Alþýðublaðið - 03.12.1975, Síða 1
235. TBl. - 1975 - 56. ARG.
MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER
Ritstjórn Siöumúla II - Sími 81866
OPNA UM REYKINGARMAL
Ályktanir frá sambandsstjórnarfundi ASÍ
- Sjá bls. 5
ipréttir
Handbolti
Lifrin enginn
aufúsugestur
í togurunum
MEDAN TAIAÐ ER UM EFNAHAGSVANDA --
Millj ónaverðmæ tum |
er fleygt í sjóinn!
„Það hefur gengið treglega hjá
okkur að fá sjómennina til að
hirða lifrina, en auk þess má
kenna okkur sjálfum að einhverju
leyti um það, hve illa gengur að
ná ,i hráefnið til lifrarniður-
suðunnar,” sagði Guðmundur
Þóroddsson hjá lagmetisiðju
Sildarvinnslunnar á Neskaupstað
i samtali við Alþýðublaðið, en
eins og Alþýðublaðið hefur skýrt
frá þá, eru nægir markaðir fyrir
niðursoðna lifur, en erfitt er fyrir
niðursuðuverksmiðjur að fá sjó-
menn til að hirða fisklifrina, og er
lifur, milljónaverðmætum,
beinlinis kastað i sjóinn algerlega
ónýttri. „Ástæðan fyrir litilli lifr-
arniðursuðu hjá okkur „sagði
Guðmundur „er þó ekki einungis
vegna tregðu sjómanna við að
hirða hana, heldur kemur þar
fleira til. Lifrin, sem kemur af
grunnmiðum héðan er mjög
ormamikil og fer mikil vinna i
hreinsun hennar og þvi spurning,
hvort vinnslan skili arði, þegar
mikill ormur er i lifrinni.”
Þá sagði Guðmundur að i fyrra
hefðu þeir reynt að fá togarana á
staðnum til að hirða lifrina, en sú
viðleitni hefði ekki borið árangur.
Sömu sögu væri að segja um sam-
skipti lagmetisiðjunnar við trillu-
sjómenn. Litið væri gert út af
linu-og netabátum á Norðfirði, en
þess konar bátar kæmu með fisk-
inn óaðgerðan að landi og gætu
niðursuðuverksmiðjur þá fengið
lifrina hjá fiskvinnslustöðvunum.
„Ég vil taka skýrt fram, að
eflaust má kenna okkur um lélega
framkvæmd við öflun lifrarhrá-
efnisins, en ekki einungis áhuga-
leysi s j ó m a n n a ,”s a g ð i
Guðmundur Þóroddsson enn-
fremur. „Við höfum þó alls ekki
gefist upp og munum reyna að fá
togarana hér á staðnum til að
hirða lifrina i vetur, einum og
hálfum sólarhring áður en þeir
Árekstur vid
bæjardyrnar
Um klukkan 19 i gærkvöldi óku
saman sendiferðabifreið og ungur
maður á bifhjóli. Varð árekstur-
inn svo til beint fyrir framan lög-
reglustöðina við Hverfisgötu. Ök
sendiferðarbifreiðin suður
Rauðarárstig og ætlaði þvert yfir
Hverfisgötu. Hins vegar varð
bifreiðarstjórinn ekki var við
bifhjólamanninn, ungan Frakka,
með þeim afleiðingum að ökutæk-
in skullu harkalega saman.
Samkvæmt upplýsingum frá
Slysarannsóknardeild lögregl-
unnar fótbrotnaði ökumaður
bifhjólsins. Vegna sársaukans i
fætinum og tungumálaerfiðleika
hefur ekki verið unnt að taka
skýrslu af Frakkanum, og er þvi
enn ekki ljóst, hvort hann var á
leið austur eða vestur Hverfis-
götu. ökutækin skemmdust að
vonum mismikið, vart sér á
sendiferðarbifreiðinni en bifhjólið
er illa farið.
landa, auk þess sem við munum
einnig leita eftir aðstoð trillu-
bátanna við hráefnisöflunina,”
sagði Guðmundur að lokum.
í Garðinum, hjá Fiskiðju
Suðurnesja, er soðin niður lifur i
talsvertstórum stil, og virðist svo
sem hráefnisskortur sé þar ekki
eins tilfinnanlegur og viða annars
staöar á landinu. Blaðið hafði
samband við Ólaf Geirsson,
framkvæmdastjóra Fiskiðj-
unnar, og spurðist fyrir um lifrar-
suðuna. „Við höfum fengið lifur
frá fiskvinnslustöðvum i Grinda-
vik, Sandgerði og viðar hér á
Suðurnesjum, þegar gert er að
fiskinum i landi, en það er leyfi-
legt frá október fram i mai. Eru
það þá aðallega linu- og
netabátar, sem leggja að og
lifrarhráefnið útvega.
Ólafur kvað aðalvandamálið
ekki vera hráefnisleysi, heldur
hitt, hve misjafn fiskurinn væri,
þvi nauðsyn bæri til að lifrin væri
ný, þegar hún væri soðin .niður.
Um afköst Fiskiðju Suðurnesja
sagði Ólafur: „Ef miðað er við
Frh. á bls. 11
Reisir ASI
heilsustöðvar?
Komið hefur ffl tals að Alþýðu-
orlof, i samvinnu við ferðaskrif-
stofur norrænu alþýðusam-
takanna, reisi heilsustöðvar hér á
landi fyrir verkafólk, væntanlega
i Hveragerði. Frá þessu er m.a.
skýrt i frétt af sambandsstjórnar-
fundi ASl á bls. 5 i blaðinu i dag.
Þrengir að í prentiðn
STEFNIR AÐ
ATVINNULEYSI
1 tilefni frétta af uppsögnum
prentara hér i borginni hafði
blaðið samband við Ólaf Emils-
son, formann Hins islenzka
prentarafélags, og spurðist fyr-
ir um atvinnuhorfur þeirra, sem
að prentiðn vinna. Hann sagði:
„Atvinnuhorfur manna i prenf-
iðn eru ekki góðar þessa stund-
ina. Þaðeru nokkrir prentarar á
biðlista eftir vinnu i sinni iðn-
grein, en þeir eru nú sem stend-
ur i annarri vinnu. Astæðurnar
til þeirra erfiðleika, sem prent-
smiðjurnar eiga nú i, eru marg-
ar, en ein sú helzta er, að mörg
opinber fyrirtæki, bæði á vegum
rikis og bæja, hafa nú tekið i
þjónustu sina tæki, sem vinna
þau verk, sem prentsmiðjum
voru áður falin. 1 sumum tilfell-
um er um að ræða tæki, sem
prentsmiðjurnar hafa ekki get-
að eignast fjármagnsins vegna,
en opinber fyrirtæki hafa hins
vegar átt þess kost.
Hér er um að ræða tæki, sem
ýmist heyra til iðju eða iðnaði.
Ef um er að ræða venjulega fjöl-
ritara þarf ekki faglært fólk til
að annast vinnu við þá, en ef
hins vegar er um að ræða offset-
fjölritara, þá er um að ræða
tæki, sem heyra prentiðnaðin-
um til.
„Okkur er kunnugt að i ýms-
um opinberum stofnunum er
ófaglært fólk við þessi tæki, en
ætti að vera faglært.
Þessi mál eru nú i athugun”
sagði Ólafur Emilsson.
t framhaldi af þessu má geta
þess að prentmyndagerð ein i
borginni sagði upp öllu starfsliði
sinu nýverið, en réði flesta til
starfa aftur. Uppsagnirnar virt-
ust vera gerðar i þeim tilgangi
að losna við hluta starfsmann-
anna.
Þá hefur blaðið haft spurnir af
þvi að prentari sagði upp vinnu
sinni i prentsmiðju einni, vegna
þess að hann átti i erfiðleikum
með að vinna eftir þvi vakta-
fyrirkomulagi, sem haft er i
prentsmiðjunni. Hann hefur
siðan gengið milli prentsmiðja i
borginni i leit að vinnu, sem
byði upp á fastari og reglulegri
vinnutima en án árangurs, og er
viðkomandi nú atvinnulaus.
Það er engu likara en að sú
spá, sem Þjóðhagsstofnun birti
nú á dögunum i um horfur i at-
vinnu málum, sé að rætast, en
þar var atvinnuleysi spáð hér á
landi með eftirfarandi orðum:
„Þjóðarframleiðsluaukningin
1976 verður minni en nemur
náttúrulegri fjölgun á vinnu-
markaði”. Það þýðir á mæltu
Samdrátturinn misjafn eftir atvinnuqreinum
ÁSTANDIÐ EINNA VERST
í BYGGINGARIDNADINUM
i lok siðasta mánaðar sendi
Þjóðhagsstofnunin frá sér yfirlit
yfir það, sem liðið er af árinu,
og jafnframt er reynt að
skyggnast nokkuð inn i framtið-
ina, þ.c. til næsta árs. Tilgang-
urinn með þessari spá, segir i
fjölrituðu hefti þar um, er að
gera það kleift að skoða málefn-
in öll i samhengi þjóðarbúsins
og auðvelda inat á áhrifum
ákvarðana, sem teknar verði
hver á sinum vettvangi.
Megin niðurstöðurnar eru þcss-
ar:
Þjóðarframleiðsluaukningin
1976 verði minni en nemur nátt-
úrlegri fjölgun á vinnumarkaði.
Það þýðir að draga mun úr cft-
irspurn eftir vinnuafli miðað við
framboð. Þcss virðist þó ekki
vænzt að til atvinnuleysis dragi
almennt en bent á að það muni
vcrða misjafnt eftir greinum.
Talið er að mest muni draga úr
umsvifum i byggingariðnaði og
mannvirkjagerð, en i hvoru
tveggja hafi verið háspennt
eftirspurnarástand til þessa.
Alyktunin, sem af þessu er
dregin er sú, að ekki sé unnt að
draga i senn úr verðbólguhraða
og viðskiptahalla, nema slakni á
eftirspurn.
Samdráttur þjóðarframleiðslu
og tekna 1975 gæti bent til litils-
háttar bata á næsta ári og veru-
lega lækkun viðskiptahallans
bæði i beinum tölum og hlutfalli
við þjóðarfrainleiðslu. Er þó
rciknað með að viðskiptakjör
batni eilitið, eða um 1/2 — 1%.
Þctta er einkum rakið til brcyt-
inga á gengi helztu viðskipta-
mynta á árinu 1975, auk þcss
sem tclja verði að brcytingar á
licimsm arkaðsverði helztu
vörutegunda upp á siðkastið
styrki þá skoðun, að viðskipta-
kjör okkar muni væntanlega
ekki versna á næsta ári.
Tölurnar bendi hins vegar til, að
gjaldeyrisstaðan sctji þjóðarút-
gjöldum — og þar með að
nokkru vexti þjóðarframleiðslu
— mjög þröngar skorður i bráð.
Þrátt fyrir allt þetta sýnir spáin
um viðskiptajöfnuð fyrir 1976
verulegan halla, jafnvcl þó
bjartsýni gætti um þróun út-
flutnings og þrátt fyrir forsend-
ur um innlenda eftirspurn, sem
fælu i sér i senn hófsama kjara-
samninga og aðhaldssamar
fjárlaga- og lánsfjáráætlanir
fyrir næsta ár. Yrði ekki tekið
mið af takmörkuðu ráð-
stöfunarfé þjóðarbúsins gæti
það leitt til örrar verðbólgu,
stórfellds viðskiptahalla og að
lokum atvinnule.vsis og efna-
hagskreppu. Svo mörg voru þau
orð.
/ /
SPA ÞJOÐ-
HAGS-
STOFNUNAR