Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 12
 alþýðu Otgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800,- á mánuði. Verð f lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK (0pið öll kvöld til kl. 7 ilaugardaga til kl. 12 — Veðrið------- Veður i dag mun haldast svo til óbreytt frá þvi, sem var i gær. BUist er við norðaustan golu. Þurrt verðurað mestu, en líklega alskyjað. Hiti verður rétt undir frost- marki, og mun þvi sá litli snjór, sem eftir eij haldast. fiátan /i >Lf//RA /?////5 5 OÖ/?// * sróLP/i 'fíTT HEINT 7 BfíK/ /EITT -r/6t/z GfíN.ú FL-OT CrfíNCr , UR/Nfí /nfíL . /EÞ/ í * 3 PLQNTfi 'ftHMP 1 '8 í trnvF /57' l SEf?. m i r £r/Z> Hí/TjU fi/fí RISTI filfíNN/ 9 b'olm? 'fí SKORQR fíULfíR SjÓRu fi1 s'msr uHr! 5 l DUCr LEÚsUR bRÖNfí VMMR 7 6 / YK/L ORD ~ MÆ.L/ MEGUM VIÐ KYNNA Valtýr Pétursson listmálari er fæddur i Grenivik við Eyja- fjörð 27. marz árið 1919. Valtýr er sonur hjónanna Pfeturs Einarssonar og Þbr- gunnar Arnadóttur, en foreldra sina missti hann ungur. Valtýr var alinn upp hjá móðurforeldr- um sinum, séra Árna Jóhanns- syni og Karólínu Guðmunds- dóttur, en síðar ólst hann upp hjá möðursystur sinni Gunnhildi Árnadóttur og manni hennar Ólafi A. Guðmundssyni forstjóra. Kona Valtýs er Herdis Vigftis- dóttir menntaskólakennari. Er við spurðum Valtýr um menntun hansog starf fram til þessa, sagði hann. „Um tima var ég við nám i Verzlunarskóla Islands, en stundaði siðan sjóinn um árabil, ásamt ýmsum öðrum störfum. Á striðsárunum fór ég til Banda- rikjanna, þar sem ég stundaði nám i myndlist og hagfræði, en siðar fór ég til Frakklands og ttaliu, þar sem ég hélt mynd- listarnáminu áfram. Fyrstu einkasýningu mina hélt ég i Paris árið 1949, en fyrsta einkasýnig min á Islandi var árið 1950.” „Siðan hef ég haft ótai einka- sýningar, og tekið þátt í samsýningum margoft, Um áhuga og tómstundastörf sin, sagði Valtýr. „Ég átti sæti i stjórn FIM i tæpan aldarf jórðung, enannars eyði ég mestum minum frítima i bókalestur, en ég á nokkuð stórt bókasafn. Einníg hlusta ég mikið á sigilda tónlist. Við hjónin eigum stórt safn af grænlenskum listmunum, sem safnast hefur á þeim 17 eða 18 árum, sem ég hef verið viðloðandi Grænland á sumrin. PLOKKFISKUR 1 tilefni Fiskiþings og harðnandi átaka við landhelgisbrjóta á tsiands- miðum birtum við hér eina af teiknimyndum GJÁ, en GIsli J. Ástþórs- son hefur myndskreytt i Alþýðublaðinu tvær útfærzlur með teikningum sinum og óteljandi mannlifsþætti úr sjávarútveginum. Þessi PLOKK- FISKUR Gisla er úr nýútkomnu tölublaði Sjávarfrétta. 0RVAR HEFUR 0RÐIÐ t=>1 A nýloknu flokksþingi Alþýðuflokksins fóru fram miklar umræður um frumvarp að nýrri stefnu- skrá fyrir flokkinn, sem sérstök milliþinganefnd hafði samið. Umræður þessar voru mjög á- nægjulegar og lifandi, og var sérstök áherzla lögð á að ræða ýmis grundvall- aratriði jafnaðarstefnu. Umræður af þessu tagi, sem sjálfsagt fara meira og minna fram i öllum stjórnmálaflokkum, leiða það glögglega i ljós, að i grundvallaratriðum stjórnmála rikir mikill ágreiningur milli hinna ýmsu stjórnmálaflokka. Það er i rauninni ekki svo, sem margir halda, að það sé „sami rassinn undir þeim öllum”, eins og oft er viðkvæðið. Mun- urinn á grundvallaraf- stöðu stjórnmálaflokk- anna er siður en svo minni nú, en hann var hér á árunum áður. Með aukinni áherzlu sem lögð hefþr verið á fé- lagsfræðikennslu i skól- um, hefur það mjög farið i vöxt, að skólafólki sé falið að kynna sér sögu, störf og stefnu einstakra stjórnmálaflokka og gera grein fyrir þvi i ritgerð- um. Stöðugur straumur skólafólks er á skrifstofu flokkanna til þess að afla ýmiss konar upplýsinga um þessi mál. Þar er hins vegar oftast ekki um auð- ugan garð að gresja, þvi stjórnmálaflokkarnir hafa hreinlega ekki haft fjárhagslegt bolmagn til þess að gefa mikið út á prenti af þessu tagi — og það, sem út hefur verið gefið i áranna rás, er löngu til þurrðar gengið hjá þeim mörgum hverj- um. Af þeim orsökum hefur bæði skólafólk og aðrir, sem fræðast vilja um stjórnmáiaflokkana, orðið að afla sér upplýs- inga með persónulegum samtölum við þingmenn og flokksforingja og með þvi að draga saman sitt litið af hverju úr öllum áttum. Fyrst fræðsla um stjórnmálaflokka og stjórnmálastefnur er orð- inn liður i skólanámi, er fyllilega eðlilegt og rétt- mætt, að skólayfirvöld kosti útgáfur handbóka með helztu upplýsingum um stjómmálaflokkana, sögu þeirra, störf og stefnu, til afnota fyrir skólafólkið. Sjálfsagt væri að hafa samráð við flokkana um samningu slikra handbóka eða handbókar, þar sem i flokknum öllum eru fjöl- margir einstaklingar, sem annast gætu samn- ingu slikra ágripa af vandvirkni og þekkingu. Það er Iiðin sú tið, að póli- tik sé útlæg gerð úr skóla- kerfinu og skólunum sjálfum og þvi ekkert við það að athuga, þótt fræðsla um stjórnmálin af þessu tagi færi fram á vegum yfirvalda mennta- málanna i landinu. Fræðsla um pólitik á hvorki að vera né er tabú i skólakerfinu — það eina, sem gæta þarf i þvi sam- bandi er, að öllum flokk- um og stefnum sé þar gert jafn hátt undir höfði. FIMM á förnum vegi Sendir þú jólakort? Póra Halldórsdóttir, tækni- teiknari: Ég sendi svona fimm jólakort til þeirra allra, allra nánustu, og hef ég haldið þeim fjölda frá þvi ég byrjaði að senda slik kort. Þórstfna B. Þorsteinsdóttir, afgreiðslustúlka: Ég sendi eitt- hvað um 15 til 20 kort, ogbara nokkur þeirra til útlanda, en flest kortin fara til vina og vandamanna hér heima á Islandi. Finnbogi Ásgeirsson, sölumaður: Já, ég sendi kort til frændfólks og vina.Ætli fjöldi kortanna sé ekki eitthvað um 20, en konan sér um að senda restina en fjölda þeirra korta veit ég ekki. Guðrún Anna Ingóifsdóttir, simamær: Ég byrjaði að senda jólakort fyrir tveim til þremur árum, og hef ég sent þeim sömu kort siðan. Eg gæti trúað að fjöldi kortanna sé rúmlega tuttugu. Gissur Gissurarson, söiumaður: Nei, seinni árin hef ég alveg hætt þvi, og finnst mér e;ngin ástæða til þess, þar sem maður hittir kunningja sina svo til daglega. ✓

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.