Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 19.11.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Er á meðan er! Niðurstaðan af viðræðum við brezku sendinefndina um samninga vegna fisk- veiðilögsögu fslendinga sýnist nú liggja fyrir á þann veg, að um frekari viðræður verði naumast aö ræða. Það skal fúslega játað, að þetta munu hafa orðið flestum vonbrigði. Afstaða Breta virðist flestum furðu- leg, enda þótt rétt sé að hafa það i huga, að við eigum máske erfitt með að kveða upp hlutlausan dóm. Ef litið er samt á málið i ljósi þeirrar framvindu sem við blasir, er ekki annað sýnna en við stöndum nú á þröskuldi þess, að efna- hagslögsaga strandrikja veröi ákveðin og staöfest 200 milur, eða að miðlinum milli landa, þar sem svo stendur á. Bretar hafa lýst þvi yfir, að verði þessi niðurstaða samþykkt á framhaldi haf- réttarráðstefnunnar á næsta ári, muni þeir auðvitað virða þá samþykkt! Þá ættu þeir ekki annars kost en að axla sin skinn og hypja sig af Islandsmiðum fyrir fullt og allt. Hér er þvi aðeins um að ræða örstuttan gálgafrest, sem allt eins getur runnið út fyrir miðju næsta árs. Þegar þess er svo gætt, að fremstu visindamenn þeirra i haf- og fiskirann- sóknum hafa viðurkennt, að álit fiski- fræðinga okkar á ástandi fiskistofna á tslandsmiðum sé rétt, verður enn furðu- legra, að hið forna heimsveldi skuli krefjast stórrar hlutdeildar i matar- skammti smáþjóðar. Ekki verður þetta á neinn hátt hugnanlegra þegar þess er gætt, að þessi sama smáþjóö fórnaði fjölda dýrmætra mannslifa, til þess að færa þeim mat i siðustu heimsstyrjöld! Við stöndum nú frammi fyrir þvi, að okkur er hótað hernaðaraðgerðum fyrir það eitt að vilja vernda lifsmöguleika okkar i framtiðinni. Hvað sem um laga- klásúlur er að segja, sem Bretar vilja skjóta sér bakvið, er nokkuð til sem heitir neyðarréttur. Þann rétt eigum við i rikum mæli. En hvað sem um þátt Breta er að •segja, er þó enn eftir okkar hlutur. Það hefur nú loks komið i ljós, að islenzk stjórnvöld hafa boðið nokkuð vænan skammt af veiðimöguleikum hér á mið- unum. Flestum Islendingum mun finnast, að i þessu efni hafi verið gengið ótrúlega langt. Þess er enn að gæta að Lokasprett- inn með reisn! ekki er vitað, aö til þessa hafi stjórnvöld haft neitt formlegt umboð. Vera má að ráðamenn þykist standa báðum fótum i jötu um að afla þess umboðs siðar, vegna mannmargs þingliðs. En allt um það er aðferðin ámælisverð i hæsta lagi. Þótt Bretar hafi með þrákelkni sinni bjargað þvi sem bjargað varð fyrir rikisstjórnina með þvi að þekkjast ekki þetta rausnarboð, stendur eftir, að boðið kom fram. Þegar hingað er komið verðum við nú að meta aðstöðu okkar til þessara mála og hugleiða næsta skref. Enginn vafi leikur á þvi aö hin siðferðilega aðstaða okkar ergóð. Hún byggist á þvi að við erum að verja möguleikana á lifi okkar og k Eftir Odd A. Sigurjónsson framtið. En komi til valdbeitingar af hálfu útlendinga hér á miðunum er aðstaðan auðvitað öll önnur. Þar höfum við ekki i fullu tré við einn eða neinn. Við eigum að visu einn góðan „bandamann” ef svo mætti segja þar sem er Vetur konungur. Hann kann að verða veiði þjófum og öðrum ofbeldisseggjum þungur i skauti. Ekki þarf heldur að draga það i efa, að varðskipaflotinn okkar, þó litill sé, lætur ekki sitt eftir liggja. Ef við litum á allar samþykktir landsmanna i þessu máli, sem daglega hafa hrannast upp, er þjóðin einhuga. Henni er auðvitað ljóst, að ekki er bolmagn til að afstýra ráni og ofbeldi. En henni er lika jafnljós munurinn á þvi að lúta höfði og sam- þykkja ranglætið, eða neita frekari afarkostum með fullri djörfung og taka afleiðingum af þvi, hverjar sem þær verða. Þvi miður verður ekki sagt, að mikil reisn hafi verið yfir okkar athöfnum hingað til og trúlega höfum við i augum margra landsmanna verið nærri þvi að tapa orrustunni. En þó svo hafi farið, er enn timi til að vinna nýja orrustu. Það er á okkar valdi að vinna hina siðferðilegu. Þar er taflstaðan okkur i hag og hún er meira virði en þó við verðum að þola, að upp séu slitnar nokkrar þorskkindur með valdi og ofbeldi þar til réttur okkar verður endanlegá staðfestur. I< IK Sjálfsmorð Maður nokkur i Hanover i V- Þýzkalandi, 56 ára gamall, sem hafði hikstað stanzlaust i tvö ár framdi sjálfsmorö, að þvi er lög- regluyfirvöld þar gáfu skýrslu um. Hann hoppaði út um glugga á sjúkrahúsinu. Læknar reiknuðu það út er þeir fréttu af sjálfsmorði sjúklingsins að hann hefði á þessum tveim árum, sem hann var til meö- ferðar, hikstað 36 milljón sinnum siðan hann gekk undir magaskurð i nóvember 1973. Allar tilraunir lækna og aðsend ráð alls staðar að úr heiminum komu að engu gagni. Hann gat ekki hætt að hiksta. Sjúklingurinn var reyndar kominn heim til sin af sjúkra- húsinu og var sifellt að reyna að aðlagast hikstanum, en það gekk ekki, svo hann tók ofskammt svefnlyfja til að reyna að binda endi á lif sitt. Það uppgötvaðist og hann var fluttur á sjúkrahús. Þar var dæltupp úr honum, og um leið og hann vaknaði hikstaði hann. Þá var honum nóg boðið og hann hoppaði út um gluggann af annarri hæð, en fallið nægði til þess að hann lézt af völdum þess. * Nýtt landnám Gordon Cooper, bandariski geimfarinn, hefur nú spáð þvi að áður en langt um liður verði mannkynið farið að nema land á tunglinu vegna offjölgunar hér niðri. Hinn 48 ára gamli ofursti, sem stjórnaði Mercury og Gemini geimskipum á siðasta áratugi sagði á blaðamannafundi i Sidney i Ástraliu nýverið að sú stund væri skammt undan að fólk settist að þarna uppi. Cooper, sem vinnur hjá Walt Disney fyrir- tækinu sagði að yfirvöld á jörð- inni neyddust til þess arna vegna fólksfjölgunar, og fyrstu tungl- nemarnir myndu búa undir plast- hjálmi og rækta jurtir sólarmegin á tunglinu. PAUL McCARTNEY, bitillinn fyrrverandi, ætlaði til Japan á dögunum, en fékk þá að vita, aö dóms- málaráðuneytið þar i landi liti á hann sem óæski- iegan gest. Gat hann þvi ekki fengið vegabréfs- áritun. Ástæöan er sú, að hann hefur áður fengið dóm fyrir að hafa haft fikniefni i fórum sinum, en japönsk yfirvöld lita það nú mjög alvarlegum augum. FJalla-Fúsri AC>M-tN GJAr- pAiboi -sió KEHOe ENG.IMK) UUJGA© TIL AP SPlUv \JIQ UAWKJ PoKER. STJORNUBÍÓ Sími selja, eða vanhagar um - og svarar vart Kostnaöi að auglýsa? Ástfangnar konur •Women in Love' Mjög vel gerð og leikin, brezk átakamikil kvikmynd, byggö á einni af kunnustu skáldsög- um hins umdeilda höfundar S.H. Lawrence „Women in Love” Leikstjóri: Ken Kusscll Aöalhlutverk: Alan Kates, Oliver Reed, Glenda Jackson, Jcnnie Linden. ISLENZKUR TEXTi Bönnuö yngri en 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Bíórin IÁSKÓLABÍÓ sm,i zzuo S.P.Y.S. Einstaklega skemmtileg brezk ádeilu- og gamanmynd um njósnir stórþjóöanna. Brezka háöið hittir i mark I þessari mynd. Aöalhlutverk: Ponald Suther- land, Elliott Gould. tSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sfðasta sinn. tlÝJA m Sím. .1546. ÓNABÍÓ Simi :tl IM2 HAFNARBIÓ Hörkuspennandi og fjörug ný bandarisk litmynd um afrek og ævintýri spæjaradrottning- arinnar Sheba Baby sem leik- in er af Fam (Coffy) Grier. ÍSLENZKUK TEXTI. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. ■AUGARASBÍÓ simi~ Emmanuelle Heimsfræg ný frönsk kvik- mynd i litum gerö eftir skáld- sögu meö sama nafni eftir FTmmanuelIe Arsan. Leikstjóri: Just Jackin. Mynd þessi er allsstaöar sýnd meö metaösókn um þessar mundir i Evrópu og viöa. Aöalhlutverk: Sylvia Kristell Alain Cuny, Marika Green Enskt tal. tSLKNZKUR TEXTI. Stranglega bönnuö innan 16 ára. Nafn skirteini. Sýnd kl. 6, B og 10. Miðasalan opin frá kl. 3. Ævintýri Meistara Jacobs Sprenghlægileg ný frönsk skopmynd meö ensku tali og islenskum texta. Mynd þessi hefur allsstaöar fariö svo- kallaöa sigurför og var sýnd meðmetaösókn bæöi i Evrópu og Bandarikjunum sumariö 1974. Aöalhlutverk: Luois Pt F'unes. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ný karate-mynd i litum og cinemascope meö tSLENSKUM TEXTA Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 7 og 11. Barnsránið rsn THE fiLACh WINDMILL A UNIVERSAl. RELEASF Bönnuö börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 9. EHGINK ER ILLA SÉDUR, SEN GENCUR MED ENDURSKINS tfERKI Karatebræðurnir mmmm r.oio- (s Þá hefur Alþýðublaðið lausnina: ÓKEYPIS SMÁAUGLÝSINGAR, sem er okkar þjónusta við lesendur blaðsins. » Alþýðublaðið Miðvikudagur 19. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.