Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 6
Magaaðgerð með laser- geisla og knattspyrnu- rannsóknir í kvöld SJónvarp Sjónvarp i kvöld klukkan 20:40 b&tturinn „Nyjasta tækni og visindi”, er á dagskrá sjónvarpsins i kvöld klukk- an 20:40, i umsjön Sigurðar H. Richter. Sérhann um þáttinn hálfsmánaðarlega, á móti örnólfi Thorlacius. Þættir þessir hafa hlotið verðskuldaða athygli enda eru þeir vel tir garði gerðir. Að þessu sinni er efni þáttarins frá V-Þýzkalandi, og eru það 11 stuttar kvikmyndir, sem verða sýndar. Er það óvenjulegt að þvi leyti að hingað til hefur efni þáttarins yfirleitt verið frá Bretlandi, Frakklandi og Bandarikjunum, en erfitt - hefur ver- ið að fá efni frá öðrum löndum, sórstak- lega frá Austantjaldslöndunum. Mynd- irnar, sem i kvöld eru sýndar, eru sem hórsegir: I. Þyrlulending að næturlagi. 2. Tölvustýrð slökkvistöð. 3. Sviffluga með breytilegt vænghaf. 4. Hengijárn- brautir. 5. Kæliturnar. 6. Magaaðgerð með lasergeislum. 7.Hreinsun oliubrák- ar. 8. Knattspyrnurannsbknir. 9. Bylgjumæling. 10. Mengun sjávar. 11. Brtiarsmiði. Buxur, sem fram- leiða peninga! Útvarp Útvarp í kvöld klukkan 17:10 Útvarpssaga barnanna „Drengurinn i gullbuxun- um” eftir Max Lundgrer er á dagskrá ófvarpsins i dag klukkan 17:10. Verð- ur þetta annar lestur Olgu Guðr'unar Árnadóttur, sem einnig er þýðandi sögunnar. Blaðið hafði tal af Olgu, og spurði hana nánar Ut i efni sögunnar, og höfundinn, Max Lund- gren. „Sagan fjallar um 13 ára dreng frá Lundi i Svi- þjóð, sem býr hjá föður sinum, sem er mjög drykkfeldur og sórkenni- legur, en þó mjög góður maður. Einn góðan veð- urdag, uppgötvar dreng- urinn, að hann getur dregið hundrað krónu seðil upp Ur vasanum, hvenær sem hann vill. Drengurinn stofnar þá leynilegt fyrirtæki með föður sinum, sem veltir mörgum milljónum á dag, en rekstur fyrir- tækisins er harla sér- kennilegur, og er pen- ingaeyðsla þeirra feðga eftir þvi. Fyrirtæki feðg- anna er ólöglegt, en hlust- andinn verður að dæma um það, hvort aðfarir þeirra eru siðferðislega jákvæðar eða neikvæð- ar”. Við spurðum Olgu um hennar álit á sögunni. „Sagan er eins og vel skrifaður reifari, og fer spennan vaxandi eftir þvi sem á lesturinn liður. Sagan á að gerast fyrir 10 til 15 árum siðan, en höf- undurinn er nUtima skáld, sem skrifar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Max Lundgren er viður- kenndur höfundur, sem stenzt allar bókmennta- legar kröfur, jafnt sem leikritaskáld og skáld- sagnahöfundur”. Að lok- um sagði Olga GuðrUn Árnadóttir, að önnur bók Max Lundgren væri væntanleg á markaðinn hér á landi, og er hUn framhald bókarinnar „Afram Hæðagerði”, sem er barnabók. Olga Guðrún Árnadóttir. Útvarp Miövikudagur 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Árna Gunnarssonar og Sveins H. Skúlasonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miödegissagan: „Fingra- mál” eftir Joanne Greenberg. Bryndis Viglundsdóttir les þýð- ingu sina (5). 15.00 Miðdegistónleikar. Dvorák- kvartettinn og félagar i Vlach- kvartettinum leika 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Drengurinn i gullbuxunum” cftir Max Lundgren. Olga Guð- rún Árnadóttir les þýðingu sina (2). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Út atvinnulifinu. Rekstrar- hagfræðingarnir Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngur. Guðrún A. Simonar syngur, Guðrún Kristinsdóttir leikur á pianó. b. Þrjr dagar á Gotlandi. Þóroddur Guðmundsson flytur ferðaþátt, siðari hluti. c. „Helga Jarlsdóttir” — kvæði cftir Davið Stefánsson. Elin Guðjónsdóttir les. d. „Suður með sjó”.Séra Gisli Brynjúlfs- son flytur frásöguþátt eftir Er- lend Magnússon frá Kálfatjörn. e. Um íslenska þjóðhætti Arni Björnsson cand. mag. talar. f. Kórsöngur. Kirkjukórinn á Sel- fossi syngur ættjarðarlög, Guðmundur Gilsson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Fóstbræð- ur” eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Jóh. Smári þýddi. Þor- steinn ö. Stephensen leikari les (17). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Kjarval” eftir Thor Vilhjálmsson. Höfundur les (16). 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. SJónvarp 18.00 Björninn Jógi. Bandariskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sög- um eftir Monicu Dickens. Mis- lit hjörð. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 18.50 Gluggar. Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.15 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Nýjasta tækni og vísindi. 1 þættinum verða sýndar 11 stuttar, vestur-þýzkar kvik- myndir. Meðal efnis: Tölvu- stýrð slökkvistöð, Hengijárn- brautir, Knattspyrnurannsókn- ir, Brúarsmiöi. Umsjónar- maður Sigurður H. Richter. 21.10 Columbo.Nýr, bandariskur sakamálamyndaflokkur um leynilögreglumanninn Columbo. Aðalhlutverk Peter Falk. Þýðandi Jón Thor Har- aldsson. ‘22.25 „Eigi skal gráta”.Heimildamynd um list- málara, sem geta ekki beitt höndunum við listsköpun sina. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.45 Dagskrárlok. I’lnsiox liF PLASTPOKAVE RKSMIOJA Sfrnar 82A39-82A55 Vefndgöföom 6 Bo* 4064 — Roykjavik Pípulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hatnartjar&ar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 Onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Lífverðir forsetans Tilræðin tvö við Ford forseta hafa orðið til þess, að almenning- ur vestra krefst þess að forsetinn dragi úr ferðum sinum og undr- ast, að leyniþjónustan skuli ekki gæta hans betur. I fyrstu harðneitaði Ford for- seti að nokkuð gæti hrætt sig frá að hitta kjósendur sina, en nú hef- ur hann greinilega ákveðið að auka allar varúðarráðstafanir og takmarka kosningafundi. Það verður ekki svo auðvelt fyrir leyniþjónustuna að reka af sér slyðruorðið, sem á henni hefur verið eftir morðið á Kennedy for- seta. David Macdonald deildar- stjóri i fjármálaráðuneytinu, sem veitir þjónustunni forystu hefur orðið að standa fyrir svörum frá þingnefnd. Þingnefnd hefur verið falið að kanna betur störf þjón- ustunnar. P'jölmiðlar, sem hingað til hafa ráðizt harkalega að FBI og CIA eru einnig farnir að skipta séí af lifvörðum forsetans: Hinar furðulegu aðstæður, sem voru við tilræði Sara Jane Moore við forsetann eru að áliti sumra afleiðing alvarlegs skorts á sam- vinnu alrikislögreglunnar og venjulegrar lögreglu. Moore,sem hefur unnið fyrirFBI semnjósnaði meðal vinstri manna, hótaði óbeint að drepa forsetann i viðtali við lögregluna i San Francisco og var handtekin fyrir að vera með byssu án byssuleyfis daginn fyr- irárásina. Hún var spurð — og henni sleppt — af leyniþjónust- unni. Önnur ástæða fyrir gagnrýninni á leyniþjónustuna er sú, að Sara Moore og hin tilræðiskonan á Lynette Alice Fromme fyrirfund- ust ekki á hinum margumtalaða lista stofnunarinnar yfir 47 þús- und hugsanlega ofbeldismenn. Það vottar fyrir kaldhæðni i þeirri gagnrýni, að lifverðirnir gæti forsetans ekki nægilega vel. Þegar mótmælin gegn striðinu i Viet Nam voru sem áköfust var leyniþjónustan gagnrýnd fyrir framkomu sina við mótmælendur og íyrir að hafa um hálfa milljón manna á skrá. Það er aðeins i Columbiu, sem leyniþjónustan hefur heimild til að handtaka grunaða menn án dómsúrskurðar. 1 öðrum fylkjum er aðeins unnt að handtaka til- ræðismanninn eftir að hann hefur gert tilraun til að ráðast á forset- ann, en lagasetningar fylkja Bandarikjanna eru i miklu ósam- ræmi innbyrðis. t San Francisco var frk. Moore tekin fyrir að bera byssu án byssuleyfis, haldið inni meðan forsetinn var á kosninga- fundi i Sacramento, og sleppt sið- an. Leyniþjónustan var fyrst stofn- sett af fjármálaráðuneytinu til að koma upp um peningafalsara, en sett til að gæta forsetans 1901 þar sem hún var þá eina alrikisstofn- unin þessa eðlis. Fátt hafði verið gert til að vernda lif forsetans til ársins 1901, en þá var þriðji for- setinn myrtur á 37 árum — Willigm McKinley, en á undan honum voru myrtir þeir Abraham Lincoln 1865 og James A. Garfield 1881 — það var þvi augljóst að þeir þurftu lifverði. Það eru liðin tólf ár frá morðinu á Kennedy forseta og leyniþjón- ustunni hefur smám saman vaxið afl. 450 starfsmenn þá eru nú 1,380 og fjárveitingin fór úr $5,8 mill- jónum i $ 95 milljónir. Nú á leyni- þjónustan ekki aðeins að vernda forsetann, fjölskyldu hans og varaforsetann, heldur og fram- bjóðendur til forsetaembættis, fyrrverandi forseta og fjölskyldur þeirra, ekkjur fyrrverandi for- seta uns þær giftast aftur, börn fyrrverandi forseta til 16 ára aldurs, þjóðhöfðingja, sem heim- sækja Bandarikin og fulltrúa Bandarikjanna i rikiserinda- gjörðum erlendis. Lifverðirnir stóðu i stykkinu með að koma forsetanum fljótt og vel á auðveldan stað eftir, að morðtilraunin hafði verið gerð. Allar hugsanlegar varúðarráð- stafanir eru teknar áður en for- setinn fer i ferðalög. Viku áður en hann á að leggja af stað fara hóp- ar manns á staðinn, velja leiðina, sem farin skal, ákveða hvar hver lifvörður skuli standa og hve marga menn þurfti að taka með. Þessi hópur getur beðið lögregl- una á staðnum eða alrikislögregl- una um aðstoð við gæzlu á ákveðnum svæðum. Leyniþjón- ustan hefur verið gagnrýnd mjög fyrir mistök sin viðvikjandi frk. Moore. Lifverðirnir, sem umkringja forsetann — yfirleitt tylft manna — eru æfðir i að vera sifellt á sin- um stað, að vernda forsetann i hvivetna, en gefa honum um leið færi á þvi að heilsa fólki með handabandi. Yfirleitt gætu fjórir til sex lifverðir bifreiðar forset- ans, sem er skotheld að öllu leyti, bæði billinn sjálfur, gluggar og hjólbarðar. Leyniþjónustan kannar ná- kvæmlega öll hótunarbréf til for- setans. Sérlegar ráðstafanir hafa verið gerðar til að gæta forsetans betur eftir að þyrla lenti óvænt á túninu við Hvita húsið. Fyrir ári réði leyniþjónustan hóp sálfræðinga og geðlækna tii að finna tilvonandi árásarmenn. Afleiðingar morðtilraunanna tveggja hafa orðið þær, að fyrir- tækinu hefur verið skipað ,,að auka aðstoð sinavið leyniþjónust- una og starfsmenn hennar”. Álit leyniþjónustunnar beið mikinn hnekki við Watergate- hneykslið, en þar kom i ljós, að þær 17 milljónir dala, sem nota átti til gæzlu á sumarbústað Nix- ons forseta fóru til ýmiss, sem ekkert átti við slikt skylt. Garð- stólar, garðyrkjumenn, skraut- púðar. ijósker og allt viðhald var greitt með þessu fé. Leyniþjón- ustan blandaðist enn meira i Wat- ergate-hneykslið, þegar i ljós kom, að sumir starfsmenn þar áttu að safna heimildum um frambjóðendur Demókrata. Það var undir verndarvæng leyni- þjónustunnar, sem hinar frægu segulbandsupptökur Nixon voru gerðar. Það hefur enn ekki tekizt að úrskýra 18 1/2 minútna þögn á þeim. f siðasta skiptið, sem leyniþjón- ustan komst i sviðsljósið var. þegar Warren-nefndin hélt áfram rannsóknum sinum á morði Kennedys forseta. Leyniþjónust- an var sýknuð af ábyrgð á dauða forsetans, þvi að eins og nefndin sagði: „er óliklegt að unnt sé að koma algjörlega i veg fyrir alla þá hættu, sem steðjað getur að forsetanum á ferðum hans inn lendis og erlendis. Lifvörðunum er ennfremur gert erfiðara um vik með þvi, að forsetarnir vilja ógjarnan gera þær varúðarráð- stafanir, sem gætu hindrað þá i störfum sinum eða komið i veg fyrir, að þeir fái að sjá og hitta þjóðina.” Ef til vill kemst þingnefndin i ár að einhverjum holum i varnar- netinu, en það er óliklegt að skoðun þeirra verði mjög ólik áliti Warren-nefndarinnar — „að full- komið varnarkerfi er hvorki heppilegt né mögulegt.” Ráð gegn ökuþreytu: Hafið epli í bílniun Ávaxtaræktendur, sem rækta epli, reyna að reka áróður og gefa skólabörnum i Danmörku þau eins og hvert annað „góðgæti”. Það fylgir með „plagat”, sem á stendur: „Eitt epli á dag, kemur meltingunni i lag”. Eplin eiga að koma i veg fyrir, að sýklar setjist að i tönnum og meltingafærum. Þar er m.a. mælt með þvi, að bilstjórar noti þau gegn öku- þreytu. Þvi er haldið fram, að þrúgu- sykurinnihald eplisins komist beint inn i blóðrásina og hressi manninn um leið. Það gefur vist lika góð áhrif á andlitsvöðvana að tyggja epli, auk þess sem lyktin verður betri en af tannburstun. Það er vist betra að taka með sér epii en flöskur i bilnum og svo er það þetta gamla og góða: — „Epli á dag, kemur meltingunni i lag!” Réttur mannsins til að svipta sig lífi Þegar guðfræðingar fóru að ræða afgerandi siðalögmál hegðunar manna um 1960, töluðu þeir aðallega um frjáls- ara kynlif. Fljótt bættist þó ann- að við og það var dauðinn sjálf- ur, sérlega réttur hvers einstak- lings til að deyja með sóma. Það hefur verið mikið skrifað i islenzk blöð um unga stúlku i Bandarikjunum, sem haldið er lifandi með alls konar tækjum, þó að hún hafi beðið varanlegar heilaskemmdir og yrði aldrei annað en lifandi „kál”, ef hún fengi meðvitund aftur. Dómstóll i Bandarikjunum neitaði for- eldrum hennar leyfis til að lofa henni að deyja. Páfinn neitaði einnig, en heimilispresturinn samþykkti. Nú verða vandlætarar að berjast bæði við fræðikenningar og forna skilgreiningu á dauða af eigin völdum eða hægfarandi dauðdaga meðan tæki halda lifi i hinum dauðvona. Flestir vandlætarar hafa litið sem ekkert um hægfara dauð- daga að segja, en allir hatast þeir við sjálfsmorðin. Það er kallað sjálfsmorð, þegar t.d. dr. Henry P. Van Dusen, þekktur guðfræðingur, og kona hans kusu heldurað deyja saman, en deyja ellidauða sittí hveru lagi. Sjálfsmorð eða morð Sögulega séð hefur ekki verið litið á sjálfsmorð sem siðferði legan rétt i Gyðings- eða krist- inni trú, sérstaklega af þvi að á. þaö er litið sem brot á fimmta boðorðinu, sem Móses fékk á Sinai-fjalli: Þú skalt eigi mann deyða. 1 báðum trúarbrögðun- um er litið á sjálfsmorð sem morð og þvi var þeim, sem féllu fyrir eigin hendi neitað um kristilega greftrun. Stjórnvöld voru alveg jafn- harðneskjuleg og kirkjuvöld. Það var ekki fyrr en 1823, sem þau lög voru afnumin i Eng- landi, „að sá, sem ræður sjálf- um sér bana skal grafinn utan vegar og rekinn staur gegnum hjarta hans.” 1870 voru afnumin þau lög, að allar eigur sjálfs- morðingjans tilheyrðu rikinu. Riki eins og Bandarikin neita enn að greiða liftryggingu, ef hætta er á að hinn látni hafi framið sjálfsmorð. Það hafa ekki öll þjóðfélög litið á sjálfsmorð sem guðfræði- lega afbökun á bókstafnum eða geðbilun. Innan margra þjóð- bálka Eskimóa var álitið rétt fyrir aldrað fólk að fara út og frjósa i hel, svo að hinir yngri gætu norið matarins. Japaninn, sem framdi sjálfmorð, þegar fyrirtæki hans seldi mat til flug- vélar, sem 143 félagar fengu væga matareitrun af, hegðaði sér samkvæmt fornri og viður- kenndri trúar- og menningar- hefð. Þó skal það viðurkennt, að sú hefð er ekki höfð i jafnmikl- um heiðri lengur. Hinir svokölluðu heiðingjar i Grikklandi og Róm að fornu ræddu einnig um vandamál sjálfsmorða. Heimspekiskólar t.d. i Róm héldu þvi fram, að - sjálfsmorð væru lögleg i vissum tilfellum. Ein algengasta ástæðan var talin ellihrörleiki. Kristnir menn gátu lika valið um sjálfsmorð á köflum. Á 17. öld i Brittanny gátu ólæknandi sjúklingar framið óbeint sjálfs- morð með þvi sem nefnt var hinn „Helgi steinn”. Fjölskyld- an safnaðist saman, guðsþjón- usta var haldin og elzti lifandi ættingi sjúklingsins henti stór- um steini i höfuð sjúklingsins og gerði út af við hann þannig. Bæði Gyðingatrú og kristin trú heimilar sjálfsmorð undir vissum kringumstæðum . Kaþólska kirkjan heimilar t.d. sjálfsmorð við tilraun til nauðg- unar. Gyðingar virða verjendur Masada, sem frömdu sjálfs- morð árið 72, fremur en falla i hendur Rómverja. Yfirleitt hafa bæði gyöingar og kristnir litið á sjálfsmorð, sem móðgun við þjóðfélagið — uppreisn gegn valdi guðs eins á lifs og dauða. Syndlaus dauði Af og til hafa menn mótmælt þessum staðhæfingum. I byrjun sautjándu aldar, skrifaði enski presturinn og skáldið John Dunne, afsökun á athæfi sjálfs- morðingja og heldur þvi fram, að ekki sé nauðsynlegt, að sár- þjáðir sjúklingar þurfi að þjást endalaust. Nýlega skrifaði Francis Simon biskup á Indlandi grein þar sem hann benti á nauðsyn þess, að einstaklingar, sem byggju yfir mikilvægum rikis- leyndarmálum gætu ljóstrað þeim upp við pyndingar og þar með valdið föðurlandi og lands- búum óendanlegu tjóni. Innan Bandarikjanna hefur slikum leyniþjónustumönnum verið af- hent eiturlyf eins og U-2 flug- manninum Francis Gary Powers. Vitanlega kaus hr. Powers ekki að gleypa hylkið sitt. Undanfarin ár hafa vandlæt- arar farið að hugsa um sjálfs- morð á læknisfræðilegan máta og komizt að róttækum niður- stöðum. Einn slikra manna er Daniel C. Maguire, sem áður starfaði við Kaþólska háskólann i Bandarikjunum, en er nú guð- fræðiprófessor við Marquette háskólann, Jseúitaskóla i Mil- waukee. Marguire hafnar þeirri hugmynd, að allt sjálfsmorð sé morð. Hann segir, að stundum séþað grimmd ein að binda ekki enda á óendanlegar þjáningar, sem hljóti að leiða til dauða. Lfknarmorð séu siðferðilega réttlætanleg. Það sama sagði dr. John C. Bennett, þekktur mótmælanda guðfræðingur og fyrrum for- maður guðfræðideildar við bandariskan háskóla, um sjálfs- morð dr. og frú Van Dusens. „Ég veit, hvernig I pottinn var búið og telþau hafa breytt rétt.” Það er þó vafasamt, að menn fái að velja dauðadag sinn sjálf- ir á næstunni. Undirstaða guð- fræðikenninga um sjálfsmorð- ingja og rétt þeirra er enn óstöð- ug og stjórn- og kirkjuvöld eru enn mjög andstæð sliku. Hitt getur svo verið, að al- menningur fái stjórnvöld til að heimila dauða þeirra, sem deyj- andi eru, hvort eð er og engir læknar geta bjargað. Frá 1969 hefur Sjálfsmoröingjafélag Bandarikjanna fengið rúmlega hálfa milljón erfðaskráa „lif- andi manna” — manna, sem lýsa þvi yfir, að þeir vilji ekki, að læknavisindin haldi þeim á lifi. „Menn eru sifellt hræddari við þessi tæki, sem láta mann tóra lengur en þörf krefur,” segir frú Elizabeth Halsey, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins. „Gamalt og fárveikt fólk vill fáað deyja i friði —heima.” angarnrir ■MMMMMaaM Teppahreinsun Hreinsum gólfteppi og húsgögn I hcimahúsuni og fjrirtœkjum. Eruin meft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Útvarps.og sjónvarpsviðgeröir AKvöld og helg- _ arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aftra. SJÓNVARPS- VIÐGERDIR Skúlagötu 26 — simi 11740. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 Dúnn í GlflEÍIDflE /ími 84200 // V " // Kasettuiftnaftur og áspilun. \\ i [ [ fyrir útgefcndur hijómsveitir. | l l kóra og fl. Laitift ti'bofta. )} \\ Mifa-tónbond Akureyri JJ \VP0sth. 631. Simi (96)22136 AJ T-Þfe TTILISTINNI—-rv-- T-LISTINN ER - inngreyptur og þclir alla veðráttu. | ‘TL- T-LISTINN A: út ihurðir svalahurðir hjaraglugga og 'w veltiglugga ~-.f CtuognsmiOJan |_ L Ufemúto 20 - Sim. M?}0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.