Alþýðublaðið - 15.11.1975, Side 2

Alþýðublaðið - 15.11.1975, Side 2
RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN: FóSTRA óskast sem i'orstöðukona á dagheimili fyrir börn starfsfólks spitalans, nú þegar eða eftir sam- komulagi. FÓSTRUR óskast einnig á sama dagheimili til almennra starfa. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona spitalans. STARFSSTúLKA óskast á dag- heimili spitalans. Upplýsingar veit- ir forstöðukonan, simi 38160. LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast á öldrunariækningadeild spitalans frá 1. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 15. desember nk. FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast á öldrunarlækningadeild spitalans helzt frá 1. janúar nk. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 1. jan. nk. HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á öldunarlækningadeild nú þegar, einnig HJÚKRUNARFRÆÐ- INGAR OG SJÚKRALIÐAR. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi, 24160. HJÚKRUNARDEILARSTJÓRI óskast á Barnaspitala Hringsins nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. BLÓÐBANKINN: AÐSTODARLÆKNIR óskast frá 1. janúar nk. Umsóknir er greini aldur, námsferil og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna fyrir 15. desember nk. Nánari uppiýsingar veitir yfirlæknir Blóð- bankans. MEINATÆKNIR óskast helzt frá 1. desember nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir. Reykjavik 14/11 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SÍMI 11765 Ofnar Húsbyggjendur, getum nú afgreitt ofna með mjög stuttum fyrirvara. Sérstaklega ódýrt efni fyrir verkstæðishús og bilskúra. Lang lægsta verð. Ofnar, Ármúla 28, simi 37033. Staðreyndirnar tala Sú ábending Alþýðublaðsins, að allt hafi farið úr böndunum hjá þeim tveimur rikisstj., sem myndað- ar hafa verið frá árinu 1971 með þátttöku allra flokka, nema Alþýðu- flokksins, hefur farið mjög i taug- arnar bæði á ritstjórum Þjóðviljans og ritstjórum Morgunblaðsins. Engu að siður er þetta staðreynd, sem fleiri hafa komið auga á en Alþýðuflokksmenn. Þetta var m.a. niðurstaða Jónasar Haralz i kunn- um sjónvarpsþætti, en Jónas Haralz er flokksbundinn Sjálfstæðismaður, eins og flestir vita. Og að sömu niðurstöðu komst Jón Baldvin Hannibalsson, sem flokksbundinn er i Samtökum frjálslyndra og vinstri manna og var i framboði fyrir þann flokk i siðustu kosningum. Það duld- ist engum, sem á þá hlýddu, að sú var skoðun þeirra, að landinu hafi ekki- verið stjórnað frá þvi sú rikis- stjórn, sem Alþýðuflokkurinn átti aðild að, hvarf frá völdum. Bæði þeir Jónas og Jón höfðu orðið fyrir sárum vonbrigðum með þær stjórn- ir, sem við tóku — og þeir eru miklu fleiri, en aðeins þessir tveir menn, sem komizt hafa að sömu niður- stöðu. Alþýðublaðið hefur áður tekið það fram, að engin rikisstjórn er algóð — öllum verða þeim á mistök og við- reisnarstjórninni urðu visslega á mistök. Alþýðublaðið viðurkennir það án nokkurra undanbragða, að sumt af þvi, sem sú rikisstjórn gerði, hefði hún getað gert betur. En hversu miklu meiri stjórnsemi og festa rikti ekki i landinu i tið þeirrar rikisstjórnar, en verið hefur i landinu á siðustu fjórum árum? Hafi viðreisnarstjórnin verið vond stjórn, hvað má þá segja um þær rikisstjórnir, sem við tóku og hafa haldið þannig á málum, að þjóðar- búinu liggur við gjaldþroti? Þótt Alþýðublaðið viðurkenni fúslega, að á viðreisnartimunum hafi sumtfarið úrskeiðis m.a. að þvi leytinu til, að á siðustu tveimur árum þeirrar rikisstjórnar hafi menn verið of ragir við að trúa þvi, að aðgerðir hennar i efnahags- málunum hafi borið tilætlaðan árangur þannig, að unnt hefði verið að leyfa þegnunum að njóta góðs af, fyrr en gert var, þá óttast Alþýðu- blaðið siður en svo samanburð annars vegar á þvi timabili þegar áhrifa Alþýðuflokksins gætti á stjórn landsins og hins vegar á þeim tima, sém liðinn er frá þvi þeirra áhrifa hætti að gæta. Munurinn á þessu tvennu er álika mikill og mun- urinn á hvitu og svörtu. Annars vegar er um að ræða timabil stöðug- leika, jafnvægis og meiri og jafnari framfara en dæmi eru til um úr sögu þjóðarinnar — það eina timabil frá þvi Island hlaut á ný fullt sjálfstæði sem tókst að ná einhverjum árangri i baráttunni við verðbólguna. Hins vegar er um að ræða einhverja mestu upplausnar- og stjórnleysis- tima i sögu íslands sem sjálfstæðs rikis — timabil, þar sem ekki einu sinni hagstæðustu ytri aðstæður, sem dæmi eru til um, gátu komið i veg fyrir efnahagslegt hrun vegna óstjórnar. Á fyrra timabilinu gætti áhrifa Alþýðuflokksins á stjórn landsins og þá stundum i svo mikl- um mæli, að verulegrar óánægju gætti hjá f jölmörgum aðilum i sam- starfsflokknum yfir þvi, að Alþýðu- flokkurinn réði of miklu. A siðara timabilinu hefur áhrifa Alþýðu- flokksins ekki gætt en allir aðrir stjórnmálaflokkar i landinu hins vegar fengið að spreyta sig. Hér eru aðeins nefndar stað- reyndir, sem liggja öllum i augum uppi. Um þær er tilgangslaust að deila. Hitt verða menn svo að gera upp við sjálfa sig, hvort þeir vilja draga augljósar niðurstöður af þessum staðreyndum — eða kjósa að láta það vera. BLÖÐIN SEGJA Vinsælir sjón- varpsþættir Fleirislikir þættir mættu koma inn i dagskrá Sjónvarpsins. Þjóöin myndi áreiðanlega fagna þvi aö fá að heyra i mönnum eins og Jóni Sigurðssyni, forstöðu- manni Þjóðhagsstofnunar. Birni Jónssyni, forseta ASÍ, Jóhannesi Nordal, Seðlabankastjóra, og Jóni Bergs, formanni Vinnu- veitendasambandsins. Fólk vili fá sannleikann um stöðu atvinnu- og efnahagslifs okkar umbúða- lausan, stöðu þjóðarbúskaparins og viðskipta okkar út á við, stöðu rikisfjármála og þeirra mála annarra, er varða framtiðarhag okkar bæði sem þjóðar og ein- staklinga. Það sem fyrst og fremst hefur á skort, og þar eiga fjölmiðlar e.t.v verul. hlut að máli, er heiðarleg og upplýsandi miðlun á stað- reyndum vandamála okkar i dag. Þjóðin á lýðræðislegan rétt og kröfu á slikum upplýsingum. Sé rétt staðið að slikri kynningu og fræðslustarfsemi eiga stjórn- málamenn hægari eftirleik um ákvarðanatöku, jafnvel um „óvinsælar” ráðstafanir. Eða réttara sagt — þá mun þjóðin, al- menningur ilandinu, sjá svo um, að þeir komist ekki hjá þvi að taka þær ákvarðanir, sem nauð- synlegt er að taka til að rétta af þjóðarskútuna. Það er nefnilega of mikið i húfi fyrir hvern og einn þjóðfélagsþegn, ef verðbólgu- dansinn verður áfram stiginn — fram af hengifluginu. Morgunblaðið. Þaö, sem koma skal? Gætu okkar bestu frjálsiþrótta- menn vcrið með i keppninni um gullið á Oiympiuleikunum i Mon- treal á næsta ári? Eins og málun- um er nú háttað eru litlar likur á þvi —nema þvi aðeinsað þeir fari út i einhverja af þeim vafasömu aðferðum um „guilkapphlaupið” sem nú er verið að gera viða um heim — en við skulum vona, að svo verði ekki. Sviar eru framarlega i þessum tilraunum, og það nýjasta hjá þeim eru blóðgjafir, eða „blóð-dóping” eins og aðferðin er almennt kölluð þar i landi. Aðferðin byggist einfaldlega á þvi, að um einum litra af blóði er dælt úr likama iþróttamannsins. A á.a.g. mánuði liðnum er honum skilað helmingi þess aftur. Blóð- frymið hefur þá verið numið á brott og eftir er mikið magn rauðra blóðkorna. Þau flytja súr- efni um likamann, og þvi er að- ferðin mjög hagnýt i frjálsiþrótt- um. Björn Ekblom prófessor i Svi- þjóð hefur náð mjög góðum ár- angri með þetta. lþróttamennirn- ir sem hann rannsakaði jukú af- kastagetu sina um nær 10%. Visir ML'NIÐ að seiida HORNINU nokkrai liiiur. l'tanáskrift: IIORNIÐ, ritstjórn Alþýðublaðsins. Siðmmila ll. Rcykjavik. Alþýöublaöið Laugardagur 15. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.