Alþýðublaðið - 20.11.1975, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 20.11.1975, Qupperneq 2
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Umboðið i Árbæjarhverfi er laust til umsóknar frá næstu áramótum. Allar upplýsingar gefur Anna Árnadóttir fulltrúi i sima 14365 frá kl. 10-12 daglega. Umsóknir berist aðalskrifstofu Happ- drættis Háskóla íslands, Tjarnargötu 4, fyrir þann 27. þ.m. AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði verður haldinn i Alþýðuhúsinu, fimmtu- daginn 28. nóvember n.k. íd. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ^AIþýðublaðið Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út í eftirtaldar götur Fteykjavik: Laugarásvegur Hagamelur Noröurbrún Melhagi Austurbrún Múlahverfi Hrafnista Reynimeiur Hafið samband við afgreiðslu Cirenimelur Kópavogur: Álfhóísvegur Nýbýlavegur Auöbrekka Auglýsing um aðal- skoðun léttra bifhjóla í Reykjavík Mánudagur 24. nóv. R- 1 til R- 50. Þriðjudagur 25. nóv. R- 51 til R-100. Miðvikudagur 26. nóv. R-101 til R-150. Fiinmtudagur 27. nóv. R-151 til R-200. Föstudagur 28. nóv. R-201 til R-250. Mánudagur 1. des. R-251 til R-300. Þriðjudagur 2. des. R-301 til R-350. Miðvikudagur 3. des. R-351 til R-400. Fimmtudagur 4. des. R-401 til R-450. Föstudagur 5. des. R-451 til R-500. Mánudagur 8. des. R-501 til R-550. Þriðjudagur 9. des. R-551 til R-600. Skoðunin verður framkvæmd fyrrnefnda daga við bif- reiðaeftirlitiö að BorgartUni 7 kl. 8,45 til 16,30. Bifreiða- eftirlitið er lokað á laugardögum. Sýna ber viö skoðun, að lögboðin vátrygging sé i gildi. Tryggingargjald ökumanns fyrir árið 1975 og skoöunar- gjald ber að greiða við skoðun. Skoðun hjóla, sem eru i notkun i borginni, en skrásett eru i * öörum umdæmum, fer fram fyrrnefnda daga. Vanræki einhver að koma hjóli sinu til skoðunar umrædda daga, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- ferðarlögum og hjólið tekið úr umferð, hvar sem til þess næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Reykjavik, 17. nóvember 1975. Sigurjón Sigurðsson. lalþýðu] wm RÖDD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Landsölumenn vorra tíma Eitthvert mesta stórmál vorra tima eru átökin um eignar- og yfir- ráðaréttinn yfir náttúruauðlind- unum. Landhelgisdeilan fjallar i raun og veru um þetta atriði. Þar er islenzka þjóðin að gera tilkall til eignarráða yfir einni mikilvægustu auðlind landsins, fiskistofnunum á íslandsmiðum. Þar eigum við ekki aðeins i baráttu við erlend stjórn- völd og erlenda fiskimenn, heldur erum við að berjast við gömul og úrelt viðhorf. En baráttan við slik gömul og úrelt viðhorf fer ekki aðeins fram af hálfu islenzku þjóðarinnar við Breta, Vestur-Þjóðverja og aðra. Mjög svipuð átök eiga sér nú stað i okkar eigin landi — milli almennings annars vegar og örfárra einstaklinga hins vegar, sem þykjast sitja uppi með eignarrétt yfir mikilvægum náttúrugæðum s.s. eins og hitanum i iðrum jarðar. Allt frá þvi ísland var numið hefur þjóðin búið ofan á geysistórum kötlum fullum af sjóðandi vatni og firnaorku. Allt fram á vora daga hefur ekki verið unnt að nýta þessar miklu orkulindir að neinu marki, en nú hafa skapazt möguleikar til þess. Þjóðin getur nú nýtt heita vatnið til orkuframleiðslu og sú uppgötvun gæti valdið byltingu i landinu — skipt sköpum um efnalega velferð þjóðarinnar. Þessu má likja við, að þjóðin hafi skyndilega uppgötvað, að ísland sé E1 Dorado — Gulllandið - sem segir frá i gömlum munnmælum. En vart hefur þjóðin gert þessa gleðilegu uppgötvun þegar babb kemur i bátinn. Þvi er sem sé neitað I af nokkrum landsmönnum, að eldurinn i iðrum jarðar sé eign þeirrar þjóðar, sem ísland byggir. örfáir einstaklingar á íslandi halda þvi blákalt fram við samborgara sina, að þeir einir eigi hitann djúpt i iðrum jarðar og ef landsmenn vilji orna sér við þann eld, þá verði þeir að greiða ómældar fjárfúlgur fyrir til nokkurra landeigenda. U ppgötvun- in um að unnt sé að nýta eldinn i iðrum jarðar til orkuframleiðslu hefur sem sé ekki gert þjóðina rika, heldur aðeins örfáa einstaklinga. Þjóðin sjálf er raunar fátækari eftir en áður, þvi lögin, sem hún hefur sett sér, á nú að nota til þess að svipta hana þeim rétti, sem hún hefur aldrei efazt um, að hún nyti — réttinum til sins eigin lands og gæða þess. Og það breytir ekki nokkrum hlut i þessu sambandi þótt þeir örfáu einstaklingar, sem telja sig eiga ísland, fallvötn þess, heiða- lönd, öræfi, jökla, hveri, eldfjöll og jarðhita, geti alls ekki af eigin rammleik nytjað þá varmaorku, sem jörðin geymir og það verði ekki gert nema með sameiginlegu átaki þjóðarinnar. Þessi staðreynd breytir engu um það, að jarðeig- endaauðvaldið — stétt, sem ekki hefur verið til að nokkru marki á íslandi um margra kynslóða bil, en hefur nú skotið upp kollinum — telur sig hafa bæði lagalegan og siðferðis- legan rétt til þess að kref ja þjóðina um endurgjald fyrir hagnýtingar rétt á jarðhita og hefur meira að segja gert kröfu um, að endur- gjaldið verði miðað við ákvarðanir arabiskra oliufursta um verð á oliu. Hér er um siðlaust athæfi að ræða, sem gengur i berhögg við hagsmuni þjóðarinnar. Þvi verður ekki unað, að islenzka þjóðin verði gerð að rétt- lausum leiguliðum i sinu eigin landi. Með lagasetningu verður Alþingi að taka fram fyrir hendurnar á þeim samvizkulausu spekúlöntum sem ætla nú að fara að braska við þjóð- ina um hennar eigið land. BLÖÐIN SEGJA Neytandinn er réttlaus bað liggur við, að hér á landi sé neytandinn algerlega réttlaus. Það er unnt að selja honum skemmda vöru (t.d. kartöflur) án þess að hann fái vörn við komið. Hann kaupir dýr heimilistæki án þess að hafa tryggingu fyrir viðgerðarþjónustu. Engin skylda er að hafa á vörunni upplýsingar um eiginleika eða innihald hennar. Margvísleg þjónusta er rándýr, en sé hún ekki i lagi situr viðskiptavinurinn eftir með sárt ennið og getur engri vörn við komið.Og þannig mætti áfram telja. Skylt er að verðmerkja vöru, en þeirri skyldu er alls ekki framfylgt sem skyldi. Á sviði neytendamálanna er mikið verk að vinna. Viðskipta- ráðuneytið hefur gefið út fyrstu auglýsinguna. um vöru- merkingar. Samkvæmt henni verður skylt að merkja unnar kjötvörur frá miðju næsta ári. Verðlagsstjóri hefur einnig hafið herferð fyrir þvi, að allar vörur verði verðmerktar. En þetta eru aðeins fyrstu skrefin. Mörg fleiri hljóta að koma á eftir. Okkur vantar ný lög, er veiti neytendum aukna vernd. Núgildandi lög um réttmæta verzlunarhætti eru frá 1933 og úrelt orðin, og hið sama er að segja um lög um lausafjár- kaup, sem eru frá 1922. Þau þyrfti einnig að endurskoða. Ég tel einnig, að setja ætti ný lög um lokunartima sölubúða, er tryggðu hagsmuni neytenda, svo að kaup- menn og verzlunarfólk geti ekki samið um styttingu opnunartima verzlana til óhagræðis fyrir neytendur. Æskilegast væri, að lokunartiminn væri frjáls. Sam- tök verzl.fólks gætu samt sem áður tryggt það, að vinnutimi verzlunarfólks yrði ekki ol langur, t.d. með samningum um skiptivinnu. En það er ekki nóg að fá ný lög. Við þurfum einnig öfluga framkvæmdaaðila til þess að fylgjast með þvi, að lögunum sé framfylgt. Og hinn almenni neytandi þarf einnig að vera betur á varðbergi. Ef við litum á verðlagsmálin, verður hið sama uppi á ten- ingnum og á sviði neytenda- málanna. Þar höfum við einnig dregizt aftur úr grannþjóðum okkar og sitjum uppi með úrelt skipulag. Núgildandi verðlagsákvæði einkennast af prósentuálagningu og hámarksverði. Verðlagsnefnd ákveður hver prósentu álagningin skuli vera i heildsölu og smásölu, og gildir hún um nær allar inn- fluttar vörur en hámarksverð er á nokkrum tegundum innfluttra vara svo og á allmörgum inn lendum iðnaðarvörum. Vegna prósentuálagningar- innar hækkar álagningin i krónu- tölu i hvert sinn sem varan hækkar erlendis, jafnvel einnig nú, þegar lög um verðstöðvun eru i giidi. Það getur jafnvel verið hagsmunamál innflytjandans, að varan sé dýr i innkaupi, þar eð þá fær hann hærri álagningu i krónu- tölu. Sýnir það vel, hve kerfi prósentuálagningarinnar er gallað. Auk þess verður það að teljast ranglátt, að innflutt vara með prósentuálagningu hækki sjálfvirkt, er heimsmarkaðsverð hækkar, en innlendar iðnaðar- vörur verði að biða eftir leyfi verðlagsnefndar til þess að fá hækkun vegna t.d. hráefnis- hækkunar. Björgvin Guðmundsson i i>agblaðinu. ML'NIÐ að senda IIOBNINU nokkrar Ifnur. Lta náskrift: IIORNID, ritstjórn Alþýðublaðsins, Sfðumúla II, Reykjavík. Alþýðublaðið Fimmtudagur 20. nóvember 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.