Alþýðublaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 15.11.1975, Blaðsíða 13
íprcttir Formaðurinn ósammála einvaldinum IS leikur gegn Armenningum tslandsmótinu i körfuknattleik verður haldið áfram i dag. Þá leika stúdentar og Armann. Ar- menningarnir eru nýkomnir frá Finnlandi þar sem þeir léku við finnsku bikarmeistarana Play- boys, i Evrópukeppni bikarhafa. Stúdentarnir hafa æft mjög vel að undanförnu, enda mátti glöggt sjá það i Reykjavikurmótinu, að þeir skánuðu með hverjum leikn- um. Þeir hafa oft veitt Armenn- ingunum harða keppni enda engin ástæða að ætlast til annars, þar eð þeir hafa marga góða körfuknatt- leiksmenn innan sinna vébanda. Leikurinn fer fram i iþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 17. íslenzkir skíðamenn æfa í Austurríki Akveðiö hefur verið að 8 þátt- takendur frá tslandi muni taka þátt i vetrarolympiuleikunum sem fram fara i Innsbruck dag- ana 4. til 14. feb. n.k. Þetta mun vera i annað sinn sem kar fara fram i þessari borg, en siðast var það árið 1964. Þar eð enginn ts- lendingur tók þátt i siðustu vetrarolympiuleikjum i Sapparo i Japan var ákveðið að senda góð- an hóp i þetta sinn. Fjórir munu keppa i alpagreinum karla, tveir i alpagreinum kvenna og tveir i göngu. Stjórn SKI valdi 13 manns til æfinga fyrir þessa leika, sex I alpagreinum karla, fjórar i alpa- greinum kvenna og þrjá göngu- menn. Hópur þessi fékk æfinga- forskrift frá austurriska þjálfar- anum Kurt Jenni, en hann kom hingað einmitt i sumar og stjórn- aði einni samæfingu, nema með göngumönnum, en þeim hefur Björn ólafsson stjórnað. I morgun fóru sex menn til æf- inga i Austurriki en tveir voru þar fyrir og munu þeir æfa fram til jóla undir stjórn Jenni. Göngu- mennirnir verða aftur á móti við æfingar i Noregi, þar sem þeir munu æfa með norska landslið- inu. Einn er þegar farinn en ann- ar fór i morgun. Arni Óðinsson, Haukur Jóhannsson, Tómas Leifsson, Sigurður Jónsson, Haf- þór Júliusson ásamt Jórunni Viggósdóttur, Steinunni Sæmundsdóttur og Margréti Baldvinsdóttur munu æfa i Aust- urriki i alpagreinunum, en Hall- dór Matthiasson og Trausti Sveinsson munu æfa i Noregi. Tveir leikir í Hafnarfirði á sunnudagskvöld islandsmótinu í hand- knattleik verður haldið áfram um helgina. Tveir leikir verða þá leiknir Grótta leikur gegn Þrótti og Haukar gegn Armenn- ingum. Báðir leikirnir verða í Hafnarfirði á sunnudagskvöldið og hefj- ast kl. 20.05. Fyrirfram hefði mátt búast við þvi að leikir Gróttu og Þróttar yrðu þeir leikir sem skera úr um það hvaða félög falla niður i 2. deild. En eftir leikjum beggja þessara liða að undanförnu að dæma, er langt þvi frá að hægt sé að tala um þessi lið, sem liklegust eru til þess að falla, þvi þau hafa sýnt það góða leiki að undanförnu að þau geta unnið næstum hvaða félög sem er i 1. deildinni. Þróttar hafa verið óheppnir i tveimur sið- ustu leikjum sinum, og þar sem þeir eru aðeins með eitt stig eins og er, en Grótta 4 stig, verða þeir að vinna þennanleik til þcss aö dragast ekki langt aftur úr hinum liðunum. Grótta verður þeim þó erfiður andstæðingur, eftir tveimur siðustu leikjum þeirra að dæma, en þá hafa þeir leikið skin- andi vel. Siðari leikurinn er svo á milli Hauka og Armanns. Haukarnir láta sennilega ekki það sama henda sig og gegn Gróttu siðasta sunnudag, og koma þvi eflaust tviefldir til leiks. Armenningar geta þó verið harðir i horn að taka ef þeir eru á þeim buxunum. Það má þvi búast við tveimur spenn- andi leikjum i iþróttahúsinu i Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Leeds segist ekki greiða skaðabætur Eins og menn muna þá brutust út mikil ólæti eftir úrslitaleik Leeds United og Bayern Munchen i Evrópukeppni meistaraliða á Parc des Prince leikvanginum i Paris, siðastliðiö vor. Bayern vann leikinn 2:0. Ólætin sem brezkir áhorfendur höfðu staðið fyrir ollu miklum skemmd- um á vellinum og i nágrenni hans. Leeds United var um daginn krafiö um greiðslu vegna þessara skemmda sem hljóðaði upp á 10.000 sterl- ingspund. Forstjóri félagsins Manny Cussin sagði, þegar brezka sendi- ráðið i Paris hafði skilað til félagsins þessari kr'öfu frá Frökkum, ,,að hann gæti alls ekki séð hvernig þessum skemmdum sem fylgdu ólátun- um kæmi félaginu nokkuð við. Félagið bæri enga ábyrgö á þvi hvað brezkir áhorfendur, sem horfðu á leiki félagsins þegar leikið væri er- lendis, heföust við og að stjórn félagsins er ekki likleg til þess að greiða þessa peninga, enda höfðu aðeins 7 eða 8 af þeim sem teknir voru fastir og yfirheyrðir komið frá Leeds, og að þeir sem krefðust skaðabóta, hefðu átt að vera búnir að tryggja eignirnar áður” sagði Cussins að lok- um. Breiddin aldrei verið meiri! segir Sigurður Jónsson um handknattleik á íslandi Viðar Simonarson einvaldur landsliösins i handknattleik, lét Siguröur Jónsson formaöur H.S.t. var ekki aö öilu leyti sam- mála Viðari Simonarsyni. hafa það eftir sér i blaðaviðtali við eitt dagblaöanna i vikunni að meðalmennskan i handknatt- leik réði nú rikjum hér á tslandi. Vegna þessara ummæla snéri Alþýðublaðið sér til Sigurðar Jónssonar formanns Hand- knattleikssambands tslands og spurði hann hvort hann væri sammála þessum ummælum Viðars? ,,Eg er alls ekki sammála landsliðsþjálfaranum i þessum efnum og tel aftur á móti að sjaldan hafi handknattleikurinn verið eins góður og á sér stað i dag. Breiddin er orðin miklu meiri heldur en verið hefur og þess vegna vilja einstaklingarn- irhverfa i fjöldann, og þá meina ég að það séu orðnir svo margir góðir leikmenn hér núna að fáir skera sig verulega út úr. Það er hægt að blekkjast á þessari staðreynd. Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum og þurfum þvi engu að kviða i framtiðinni. Undirbúningur landsliðsins fyrir landsleikina sem nú fara i hönd hefur verið góður og jafnvel sá bezti sem verið hefur, enda mikið til hans vandað. Handknattleikurinn hefur nær ávallt verið mjög risjóttur á haustin, en þess eru greinileg merki að leikmennirn- ir eru flestir komnjr í m jög góða þjálfun. Að visu saknar maður þeirra manna sem farið hafa erlendis, en þeir koma til meö að verða með okkur i hinum mörgu landsleikjum sem eru framundan. Ég held að það sé ástæðulaust að óttast þessa landsleiki. Ef Ólafur Benedikts- son markvörður stendur sig vel i þeim, er ég viss um að við eig- um nokkuð góða möguleika og jafnvel gegn Júgóslövum i desember. Að visu eru Júgóslavarnir mjög góðir, með þeim beztu i heiminum, og verða þvi leikirnir gegn þeim mjög erfiðir, en það er ástæðu- laust að afskrifa möguleika okkar á að komast á Olympiu- leikana.” sagði Sigurður að lok- um. VÍKINGUR-VALUR 0G LEEDS- N EWCASTLE - meðal fjölbreytts efnis í sjónvarpinu í dag íþróttaþáttur Sjón- varpsins i dag verður mjög fjölbreyttur og skemmtilegur að vanda. Hann hefst með þvi að sýndir verða valdir kaflar úr leik Leeds United og Newcastle United á Elland Road leikvang- inum i Leeds sem leik- inn var siðasta laugar- dag. Þessi leikur átti að vera á eftir aðal leikn- um sem sýndur verður kl. 7, en vegna tima- skorts sem iþróttaþátt- urinn hefur við að búa að svo stöddu, verða völdu kaflarnir úr siðari leikjunum ávallt fluttir fram til kl. 5. Siðan verður mikill hluti leiks Vals og Vikings i 1. deildar- keppninni i handknattleik, sem leikinn var siðasta miðviku- dagskvöld sýndur. Þeir hand- knattleiksáhorfendur semvoru svo óheppnir að missa af þess- um leik á miðvikudag gefst þvi tækifæri til þess að sjá þennan leik i dag. En eins og mönnum er vafalaust i fersku minni, þá voru Valsmenn i miklu bana- stuði i honum. A eftir handboitanum verður sýndur seinni helmingur heirhs- bikarkeppninnar i fimleikum sem fram fór á Crystal Palace iþróttasvæðinu i London fyrir hálfum mánuði. Þá verður keppt á jafnvægisslá og gólfæf- ingum, en þar verður ábyggi- lega gaman að sjá Olgu Korbut, þvi þetta eru hennar beztu greinar. Enski leikurinn verður svo sýndur kl. 7. Þá leika Blackpool og W.B.A. Birmingham liðið W.B.A. hefur verið að sækja i sig veðrið að undanförnu með gamla Leeds og Man. United leikmanninn Johnny Giles i broddi fylkingar. Giles tók við stöðu framkvæmdarstjóra hjá félaginu nú i haust ög er við miklu af honum búizt. enda einn af litrikustu knattspyrnumönn- um á Bretlandseyjum eftir strið. Duncan McKenzie sem Leeds keypti frá Notting- ham Forrest fyrir 250.000 pund í fyrra kemur mikið viðsögu i leik Leeds gegn Newcastle, sem sýnt verður úr i sjónvarpinu í dag. Laugardagur 15. nóvember 1975. Alþýöublaöiö

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.