Alþýðublaðið - 15.11.1975, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 15.11.1975, Qupperneq 11
Er kvennaárið að valda ringulreið á heimilunum ? Þess vegna hlæjum við Hreirit út sagt Þaö getur enginn talið mér trú um það, að konur vilji yfirleitt horfa á allsbera karlmenn og jafnvel kaupa blöð með myndum af þeim, en — já, það er stórt þetta en — vitið þið, hvað konur i Bretlandi eru farnar að gera? Þær fara i klúbba til að horfa á karlkynsfatafellur og borga fyrir! Þetta segja ensku blöðin a.m.k. Eg trúði þessu ekki, en staðreynd er það þó, svo að ég kynnti mér málið eilitið. Jú, þær hafa flestar séð of mikið af alls- berum körlum (strákum, unglingum og eldri mönnum) til þess að þeim fyndist ástæða til að horfa á þá öðruvisi en til að hlæja að þeim. Ég hef aldrei skilið, hvers vegna karlmenn eru svona hrifnir af nektarsýningum, en skil hins vegar vel konurna>, sem þiggja kaup fyrir að afklæða sig, og taka kaup fyrir. Karlmenn eru nú einu sinni aðeins karlmenn og það vit- um við allar (i tilefni kvennaárs) en það er óþarfi að benda þeim á það. Þeir lifa i þeirri trú, að þeir séu herrar alheimsins og gera allt fyrir okkur, ef við biðjum fallega. Það er heldur ekkert érfitt. Við þurfum ekki að gerast rauðsokkur til að fá vilja okkar framgengt. Hafið þið unnið i frystihúsi? Það hef ég. Ég veit þvi, að karl- mennirnir roðna meir við skritlurnar, sem eru klám- fengnar, en konurnar. Þær lita á kynlifsbrandra eins og klósett- brandara. Þeim finnst svo klám einn allsherjarbrandari. Hafiö þið verið i saumaklúbbi? Ég lika, en við skulum ekki segja mönnum okkar frá þvi. Þeir færu hjá sér. Það hlýtur að vera erfitt fyrir karla sem taka kynlifið svona alvarlega, að finna að kon- um finnst það i raun og veru sjálf- sagt og eðlilegt og ekkert til að gera veður úr. Ætli það særi ekki manninn, sem stundað hefur alla nektar- klúbba.sem náðiaðkomast á, að konan hans skemmtir sér vel við að horfa á fullorðinn mann reyna að skriða úr fötunum fyrir framan flissandi konur? Vitandi það, að þær flissa ekki affeimni, heldur aðeins til að skella ekki upp úr? Hvað hafið þið annars skipt á mörgum strákum? Hvað ætli maðurinn þinn segði, ef hann sæi þig skellihlæjandi horfa á karlkyns-fatafellu? Laufey. Mun fleiri ráðþrota og ringlaðir eiginmenn leita til hjúskapar- og félags- ráðgjafa en nokkru sinni áður. Það eru að visu ekki enn fleiri menn en konur, sem nota sér þessa þjón- ustu, en eftir því sem bæði opinberir starfs- menn og einstaklingar segja, er það i sívaxandi mæli sem karlmenn óska eftir aðstoð og taka virk- an þátt í ráðleggingum. Hluti þessarar þróunar er vegna viðurkenningar bæði á hjúskapar- og félagsráðgjöfum, sem ráðgefandi aðilum i erfið- leikum heima fyrir. Það er ekki lengur biðlisti eins og áður var, en eins og einn forsvarsmaður slikra þjónustu benti á: ,,við höfum mun fleiri mönnum á að skipa en áður”. „Nútimafólk litur öðrum aug- um á vandamál sin,” sagði Judith Lieb, framkvæmdastjóri Nathan W. Ackerman Fjöl- skyldustofnunarinnar i New York. „Það veit, að unnt er að fá aðstoð og hvers konar aðstoð um er að ræða og það þarf ekki að berjast við vandamálin eitt.” Þó að hjúskaparráðgjafi ræði yfirleitt við hjónin eða jafnvel aðeins annað hvort þeirra ná ráðleggingarnar ekki aðeins til þeirra heldur og til barna þeirra og mjög oft til ættingja og ná- inna vina. Það er reynt að koma á skilningi, benda á nýjar leiðir og gefa góð ráð. „Félagsráðgjafi litur á sjúkl- inginn sem fulltrúa vandamála fjölskyldunnar,” sagði frú Lieb. Aður varð að sárbæna karl- menn til að koma og ræða við ráðgjafann, en á siðasta ára- tugnum hefur það gjörbreytzt. Það fór fram viðtæk könnun i Bandarikjunum og dr. Dorothy Fabs Beck og Mary Ann Jones segja: „Karlmenn hugsa meira um málin en áður og fleiri fjöl- skylduaðilar koma til viðtals, sérstaklega eiginmennirnir.” „Hingað koma margir menn ráðalausir yfir öllum þeim nýju kröfum, sem gerðar eru til þeirra,” sagði dr. Salvatore Ambrosino, yfirmaður Félags- málastofnunarinnar i Nassau. „Konur lita sig öðrum augum en áður,” sagði hann. „Ef til vill fyrir áhrif Rauðsokka og ef til vill vegna þess að þær eru sér meira meðvitaðar um stöðu sina, finnst þeim að þær láti hafa sig að ambáttum og þær mótmæla. Konur voru vanar að sætta sig við ýmislegt, ef maðurinn sá vel fyrir heimilinu en það gera þær ekki lengur, jafnvel ekki þær verst menntuðu,” bætti hann við. „Við heyrðum sjaldan áður konu kvarta undan þvi að hún fengi ekki fullnægingu likam- lega... nú gera þær það.” Robert Sunley, sem er að- stoðarforstjóri góðgerðarfyrir- tækis segir: „Margar konur óska alls ekki eftir kvenfrelsi, þær vilja aðeins fá að lifa sinu lifi en ekki vera eins og einhver iimur mannsins.” Þegar leitað var til félagsráð- gjafa var sjaldnast kvartað yfir þvi, hver ætti að ráða mestu, en samt var undiraldan sú, að breyttir siðir yllu mörgum manninum áhyggjum ekki siður en konunni. „Aðalvandamálin eru skortur á skilningi, sambúð við börn og ættingja, peningamál, og kyn- ferðismál,” sagði dr. Ildaura Murillo-Rhode. „Það er sagt „Við erum alltaf að rifast” eða „Okkur semur bara alls ekki” eða „Við getum ekki talað sam- an”, en það er ekkert spursmál lengur: Konur heimta meira en hingað til.” Dr. Murillo-Rhode er forseti New York deildar Hjúskapar- og félagsmála og hún segir, að konur neiti i sivaxandi mæli að gera einhvern greinarmun á hlutverkum karls og konu. „Það er ekki unnt að breyta hlutverki konunnar nema með þvi að breyta um leið hlutverki karlmannsins,” sagði Sanford Sherman, framkvæmdastjóri félagsmálastofnun Gyðinga. Þessi stofnun er sú stærsta sinn- ar tegundar i Bandarikjunum og tekur fyrir um tiu þúsund mál árlega. „Karlmenn geta ekki lengur notið gæða heimilislifsins, en látið konuna um allan þrældóm- inn,” segir dr. Sherman. Samt bætti hann þvi við, að þó konur krefðust þess „að menn- irnir hjálpuðu meira til heima fyrir” voru mennirnir tregir til „þvi að þeim finnst of mikið á þá lagt”. Hann bendir á annað vanda- mál, sem hann segir að sé að aukast. Það að eiginmönnunúm finnist konurnar „of ágengar”. „Mönnunum finnst þeir horn- rekur,” sagði hann. „Þeir geta ekkert rétt gert og fá aðkast fyrir allt.” Dr. Dherman er einn hinna mörgu, sem bentu á það, að nú koma heilu fjölskyldurnar til að leita ráða i stað þess að áður kom einstaklingurinn, en hann segir ennfremur, að „jafnréttis- kenningin” hafi gert marga konuna ringlaða. Það sama sögðu dr. Murillo- Rohde og Rabbi Philmore Berger, sem er ráðgefandi aðili við miðstöð sýnagóganna i New Vork. „Kvenréttindahreyfingunni hefur tekizt að vekja konur til dáða, en ég held, að margar þeirra hafi ekkert kært sig um það, sagði dr. Murillo-Rohde. „Sumar eru dauðhræddar við þetta allt... þær skilja ekkert, hvað er að gerast.” „Margar konur vildu heldur vera heima og hugsa um fjöl- skylduna,” segir dr. Arthur Green, aðstoðar sálfræði- prófessor, „en þeim finnst þær skyldugar til að vinna úti. Þeim finnst þær vera að svikjast und- an merkjum og að þær verði að berjast með kynsystrum sin- um.” Rabbi Berger sagði, að margar konur gerðu ómeðvitað litið úr mönnum sinum. „Ég spyr hann oft, hvaða manneskja sé mikilvægust i lifi hennar og hún svarar barnið eða börnin... meðan maðurinn hennar heyrir til. Þið ættuð að sjá framan i hann. Sé eigin- maðurinn spurður að þvi hver sé þýðingarmesta persónan i lifi hans, svarar hann konan min.” Séra George Reinheimer. for- stjori félagsmáladeildar róm- versk-kaþólsku kirkjunnar i New York segir, að „þetta jafn- réttisþras ér að eyðileggja hvert heimilið á fætur öðru” og hann segir, að þetta hafi einnig mikil áhrif á börnin. „Það hefur sérstaklega mikil áhrif á ungar stúlkur,” segir hann. „Þær vita ekki, hvort hlutskipti móður þeirra verður hlutskipti þeirra eftir 10 ár... þær eru ráðþrota. Það ber ekki jafnmikið á þessu hjá drengjun- um ennþá.” Margar þeirra 2500 kvenna sem leita þangað árlega eru ekki hrifnar af jafnrétti eða á- kveðnar i afstöðu sinni, segir presturinn. „En þetta hefur siast inn i þær,” bætir faðir Reinheimer við. „Aður fyrr komu hjón hingað og konan sagði við manninn sinn „Tala þú”. Nú byrjar hún oftast áður en hann getur opnað munninn.” Þó að dr. Green, sem er sál- fræðingur, segi að Rauðsokkur- hreyfingin hafi „valdið óróleika á heimilum” sagðist hann enga trú hafa á þvi, að það væri aðal- vandamálið i fjölskylduerjum. „Rauðsokkuhreyfingin skapar ekki fjölskylduvanda- mál — þau eru fyrir hendi,” sagði hann. „Kona, sem fer á Rauðsokkafund einu sinni i viku og reitir manninn sinn til reiði — nú, hún hefði farið út hvort eð var — til að spila bridge eða i saumaklúbb. Rauðsokkahreyf- ingin skapar í sjálfu sér engin vandamál.” Sumir félagsráðgjafar sögðu, að jafnrétti kynjanna myndi vitaskuld valda ringulreið enn um skeið, en fyrr eða siðar yrði það léttir fyrir alla, ekki sizt fjárhagslega. Mennirnir yrðu ekki að axla alla byrðina sjálfir. „Stundum heppnast þetta mjög vel,” bæiti dr. Murillo- Rohdé við. „Konan hjálpar til með að vinna fyrir heimilinu og maðurinn kemst að þvi, að hann kann vel að meta hjálpina. Verðbólgan afrekar það. sem margt annað hefði ekki getað.” SALTFISKUR ER SÆLGÆTI! Þeir i Portúgal og á Spánivinna vfst allt öðruvisi úr saltfiski en við hérna heima. Ég kaupi minn óútvatnaðan i Bæjarútgerðinni (vonandi verður ckki örtröð þar á næstunni). Ég læt fiskinn liggja f bleyti i svo sem sólarhring (stundum skemur fyrir þá, sem vilja hafa liann svo saltaðan, að þeir drekka vatn a 11- an daginn). Svo lætég suðuna koma upp á fiskinum, sýö hann i tólf minútur og hef með honum skrældar kartöflur og brætt smjörlfki. Smjör handa þeim finni og sinnep handa þeim, scm ekki kunna gott að meta. En vilji einhverjir gera eitt- livað „meira og finna” úr salt- fiski „betri verður hann ekki”, þá er hér: Spænskur saltfiskur. 1/2 kg saltfiskur, 400 gr laukur, «00 gr tómatar, ldl þurrt hvitvín, hvitlaukur, steinselja, olívuolia. Setjið 1/2 dl oliu á pönnu, bætið smátt skornum lauk i, síðan hvít- lauk.tómötum og bætið loks hvít- vini í. Soðni saltfiskurinn (senni- lega afgangar) er scttur i, en roð og bein fjarlægð vel. Fiskurinn settur i sósuna og borinn fram mcð brauði eða hrisgrjónum. Þvi miður hef ég ekki reynt þennan rétt og ætla ekki að gera það, ég mæli með minum gamla og góða útvatnaða saltfiski. Laugardagur 15. nóvember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.