Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 1
alþýdu 224. TBL. - 1975 - 56. flRG. MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER Ritstjórn Siöumúla li - Simi 81866 UR ÞINGSETNINGARRÆÐU BENEDIKTS GRÖNDAL - Sjá bls. 3 = 1 = - sja Mikið rætt um Elmar í Þýzkalandi ipréttir w*. 9 Vandinn ekki — leystur með kauphækkunum einum saman [liHinlicuani.il Lltilokað með öllu aðiefna til kapphlaups við verðbólguskriðuna 25%-30% HÆKKUN Itil ad NA síðustu l KJARASAMNINGUM ■ B Rutenlnwkaw wrk« HSSsk: Björn Jónsson, iSSHS1 *0,se** *Sl: r Kjaramálin eru óleysanleg með dHjSrrHsS hefðbundnum aðferðum, —.nö ’isr’jrsíH veröur að beita aðferðum stjórnmálalegs eðlis 1 viðtali við Björn Jónsson forseta ASt, sem birtist i Alþýðublaðinu i gær, segir Björn m.a. á þessa leið: „Vandi launafólksins verður ekki leystur með kauphækkunum einum saman, sem sjálfsagt yrðu horfnar um sama leyti og staðið væri upp frá samninga- borðinu, heldur miklu fremur með þvi, að gangráður verð- lagsins yrði stöðvaður.” Siðan segir Björn Jónsson: „Það er mitt álit, að kjaramálin séu nú óleysanleg með hefðbundnum aðferðum. Nú verður að beita öðrum aðferðum stjórnmála- legs eðlis, ef árangur á að nást. Verkalýðshreyfingin hlýtur að SJÁ BLS. 3 Rausnargjafir á aldarafmæli Thorvaldsensfélagsins Thorvaldsensfélagið er 100 ára i dag. 1 tilefni þessa afmælis mun félagið gefa 10 milljónir króna til stofnunar sjóðs, sem styðja mun fólk, sem sérhæfir sig i kennslu barna með sérþarfir. Ætlunin er að reyna að verðtryggja þessa sjóðgjöf eftir bezta mætti. En félagið lætur ekki þar við sitja, heldur gefur það ennfremur idag tæki til barnadeildar Landa- kotsspitfla.Nánar er sagt frá þvi tæki og afmæli félagsins á blað- siðu 4 i blaðinu i dag. Ef þetta er ekki þorskastríð... ISLENDINGAR EKKI ÓHULTIR I GRIMSBY! Það er ekki sérlega girnilegt að vera íslendingur i hafnarborgum Bretlands i dag, — þvi þorskastrið er skollið á að ný ju með öllum sinum fylgifiskum. I gær var sett löndunarbann á is- íenzkan togara, sem var á leið til Grimsby — og sögðu yfirvöld þar i borg að þau gætu ekki borið ábyrgð á öryggi islenzku áhafnarinnar, ef skipið legðist þar að landi. Togarinn siglir þvi áfram til Ostende i Belgiu og landar þar. 1 gær voru svo þrjú eftirlits- skip send á Islandsmið til verndar brezku togurunum, sem eru að veiðum innan is- lenzkrar fiskveiðilögsögu. beg- ar frétt barst um það i gær að is- lenzkt varðskip hefði klippt aft- an úr brezkum togara tilkynnti talsmaður landbúnaðarráðu- neytisins að þessi þrjú skip, Sirius, Polaris og Aquarius, hefðu þegar verið send af stað og yrðu komin i dag til tslands, auk þess sem fjórða skipið, Lloydsman, sem áður hefur verið hér við verndarstörf af sama tagi, átti að leggja úr höfn i Invergordon I Skotlandi til Is- lands. Eftirlitsskipin eru óvopnuð, en munu sigla I veg fyrir is- lenzku varðskipin og væntan- lega reyna ásiglingar, ef varð- skip reynir að nálgast togara að veiðum. Þar með er þorskastrið hafið Löndunarbann á íslenzk skip Fjögur eftirlitsskip send til Islands Útgerðin krefst herskipaverndar Stjórnmálaslit eða úrsögn úr NATO? Þannig hverfa sjóðir I fyrra varð mikið umskiptaár hjá Áflatryggingasjðði. Þá varð súbreyting á bókum sjóðsins — og fjármálum — að i stað þess að afla meira fjár en greiða, þurfti sjóðurinn nú i fyrsta sinn um langan tima að greiða meira i aflatryggingabætur en inn kom. Nam þetta um 20 milljón króna halla hjá hinum almennu deildum sjóðsins, en greiðslur áhafnadeildar voru i fyrra um 54 milljðnum krönum meiri en samanlagðar tekjur deildarinnar. Frá þessu skýrir Már Elisson fiskimálastjóri i skýrslu sinni á Fiskiþingi. Hann segir enn- fremur að heildarbótagreiðslur á þessu ári geti numið 535 — 555 milljónum króna, og á sama hátt megi áætla heildartekjur þessa árs 525 — 530 millj. Af þvi er ljóst að rekstrarhalli sjóðsins heldur áfram, þótt hann sfe nokkru minni fyrir- sjáanlegur i ár en fyrra. Hins vegar var afkoma sjöðsins, ef ræða má um slika, betri árin 1972 og 1973. Fiskimálastjóri sagði: „Það sem veldur þessum umskiptum á hag sjóðsins undanfarin tvö — þrjú ár, er aflabrestur skipa frá stærstu útgerðarbæjum landsins á vetrarvertið. Þessar verstöðvar hafa jafnan staðið undir verulegum hluta tekna sjóðsins, en á sama hátt taka þær af skiljanlegum ástæðum til sin verulegar bætur, þegar illa gengur, vegna hins mikla fjöida skipa, sem þaðan er gerður út. 1 öðru lagi hefur sjóðurinn að sjálfsögðu þolað hlutfallslegt tekjutap, vegna verðlækkana afurða á erlendum markaði.” Siðar i ársskýrslu sinni vikur Már Elisson að Fiskveiðasjöði, og segir m.a.: „Mjög er deilt á Fiskveiða- sjóð vegna óhagstæðrar stefnu i lánamálum. Ef litið er á stöðu Fiskveiðasjóðs undanfarin ár, kemur i ljós, að hann er ekki einungis fjárvana, heldur hefur verðbólgan rýrt eigið ffe sjóðsins svo gengdarlaust, að þessi lind er á góðum vegi með að þorna. Á árinu 1969 var eigið ffe sjóðsins til ráðstöfunar ásamt tekjum af útflutningsgjöldum og framlagi rikissjóðs um 80% heildarráðstöfunarfjár. A árinu 1973 var þessi hluti kominn i 25%. Á árinu 1974 er eigið ffe 12%, en tekjur af útflutnings- gjöldum og framlag rikissjóðs 26%. Mismunurinn er erlend lán með háum vöxtum og sem eru að sjálfsögðu háð gengis- breytingum, til skamms tima borin saman við lánareglur sjóðsins, sem eru 18 ár til kaupa á fiskiskipum, svo og innlend lán, sem ýmist bera háa. vexti eða eru visitölutryggð. Miðað við þá vexti, sem Fiskveiðasjóður heimtir af útlánum sinum, og þykja háir, þarf hann samt að greiða þá niður með þvi að rýra eigið ffe sitt. Hins vegar er það svo annað mál, að útvegur og fiskvinnsla, sökum slæmrar afkomu, fær ekki risið undir þessum háu vöxtum, sem og af rekstrar- lánum. Hfer er að sjálfsögðu um tvi- þættan vanda að ræða — i fyrsta lagi að bæta afkomu Fiskveiða- sjóðs, og i öðru lagi að finna lausn á afkomuvanda fyrir- tækja sjávarútvegsins.” að nýju með átökum á miðun- um, en rátt fyrir ákveðna beiöni samstarfsnefndar togaraeig- enda, skipstjöra og fulltrúa á- hafnanna, hefur brezka stjórnin ekki viljað senda hingað enn vopnaðar freigátur að svo stöddu. Bann — ekki bann? Þrátt fyrir að löndunarbann hefur nú verið sett á Islenzk skip I Grimsby, sagði talsmaður tog- araútgerðarsambandsins i London að löndunarbann hefði ekki verið sett á islenzk skip og yrði ekki meðan fiskveiðideilan stæði yfir. Hann sagði að enn væri mikill markaður fyrir afla islenzkra togara i brezkum höfnum, og hann sagðist hafa vonast eftir að hlutur islenzku togaranna hefði aukizt, ef sam- komulag hefði náðst i ráðherra- viðræðunum i Reykjavik. Tom Neilson, ritari sambands yfirmanna á togurum i Hull sagði hins vegar við Reuter fréttastofuna, að hann myndi mæla með þvi að algert bann yrði sett á landanir Islenzkra skipa i brezkum höfnum. „Við höfum fengið nóg af þvi að bjóða þessum mönnum hina kinnina og mælum eindregið með algjöru banni á allar land- anir Islendinga. Það er timi til kominn að sýna þessu fólki i tvo heimana,” sagði hann. Það er álit brezkra togara- skipstj. að eftirlitsskipin mni ekki hafa betur i viðureign við islenzku varðskipin, sem eru sneggri — og þvi vilja þeir að herskip verði send til tslands. 1 Bretlandi hefur hins vegar verið rætt um það að slikt kynni að hafa örlagarikar afleiðingar i för með sér, slit stjórnmála- sambands við Bretland og hugs- anlega úrsögn tslands úr At- lantshafsbandalaginu. Ferskfiskmatið alveg hunzað? Störf fiskiþings eru nú i fulium gangi, og hafa umræður þegar orðið all- liarðar á köflmn. Fram hefur komið aimenn óánægja þingmanna með sjóðakerfið nafnkennda og mun sú óánægja beinast meira að oliusjóðn- um en öðrum þáttum, þó fleiri þyki ádeiluverðir. Þaö mál er nú i nefnd. Þá urðu og harðar ádeilur á ferksfiskmatið. Trúlegt er, að undir- straumur þess se su staðreynd, þótt ekki kæmi beint fram, að fiskafii hefur orðið lélegri meö árunutn. Menn töldu of lítinn verðmun á því, sem nefnt var ruslfiskur og góður fiskur. Þar var einkum átt við stærð. Flestir voru og saminála um að matið væri illa framkvæmt. Of fá sýni væru tekin, til þess að gefa rétta mynd af afla hvers báts. Sumar báts- hafnir hafa komizt upp með að setja bezta fiskinn ofan á og liann þvi lent i matinu. Ennfreinur voru talin brögð að þvi, að bæði kaupendur og seljendur beinlinis hunzuðu matið. Að loknum umræðum var málið sett I nefnd. Svo fór og um ýmis önnur mál, sem fljótafgreidd þóttu við um- ræður og er álita að vænta um þau siðar i vikunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.