Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 8
- sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins,Sfðumúla 11, Reykjavík Full ástæða til að vera á verði um ranga verðlagningu Kári skrifaði Ærna ástæðu tel ég til að fagna þvi að loksins er kominn maður sem hefur verulegan áhuga á sinu starfi i embætti verðlagsstjóra. Hann gengur að þvi með oddi og egg að seljendur vöru verðmerki vöru i sýningargluggum, og nýj- asti þátturinn i verðlagseftirlitinu er að nú geta eftirlitsmenn embættisins gengið inn i hvaða verzlun eða fyrirtæki sem selur þjónustu og krafizt verðlagsút- reikninga fyrir vöru og þjónustu sem á boðstólum er. Þetta er þarft framtak og gert i þeim til- gangi að fólk þurfi ekki að ganga að þvi gruflandi að sá sem það á kaup við sé að svindla á þvi eða að beita það einhverskonar órétti. Til áréttingar þvi áliti minu að hér sé upptekin þjóðþrifastarf- semi vildi ég segja örlitið dæmi sem kunningi minn sagði mér að hefði hent sig nú á dögunum. Hann fékk litla hrærivél að gjöf oe vildi skipta henni á öðru raf- magnstæki, en það fylgi með i kaupunum að slikt væri unnt. .Kuáninginn sagðisthafa séð tæki sem hann hafði hug á að eignast i skiptum fyrir vélina i annarri heimilistækjaverzlun og stóðu verðin þannig að hægt hefði verið að skipta á öfnu. Hann fór siðan morguninn eftir í verzlunina þar sem gjöfin hafði verið keypt, en þaðer ein stærsta verzlun sinnar tegundar i miðborginni. Það stóð heima að tækið sem hann hafði hug á fékkst i verzluninni, en verðið var rúmum 3000 krónum hærra en á sama hlut i hinni verzluninni sem hann hafði skoð- að kvöldið áður. Þetta kom kyn- lega fyrir sjónir og þvi spurðist hann fyrir um þetta. Svo vildi til að ungur maður var við af- greiðsluna og sagði hann sig fýsa jafnmikið að komast til botns i þessu. Hann sótti þvi möppu sem hafði að geyma útreikninga og þar stóð heima að kunningi minn hafði rétt fyrir sér, verðið var of hátt, 3000 krónum of hátt. Skiptin áttusér stað og fylgdu afsakanir i kaupbæti, þetta hefðu verið mis- tök og yrðu þau lagfærð hið skjót- asta. Kunningi minn sagðist draga i efa að hér hefði verið um mistök að ræða heldur hefði hugur fylgt máli. Þess vegna brá ég mér i verzlunina og vildi athuga málið. Viti menn að þar var tækið verð- merkt með þvi sama verði og kunningja minum var tjáð daginn áður og væri rangt og stæði þar vegna „mistaka”. Þess vegna hripa ég þessar lin- ur að ég vil benda fólki á að vera á varðbergi gagnvart svona hlut- um, og spyrja ef það er i vafa um réttmæti verðmerkinganna. Fróðlegt væri að vita he margir hafa keypt svona tæki i þessari verzlun og látið hafa af sér stórfé vegna „mistaka” i verðmerking- um. Hvimleiðir út- sendarar síð- degisblaðanna Það er einn hlutur sem ég hef lengi ætlað að skrifa i „Hornið” ykkar Ut af, en hef hingað til ekki nennt að gera. Er það út af hinum mjög svo hvimleiðu auglýsinga- árásum siðdegisblaðanna Visis og Dagblaðsins á saklausa veg- farendur. Hræðsla þessara blaða við að verða undir i baráttunni um kaupendur, fer að nálgast geðveiki. Nýjasta vopn Visis i þessari baráttu um að verða ekki undir, er að prenta limmiða, sem svo menn á þeirra vegum klina á fólk. Fyrsti limmiði þeirra hafði áletrun eitthvað á þessa leið: „Visir að bættri umferðamenn- ingu, ég kann að ganga yfir götu”. I sjálfu sér er ekkert at- hugavert við efni áletrunarinnar, JÓLAFUNDUR Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 8. desember n.k. kl. 20.30 i Iðnó uppi. Séra Þorbergur Kristjánsson flytur hug- vekju. Nokkrar félagskonur flytja þætti um jól i ýmsum löndum. Kaffiveitingar o.fl. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin. en þó finnst mér auglýsingaáróð- ur sem þessi hálf neyðarlegur. Ef fólki er alveg sama þegar þessum miðum er klesst á það, þá er það i lagi, en þegar þessir útsendarar Visis, klina miðunum á fólk óvör- um, eins og gerðist i Laugardals- höllinni fyrir landsleik fslands og Noregs, þá finnst mér of langt gengið. Þó finnst mér kasta tólfunum, þegar blaðasöludrengir þessara blaða, eru að selja vöru sina á miklum umferðargötum, eins og t.d. i Armúlanum. Þar hlaupa þeir fyrir bilana og veifa sölu- vamingnum framan i ökumenn, með þeim afleiðingum að þeir þurfa oft að snarhemla til að forða árekstri. Liggur oft nærri, að aftanárekstrar verði vegna þessara gálausu sölumanna. Argur. Fyrirspurn til Eysteins í SL Lesandi hringdi: Eysteinn Helgason sölustjóri hjá Sölustofnun lagmetis lýsti þvi nýlega yfir i viðtali við Alþýðu- blaðið, að milljónaverðmæti færu i súginn hjá sjómönnum þegar þeir hentu lifrinni. I þessu sambandi langar mig til að spyrja Eystein hvað sjómenn- irnir beri úr býtum ef þeir hirða lifrina. Einnig væri fróðlegt að fá það upplýst hver verðmismunur er á lifur sem fer i gúanó og lifur sem fer i niðurlagningu. Þætti mér vænt um að fá svör við þess- um spurningum hið fyrsta. Meiri áróður í landhelgismálinu Sjómaður hringdi: — Okkar sterkasta vopn i land- helgisstriðinu er samúð annarra þjóða. Til þess að vekja fólk i öðr- um löndum til umhugsunar um þetta lifshagsmunamál okkar þarf að koma til sterkur áróður. Utanrikisráðuneytið hefur ekki staðið sig vel á þessum vettvangi. Fregnir herma að engir nýir bæklingar hafi verið gefnir út vegna útfærslunnar i 200 milur heldur hafi verið notazt við rit sem Hannes Jónsson samdi þegar við færðum út i 50 milur. Engar fréttakvikmyndir hafa verið gerðar fyrir tilstilli utanrikis- ráðuneytisins, engum erlendum blaðamönnum verið boðið sér- staklega til landsins svo vitað sé og þannig mætti lengi telja. Ennþá er timi til að bæta úr þessum mistökum og ég skora á utanrikisráðherra að sjá til þess að svo verði gert. Útvarp FÖSTUDAGUR 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fingra- mál” eftir Joanne Greenberg Bryndis Viglundsdóttir les þýðingu sina (9). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „Drengurinn i gullbuxunum” 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir.Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Dagiegt mál. 19.40 Þingsjá. 20.00 Frá tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar tslandsi Háskóla- biói kvöldið áður. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. 21.30 Útvarpssagan: „Fóstbræð- ur” eftir Gunnar Gunnarsson. Jakob Jóh. Smári þýddi. Þor- steinnö. Stephensen leikari les (23). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Leiklistar- þátturUmsjón: Sigurður Páls- son. 22.50 Afangar. Tónlistarþáttur 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Sjónvarp 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Eið- ur Guðnason. 21.40 Hljóð úr horni. Howard McGullough leikur nokkur lög á nýstárlegt rafmagnsorgel og kynnir hljóðfærið. Þýðandi Stefán Jökulsson. Stjórn upp- töku Andrés Indriðason. 22.10 Vltahringur. (Shake Hands With The Devil). Bandarisk biómynd frá árinu 1959. Leikstjóri er Michael Anderson, en aðalhlutverk leika James Cagney, Don Murray og Michael Redgrave. Myndin gerist i Dyflinni árið 1921. Bandariskur læknanemi af irskum ættum gengur i and- spyrnuhreyfinguna, er Eng- lendingar skjóta vin hans til bana. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 23.55 Pagskrárlok. FRAMHALDSSAGAN ®— Brock byrjaði strax að ásaka Holl með mörgum ljótum orðum. Það var greiniiegt, að hann ætlaði að firra sjálfan sig allri sök. Loks þagnaði hann, þegar hann sá stirðnaðan svip dr Holls. — Ég er ekki að ráðast persónalega á yður, dr. Holl, sagði hann. — Heldur á hvern? Dr. Jordan? — Já, ég verð að viðurkenna, að hann hefur valdið mér miklum vonbrigðum. — Hann yður? spurði dr. Holl hvasst. — Hvers vegna komuð þér hingað með konuna yðar? — Hún vildi það. Ég hef alltaf litið á Jan sem sameigin- legan vin okkar. Mér kom aldrei til hugar, að hann vildi eyðileggja hjónaband okkar. Þetta kórónaði allt. Dr. Holl gladdist yfir, að Jan hafði sagt honum allt af létta, þvi að Brock var enn samvizku- lausari en hann hafði haldið. — Það hefur hann alls ekki gert.heldur þvert á móti, sagði hann ákveðinn. — Ég hef frétt, að kona yðar hafi verið eiturlyfjaneytandi. Þarf ég að tala skýrar? — Ég skil þetta alls ekki. Ég veit ekki, hvar hún fékk eiturlyfin. Áreiðanlega hjá Jordan. — Reynið að átta yður, maður, hrópaði dr. Holl. — Ég þoli ekki svona svivirðingar um heiðviröan mann. Dr. Jordan heldur sér við læknaeiðinn. Hann vonaði, að enn væri unnt að hjálpa konu yðar... 1 þvi hringdi síminn. Hann hrukkaöi ennið meðan hann hlustaði. — Já, takk. Það var sorglegt. Ég veit, að eftirleikurinn verður harður. Við ræðum það seinna. Hann leit fyrirlitningaraugum á Oluf Brock. — Konan yðar lézt fyrir hálftima, hr. Brock, sagði hann. Það fór ekki fram hjá honum, að Brock virtist létta. — Það átti aldrei að sleppa henni af spitalanum! Þetta er morð! Nú er nóg komið! Þetta er ekki lokuð deild. Við höldum ekki sjúklingum hér gegn vilja þeirra. Við getum ekkert nema bent á að afleiðingarnar geta orðiö alvarlegar og sjúklingarnir bera sjálfir ábyrgðina um leiö og þeir yfir- gefa spitalann. Svo held ég, að þér vitið betur en ég, hvað orsakaði heilsumissi konu yðar. Það verður lögreglumál. Oluf Brock hrökk við. — Er ekki hægt að ræða málið? spurði hann eftir smá þögn. — Nei. Ég krefst lögreglurannsóknar vegna spitalans. Við höfum ekkert meira að tala um. Sælir. hr. Brock. — Hvað er nú? spurði Hetty Rose, þegar Brock var farinn. — Biðum eftir gangi mála og drekkum teið okkar, sagði dr. Holl. — Kaffið, sagði hún og reyndi að brosa glaðlega. — Eruð þér leiðar, Roselill? Eins og það hafi ekki komið fyrir, að við sæum hann svartari? Sækið mér koniaksglas. Jordan fer að koma. En hringið fyrst heim fyrir mig. Julia Holl horfði ringluð á gólfið. Að hann skyldi þurfa að standa i ströngu mánuð eftir mánuð! — Hvaðerað, mamma? spurði Dani. — Hvers vegna er pabbi eyðilagður? Hún hafði heyrt Juliu segja, að hann ætti ekki að vera svona eyðilagður. Julia strauk yfir silkimjúkt hár hennar. — Pabbi er ekkert eyðilagður, músin min. Hann er bara leiður. — Það eru alltaf heimskingjar að þreyta hann, sagði Dani. — Nú verður Cecile reið. Cecile, fyrrverandi ritari dr. Holls, en núverandi ráðs- kona, birtist um leið og nafn hennar var nefnt. Julia haföi þegar sagt henni, hvað komið hafði fyrir og það var óhætt aðsegja, að Cecile logaði af reiði. AÐST0ÐAR- LÆKNIRINN Chris kallaði á Dani. — Farðu inn til hans, bað Julia. — Hvað er Marc að gera? — Taka bilinn i sundur. — Nýja bilinn? — Það gengur ekki alltof vel, sagði Dani. — Við erum bráðum komin með varahlutaverzlun, and- varpaði Julia. — Hann þegir þó á meðan, sagði Cecilie til að verja Marc. — Hvað er nú að? — Frú Brock er dáin. Cecilie andvarpaði djúpt. — Hvers vegna velur svona fólk ekki annan spitala? — Mig langar ekkert til að hugsa um allt það, sem gerist á stóru spitölunum og við fréttum aldrei um, sagði Julia. U) n <u > "ö3 'ö> +■ 4— </> cn fO 03 ^ CQ £ B m *- * , m .!= t = Ul Ul Alþýðublaðið Föstudagur 5. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.