Alþýðublaðið - 20.11.1975, Side 1

Alþýðublaðið - 20.11.1975, Side 1
alþýdu 225. TBL. - 1975 - 56. ÁRG. FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER Ritstjórn Siöumúia II - Sfmi 81866 I Borgarnes sótt heim. Frásagnir og viðtöl á bls. 4, 5, 6 og 7 VERÐ- STÖÐV- REYND? Akvæði laga um verðstöðvun verða frá og með deginum i dag tekin föstum tökum samkvæmt fréttatilkynningu frá viðskipta- ráðuneytinu. Vegna þessarar samþykktar rikisstjórnarinnar hefur við- skiptaráðuneytið beint þeim til- mælum til verðlagsnefndar og allra ráðuneyta, er fjalla um verðákvarðanir, að ekki verði á þessu timabili heimilaðar verð- hækkanir nema i fáum undan- tekningartilfellum. 1 frétt við- skiptamálaráðuneytisins segir orðrétt: 1. Ekki skal hækka verð á vöru eða þjónustu frá þvi sem það var 20. nóvember 1975, sbr. þó 2. lið hér að neðan. Jafnframt skal óheimilt, ef það er kaup- endum i óhag, að breyta þeim afsláttarreglum og greiðslu- kjörum, sem i gildi voru 20. nóvember 1975. Ef hafin er sala á nýrri vöru eða þjónustu, má ekki verð- leggja hana hærra en verð var á hliðstæðri vöru og þjónustu þann 20. nóvember 1975. 2. Þrátt fyrir ákvæði 1. tl. tel- ur ráðuneytið að heimila megi i eftirfarandi tilvikum fyrirtækj- um að taka inn i verð þær kostn- aðarhækkanir, sem sannanlega hafa orðið eftir 20. nóvember 1975: a) Framleiðslufyrirtæki. Heimila má að taka inn i verð þá upphæð, sem nauðsynleg er til að standa undir hráefna- hækkunum. b) Þjónustufyrirtæki. Heimila má að hækka þjón- ustu, sem svarar þeirri upphæð, sem nauðsynleg er til að standa undir hækkun þess efniskostn- aðar, sem ér i þjónustunni. c) Verzlunarfyrirtæki. Heimila má að hækka vöru- verð, sem svarar hækkun á inn- kaupsverði. Eigi skal heimila hækkun álagningar i hundraðstölu frá þvi, sem hún var 20. nóvember 1975. Hækki aðflutningsgjöld vegna verðhækkana samkvæmt heim- ild f liðum a-c hér að framan, má heimila þá hækkun inn i verð vöru og þjónustu. Fyrirtækjum, sem óska eftir hækkunum, samanber liði a-c, ber að leggja fyrir viðkomandi verðlagsyfirvöld verðútreikn- inga með nauðsynlegum fylgi- skjölum til rökstuðnings beiðn- um sinum. Ráðuneytið hefur einnig ritað öllum ráðuneytum, sem fjalla um verðákvarðanir, og óskað þess, að ítrustu varkárni verði gætt i verðlagningu og að engar verðákvarðanir verði teknar nema i samráði við viðskipta- ráðuneytið.” Einnig hefur ráðuneytið i dag ritað öðrum ráðuneytum svo- hljóðandi bréf: „Ráðuneytið sendir hér með ljósrit af bréfi sinu tif verðlags- nefndar, dags. i dag. t samræmi við það vill ráðu- neytið mælast til þess við ráðu- neytið að ftrustu varkárni verði gætt i sambandi við ákvarðanir um heimildir til verðhækkana, og að haft verði samráð við þetta ráðuneyti hverju sinni, áð- ur en slikar ákvarðanir verða teknar.” Verður milljon króna halli á svæðamótinu? Likur eru á að halli á svæða- mótinu i skák sem nýlokift er i Reykjavik, verði allt að einni miíljón króna. Uppgjör hefur ekki farið fram endanlega og t.d. liggur ekki ljóst fyrir hvað sala minjagripa gefur af sér, en sala aðgöngumiða var nokkurn veginn eftir áætlun. Að meðaltali voru seldir 150 miðar á hverja umferð. Jókst aðsókn mikið þegar leið á mótið og reiknað var með að Friðrik Ólafsson kæmist áfram á milli- svæðamót. Það var Skáksamband ls- lands sem stóð að mótinu ásamt Taflfélagi Reykjavikur og binda þessir aðilar miklar vonir um að sala á minjagripum haldi áfram og komi þannig i veg fyrir það tap sem nú blasir við. Sótt var um styrk til Reykjavikurborgar en borgarstjórn sá sér ekki fært að verða við beiðninni. FREIGÁTURNAR INN FYRIR í DAG? VARÐSKIPIN GEFA ENGAN GRIÐ Þrjú verndarskip Breta sigldu inn fyrir 200 mflna mörkin i gær og eru stödd djúpt út af Austf jörö- um. Þar er meginhluti brezka togaraflotans að veiðum en varð- skip hafa séð til þess að hann fær ekki neinn frið til veiða. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, sagði i við- tali við Alþýðublaðið i gærkvöldi, að koma verndarskipanna breytti litlu sem engu stöðunni á miðun^ um. Verndarskipin hefðu ekki meiri ganghraða en varðskipin og Bretum yrði ekki sýnd nein mis- kunn. Endurbótum á óðni er að ljúka og kemst hann i gagnið áður en langt um liður. Brezku togaraskipstjórarnir eru mjög óánægðir og heimta flotann sér til verndar, enda geta þeir ekki kastað vörpunni án þess að varðskip sé komið á staðinn og hóti klippingu ef ekki verður hift upp þegar i stað. Brezku skip- stjórarnir hafa hlýtt fyrirmælum varðskipsmanna og þvi orðið litið úr veiði undanfarna daga. Brezk- ar freigátur biða fyrir utan 200 milna mörkin og óstaðfestar fréttir hermdu seint i gærkvöldi að þær myndu sigla inn fyrir mörkin i dag og taka að sér vernd brezka togaraflotans. Kæreyingar og Belgar hafa haldið uppi veiðum innan 50 milna eftir þvi sem þeir hafa get- að, en varðskip hafa stuggað við togurunum eftir þvi sem hægt er. Skipstjórar frá fyrrgreindum þjóðum og Bretum heyja nú taugastrið við skipherra islenzku varðskipanna og reyna veiðar allt hvað af tekur ef varðskip hverfur úr augsýn. Fyrir fiskiþingi liggur nú greinargerð f iskveiðilaga- nefndar til umfjöllunar. Nefndin var á sinum tima skipuð samkv. lögum nr. 102/1973 og skyldi verksvið hennar vera að hafa samband við sjómenn og út- vegsmenn um land allt og móta siðan drög að tillögum um breytingar á áðurnefndum lög- um, að fengnum tillögum sam- taka og hagsmunasamtaka sjó- manna og útvegsmanna. Nefndin hóf störf með þvi að skrifa þessum samtökum og biðja um viðtækar upplýsingar varðandi þetta helzt: Stjórnun veiða, viðmiðunarlinur tog- veiða, stærðartakmarkanir skipa á togveiðum og öðrum veiðum, átthagasjónarmið i sambandi við ýmsar veiðiað- ferðir og einkarétt ibúa lands- hluta til veiða á ákveðnum svæðum eða tilteknum fiskiteg., dragnót-flotvarpa-botnvarpa og bönneða takmarkanir á þessum veiðarfærum, veiðieftirlit og friðunarsvæði, möskvastærð, annað er til greina gæti komið. Nefndin ákvaö að stafna aö allsherjarfundi fulltrúa allra landshluta til að ná samstöðu ef unnt reyndist um nýja löggjöf og ákvæði reglugerða, sem gilda skyldu fyrir næsta ár. Fundir voru haldnir á helztu verstöðvum kringum landið og samstarfsnefndum komið á laggir fyrir hvern landshluta, sem i áttu sæti fulltriíar sjó- manna, útvegsmanna, vinnslu- stööva, formanna fjóröungs- sambanda og deilda Fiski- félagsins. Þegar starfsskýrslur þessara aðila bárust, kom i ljós ágrein- ingur um ýmsa þætti málsins, einkum um efni reglugerða, eins og vænta mátti, en þó reyndist allviðtæk samstaða um þýðingarmikil atriði. Þar kom helzt til: Fiskveiði- lögfjögin ætti að vera rúm, eða frjálsleg rammalöggjöf-reglu- gerðir endurskoðaðar árlega i samráði við hagsmunaaðila og að fengnum tillögum Hafrann- sóknastofnunar og Fiskifélags- ins. Veruleg samstaða um breytingar á lágmarksstærð landaðs fisks, endurskoðun ýmissa möskvastærðarákvæða, verndun uppeldis hrygningar- stööva og fyrirkomulag eftirlits og löggæzlu, menn voru sam- mála um að einfalda þyrfti kerfi leyfisveitinga til veiða, en vildu ekki gripa til slikra ákvæða til stjórnunar, néma annað væri þrautreynt áður. Þá komu fram tillögur um breytt fyrirkomulag botnvörpuveiða smærri skipa um stærðarflokkun og svæða- skipan. Frumtillögur nefndarinnar um breytingar á nú gildandi lögum og reglum: 1. Dregin verði ný grunn- eða viðmiðunarlina umhverfis Framhald á bls. 4. Samkvæmt siðustu fréttum hóta brezkir togaraskipstjórar að sigla skipum sinum heim ef flot- inn verður ekki kominn þeim til varnar innan þriggja daga. Sem fyrr segir, hefur Alþýðublaðið fengið óstaðfestar fregnir um að brezkar freigátur sigli inn fyrir 200 milna mörkin þegar i dag og i siðasta lagi annað kvöld. Hvorki Landhelgisgæzlan né aðrir, er blaðið hafði tal af i gærkvöldi, vildu staðfesta þessa frétt. Rannsókn verð- iagsmálsins í fullum gangi „Rannsókn uppmælingamáls- ins er haldið áfram, en á þessu stigi gct ég ekki sagt, hvenær henni lýkur,” sagði Sverrir Einarsson, forseti Verðlagsdóms, i samtali við Alþýðublaðið. Nú standa vfir yfirheyrslur i máli verðlagsstjóra gegn Meistarasambandi byggingar- rnanna, vegna gruns uin aö upp- mælingataxti iönaðarmanna liafi verið ofreiknaður um nokkurt árabil. Sverrir Einarsson saka- dómari er forseti Verðlagsdóms, sem fjallar um ntálið og með- dómari er Gunnar Eydal, héraðs- dómslögmaður. t samtali við blaðið i gær sagðist Sverrir ekki skýra frá árangri yfirheyrslna að svo komnu máli, en sem fyrr seg- ir er rannsóknin i fullutn gangi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.