin gæti átt við, eru hand- teknir. Þýðandi óskar Ingi- marsson. 23.20 Dagskrárlok. Kastljós á þyngd karlmanna, námslán og flugvélakaup l’líistos liF PL-ASTPQKAVE RKSMfOJA Sfmar 62639-82455 Vatnftgörfeum 6 Bo* 4064 — Raykjavík Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnarfjaröar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 918.30 Laugardaga kl. 1012.30. Helgidaga kl. 11-12 Effir lokun: Upplýsingaslmi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 ónnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Ferðamenn ættu að vara sig á vasaþjófunum RAN MEÐ fS- KÖLDU BLÓÐI Þaö er alltaf full ástæöa til aö vara íslenzka feröa- menn við vasaþjófum í er- lendum borgum — og síö- asta sagan af afreksverk- um nokkurra slíkra í Kaupmannahöfn á dögun- um ætti aö verða enn eitt vítiö ti! varnaðar. Sfðasta mánudag var á fimm mismunandi stöðuin þar i borg rænt frá tveim Kinverjum og þrem Japönum samtals hálfri milljón isl. króna i ferðatckkum auk persónuskilrikja og annarra slikra muna. t öllum tilvikunum notuðu þrjótarnir mjólkuris til að gabba fórnarlambið. Atvikin urðu á þá lund, að ungir og vel til hafðir menn undu sér að hverju hinna fimm fórnarlamba, og sögðu að þeir hefðu fengið is á jakkann. tsinn áttu þeir að hafa fengið af glugga nærliggjandi húss þegar þeir gengu þar um. Þjófarnir buðust siðan til að hjálpa f erðalöngunum til að hreinsa isinn af jökkunum, sem þeir gerðu, og hurfu svo sina leið. Þegar útlendingarnir voru búnir að fara i jakkana aftur uppgötv- uðu þeir stuldinn, og kærðu til lögreglunnar. DIUPFRYST 6RÆHMETI ER HOLLT OC HÆRING- ARRfKT A TETURNA A veturna er það þýðingar- meira en ella, að mikil áherzla sé lögð á grænmeti i mataræði okkar. A þeim árstima er C- vitaminþörfin nefnilega mest. Notkun á djúpfrystu grænmeti hjálpar til viö að fullnægja C- vftaminþörfinni, auk þess sem grænmetiö er góö tilbreyting i mataræðinu á þeim árstima. 1 frystiborðinu i matvöruverzlun- inni er hægt að velja um ýmsar tegundir af djúpfrystu græn- meti, allt frá hreinu grænmeti til hvers kyns grænmetisblöndu. Þaö er löngu sannaö, að meö djúpfrystingu heldur grænmeti um langa hriö næringargildi sinu og vitaminum. Skjót upp- skera og djúpfrysting sem allra fyrst eftir að grænmetið hefur veriðskoriðeru þó skilyröi þess, að vel takist til. En þar að auki þarf einnig að meðhöndla djúp- frysta grænmetið á réttan hátt áður en þess er neytt, ef bragð og gæði eiga að komast fyllil, til skila. Þessar reglur um notk- un á djúpfrystu grænmeti er t.d. gott að þekkja: 1. Djúpfryst grænmeti, sem nota á i kalda rétti svo sem eins og salöto.þ.h., á EKKI aðsjóða. Það á að nota beint úr pakkan- um og ekki má þiöa þaö, fyrr en rétt áður en það er notað. 2. Ef framreiða á djúpfryst grænmeti heitt eða i heitum réttum, þá á að sjóða það eða verma yfir gufu sem allra styzt. Nota á eins lítið vatn á græn- metið og framast er unnt og út i vatnið á að setja dálitinn bita af smjöri eöa smjörliki, sem gefur ferskt og gott bragð. 3. Framreiða á djúpfryst grænmeti, sem hefur verið soðið eða hitað upp yfir gufu, strax og lokið er við að sjóða það eða hita. Það þolir enga geymslu eftir suðu eöa hitun, missir þá bragð og verður klfstraö og kássulegt. Teppahreinsun lireinsurn góifteppi og húsgögn i hcimahúsum og fjrirtekjum. Eruin meft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Útvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aftra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. -Hvað tekurðu til bragðs ef barn þitt tekur allt í einu upp á því að stela? Hvað tekurðu til bragðs, cf þú verður þess visari að barr.ið þitt hefur stolið frfmerkjum úr safni skólafélaga sins, faliö einhvern mun, scm skreytti borð kennarans, eða stungið sjálf- skeiðingi i vasa sinn i verzlun- inni hinum megin við götuna? Sálfræðingurinn Benjamin Spock, sem nú er talinn allra manna sérfróðastur um barna- uppeidi og áhrif foreldranna i því sambandi segir að það sé einkum á sjö ára aldrinum sem stelvisi komi fram hjá börnum, jafnvel svo, að það hljóti að kallast venjulegt.... Við lifum i samfélagi, þar sem eignaréttur einstaklingsins er tekinn mjög hátiðlega. Við stundum vinnu okkar ekki sem þátt i samvirku fram- lagi þjóðfélaginu til heilla, held- ur til að þéna peninga handa fjölskyldunni og sjálfum okkur. Brothætt. Undantekningarlitið er litið á sérhvern hlut á heimilinu, að venjulegum húsgögnum þó oft- ast nær undan skildum, sem einkaeign þessa eða hins með- lims i fjölskyldunni. Um leið og barnið fera aö gera sér grein fyrir slikum hlutum — einhvern tima fyrir þriggja ára aldurinn — kemst það að raun um að það má ekki leika sér að brothættum munum, vegna þess að þeir eru i eigu foreldranna. Taki hann upp leikfang, sem eldri systir þess á, þrifur hún það af þvi og segir: „Égáþað!” Sumir s a m v i z k u s a m i r foreldrar hafa lagt hart að sér við að kenna börnum sinum aö meta og viðurkenna sameignarrétt hvers um sig innan þriggja ára aldurs. Ég er þeirrar skoðunar að rétt sé að láta það biöa, þangað til börnunum verður það eðlilegra að eiga hlutina saman. Þar með á ég ekki við.að foreldrarnir eigi að varast að impra á þvi meðan börnin eru á áður nefndum aldri, að þau eigi að eiga hlutina saman Og ég mundi ýta undir það, ef sú hug- mynd vaknaði hjá þeim tveggja eða þriggja ára. En flest börn yngri en þriggja ára, hafa of rika hneigð til þess að eiga sitt ein, og of litla ánægju af að leyfa öðrum að eiga þá með sér — jafnvel aðeins stundarkorn — til þess um slikt sé að ræða. Þegar lítið barn reynir að komast yfir leikfang frá öðru barni á svipuðu reki, og það Léttist úr 134 f Séra Olof Edquist hafði alltaf verið feitlaginn. 1 lok skyldu- námsins var hann 86 kg, og fimm árum siðar, er hann gegndi herþjónustu, var hann kominn upp i 116 kg. Frá barnsaldri var hann mikill matmaður. Hann lærði matreiðslu, og það starf átti vel við hann. þvi miður. Hann stundaði lika sjómennsku, en alltaf stóð þó hugur hans að þvi að gerast prestur, og árið 1968 hlaut hann prestsvigslu. Sóknarbörn hans sögðu „Prest- urinn okkar er hnöttóttur eins og ostur" Þá sýndi vigtin 134 kg, og blóðþrýstingurinn var 220. Þetta reyndi á hjartað — og á fæturna. og með uppskurði þurfti að taka blóðtappa úr vinstra fæti. Læknir séra Edquists fyrir- skipaði honum fæði meö 1000 hitaeiningum. En hann undi þvi ekki til lengdar, matarlystin jókst um allan helming, og á fá- um dögum var allt komið i sama horf. virðist hafa litla löngun til að láta þar hlut sinn, tel ég ráð- legast að þeim sé leyft að deila um það stundarkorn. Það er ekki nema hollt hverju barni að læra það snemma að standa á rétti sinum. Yfirleitt er það, að sá sem er eigandinn sigri i deilunni, þar sem eigingirnin eykur honum þrótt. Þegar börn eru komin á fjórða árið fer að vakna með þeim nægileg ástþð i garð annarra barna um leið og þau fara að hafa nægilega mikla ánægju af sameiginlegum leik til þess, að þau verða fús að lofa öðrum að eiga hlutina með sér. Aaldrinum sex til tólf ára, fer séreignarlöngunin að segja til sin aftur og þá sterkari en fyrr. Þáviljabörn fara að „eiga” sin eigin herbergi. Þau hafa rika hvöt til þess, að minnsta kosti öðru hverju, að skipuleggja eignir sinar og gæta þeirra. Mörg af þeim vilja fara að safna einhverju sérstöku — frimerkjum, steinum jafnvel einhverju rusli. Og þau fara að hugleiöa aðferðir til aö þéna peninga. Að safna i sarpinn. Að sama skapi og viðkomandi eldist dregur úr þessari löngun hans til að safna i sarpinn, að minnsta kosti i smáum stil. Hugur hans beinist að mannleg- um tengslum, hugmyndum og hugsjónum, málefnum og framtiðinni. Við eyöum þá ekki fleiri orö- um að söfnunarhneigðinni og gildi hennar, en beinum athygli okkar að stelvisinni. Þegar eins eða tveggja ára barn reynir að fara með leik- fang annars barns inn til sin, þá er þar áreiðanlega ekki um þjófnað að ræða. Ég minnist á þetta einur.gis i þeimtilgangi að vara foreldrana viö að vekja nokkra sektarkennd hjá barni á þeim aldri i þvi sambandi Þá er ráðlegast að segja sem svo: „Henry langar til að fá það aftur, svo viö verðum að fara með það til hans”. Það er ekki fyrr yfirleitt en barnið er oröið sjö ára, að hneigð til þess að taka það sem það á ekki, getur orðið til- tölulega almennt vandamál. Það getur komið fyrir að 98 kfló iiiiiiiiii Hann sá að hér dugðu engin vettlingatök. Hann hafði lesið um föstur og ákvað að reyna þá leið. Fyrst fastaði hann i eina viku, og það reyndist auðveld- ara en hann liafði búizt viö. Þvinæst borðaði hann aðeins hrátt grænmeti um hrið, fastaði svo aftur vikutima og léttist um hálft kilógramm á dag. Hann tók nú upp þá reglu að fasta fyrstu viku hvers mánaðar, og siðar lengdi hann þetta föstu- tlmabil upp i tvær vikur. Hann tekur þetta alls ekki nærri sér. Honum finnst fastan auðveldari en að þurfa að spara við sig mat. A einu ári hefir hann náð af sér 36 kilógrömmum, og tak- mark hans er að léttast enn um 20 kg og komast niöur i 78 kg. Hann liefir gert þetta alveg á eign spýtur, ekki dvalið i nein- um heilsuhælum. Og allan þennan tima hefir hann sinnt störfum sinum eins og ekkert hefði i skorizt. Hann drekkur aldin- og grænmetissafa og barnið hnupli einhverju frá skólasystkini sini. Eða aurum úr pyngju móður sinnar. Eða leikfangabyssu i verzlun. Það er hvorki nauðsynlegt né æskilegt að foreldrarnir áviti það harkalega fyrir það, eða gefi i skyn að þau muni aldrei geta tekið það i sátt, eöa unnað þvi framar. Fyrsta skrefið, sem sýnir svo að ekki verður um villzt, að foreldrarnir vilji ekki liða neitt hnupl, er að skila tafarlaust þvi,sem hnuplað hefur veriö. Barnið verður að fara með það, sem það hnuplaði aftur til eigandans þegar i stað, annað hvort eitt, eða i fýlgd með móð- ur sinni eða föður. Iðrizt sárlega... Verði það foreldranna, sem fer með barninu, að hafa orð fyrir þvi vegna þess hve það blygðast sin, nægir að segja einungis að barnið iðrist þess sárlega, að þviskulihafa orðið þetta á, og það muni aldrei koma fyrir það aftur. Og þegar foreldrarnir ræða þetta við barnið sjálft, er ekki úr vegi að haga orðum eitthvað á þessa leið: Það hvaFf laralltaf öðru hverju að öllum að langa til aö eiga einhvern þann hlut, eða eitthvað það sem aðrir eiga. En við megum ekki taka það, þvi að slikt væri ekki heiðarlegt. Ég veit að þú ert ekki illa gert barn og þú tókst þetta ekki af þeim sökum. Þegar barni verður það á að hnupla einhverju, er það yfir- leitt vegna þess að þvi liður að einhverju leyti illa, jafnvel þó það geti ekki til nefnt neina orsök fyrir þeirri vanliðan. Geri barnið sér hins vegar ljóst hvar skórinn kreppir, þá ætti foreldrunum að vera mjög i mun að vita það einnig. En aldrei ættu foreldrar að láta sem þau leggi trúnað á þeg- ar barnið reynir aö telja þeim trú um — og tekst venjulega ekki betur til en svo að það opin- berar þar með sekt sina — að það hafi fundið spilin, plastdátann eða aurana. Börnum, sem það hendiir að hnupla einhverju á fyrstu skóla- árunum sinum er þaö venjulega nægilega þung refsing aö upp um þau kemst og að þau veröa vatn. Hann hefir farið til læknis sins, m.a. til að fylgjast með blóðþrýstingi, sem var kominn upp i 220/155, sem er mjög hátt, en var síðast ekki nema 135/85, og er það alveg eöiilegt. Hann hafðireykt 30 sigarettur á dag, en fór i bindindi lO.mai 1971. Það var mjög erfitt i uppliafi, en eftir að hann hóf fösturnar, hvarf löngunin i sigaréttur gjör- samlega. Hann er lika alveg laus við hina óseðjandi matgræðgi. Séra Edquist býr á fimmtu hæð, og ef hann þurfti að ganga upp alla stigana vegna bilunar á lyftunni, varð hann að hvila sig og kasta mæðinni á hverri hæð. Nú notar hann sjaldan lyft- una. Hann iðkar göngur og hlaup og skiðaferðir. Hann þurfti að nota sterkar svefntöfl- ur til að geta sofiö en nú sefur hann án lyfja. Eiginkona séra Edquist hefir tekið upp svipað mataræði, og maður hennar. Hún hefir lika fastaö en ekki eins lengi. og að biðjast afsökunar, til þess að þau láta það ekki henda sig aftur. Lika það að þeim verður ljóst að foreldrarnir þola þvi ekki slikt. Það er að minnsta kosti sjald- gæft að þau endurtaki það. Þetta sém um hefur verið fjallað, er hnupl sem barnið fremur einsamalt og með leynd, og það barn sem hlotið hefur viðhlitandi aðhald i upp- eldi af hálfu heiðarlegra for- eldra. Slikt hnupl á ekkert skylt við þegar krakkar mynda með sér þjófaílokka, vitandi það.að foreldrarnir taka ekki ýkjahart á sliku framferði. Barnasálfræðingur, sem fær til meðferðar hnuplmál eins og það er fyrr greinir, getur fundið ýmsar og ólikar orsakir-----að barninu finnst sem það sé haft út undan, að það séhaldið öfund eða afbrýðisemi i garð bróður eða systur, og þannig mætti að sjálfsögðu lengi telja. En þegar ég fékkst nokkuð við slikt starf, furðaði ég mig á þvi hve maður rakst hvaö eftir annað á vissar hliðstæður. Flest voru börnin rúmlega sjö ára. Og ekkert þeirra var, aö dómi kennaranna, sérlega vel liðið af bekkjarsystkinum sin- um Það álag sem þvi er samfara að breytast úr „litlu barni” pabba og mömmu i verðandi ungling, krefst meðal annars hæfileika tilaðeiga auðvelt með að stofna til einlægrar vináttu. Sjálfhelda. Þau börn sem ekki eru gædd hæfileikum i þá átt. geta komizt i sjálfheldu i einskis manns landi. Erfiðleikarnir á að afla sér vina, geta orðið til þess að barnið fái hneigð til aö eignast eitthvað annað. Þeir hlutir sem börn hnupla helzt á þessum aldri, viröast sanna þá tilgátu mina. Þau hnupla annaðhvort þvi, sem þau vita að einhverjum öörum þykir vænt um, eða peningum til að kaupa sælgæti i þvi skyni að kaupa sér vináttu meö þvi. En þegar barnið hefur verið staðið að slikri hrösun, hættir það oftast nær öllu hnupli. Verði sú ekki raunin, er liklegt að orsakirnar séu alvarlegri og djúplægari en þær, sem áður er getið, annað hvort hvað snertir sambúðina við skólasystkinin, eða foreldrana. Og þá er ekki neinum vafa bundið að börnin þarfnast sálfræðilegrar aðstoðar. lagt af um 10 kg. Hún er laus við gallköst sem hún þjáðist af, og hægðir hafa komizt i gott lag, en voru áður tregar. Hún fastar dag og dag, eða 2 daga i einu, t.d. þegar meiri háttar hreingerning eða eitthvert annað erfiði er fyrir höndum, þvi að henni finnst henni aukast þróttur i föstunni. Matseöill séra Edquists er sem hér segir: Morgunverður: Rósberjate og ekkert með þvi. Hádegisverður: Krúska með súrmjólk og hveitikimi. Kvöldverður: Hrátt grænmeti og einhver heitur grænmetis- réttur.^ Hann hefur ánægju af að matbúa enn i dag. þótl matreiðslan beinist nú að öðrum réttum en áður fyrr. Einn rétturinn er þannig, að hann brytjar ýmiskonar grænmeti smátt, hitar þaö létt i mataroliu á pönnu, blandar saman við þaö tómatmauki og borðar þetta með soönum hrisgrjónum. Eftir Dr. Benjamín Spock

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.