Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 1
alþýðu 237. TBL. - 1975 - 56. ARG. Stefnuliós Helgi Skúli Kjartansson skrifar um um jólabókaflóðið SJA BLS. 3 FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER Ritstjórn Siöumúla II - Sfmi 81866 9 G HLERAG BAKSÍÐA Allir í Höllina á morgun - Sjá fþróttir bls. 9 ----Hafís á Halamiðum Ltlar líkur á að af útflutningi á heitu vatni verði Eins og flesta rekur minni til, var um það rætt að möguleikar hefðu opnast til að selja heitt vatn tilSviþjóðar i allv.erulegum mæli. Blaðið hafði þvi samband við Jó- hannes Zöega hitaveitustjóra og spurðist fyrir um framgang málsins. Hann sagði: „Gerður var samningur við Sviana um að þeir gætu féngið heitt vatn hér. Þessi samningur gildir fram i april á næsta ári og var gerður til að auð- velda þeim að kanna málin i Sviþjóð, i sambandi við væntan- lega kaupendur og fíeira. Þá yrði samið um kaupin fyrir þann tima, ef að yrði. Ég get á þessu stigi málsins ekkert sagt um, hver niðurstaðan verður, og satt að segja hef ég ekki verið bjartsýnn á að niður- staðan verði jákvæð. Vatnið yrði einungis hægt að nota i hafnar- borgum, þar sem hægt væri að losa vatnið i þar til gerða tanka. Sviarnir eru m.a. að athuga lestunar- og losunarkostnað og svo miðlunarkostnað, þvi hér yrði um að ræða hitaveitu. Einangrun er möguleg á flutnings- og geymslutækjum en hún kostar peninga og ég er ekki bjartsýnn á að markaðurinn hafi bolmagn til sliks. Fyrirspurnir frá öðrum aðilum hafa ekki brotizt, enn sem komið er, enda trúlega við hliðstæða erfiðleika að etja og Sviar glima nú við" lauk hita- veitustjóri máli sinu. 1 vestanáttinni, sem gekk niður að mestu i gærdag sleit upp mikinn hafis sem rak austur undan áttinni og var hann kominn á Haiamið og miðin út af isafjarðardjúpi seinni partinn i gær, að sögn Veður- stofunnar. Tilkynningar hafa borizt frá togurum sem verið hafa að veiðum á þessum slóðum. Að þeirra sögn hefur isinn ekki hamlað veiðum, en hins veg- ar er talin ástæða fyrir sjó- farendur á þessum sióðum að sýna fyllstu aðgæzlu á siglingu á þessum slóðum. Nú mun vera komið næstum logn á þessum slóðum og fer isinn minnkandi. Að áliti Veðurstofunnar er þóttleiki ishraflsins um það-bil 2-3 ti- undu hlutar af yfirborði sjávar þar sem þéttleikinn er mestur, en viða jakar á stangli. ts undan landi á þessum árs- tima er nokkuð óvenjulegur, en engan veginn einsdæmi. Tíðinda laust af miðunum SPÍRINN Á LAUSU? „Sala á brennsluspíritus hefur eitthvað aukizt að undanförnu hjá Lyfjaverzlun rikisins, og eru það þá helztyngri menn sem reyna að kaupa hann,” sagðiRagnar Jóns- son skrifstofustjóri hjá ÁTVR i samtali við Alþýðublaðið, en blaðið hefur sannfregnað að mjög fari I vöxt að menn viði að sér töluverðu magni af brennslu- spiritus, eimi siðan brennsluspir- Fjárhagsáætlun borgarinnar: HÆKKUN 1400 MILIJ. A fundi borgarstjórnar I gær var lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir Reykja- víkurborg árið 1976. Niður- stöðutölur nema sjö milljörð- um þrjúhundruð þrjátiu og einni miiljón króna, en i fyrra voru niðurstöðutölur 5,9 milijarðar króna. Frumvarpið gerir ráð fyrir að tekjuskattur gefi af sér 3,7 miiijarða, fasteignagjöld tæp- an milljarð, aðstöðugjöld 1,1 milljarðurog framiag úr jöfn- unarsjóði nemi 712 milijónum króna og eru þetta stærstu tekjuliðir borgarinnar. Gjaldamcgin er gatnagerðin stærst eða 1.419 milljónir, fé- lagsmál 1.222 millj. og ffæðslumál tæplega 970 millj. króna. Rekstrargjöld nema alis lið- lega fimm milljörðum, en 2,2 milljarðar er fært á eigna- breytingar. Ekki cr búizt við áð fjár- hagsáætlunin verði afgreidd fyrir jöi eins og vcnja hefur vcrið. Ástæðan er sú, að það er þegar ljóst að Alþingi verður naumast búið að afgreiða fjár- lög rikisins fyrr en mjög skammt er til jóla, en ekki er hægt að ganga frá fjárhagsá- ætlun borgarinuar fyrr en fjárlög hafa verið afgreidd. ann og fái út hreinan 96% spira, drykkjarhæfan. Ragnar kvað spirann hafa hækkað töluvert í verði að undan- förnu, og væri það meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar. Þá sagði Ragnar að ekki væru seldir stærri skammtar i einu til einstaklinga, sem ekki hefðu beiðnir frá fyrirtækjum, en sem svarar hálfu kilói af brennslu- spíritus. Er blaðamaður Alþýðublaðsins dró i efa að þeirri reglu væri stranglega framfylgt, þar sem fjöldamörg dæmi þess þekktust að einstaklingar hefðu fengið allt upp i 3 til 5 kg. aðeins með þvi að tilgreina einhverja upplogna á- stæðu til notkunar á brennslu- spiritusnum, sagði Ragnar. „Ég veit ekki til þess að nokkrum þeim, sem ekki hefur fyrirtækis- beiðni, sé afhent meira magn en 1/2 kg., að minnsta kosti ekki að undanförnu. Annars skaltu bara koma sjálfur og athuga hvað þú færð mikið.” Svo mörg voru þau örð Ragnars Jónssonar, en apótekin verða lika fyrir barðinu á mönnum sem sækjast eftir sprittinu. Er þá ekki átt við hina svokölluðu róna sem drekka sprittið eins og það kemur úr umbúðum apóteksins, heldur þeir sem hafa gefist upp á hinum endalausu hækkunum á áfengi og þvi fengið sér eimingartæki og hafið hreinsun á brennsluspiritus. t Ingólfsapóteki fengum við þær upplýsingar að mönnum væri seldur skammtur allt að 1/2 kg. ef þeir gætu borið fram haldbæra skýringu á væntanlegri notkun sprittsins. Aðeins hefði það farið i vöxt, að menn keyptu sprittið i meira magni hverju sinni, en áð- ur tiðkaðist. Eiming og bruggun áfengis eru að sjálfsögðu bönnuð samkvæmt islenzkum lögum, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hef- ur dcki verið mikið um það að undanförnu að upp kæmist um eimingu spira i heimahúsum. Þó veit Alþýðublaðið að eitt slikt mál er i gangi hjá rannsóknarlögregl- unni og eru eimingarmennirnir i þvi tilfelli aðeins 15—16 ára gaml- ir. Er okkar herferð útdauð? Á undanförnum árum hafa Þjóðverjar lagt mikið kapp 'á að efia áhuga almennings á trimmi. Arlega er haldin sýning á nýjungum sem fram koma á tækjum til að hjálpa fólki að haida likama sinum i þjálfun. Fyrir skömmu var úthiutað verðlaunum fyrir yfirstand- andi ár og verðiaunin hlaut framieiðandi einn sem hefur biandað saman tennis og hrikket i skemmtiiegan ieik með þeim áhöldum er sjást á myndinni. En það er hægt að trimma á margan hátt og nú i skammdeginu er það ekki sizt nauðsynlegt fyrir okkur að fá hreint loft og hreyf- ingu, t.d. með sundiðkun eða gönguferðum. Um 50 brezkir togarar eru að veiðum i tveimur hópum út af Austfjörðum. Gott veður var á miðunum i gær og gátu togararn- ir veitt óáreittir þann dag undir gæzlu verndarskipanna. Eftirlitsskipið Miranda kom til Neskaupstaðar fyrir hádegi i gær og tók aftur um borð brezka fréttamanninn frá BBC sem laumaðist þar i land daginn áður. Fréttamaðurinn gaf bæjarfóget- anum á Neskaupstað skýrslu um málið og segir skipstjóra Miröndu hafa sagt sér að öll tilskilin leyfi væru fyrir hendi um að hann mætti fara i land. Skammbyssan og þjófurinn ófundinn „Við erum á kafi við rannsókn málsins, en þvi miður er ekkert nýtt sem varpað gæti ljósi á það,” sagði rannsóknarlögreglan i Hafnarfirði i gærdag er Alþýðu- blaðið hafði samband vegna inn- brotsins i bæjarskrifstofur Seltjarnarneskaupstaðar s.l. fimmtudag. Þaðan var stolið töluverðu magni af peningum auk skammbyssu i eigu lögreglunnar. Hressa upp á gæði íslenzkra fiskafurða á Bandaríkjamarkaði Þorsteinn Gislason forstjóri Coldwater Seafood Corporation, sem er dótturfyrirtæki Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, er nú staddur hér á landi. Er erindi hans að brýna fyrir verkstjórum og forstjórum islenzkra frysti- húsa að bæta gæði þeirra fiskaf- urða sem til Bandaríkjanna fara. I þvi skyni hélt Þorsteinn fund á Hótel Loftleiðum i fyrradag með fulltrúum frystihúsa á Suðvestur- landi og i gær flaug Þorsteinn til Isaf jarðar i sömu erindagjörðum. N'æstu daga hyggst hann ferðast um landið og ræða við fulltrúa frystihúsanna. Astæða er til að ætla að gæða- staðall freðfiskafurða sé lægri nú en áður, og sé það aðalástæða þessarar heimsóknar Þorsteins. Alþýðublaðið náði i gærkveldi sambandi við forstjóra Coldwater og spurðist fyrir um ástandið á freðfiskmarkaðnum i Bandarikj- unum. Þorsteinn Gislason vildi einhverra hluta vegna ekkert tjá sig um þessi mál við blaðamann Alþýðublaðsins. Alþýðublaðið getur þess vegna þvi miður ekki skýrt frá ástand- inu á freðfiskmarkaðnum i Bandarikjunum né brýnustu verkefnum á þeim sviðum, en þessir markaðir eru mjög mikil- vægir fyrir freðfiskútflutning okkar Islendinga. Astæðan: For- stjóri Coldwater neitar að gefa Alþýðublaðinu upplýsingar um þau mál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.