Alþýðublaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 14
í HREINSKILNI SAGT Hvað er milljón? Altalaö er, að þessi spurning hafi ein- hverju sinni hrokkið af vörum Einars Benediktssonar skálds i umræðum um fjármál. Þétta urðu fleyg orð og flest landsins börn kannast vfst við þau, þó ööruvisi séu metin nú en þegar þau voru sögð. Mönnum þótti svona framsláttur bera vott um alvarlegt kæruleysi. Þá var krónan reyndar meira virði en nú til dags. Ekki verður annað sagt en að við- skiptalifiö hér á landi gangi glatt þessa dagana og milljón af litlu krónunum okkar vex mönnum ekki i augum meira en svo. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þeir vfst ótaldir milljónamæringarnir á íslandi eins og sakir standa, sennilega flestir, sem hafa náð eignarhaldi á hús- kofa-þaki yfir höfuð sitt og sinna. Það eru hreint engar smáupphæðir, sem velta hér milli manna daglega. Upp- skátt varð um daginn, þegar Seðlabank- inn lét gera skyndikönnun á ávisunum hérna á suðvesturhorni landsins, að dagsveltan var hvorki meira né minna en á fjórða milljarð bara i ávisunum! Þá eru auðvitað öll viðskipti i peningum ótalin. Þetta ersannarlega biómlegt en reyndar er ekki laust við að nokkur skuggi hvili yfir meðan svo stendur, að hluti af þessari hringrás er falskur. Við höfum fengið upplýst, að i þetta sinn, sem könnunin var gerð hafi ástandið verið lakara en oft áður og Seðlabank- anum taldist svo til, að röskar 100 mill- jónir f ávisunum hef ðu verið útgefnar án þess að innistæður væru fyrir hendi. Sið- ar höfum við einnig fengið upplýst, að fjöldi þess fólks, sem hefur ávisanabæk- ur undir höndum, muni vera býsna mik- ill. Þess er getið til, að um 100 þúsund ávisanahefti muni vera i fórum manna á þessu tiltekna svæði, en auðvitað má vera, að sumir hafi fleiri en einn slikan reikning, svo tala heftanna gefur ekki beinar upplýsingar um tölu þeirra, sem hafa ávisanarétt. Engin ástæða er til að amast við þvi. Alltaf getur það hent, að menn glati veskjum sinum, og það þarf ekki að valda verulegu tjóni þótt ávis- anahefti týnist, að minnsta kosti miklu siður en þegar peningar tapast. Og við skulum segja, að bankarnir séu öruggar geymslur fyrir seðla og annað fé. Samt viröistvera umtalsverður brestur í pott- inum, þegar það getur gerzt, að menn, sem iðka það að gefa út falskar ávísan- „Innistæðulaus, því miður!” ir, valsa um meö ávisanarétt og tékk- heftifrá þessum stofnunum. Ekki er rétt að horfa framhjá þvi, að hér þarf alls ekki alltaf að vera um að ræða tilraun til svika frá hendi útgefenda. Þar getur komið til röng samlagning og útgefandi verið I góðri trú að allt sé i lagi. Þá er einnig venjulega um smáupphæðir að ræða. En þegar ávisanir fara að velta á milljónum — talið var að hæsta inni- stæðulausa ávisunin um daginn hefði verið á átta milljónir — er varla um misgáning að ræða. Þá er málið komið á alvarlegt stig. Okkur er sagt, að bank- arnirberjistaf alefli móti sliku misferli, sem er næsta trúlegt, og okkur er enn- fremur sagt, að þeir gripi til þeirra varna, að svipta þessa óreiðumenn ávis- anarétti. Okkur er ennfremur sagt, að til sé i landinu tölvukerfi, sem ætti að Eftir Odd A. Sigurjónsson geta komið i veg fyrir að tilraunir til tékkamisferlis heppnist vegna daglegs eftirlits. Samt er nú ástandið ekki betra en að framan er sagt. Þrátt fyrir að við höfum einnig fengið upplýst að bank- arnirhafi traustsamband sin á milli um slika hluti, virðast vera alvarlegar gluf- ur i kerfinu. Spurning hlýtur að vakna um hversu traust sambandið og kerfið sé og hvað valdi þvi að milljónafúlgur séu á flökti i fölskum pappirum af þessu tagi. Aftan i þessu hangir svo spurning- in: Er nægileg gangskör gerð að þvi af bankanna hálfu, að taka ávisanaréttinn af þeim sem skrifa falska tékka? Það væri f meira lagi furðuleg tilviljun ef all- ar þessar 100 milljónir um daginn hefðu verið fyrsta brot útgefenda! Þetta er ekkert hégómamál. Hversu margir ein- staklingar hafa orðið fyrir barðinu og tapað stærri eða smærri upphæðum vegna þess að þeir hafa tekið við greiðslum i fölskum ávisunum, skal ó- sagt látið. Eflaust eru þeir margir. En á það skal jafnframt bent, að þetta er i reynd á siðferðilegri ábyrgð viðkomandi banka, nema útgefandi hafi beinlinis út- fyllt stolið eyðublað. Gæti bankar þess ekki, að gripa hart til útgáfusviptingar ávisanafalsara, hverjir sem það svo eru,er veriðað ala á ósómanum og dilla honum. Þess verður að krefjast að stað- iö verði af bankanna hálfu við lög og rétt og umsvifalaust beitt þeim viðurlögum sem duga þegar um er að ræða útgef- endur tékka, sem bersýnilega falsa vit- andi vits. f< IK Jesú og Casanova Margir eru undrandi á þvi hvernig kvikmyndastjórar velja i hlutverk, ekki sizt þegar um er að ræða persón- ur úr sögunni sem fólk hefur gert sér ákveðnar hugmynd- ir um. Roberto Rossellinier nú að gera kvikmyndina Messias. 1 hlutverk Jesú hefur hann valið 26 ára gamlan italskan verkfræðistúdent, Pier Maria Rossi að nafni. Rossellini segir að þetta sé nákvæmlega rétti maðurinn til að leika Jesú. Annar þekktur leikstjóri, Federico Fellini vinnur um þessar mundir að kvikmynd um lif og lifnaðarháttu Casa- nova. Með aðalhlutverkið fer brezki leikarinn Donald Sutherland, sem Fellini segir að sé hinn fæddi Casanova. Barnið ekki lengur barn Brigitte Bardot varð fjúk- andi reið er hún sá myndir af syni sinum, hinum 16 ára gamla Nicolas, þar sem hann var með bráðfallegri piu — klæddri topplausu tizkunni. Þau voru að skemmta sér með föður, stráksa og fyrrverandi eigin- manni Bardot, Jacques Charrier um borð i lysti- snekkju hans. — Guð minn almáttugur — hann er aðeins barn. Og nú skal hann sko koma og búa hjá mér, sagði Bardot. En i þetta sinn fékk þessi fræga og dekraða leikkona ekki vilja sinum framgengt. Sonurinn skyrði út fyrir henni, að þar sem hún hefði getað verið án hans i 16 ár væri það nokkuð seint að blanda sér i uppeldismálin. Auk þess hefði hann aldrei skipt sér af þvi pótt nektar- myndir birtust af henni i blöðum og timaritum. Það varð fátt um svör hjá Bardot og nú lætur hún sig dreyma um að eignast annað barn. Eflaust eru margir til- búnir til að aðstoða hana við að láta þann draum rætast! Elaggi rólegi FJalla-Fúsi j—i o I STJðRHUBÍÓ Slmi IS936 Bíéin IAFNARBÍÚ HASKÓLABÍÓ Slmi 22140 Skotglaðar stúlkur Emmanuelle selja, eða vanhagar um - kostnaði að auglýsa? og svarar vart Ástfangnar konur .Women in Love' Mjög vel gerö og leikin, brezk átakamikil kvikmynd, byggö á einni af kunnustu skáldsög- um hins umdeilda höfundar S.H. Lawrence „Women in Lovc” Leikstjóri: Ken Russell Aðalhlutverk: Alan Bates, Oliver Reed, Glenda Jackson, Jennie Linden. ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuö yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. S.P.Y.S. Einstaklega skemmtileg brezk ádeilu- og gamanmynd um njósnir stórþjóöanna. Brezka háöiö hittir I mark I þessari mynd. AÖalhlutverk: Ponald Suther- land, Elliott Gould. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. IÝ1A ÉÚ Sjmi 1154* Ævintýri Meistara Jacobs Hörkuspennandi ný banda- risk litmynd um þrjár stutt- ar sem sannarlega kunna aö bita frá sér. Georgina Hendry, Cheri Caffaro, John Ashley. ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. 'ÖNABÍÖ Slmi 111162 AUQARASBÍÓ sim~ ENGINN ER ILLA SÉDUR, SEM GENCUR MED ENDURSKINS NERKI Heimsfræg ný frönsk kvik- mynd i litum gerö eftir skáld- sögu meö sama nafni eftir Emmanuelle Arsan. Leikstjóri: Just Jackin. Mynd þessi er ailsstaöar sýnd meö metaösókn um þessar mundir i Evrópu og viöa. Aðaihlutverk: Sylvia Kristell, Alain Cuny, Marika Green. Enskt tal. ISLENZKUR TEXTI. Stranglcga bönnuö innan 16 ára. Nafmsklrteini. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Miöasalan opin frá kl. 3. Sprenghlægileg ný frönsk skopmynd meö ensku tali og islenskum texta. Mynd þessi hefur ailsstaöar fariö svo- kaliaöa sigurför og var sýnd meðmetaösókn bæði I Evrópu og Bandarikjunum sumariö 1974. Aöalhlutverk: Luois Pc Funes. Sýnd kl. 5, 7 og 9. \vvyiisvj Ný karate-mynd i litum og cinemascope meö ISLENSKUM TEXTA Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 11. Barnsránið iríC ISLACh WINDMILL A UNIVERSAI. RELEASF önnuö börnum innan 14 á ýnd kl. 7 og 9. Þá hefur Alþýðublaðið lausnina: ÓKEYPIS SMÁAUGLÝSINGAR, sem er okkar þjónusta við lesendur blaðsins. Laugardagur 15. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.