Alþýðublaðið - 20.11.1975, Síða 12

Alþýðublaðið - 20.11.1975, Síða 12
SÚtgefandi: Blað hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- stjóri: Sighvatur Björgvinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Bjarni Sigtryggsson. Auglýsingar og af- greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar 14900 og 14906. Prentun: Blaða- prent hf. Askriftarverð kr. 800.- á mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK (Opiö öll kvöld til kl. 1 I Laugardaga til kl. 12 SeNOIBILASrÖDIN Hf ■ ■■ ■ BBgHBBmnHB Yedrrid Búist er við að i dag hlýni um allt land. Skýjað verður og mun liklega ganga á með slyddu eða snjókomu siðdegis. Hæg austlæg átt verður rikj- andi og kemst hiti i 3—4 stig seinni hluta dags. Gátan 1 VtjOlMfí KYLFUtt KÓlDu ÖHREI* INVI ‘jMfí5/. ‘íróRum 5QPH HimR ÚTT TfíNK ufí OTfíR HDFUÐ BoR(, VIRVI r/L tfftND t-R’RB OH r *ÓÝK /LL 'fí Fl’/K íjóm uÐU lMN tmmHL Sfím 57T MEGUM VIÐ KYNNA Olga Guðrún Árnadóttir er fædd i Reykjavik 31. ágúst árið 1953. Foreldrar hennar eru Finn- borg örnólfsdóttir, húsmóðir, og Arni Egilsson, loftskeytamaður. Olga ólst upp i Kópavogi allt til 12 ára aldurs, en flutti þá til Reykja- vikur, þar sem hún býr nú. Eftir landspróf i Vogaskólanum, fór Olga i M.R., þar sem hún stund- aði námið að miklu leyti utan- skóla, en lokapróf þaðan tók hún árið 1973. Um vinnu sina og fram- haldsnám, hefur Olga þetta að segja. ,,Með menntaskólanáminu vann ég við ýmisleg störf, m.a. starfaði ég hjá útvarpinu, og um- sjónarmaður barnatimans var ég i rúmt ár. Einnig hef ég skrifað og þýtt töluvert fyrir útvarpið, og þá aðallega fyrir börn. Ég byrjaði að stunda framhaldsnám i uppeldis- fræði i Lundi i Sviþjóð, en þurfti að hætta þvi námi fljótlega vegna veikinda. 1 vetur ætlaði ég að fara til Frakklands og læra leikhús- fræði og ýmislegt, sem þvi við- kemur, en ég lagði ekki i að fara þangað, vegna þess að ég haföi ekki alltof mikið traust á náms- lánunum, en án þeirra gat ég ekki farið”. Um áhuga og tómstundastörf sin, sagði Olga. ,,Ég geri töluvert af þvi að skrifa, og þá bæði fyrir börn og fullorðna, og hafa m.a. komið út tvær bækur eftir mig, og ætla ég að ljúka i vetur barnabók, sem ég er þegar byrjuð að skrifa. Píanónám stundaði ég hátt á 6. ár, og spila ég oft ennþá. Nú og svo kemur út i næsta mánuði barnaplata sem ég hef unnið við, ogsyng ég einnig á henni. A plöt- unni eru 15 lög og textar eftir Ólaf Hauk Simonarson, en mest allan undirleik annast Gunnar Þórðar- son”. Að lokum spurðum við Olgu Guðrúnu um hennar álit á barna- bókum þeim sem á markaðnum eru, og sagði hún að 90% þeirra væri að mestu leyti rusl, og merk- ingalaus þvæla. Þótt ekki sé útlit fyrir að breyting verði til batnað- ar, þá er það ósk hennar að svo verði. HEYRT, SÉÐ HEYRT: Að talsverð óánægja sé meðal þeirra rikisstarfs- manna, sem ekki njóta sam- bærilegra hlunninda á við kollega sina i mötuneytis- málum. A mörgum stórum vinnustöðum hins opinbera eru mötuneyti, þar sem fæði er selt á mjög niðurgreiddu verði, en aðrir rikisstarfs- menn, sem sömu eða sam- bærileg störf vinna, njóta ekki sömu hlunninda. Telja þeir siðar nefndu þetta orsaka tals- verðan kjaramun milli sömu starfshópa. FRÉTT: Að mjög harðar umræður hafi orðið á fundi, sem Meistarasamband bygg- ingamanna hélt i fyrrakvöld til þess að ræða nýframkomið frumvarp frá rikisstjórninni um byggingastjóra. Er sagt i greinargerð með frum- varpinu, að Meistarasamband byggingamanna styðji frumvarpið, en mjög margir iðnmeistarar eru andvigir þvi, þar eð þeir telja, að eftir sam- þykkt þess muni iðnmeistarar verða sniðgengnir sem bygg- ingastjórar. HEYRT: Að þótt Eyjólfur Konráð Jónsson hafi fyrir nokkru látið af starfi ritstjóra Morgunblaðsins, sé hann enn mikils ráðandi um skrif þess. Þannig sé það Eyjólfur Konráð, er riti flest Reykja- víkurbréf Morgunblaðsins. VEITT ATHYGLI: Að mikið er rætt manna á meðal um stólræðu, er séra Sigurður Haukur Guðjónsson flutti i útvarpsmessu s.l. sunnudag. Þykir mönnum ræðan hafa verið bæði sköruleg og tæpi- tungulaus úttekt á vanda- málum liðandi stundar. OG HLERAÐ TEKIÐ EFTIR: I Þjóðvilj- anum i gær, að þar lýsir ritari Framsóknarflokksins, Stein- grimur Hermannsson, þvi yfir, að hann sé i grund- vallaratriðum á móti samningum við útlendinga um veiðar innan landhelginnar. Það leynir sér ekki i viðtalinu, að Steingrimur er andvigur þvi tilboði, sem rikisstjórnin gerði Bretum um heimild til þess að veiða 65 þús. tonn i islenzkri fiskveiðilögsögu. HEYRT: Á förnum vegi um frumvarp Sigurðar Björg- vinssonar, varaþingmanns Alþýðubandalagsins, um að rækta upp og varðveita kyn islenzks forystufjár: „Þingmenn hljóta allir að samþykkja frumvarpið hans Sigurðar um að varðveita forystusauðina. Þeim hlýtur að renna blóðið til skyldunnar.” ER ÞAÐ SATT, að slæm fjár- hagsstaða sveitarfélaganna stafi fyrst og fremst af þvi, að ráðamenn sveitarstjórna á hverjum stað hafi færzt ol mikið i fang á kosningaárinu 1974 til þess að laða til sin atkvæði? 0RVAR HEFUR 0RÐIÐ M Það vill vist oft verða svo að þegar sett er upp sérstakt kerfi til þess að gera kerfið einfaldara, þá verður niðurstaðan þver- öfug. Svo virðist raunin ætla að verða á um hið svonefnda póstgirókerfi, sem jú átti að auðvelda alla kerfisþjónustu varð- andi innheimtur og þann- ig spara margfaldan til- kostnaðinn. Vissulega virðist póstgirókerfið hafa auðveldað fólki að mun að inna af hendi greiðslur á ýmsum gjöld- um. Hitt er aftur á móti t verra, að greiðslurnar virðast stranda einhvers staðar i kerfinu og ekki koma fram. Fer þá hagn- aðurinn af kerfinu að verða heldur en ekki vafasamur — þvi það er jú ekki endilega höfuðat- riðið að menn geti borgað sin gjöld á mörgum stöð- um. Æskilegt er ekki sið- ur, að greiðslan komi til skila. Nú á dögunum gerðist það, að hvorki meira né minna en 1800 giróseðlar — kvittanir fýrir greidd i afnotagjöld af útvarps- tækjum — misfórust i kerfinu með þeim afleið- ingum, að jafn margir skilvisir útvarpsnotendur fengu send lögveðsbréf vegna gjalda, sem kerfið sagði, að þeir hefðu ekki greitt, þótt þeir hefðu i höndum viðurkenningar um að hafa staðið i skil- um. Hvað veldur? Skýr- ingar hefur að visu verið reynt að gefa, en þær skýringar eru heldur en ekki óskýrar. Meginatriði málsins er, að eitthvað það hefur gerzt, sem alls ekki átti að geta gerzt — með þeim afleiðingum að sjálfsögðu, aö kerfið hef- ur lamið saklaust fólk ut- an með lögtakshótunum. Ekkert stanz var á þvi. Lögveðsbréfin komust skjótt og snarlega til skila, þótt greiðsluviður- kenningarnar hafi strandað. Enginn flösku- háls þar. Og svo ypptir kerfið bara öxlum og seg- ir: „Sorry Stina”. „Allt tómur misskilningur, lasm. Forláttu, lasm. Einhver obbolitill hlykk- ur á linunni, lasm. Kemur ekki fyrir aftur, lasm. ör- ugglega ekki, lasm. Ha, ha, ha, lasm. Bara brosa, lasm, hlæja, lasm. Ha, ha, ha”. Hvi ekki að útfæra þessa dæmalaust hag- kvæmu einföldun á kerf- inu t.d. með þvi að krefja menn um sektargreiðslur fyrir umferðarlagabrot með póstgiróseðlum. Þá væri hægt að stinga skila- mönnum i steininn alveg óvart. Hefja þjóðflutn- inga á Litla-Hraun vegna þess, að 1800 seðlar hefðu týnzt i kerfinu. Væri það ekki sniðugt, lasm. Bros- legt, lasm. Ha, ha, ha, lasm. FIMM á förnum vegi Hvernig eigum við að svara Bretum ".. " 1 * landhelgismálinu ? Viðar Olsen, byggingatækni- fræðingur: Það á að stugga við togurunum, alveg þar til að það er orðið of dýrt fyrir þá að stunda útgerð við íslands- strendur. Hallgrfmur Hallgrimsson, bil- stjóri: Þaö á bara að sýna þeim i tvo heimana, og beita byssun- um og klippunum alveg hik- laust, ef þeir láta ekki segjast. Það á alls ekki að semja við þá. Óskar Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri: Það á að halda settumarki,ogstugga við þeim, eins og nú er gert, og beita • klippunum, ef ástæða þykir til, en ekki að skjótaá þá. Margeir Jóhannsson, forstjóri: Viö eigum að minnka kvótann niður i 50 þúsund tonn, og ekki tala við þá fyrr. A meðan þeir ekki sætta sig við það, þá er al- veg sjálfsagt að skera aftan úr þeim vörpuna. Smári Valgeirsson, blaðamað- ur: Við eigum að sýna þessum Bretum,hvar Davið keypti ölið, og hlaða byssurnar, og brýna klippurnar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.