Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 3
Ur þingsetningarræðu Benedikts Gröndal, formanns Alþýðuflokksins: Islenzk stjórn- mál í óvissu I upphafi 36. flokksþings Al- þýöuflokksins, sem sett var að Hótel Loftleiðum sl. föstudags- kvöld og lauk á sunnudag, flutti formaður flokksins, Benedikt Gröndal, ræðu þar sem hann vék að megin verkefnum flokks- þingsins og ræddi stöðu og stef nu Alþýðuflokksins. Eftir að hafa rætt flokksmálin vék Benedikt Gröndal að ástandi efnahags- mála. Fer sá hluti ræðu hans hér á eftir: Siðastliðinn áratug átti Alþýðuflokkur- inn hlut að rikisstjórn samkvæmt meiri- hlutavilja i flokknum, þótt sitthvað væri eðlilega umdeilt. Þetta langa stjórnar- timabil — hið lengsta i sögu lýðveldisins gekk á ýmsu i efnahagsmálum. Það var góðæri og mikil uppbygging, sérstaklega sildveiðiflotans — og lifskjör fóru ört batnandi. En það gekk einnig yfir kreppa með aflabresti og verðfalli, þegar gripa varð til harðra ráðstafana og atvinnuleysi hélt innreið sina. En allt þetta timabil var traust stjórn, sem þjóðin gat ekki annað en viðurkennt, hvort sem menn voru henni sammála eða ekki. Og i efnahags- málum er þetta ómælanlega traust mikils virði. Þegar þessu stjórnartimabili lauk, var allt á uppleið eftir kreppuna 1966—69. Þrátt fyrir það taldi þjóðin rétt að skipta um rikisstjórn og gerði það með alþingis- kosningunum 1971. Vinstri stjórnin svo nefnda, tók við öllu á uppleið. Flokkar og menn þeirrar stjórnar höfðu verið lengi i stjórnarand- stöðu, og þá langaði án efa til þess að gera mikið á skömmum tima, og sýna yfir- burði yfir þá gætnu og ábyrgu menn, sem landinu höfðu stjórnað. Það er orðin slitin plata að tala um „veizlu" vinstri stjórnarinnar. Hinu verð- ur ekki komizt framhjá, að þessi stjórn missti vald á hinum vandmeðförnu efna- hagsmálum Islendinga. Það var á siðasta skeiði rikisstjórnar Ölafs Jóhannessonar, sem efnahagsmál þjóðarinnar fóru alger- lega úr böndum — verðbólga margfaldað- ist, gjaldeyrissjóðir gengu til þurrðar. Þar er meinsemdarinnar fyrst og fremst að leita. þar finnum við skýringar og lær- dóma varðandi þau ósköp, sem nú dynja yfir okkur. Þetta er lærdómsrikt að hafa i minni. Núverandi rikisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og F'ramsóknarflokks er, eins og reyndustu foringjar islenzkra jafnaðar- manna, svo sem Emil Jónsson, hafa fyrir löngu bent á, sú hin versta stjórnarsam- steypa, sem fyrir getur komið. t henni dragast fram öfl sérhagsmuna i báðum flokkum, þannig að hin frjálslyndari öfl hverfa i skuggann. Þetta hefur reynslan þegar sannað okkur. Núverandi rikisstjórn hefur verið veik og ráðalitil frá upphafi. Hún hefur að visu mikinn þingmeirihluta, en eindæma sundrað stuðningslið sem illt er að treysta á og forysta stjórnarflokkanna sýnilega ræður ekki við. Efnahagserfiðleikarnir Ég þarf ekki að lýsa fyrir ykkur, skyn- sömum og hugsandi þingfulltrtíum, þeim erfiðleikum, sem þjóðarbúið á við að etja, og rikisstjórnin hefur staðið svo ráðlaus gegn. Þið þekkið þau mál eins vel og ég. Fyrst af öllu mun ég þö telja hina hættu- legu þróun i viðskiptum okkar við um- heiminn. Öll metum við fjárhagslegt sjálfstæði tslendinga meir en nokkuð ann- að og erum reiðubúin til fórna til að bjarga þvi. Siðasta stjórn, sem Alþýðu- flokkurinn tók þátt i, lyfti þjóðinni upp úr sifelldum gjaldeyrisvandræðum i það sjálfstæði að eiga jafnan nokkurn gjald- eyrisvarasjóð. Honum hefur nú verið eytt, þjóðin lifir frá degi til dags á erlendu láns- féog sifelltaukast lántökur til langs tima, sem munu krefjast stórfjár i vexti og af- borganir innan skamms tima. Hér er um að ræða efnahagslegt sjálf- stæði tslendinga, sem við megum aldrei glata. Það er freistandi að yppta öxlum og látast ekki skilja þær hættur, sem að steðja. Nýfundnaland glataði sjálfstæði sinu i heimskreppunni, varð aftur ný- lenda, en hvarf svo inn i annað riki. Nú er um það rætt i fréttum dagsins, að stór- borgin New York sé að verða gjaldþrota. Hvað má þá segja um smáþjóð, sem er eins og nokkrar götur i New York. Hættu- merkið er, þegar við getum ekki lengur staðið i skilum með lán — eða verðum að taka ný lán til að greiða eldri lán, eins og þegar gerist á innlendum lánamarkaði rikisins. Fyrr en varir getur svo farið, að það verði ekki tslendingar heldur ráða- menn alþjóðlegra lánastofnana eða er- lendra banka, sem munu raunverulega stjórna islenzku efnahagslifi. Þetta er hin alvarlega hætta. Hvernig hefur ríkisstjórnin brugðizt við hinum alvarlega gjaldeyrisvanda innan- lands? Svar við þeirri spurningu sýnir einn mesta veikleika þessarar stjórnar. Hún segir að visu, að gjaldeyrisnotkun hafi minnkað nokkuð, en það hefur þá ein- göngu gerzt með almennri minnkun á kaupmætti landsmanna, sem auðvitað kemur mjög misjafnt niður. Almenningur — allur þorri launþega — hefur dregið saman seglin, en við vitum um alla hina, sem ekki hafa þurft þess með. Rikisstjórnin hefur haldið dauðahaldi i þá hugmynd, að ekki megi setja neins konar takmarkanir um stuttan tima á innflutning ónauðsynlegrar vöru —■ nema þá litsjónvarpstæki. Þetta sýnir veikleika stjórnarinnar gagnvart innflytjendum, heildsölunum, og Ölafur Jóhannesson, formaður Framsóknar, hefur talað eins og ihaldsjaxl um þessi mál, þegar hann hefur óttast að stjórnarstólarnir væru i hættu. Hagsmunir einnar auðugustu og sterkustu stéttar landsins eru hér látnir ráða stefnunni gegn augljósum hagsmun- um þjóðarheildarinnar — vafalaust af þvi að þessi stétt sér Sjálfstæðisflokknum fyr- ir peningum. Verðbólga og sjálfstæði Veröbólgan er öllu meira áberandi sjúkdómseinkenni á efnahagslifinu, þvi að hún minnir á sig i hvert sinn, sem hús- móðir fer i búð eða húsbóndi dregur vesk- ið úr vasa sinum. Oft hefur verið fullyrt, að ekkert þjóðfé- lag geti varðveitt frelsi sitt til lengdar með meira en 20% verðbólgu. Við tslend- ingar höfum langa þjálfun af 10—12% verðbólgu, og það telst til kraftaverka, hve lengi við höfum lifað af um og yfir 50% verðbólgu. Slik þróun þekkist aðeins i Suður-Ameriku, en þar hefur ekki farið mikið fyrir frjálsum þjóðfélögum, eins og við þekkjum þau. Ég þarf vart að orðlengja um hættuleg- ar afleiðingar hinnar miklu verðbólgu. Hún setur rekstur fyrirtækja og stofnana úr skorðum, oggetur fyrr en varir dregið til samdráttar þeirra og atvinnuleysis. Það er ills viti, er voldugar rikisstofnanir geta varla staðið við launagreiðslur, eins og komið hefur fyrir. Sjómenn sigla skip- um i land vegna of lágs fiskverðs til skipta — en frystihús loka vegna of hás fisk- 'verðs. Það er engan veginn auðvelt að stöðva svo mikla verðbólgu, sem hér hefur verið. Hún lifir á sjálfri sér, magnast takmarka- laust. Ýmislegt má þó gera, meðal annars stöðva allar sjálfvirkar hækkanir, sem eru hvað hættulegastar. Styrkja má raun- hæft verðlagseftirlit, þvi að tiðar breyt- ingar verða eins og skriða, sem ekkert fær stöðvað. Ef verðbólgan heldur áfram að aukast, getur hún komizt á það stig, að engin leið sé til að snúa niður af hinum stöðuga snúningi upp á við, og verði að gripa til þess að skipta algerlega um gjaldmiðil, en þá verður auðvitað að gera ýmsar aðr- ar ráðstafanir um leið, sem yfirleitt verða fyrst og fremst á kostnað hinna almennu neytenda. Þannig fór óðaverðbólgan i Þýzkalandi 1924, eitt helzta dæmið á Vest- urlöndum um verðbólguævintýri. Það varð að setja i umferð algerlega nýtt rik- ismark, og eru ótaldar þær fórnir, sem sú þróun kostaði allan almenning. Efnahagsvandræðin hér á landi eru komin langt umfram það stig, að unnt sé að gera einfaldar tillögur til úrbóta, eða nokkuð eitt geti breytt miklu. Margt verð- ur að koma til samtimis og þjóðin verður án efa að fórna miklu til að tryggja efna- hagslegt sjálfstæði sitt, sem ríkisstjórnir Ólafs Jóhannessonar og Geirs Hallgrims- sonar hafa stofnað i alvarlega hættu. Lögð hefur verið fyrir þetta flokksþing tillaga um ályktun um þessi efni, að visu stutt, eins og slikar ályktanir verða að vera, ef nokkur á að fást til að lesa þær, en gagnorö og efnismikil engu að siöur. Alþýðuflokkurinn leggur megin áherzlu á náið samstarf við verkalýðshreyfinguna i þessum málum sem öðrum, er launþega varða. Hvað þá hlið málanna snertir, hef- ur undanfarið ár verið ágætt og mjög gagnlegt samstarf innan flokksins, þar sem þeir hafa átt mestan hlut að máli rit- ari flokksins, Björn Jónsson, og vararitari Karl Steinar Guðnason, svo og flokks- menn I forystuliði ýmissa verkalýðsfé- laga, sem freistandi væri að telja upp, en yrði of langt mál. Þökk sé þeim öllum, þetta samstarf er eitt af þvi, sem Alþýðu- flokkurinn var stofnaður til að rækja. Hvað gerist með landsstjórnina? tslenzk stjórnmál eru i dag háð mikilli óvissu. Margir spá þvi — með ýmsum og athyglisverðum rökum — að rikisstjórnin geti ekki lifað lengi. Aðrir segja, að tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar hafi ekki ráð á að gefast upp við lands- stjórnina eftir svo skamma samvinnu, hvað sem á gangi. Ég legg þvi rika áherzlu á, að við ein- beitum okkur að innra starfi Alþýðu- flokksins og uppbyggingu hans i öllu fé- lagslegu — og flokkslegu starfi til að vera við öllu búin. Þetta snertir margt, sem ég hef þegar rætt, en það snertir öðru frem- ur hina einstöku flokksmenn og flokksfé- lögin um land allt. Mörg þeirra eru i raun og veru dauð — eða ekki til nema að nafni til. Þessu verður að breyta. Hin stærri og betri félög þurfa að auka starfsemi sina, framar öllu fræðslustarf, af þvi að unga fólkið þekkir að sjálfsögðu ekki fortiðina, en þarf að vita, hvernig Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin eru til komin og hver þróun þeirra hefur verið. Við verð- um að leggja rika áherzlu á fræðslustarfið og reynslan af fræðslufundum Alþýðu- flokksfélags Reykjavikur nú fyrir skömmu sýnir okkur, hversu vel sliku starfi er tekið. Hugsjónin lifir - flokkurinn lifir Það hcfur verið hreyfing á Alþýðu- flokknum i seinni tið, lif i flokknum, sem sannar, að hann er ennþá og mun lialda á- fram að verða meiri háttar stjórnmálaafl á islandi. Það hefur verið mikið um fundi og er- indarekstur um allt land, þótt enn séu gloppur i þvi starfi. En sjáið bara stefnu- skrá kvenfélaganna okkar i málefnum barna, sem þær afgreiddu á ráðstefnu i Munaðarnesi og þið hafið i frumriti i möppum ykkar. Það hafa kornið fram á vegum Alþýðu- flokksins fjölmargir ungir menn og ungar konur, sem hafa vakið þjóðarathygli. Lit- ið á ungu menninga, sem i sjónvarpi og hljóðvarpi hafa gagnrýnt þjóðskipulag okkar og barizt fyrir nýrri, pólitiskri sið- væðingu. Litið á konurnar okkar, til dæm- is ræðuna á Lækjartorgi. t.itið á fjölda hinna ónefndu fclaga. sem i sterkri trú á jafnaðarstefnuna vinna um land allt að þvi að gera Aiþýðuflokkinn að voldugu afli i islenzkum þjóðmálum. Þessi yngri kynslóð er von okkar. Við, sem höfum þegar eytt langri ævi i margs konar störf fyrir flokkinn munum halda þvi áfram, en það gleður okkur að sjá þessa endurnýjun. Flokkurinn lifir, af þvi að hann hefur aldrei átt meira erindi til islendinga en nú — og við höfum baráttufólk og baráttu- vilja til að gegna hlutverki okkar. Þess vegna er ég bjartsýnn um framtið Alþýðuflokksins og spái þvi, að hlutur hans i islenzku þjóðlifi eigi eftir að stór- vaxa á næstu árum. Mcð þessum lokaorðum bið ég ykkur að nota þetta aukaþing vel og gera það að merkum áfanga i gagnsókn jafnaðar- stefnunnar á islandi gegn ihaldi og auð- hyggju, gegn spillingu og órétti i þjóðfé- lagi okkar. Lifi frelsi, jafnrétti og bræðra- lag. Lifi jafnaðarstefnan. KRÓNUTÖLUHÆKKUN KAUPS ÁN HLIDARRÁÐSTAFANA ÓRAUNHÆFAR - FRAMHALD AF FORSÍÐU Ieggja höfuðáherzlu á, að með einhverju móti verði hafður hemill á verðhækkunum: Takist það ekki, er óhugsandi að einu sinni sé hægt að viðhalda núverandi lifskjörum, hvað þá að bæta þau.” Alþýðublaðið hafði samband við Davið Scheving Thorsteinson, form. Félags isl. iðnrekenda og spurði hann álits á hugmyndum þeim, sem komið hefðu fram i viðtalinu við Björn Jónsson. Davið sagði m.a.: ,,Ég er fullkomlega sammála þvi, sem fram kemur hjá Birni Jónssyni, að vandinn verði ekki leystur með kauphækkunum einum. Það er ekki hægt að leggja meira á drógina heldur en hún dregur. Þegar við erum búnir að hlaða yfirbyggingu, sem. hesturinn, sem heitir fram- leiðsla,, stendur ekki undir, þá gefum við honum tuggu til að reisa hann við og þessi tugga heitir gengisfelling.” Blm.: ,,Er þá ekki hægt að halda óbreyttum kaupmætti launa?” D.S.Th.: Það er vissulega mjög óraunhæft vegna þess að allt sem gert hefur verið siðan i febrúar 74 hefur farið á ógæfuhlið fyrir þessa þjóð. Það er þvi vonlaust að koma með kauphækkanir.sem ekki eru studdar i aukinni framleiðslu. Það er aðeins eitt ráð til að auka kaupmáttinn og það er að auka framleiðsluna. Iðnaður þróast ekki með byltingu, heldur með hægfara þróun. Þessi hugsunar- háttur hefur þvi miður ekki verið fyrir hendi hér og þvi fer sem er. Þessi mikla fjárfesting, sem hefur átt sér stað á siðustu árum er i raun hrein lifskjara skerðing og það er ekki við þvi að búast að almenningur sætti sig viö það endalaust. Björn Bjarnason hjá Iðju var I höfuðatriðum sammála þvi, sem fram kom i viðtalinu við Björn Bjarnason, lagði áherzlu á, að umræddur kaupmáttur 1974 hefði aðeins varað i augna- blik, eins og reyndar er tekið fram i viðtalinu við forseta ASl. Björn Bjarnason benti á að strax 1. marz hefði komið hækkun á landbúnaðarvörum, sem dregið hefði úr þessari aukningu. Hækkunin var sem sagt aldrei raunveruleg.” Björn Bjarnason taldi að atvinnurek- endur myndu eins og fyrri daginn visa ábyrgðinni frá sér og þvi væri nauðsynlegt að rikisvaldið kæmi þarna inn i, og það væri einmitt það sem Björn Jónsson ætti við þegar hann talaði um stjórnmálalegar aðgerðir. ,,Ég er fullkomlega sammála Birni Jónssyni um það, að menn verða að finna einhverjar aðrar leiðir en beina hækkun i krónutölum, þvi að það fer nú alltaf svo að verð- bólgan bitnar þyngst á þeim lægst launuðu, en hverjar þær leiðir eru er ég ekki maður til að segja eins og er,” sagði Björn Bjarnason. Július Kr. Valdimarsson hjá Vinnumálasambandi samvinnufélaganna sagðist ekki vera tilbúinn að tjá sig fullkomlega um málið, enda væri það varla timabært, þar sem ekki væri enn farið að ræða um það. Hann taldi óraunhæft að vitna til kaupmáttar launa i febrúarsamningunum ’74, enda hefði sá kaupmáttur með öllu verið óraunhæfur. „Þetta fer náttúlega eftir þvi hvaða punkti við byrjum á. Ef maður talar um kaupmáttinn sem náðist ’74 þá er hægt að segja, að það vanti svo og svo mikið upp á miðað við það. En hvað var raunhæft? Það er spurningin. Svona stórt bii, sem þarna er veriðað tala um, þ.e. 25-30%, er algerlega óraunhæft. Það er augljóst að það er ekki hægt að ná þessu bili i einum áfanga. nema þá að það leiddi til áfram- haldandi verðbólgu og vixlverk- ana á alla kanta," sagði Július Kr. Valdimarsson að lokum. Miðvikudagur 19. nóvember 1975. Alþýðublaðið e

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.