Alþýðublaðið - 15.11.1975, Síða 8

Alþýðublaðið - 15.11.1975, Síða 8
Jacob Bronowski í vinnustofu sinni í La Jolla í Kaliforníu Viðtalskafli við visindamanninn og fræðimanninn Jakob Bronowski, þar semhann útskýrir hvemig hann notaði sjónvarp til að skýra „Uppruna mannsins”. Þessi sjónvarpsþáttur var nýverið sýndur i islenzka sjónvarpinu. SJÚNVARPH): EKKI BARA MYNDLAMPI - HELDUR UMRÆÐUTÆKI Litill, dvergvaxinn, glaðlegur og ákafur maður með höfuð, sem virðist hlutfallslega of stórt fyrir likamann stendur á eyðimörk og horfir inn i litmyndavél. „Ég stæði i aldingarðinum Eden, ef ég væri að segja sköpunar- söguna, en þetta er svo sannarlega ekki aldingarðurinn Eden,” segir hann spenntur og heldur á stein- gerði höfuðkúpu barns, hins svo kallaða Taung-barns, sem álitið er meira en 2 milljón ára. ,,Eg er við nafla heimsins, fæðingarstað mannsins ... A uppþornuðum eyði- mörkum Afriku steig maðurinn fyrsttil jarðar og gekk uppréttur.” Þannig eru upphafsorð 13 þátta, sem BBC lét gera um „Upphaf mannkynsins”, en þeir þættir hafa sömu þýðingu fyrir visindin og þættir Kenneth Clarks „Menningin” fyrir listirnar. Höf- undurinn tekur það snemma fram, að takmarkið sé að sýna, hve maðurinn s,é „einstætt fyrir- brigði”, eina dýrið, sem hefur imyndunarafl, hann sýnir áhorf- endanum þetta með þvi að setja hann viö hlið visindamannsins og taka þátt með honum i hrifningunni — og kvölunum — sem eru hluti af eilifri leit mannsins að þekkja sjálfan sig og umhverfið. Hver var þessi framsýni maður og hvers vegna bjó hann til þættina um Uppruna mannSins? Hann er náttúrufræðingur, sem sá sjálfur (og ritaði um) áhrifin af kjarn- orkusprengingunum, sem féllu á Hirosima og Nagasaki og gerðist liffræðingur. Þannig atvikaðist það, að þessi Pólverji, sem lærði stærðfræði og náttúruvisindi i Bret- landi, Jacob Bronowski —- kallaður Bruno af vinum sinum varð yfir- maður mannfræðideildar Salk- stofnunarinnar i La Jolla, Kali- forniu áriö 1964. Eins og hann skrifaði siðar: „Frá þeirri stundu varð það takmark mitt aö skapa heimspekikenningu, sem spannar alla hluti”. Milljónir manna i Bretlandi og Bandarikjunum hafa horft á upp- haf mannkynsins og þaö var eitt spor Brunos i þessa átt. Það var rætt viö Bruno Bronowski i júli, fáum vikum áður en hann lézt úr hjartaslagi á heimili sinu i La Jolla, en þar er gott útsýni yfir Kyrrahafið og mikið af nútima málverkum og höggmyndum, sumum eftir konu hans. Hann minntist brosandi á það, hvað litlu hefði munað, að han neitaði tilboði BBC um gerð mynda f 1 okksins Upphaf mannkynsins. „Það var Aubrey Singer, sem er nú forstjóri svokallaðrar menn- ingardeildar BBC, sem minntist á þetta 1967,” sagði hann. „Hann var að hugsa um annan myndaflokk með Kenneth Clark. Ég man eftir þvi, að hann bað mig um eitthvað álika, en „visindaiegt”. Auðvitað sagði ég nei. Fólk minnist á svona hluti, en sjaldnast i alvöru. Svo var allt látið eiga sig til 1968, en þá bauðst hann til að sýna mér tvo þætti Siðmenningarinnar. Mér brá. Ég hafði aldrei látið mig dreyma um, að svo mikið yrði i þá borið. Ég skipti um skoðun. Adreian Malone átti að stjórna upptöku, en við höfðum unnið saman að gerð mynda um Leonardo og skáldið William Blake. En ég vissi ekki enn, hvaða tökum ætti að taka verkefnið. Svo sagði einhver hjá BBC 1969, að „krakkar eru ekkert hrifin af visindum”. Þá vissi ég, hvaða tökum ég átti að taka verkefnið. Þættirnir áttu að vera fallegir og nægilega spennandi til að vekja áhuga allra. Mjög margir lögðu hönd að verki næstu þrjú árin. Fyrstu efasemdir Bronowskis voru vegna þess, hve illa sjónvarpið er notað sem fjölmiðill, „Það er eins og það hafi verið framleitt til þess eins aö sýna þar teiknimyndir og lélega framhalds- þætti. Eftir þvi, sem verkinu miðaði áfram komst hann að annarri niðurstöðu: „Sjónvarpið er enginn leslampi — það eru samræður,” sagöi hann. „Þiö getið kallaö það rabb að kvöldlagi, ef þið viljið. Þiö veröiö að vekja persónulegan áhuga manna. Það er ekki unnt að hengja sig i fyrirfram ákveðið handrit. Ég kalla sjónvarpið þann fjölmiðil, sem stendur okkur næst. Auðvitað er kvikmyndavélin sjaldnast á staðnum, þegar mikil- vægir fundir eru gerðir, en það er hægt að fara með áhorfandann á staðinn og leika atburðinn.” Þess vegna fer hann ekki aðeins með okkur að „nafla heimsins” (Omo-dalnum) heldur einnig til jafn fjarlægra staða og Canyon de Chelly i Arizona, Machu Picchu i Perú, Auschwitch, Hirosima, Páska-eyjunnar, Jerikó, London Newtons og Feneyja Galileós. „Ég kalla þetta tviþætta leið til að sýna tvær hliðar mannlegs þroska — hina visindalegu og hina skáldlegu. Sjónvarpið er rétti hluturinn til þess.” Bronowski sagði, að Uppruni mannkynsins væri ætlað til að sýna „breytingarskeið” hverrar aldar, ný viðhorf og framþróun. Hann minnist aldrei á sálfræði né geimferðir. „Ég kæri mig kollóttan um hvoru tveggja ’ sagði hann. „Eg verð að gera það, sem ég tel rétt til að lýsa framþróun mannsins. Það er ekkert nýtt við geimferðir, sem Isac Newton hafði ekki frætt okkur á áður. Það er ekkertafrek. Geimfarar eru aðeins vélfræðingar. Geimferðir eru aðeins verk manna, sem starfa saman að ákveönu takmarki.” Galileó-þátturinn (sjá sjötti) hittir meira i mark að áliti Bronowski. Ef til vill er það lika leikrænasti þátturinn af þessum 13.” Ég sit i stólnum, sem Galileó sat á., þegar hann var dæmdur. Hvernig er unnt að gera visinda- byltingu leikrænni? Með visinda- manninum sem hetju? Nei” leiöréttir Bronowski sjálfan sig, „með sjálfstæða hugsun sem hetju.” Það er ekki auövelt að búa þættiná til. Sérstaklega vegna þess, að fólki hættir til að hafa fyrirfram ákveönar hugmyndir um þaö, hvað séu visindi. „Reynið bara að setjast niður ásamt 20-30 monnum i London,” segir Bronowski” og spyrja: Eigum viö ekki bara aö búa til sætar myndir? Ég sagði, að visindi væru ekki rannsóknarstofur. Þau eru um náttúruuna og náttúruöflin, tilraun til að leysa ráðgátur náttúrunnar. Ef það er þannig — og það er það — verður að taka myndina þar, sem atburðurinn geröist. Mér finnst, hvert menningarskeið verða ljós- lifandi, ef maður hugsar um hvernig og hvað þeir héldu um heiminn og hvers vegna. Eitt hefur sérstaklega hjálpað við gerð þáttanna. Vinna min við SAMANDREGIÐ Úrval BLAÐAGREINA Salk-stofnunina einbeindist að þvi, hvað það er, sem skilur mann frá dýri. Ég hafði unnið við rannsóknir á þvi sviði frá 1969. Sérstaklega með tilliti til uppfinningarsemi, sem kemur þegar i ljós i frumbernsku mannkynsins — eld- urinn, hljólið o.s.frv. Svo er það spurningin, sem vefst fyrir öllum? Hver fann upp skóreimina? Tölurnar? Hefði ég geta fundið upp á að hnýta hnút? Það eru einstaklingar, sem finna þetta upp, ekki nefndir. En takið eftir þvi, að það verður nær sam- stundið allra eign. Þanni er sá ótrú- legi sniilingur, sem breytti nagla i skrúfu að eilifu gleymdur.” A sýningu sjónvarpsins árin 1972- 73 á Uppruna mannkynsins varð Bronowski frægari i Englandi en Clark lávarður. Búðarstúlkur skrifuðu honum og sögðu, að hann „hefði gjörbreytt lifi minu”. Hvers vegna leið þá svona langur timi uns þættirnir voru sýndir i Banda- rikjunum? Það tók einfaldiega svona langan tima að selja — eða reyna að selja — þættina til bandariskra sjónvarpsstöðva. Peter Roebeck, sem þá vann hjá Time-Life var i heilt ár að reyna. „Þetta voru ein- hverjir markverðustu þættir, sem ég hafði nokkru sinni haft upp á að bjóða,” sagðiRobeck. „Sjónvarps- stöðvarnar vildu blátt áfram ekki lita við þeim. Hvers vegna? Það yrði ekki hægt að græða neitt á þeim” Bronowski lét ekki bera á vonbrigðum sinum, ef þau hafa þá nokkur verið. Hann gladdist aðeins yfir þvi, að nú var loks farið að sýna þættina hans i Bandarikjun- um. Tjón sjónvarpsstöðvanna verður gróði áhorfenda. Hann glotti góðlátlega að árás brezka rithöfundarins Maicolm Muggeridge á þættina. Það litur út fyrir, að Muggeridge hafi hneykslazt á þvi að gera menningu frambærilega fyrir almenning og hundleiðst allt frá „apa- steingervingum að nútimamanni gónandi á dr. Bronowski við sjónvarpsskerminn. Hann minntist hvorki á guð né Krist,” nöldraði Muggeridge. „Muggeridge er enn að lesa Uppruna tegundanna eftir Darwin, en sú bók kom út 1871”, fussar Bronowski. Bronowski var meiri nútima- maður. Hann hafði ekkert á móti sjónvarpi sem fjölmiðli og ver þáð i hvivetna. „Fólk talar um ofbeldi i sjónvarpi og það valdi ofbeldis- verkum nútimans. Það er likt og að segja, að Marquis de Sade beri ábyrgð á öllum kynferðisglæpum i Englandi. Svo er það önnur spurning, hvað las Marquis de Sade, sem gerði hann svona? Mig tekur það sárt, að svo litið skuli gert af þvi að flytja menningarefni i sjónvarpi, þvi að þar er mest um feitlagna leynilög- reglumenn. Einn er svo feitur, að hann situr i hjólastól. Það á að fræöa fólkið meira. Sjónvarpið get- urstuðlaðaðaukinni menntun. Það er sterkasti fjölmiöill, sem heims- byggðin hefur eignazt enn sem komiö er.” Var járnblendidraum- urinn aðeins draumur? „Mikili samdráttur hefur orðið i stáliðnaði á undanförnum mánuð- um, og markaðshorfur hafa versnað fyrir kisil- járn samhliða birgða- söfnun hjá framleiðend- um” sagði dr. Gunnar Sigurðsson, verkfræð- ingur Járnblendiverk- smiðjunnar við blaða- menn. „Jafnframt hafa kjör á lánamörkuðum versnað, vextir hækkað og lánstimi stytzt., Þvi telur stjórn islenzka járnblendifélagsins h/f nauðsynlegt að endur- skoða fyrri áætlanir um stofnkostnað, timasetn- ingu framkvæmda og rekstur. Stjórnin telur rétt að takmarka sem mest nýjar fjárskuld- bindingar félagsins meðan verið er að vinna að slikri endurskoðun og ganga frá samningum um lán”. „Meðan svona stendur munum við fara okkur hægt, halda þó á- fram útboðum, taka við tilboðum, en við þurfum að leita margskon- ar tilboða,” sagði Asgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Járnblendifélagsins”. Þá þurfum við einnig að athuga um tima- setningu tilboða. Verksmiðjan átti að vera tilbúin um áramót 1977 / 78. Við erum þegar orðnir 3-4 mánuðum á eftir vegna lána- samninga. I upphaflegu áætlun- inni var gert ráð fyrir 12 ára lán- um með 10% vöxtum, en nú virð- ist ekki kostur nema á 8 ára lán- um og með 12% vöxtum. Þvi þarf að stokka áætlanirnar upp.” „Upphafleg áætlun um kostnað var um 71 milljón $, en nú mun þurfa að hækka hana um 10-20%, ” hélt framkvæmdastjóri áfram. „Hlutafé er24millj. $ og þar af er nú inngreitt um 16% eða 3,8 millj. $. Ennþá höfum við ekki tekið nein lán og félagið hefur staðið við allar sinar skuldbindingar við verktaka.” Aðspurður um þá ókyrrð, sem veriö hefur um verkið og hlut- deild verktaka i þvi, svaraði framkvæmdastjóri svo: „Við höf- um ekki lent i neinum útistöoum við verktaka og hann hefur staðið sig gagnvart félaginu, en við höf- um stundum liðkað til um greiðsl- ur fyrr en áskilið var, þvi að okk- ur er auðvitað ekki óviðkomandi að verkið gangi sem greiðast. Liklegt er að jarðvegsvinnu ljúki um miðjan desember. Það er, að visu seinna en upphaflega var á- ætlað, en þess ber að gæta, að samningar tóku lengri tima en við var búizt og auk þess var ákveðið að hreinsa út meira af jarðvegi þegar til kom en fyrst var um samið.” Aðspurðir um hvort breytt væri viðhorf til framkvæmdanna af hálfu hlutafélagsins, neituðu báð- ir viömælendur þvi eindregið. Þá var spurt um samninga við Union Carbide um sölu fram- leiðsluvörunnar, og hvort hætta væri á, að þeir, sem söluaðilar gætu eða myndu láta islenzku framleiðsluna sitja á hakanum fyrir eigin framleiðslu þeirra ef sölutregða væri. Blaðamenn fengu þau svör, að hér yröi framleitt eingöngu fyrir Evrópumarkað, en framleiðsla Union Carbide á kisiljárni væri bundin við Bandarikin og Can- ada, rætt hefði verið um að U.C. ábyrgðist einhvern kvóta af sölu framleiöslunnar, þetta myndi tengjast lánasamningum, sem varan væri seldsem umboðsvara. Þegar upplýst var, að hætt yrði við framkvæmdir i desember, voru framkvæmdastjóri og verk- fræðingur spurðir um, hvenær aftur yrði hafizt handa. Þeir töldu, að ekki væri hægt að tima- setja það, gizkuðu á 3-4 mánuði. „Það er ekki svo að skilja, að ekki væri hægt að halda áfram vegna fjárskorts”, sagði framkvæmda- stjóri, „enda var áætlað að vinna fyrir um 21% af hlutaíénu i ár. En hvorki er álitlegt að hefja vinnu við steypu á þessum tima og held- ur ekki ráðlegt, að okkar mati, að eyða hlutafénu án lánsloforða,” Aðspurðir um áætlaða árs- framleiðslu, upplýstu viðmælend- ur, að hún yrði um 47 þús. tonn og verðá tonni væri nú skrásett 735$. Rafmangsmálin komu til um- ræðu, og um þau hafði dr. Gunnar Sigurðss. þetta að segja: „Við erum skuldbundnir til að kaupa 396 gWst á ári i forgangs- og af- gangsorku. Sá samningur gengur igildi 1/1 1978. Verði verksmiðjan ekki tilbúin þá, verður það okkar skaði, þvi við yrðum að greiða umsaminn hluta okkar.” Aðspurður um inngreiðsju hlutafjár, svaraði Asgeir Magnússon svo: „Hlutafé á að greiða inn á byggingartimanum og hefur þvi verið skipt svo, sam- kvæmt áætlun. Á þessu ári 21%, á næsta ári 50% og árið 1977 29%. Þetta hefur gengið eftir þörfum og engin ástæða til að vænta ann- ars en báðir eignaraðilar standi við sitt”, sagði framkvæmda- stjóri að lokum. ■■■■■■■■■■■■■■■■» ■■■■■■■■■■■■■■■■■■» ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•» ■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■•» ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•» ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■» ■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■• UR KLUKKUR 0G GJAFAV0RUR BORGARINNAR STÆRSTA ÚRVAL NÚ Á LAUGAVEG ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■' MAGNUS E. BALDVINSS0N Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, sendiferðabif- reiðar, vörubifreið og jeppabifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 18. nóvember kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. Pípulagnir 82208 IlF Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Hafnarijarðar Apótek Afgreiðslutimi: PLASTPOKAVERKSMIOJA C)ddur Möller Virka daga kl. 9-18.30 stmar 82639-82655 Laugardaga kl. 10-12.30. Valnagöcðum 6 Bo* 4064 - Raykjavlk löggildur Helgidaga kl. 11-12 pipulagningameistari Upplýsingasimi 51600. 74717. ' ■HaMMMMHBUaBaHBHUnHVBSHHuaBM Birgir Thorberg málarameistari sími 11463 ' onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn r Teppahreinsun llreinsum gólfteppi og húsgögn i heimahúsum og fj rirtækjum. Eruin meft nýjar vélar. Góft þjón usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 j I r. Utvarps.og sjónvarpsviögerðir 0 Kvöld og helg- arþjónusta. O 10% afsláttur til j/ öryrkja og aldr- Q aftra. L/ \ SJÓNVARPS- O VIÐGERÐIR u Skúlagötu 26 — simi 11740. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Siini 74200 — 74201 ÞAÐ B0RGAR SIG AÐVERZLA ÍKR0N DÚAA í GlflEÍIÐflE /ími 64400 1 T T-ÞÉ TTILISTINN i ~-Tv T-LISTINN ER imgreyptur og þoltr alla veðráttu. ■jt: T-LISTINN A: útihurðir svalahu rðir hjaraglugga og VI I \ eltiglugga ' f Cluggasmiðjan , SáA*«núto 20 . Sím, MBMnwnaMRniBniMHWMnMHMMHBiaHIMMMl

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.