Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 4
SKEMMTANIR — SKEMMTANÍR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opin alla daga. HÓTEL LOFTLEIÐIR Hlómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL BORG við Austurvöll. Resturation, bar og dans i Gyllta salnum. Sími 11440. HÓTEL SAGA Grillið opið alla daga. Mimisbar og Astrabar, opið alla daga nema miðvikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ við IIverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Sími 23333. i ■■ ......^ 1 ■■■!■ SKEM&1TANIR — SKEMMTANIR Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöld kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða fulltrúa i innkaupadeild til að annast innlend innkaup fyrir vinnuflokka og rafveitustjóra. Umsóknir er tilgreini menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra, fyrir 15. des. n.k. mm. 'l Rafmagnsveitur rikisins 7 Laugavegi 116 Reykjavik. Óskum að ráða starfsfólk Upplýsingar gefnar á skrifstofunni. Bókhaldsstofa Árna R. Árnasonar, Skólavegi 4, Keflavik. Opið frá kl. 10—12 og 1—3, mánudaga til föstudaga. Reykjavik: Vesturberg Asparfell Þórufell Æsufell Laus störf við Alþýðublaðið Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út í eftirtaldar götur Ásvallagata Hofsvallagata Hringbraut Melahverfi. Hafið samband við afgreiðslu blaðsins - Sími 14900 Bridgc Engin ellimörk Fróðir menn telja, að kon- trakt bridge hafi verið spilað i hálfa öld og átt sitt 50 ára af- mæli l.nóvembersl. Spilið i dag er spilað af einum frumherja. S 6 DG97632 v G5 4 Dt06 * 3 4 A * K10854 V D863 * 1042 ♦ ÁG43 4 72 Á D1076 4 842 * ÁK97 ^ K985 <4 AKG95 Sagnirnar gengu: Suður Vestur Norður Austur 1 lauf Pass lsp. Pass 2hj. Pass 2 sp. Pass 3tigl. Pass 3 sp. Pass 3 gr. Pass Pass Pass Eins og sést er samgangur milli handa sagnhafa og blinds ekki beint glæsilegur og við það verður sagnhafi að miða þegar i upphafi. tJtspil Vesturs var hjartaþristur. Þar sem spaðinn verður sennilega aldrei til neins gagns, verður sagnhafi að af- skrifa þegar i stað allar slags- vonir á hann. Hann tók á hjarta- gosann og spilaði sér inn á hjartaás. Tigulnian kom út, og þar sem Vestur gaf, lét sagnhafi niuna fljóta áfram. Enn spilaði hann tigli og Vestur tók á ásinn, en tían fór Ur borði. Vestur tók nú á spaðaás og sagnhafi fleygði smálaufi af hendi. Þá spilaði Vestur út smáhjarta, sem tekið var heima á kóng. Sagnhafi tók nú slaginn á tiguldrottninguna i borði, spilaði sér inn á laufa- kóng, tók tigulkónginn og sló siðan út hjarta. Vestur varð að taka á drottningu og siðan spila laufi upp i gaffalinn ás-gosi. Unnið spil. Þó spilarinn sé rösklega sjö- tugur, sýnast ekki mikil elli- mörk á úrspilinu hjá þeim gamla. Stór plata með Yoshiyuki Tao Hljómplötuútgáfan Steinar h.f. hefur sent frá sér 12 laga plötu með leik Japanans Yoshiyuki Tao á Yamaha rafmagnsorgel. A plöt- unni eru bæði innlend og erlend lög, þar á meðal tvö japönsk þjóð- lög, en islenzku lögin eru eftir þá Sigfús Halldórsson og Oddgeir Kristjánsson. Yoshiyuki Tao er fæddur árið 1948 og útskrifaðist i konsertleik frá einum virtasta tónlistarhá- skóla i Japan. Hann starfar nú i aðaldeild Orgelskóla Yamaha i Tokyo og kennir á stærri gerðir rafmagnsorgela og heldur jafn- framt tónleika viða um heim. Á þessari plötu leikur Tao á Yamaha rafmagnsorgel af gerð- inni E-5 með tveim R-60B kon- serthátölurum. Upptaka fór fram hjá Hljóðriti h.f. er Tao var staddu hérlendis fyrir nokkru. Upptökumaður er Jónas R. Jónsson, en stjórnandi upptöku Ólafur Þórðarson. Hilmar Foss for- maður Amnesty Á aðalfundi lslandsdeildar Amnesty International, sem haldinn var á Hótel Esju s.l. þriðjudag, var Hilmar Foss kjör- inn formaður félagsins næsta starfsár. Björn Þ. Guðmundsson, fráfarandi formaður, baðst undan endurkosningu. A fundinum talaði Sigurbjörn Einarsson, biskup og ræddi hann m.a. um það mikilvæga og göfuga hlutverk, sem félagið gegndi, hér á landi, sem og i öðrum löndum. Eins og kunnugt er var tslands- deild Amnesty stofnuð i fyrra og virðist sem þetta fyrsta starfsár lofi góðu um áframhaldandi starfsemi. 1 félaginu eru nú um 150 félagsmenn, flestir i Reykja- vik. Eitt af aðalmarkmiðum Amnesty er að berjast gegn dauðarefsingu i heiminum og vinna að þvi að pólitiskir fangar og áðrir þeir, sem sitja i fangels- um vegna skoðana sinna, verði látnir lausir. Starfsemi félagsins erskipulögð i hópvinnu og er ljóst að viðfangsefni Islandsdeildar- innar eru ærin. Hafa margir fé- lagsmenn sýnt mikinn dugnað og áhuga. En betur má ef duga skal. Greinin var rangfeðruð Steinþóri Júliussyni i Keflavik var i blaðinu i gær ranglega eign- uð grein, sem endurbirt var úr Suðurnesjatiðindum og var þar birt undir merkingunni stjúl. Steinþór hefur hins vegar af og til skrifað i Suðurnesjatiðindi, en þá jafnan undir fullu nafni. Höf- undur ádrepunnar er þvi ókunn- ur, nema hvað við vitum að hann merkir greinar sínar stjúl. — og við biðjum innilega afsökunar á þessari röngu ályktun. 18 sönglög eftir Kristin Reyr Kristinn Reyr hefur sent frá sér smekklegt sönglagahefti með 18 lögum. Það er Letur, sem prentar heftið og gefur út. Þetta er sjötta sönglagahefti skáldsins, og Carl Billich bjó það til prentunar. Lög- in eru öll og ljóðin eftir Kristin. Jólablöðin koma út vel fyrir jól Á næstunni má eiga von á jóla- blöðum dagblaðanna, en sam- kvæmtvenju koma svonefnd jóla- blöð út talsvert fyrir jól, enda er i þeim mikið af jólaauglýsingum, sem þurfa að vera i höndum les- enda timanlega. Vikan hefur reyndar sent út sitt jólablað, 96 siður með ýmsu jóla- lesefni og fleira efni. MUNIÐ að senda HORNINU nokkrar linur. Utanáskrift: HORNIÐ/ ritstjórn Alþýðublaösins, Síðumúia ll, Reykjavík. OPAL h/f Sœlgœtisgerð Skipholti 29 - SÍMI24466 Alþýöublaðiö Föstudagur 5. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.