Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 12
tgefandi: Blað hf. Framkvæmda- tjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- tjóri: Sighvatur Björgvinsson. itstjórnarfulltrúi: Bjarni igtryggsson. Auglýsingar og af- reiösla: Hverfisgötu 10 — simar 4900 og 14906. Prentun: Blaða- rent hf. Áskriftarverð kr. 800.- á ánuði. Verð í lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 . S£ NOlBiL A STOÐIN Hf HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ fjO/D! fUCjLH _________\______ !f)Vr/b ur/ Ulf).. (jJOUÐ INH bViiN N / f/V/ DVL L- JlR CLDbT. mPbori BIR’A TLRK /?/*? kStt^ | 'yMHl VH6 DÝR r/FR. m£Tj_ <bT DflH J K .'■*/ m HAfW F/SK tUKS 'fí FL/ K 'OÖP ) f TRSK* /A//V Sftmni vEljlA jkói / Toh/V l mRL'T) ufí. MEGUM VIÐ KYNNA Indriði Guðmundur Þorsteinsson rithöfundur er fæddur á Gilhaga i Lýtingsstaðarhreppi i Skagafirði 18. april árið 1926. Hann er sonur hjónanna Onnu Jósepsdóttur frá Áshildarholti, og Þorsteins Magnússonar frá Gilhaga. Indriði er kvæntur Þórunni Friðriksdótt- ur, og eiga þau hjónin f jóra syni. Sá yngsti er niu ára, en elzti drengurinn er 18 ára. Indriði ólst upp á mörgum bæj- um I Skagafirði, en i Reykjavik hefur hann búið frá árinu 1950. Núverandi heimili hans er að Heiðargerði 1A. Um menntun sina sagði Indriði. ,,Ég hlaut almenna menntun hér áður fyrr, og lauk prófi úr héraðsskóla og er það eina prófið sem ég hef. í M.A. fór ég árið 1940, en ég hætti þar er ég féll upp i annan bekk”. Er við spurðum Indriða um störf hans hingað til, sagði hann: „Fyrst um sinn vann ég við al- menna vinnu, t.d. sem sölumað- ur, vörubilstjóri, og allt mögu- legt. Arið 1951 byrjaði ég sem blaðamaður hjá Timanum, en fór til Alþýðublaðsins árið 1959. Til Timans fór ég siðan aftur eftir tvö ár”. Við spurðum Indriða um rit- störf hans, og fórust honum þann- ig orð: „Ég byrjaði að skrifa árið 1946, en öll min skrif voru ónýt framan af, og fóru þau öll i körfuna. Fyrsta bókmin „Sæluvika”, kom út áriö 1951, og hafa komið út átta bækur eftir mig siðan. Sú nýj- asta kom út árið 1972, og hét hún „Norðan við strið”. Einnig hef ég þýtt mjög mikið, og þá aðallega leikrit”. Um áhuga og tóm- stundastörf sin sagði Indriði. „Einu tómstundastörf min eru laxveiðar, sem ég stunda á sumr- in, en áhugamál hef ég mjög mörg, þar sem það eru fæstir hlutir sem ég get látið afskipta- lausa. Má þar nefna ritstörf, blaðamennsku, pólitik, og allt sem er að gerast i heiminum”. Að lokum spurðum við Indriða um störf hans sem framkvæmda- stjóri þjóðhátiðarnefndar, og sagðist hann hafa verið fegnastur þegar þvi amstri hafi verið lokið, og allt hafi blessast sómasam- lega. SÉÐ: í greinargerð með fjár- hagsáætlun Reykjavikurborgar fyrirárið 1976, að fargjaldatekjur SVR eru áætlaðar 343,7 miljónir króna. Er þá reiknað með 20% hækkun fargjalda frá 1. april 1976. Aætlun fyrir yfirstandandi ár hljóðar uppá 286,4 millj. Miðað við þessa áætlun þarf framlag borgarsjóðs til rekstrar SVR að nema 210,9 milljónum króna. % UPPLÝST: hefur verið að auð- velt sé að varðveita „svarta pen- inga” eins og þeir eru stundum kallaðir, I islenzka bankakerfinu, ýmist með nafnlausum bókum, eða þá bókum á fölskum nöfnum, þvi þrátt fyrir alla tölvumennt- ina, þá er ekki enn farið að krefj- ast nafnnúmera á bankabækur eða reikninga i bönkum. Nú hefur Alþýðublaðið hlerað að yfirvöld fjármála hafi f hyggju að gera út- tekt á þvi, hvert umfang slikra bóka er i bankakerfinu, þær eru taldar vera i öllum lánastofnun- um, og jafnvel notaðar þar i ýmsum tilgangi, en það hefur lengi tiðkazt að hægt væri að „verzla” með innistæður, svo sem eins og að nota þær að veði fyrir útlánum og hafa þóknun fyrir. * HEYRT: Að ofsagt hafi verið i þættinum Okkará milli sagtigær að bankastjórar rikisbankanna fár tollfrjálsa bila oftar en ráð- herrar. Þeir fá jafnoft — og þykir sumum það of oft. Ennfremur höfum við heyrt, að verðlagningarkönnun i tizkuvöru- verzlunum hafi ekki verið fram- kvæmd hjá neinum einstökum eigendum af gefnu tilefni, heldur hafi eftirlitsmenn farið i allar tizkuverzlanir, út þvi ákveðið var að byrja á þeim sérstaklega. % SÉÐ: Það virðist augljóst að at- vinnurekendur munu nú reyna að nota vaxandi atvinnuerfiðleika að vopni, ef dregur til brýnu i kjara- málum i vetur. Verulegt atvinnu- leysi er þegar orðið hjá ófaglærðu fólki — og samkvæmt spám „þjóðhagra” munu fleiri einstak- lingar koma inn á vinnumarkað- inn á næsa ári en störf verða til fyrir. HEYRT: Læknaskortur er enn verulegur, enda fjöldi islenzkra lækna við- störf erlendis sagður skipta hundruðum. Ógerlegt virð- ist að ná til augnlækna nema með mánaðabið, jafnvel þótt um brýn tilfelli sé að ræða. Þá er enginn kostur á að ná sambandi við tauga-eða geðlækna nema með á- lika eða lengri bið, og engin neyð- arþjónusta fyrir hendi hjá þess- um stéttum. ER. ÞAÐ SATT: Að það sé brot á alþjóðareglum um loftferðir og flugréttindi að mismuna starf- andi flugfélögum með rikis- ábyrgðum eða öðrum opinberum aðgerðum? ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ M Hafi einhverjir lifað i þeirrí einföldu trú að kalda striðið væri liðið undir lok og heyrði sög- unni til eftir alla þá „þiðusamninga”, sem gerðirhafa verið og unnið er að milli stórveldanna tveggja, Rússa og Banda- rikjamanna, þá er rétt að upplýsa þá hin sömu um það, að kalda striðið lifir blómlegu lifi, ekki hvað sizt á siðum tveggja is- lenzkra dagblaða og i hugskoti þeirra manna, sem skrifa um þau mál i þessi blöð. Þegar málefnaþurrðar verður vart i deilum Morgunblaðsins og Þjóð- viljans sprettur kalda striðið upp, eins og kall- inn i kassanum og glennir sig yfir margar siður. Löngu eftir að blöð á Vesturlöndum fóru að láta sovézk yfirvöld njóta sannmælis, sem fylgdi i kjölfar þess að frétta- menn vesturlenzkir hreiðruðu um sig i Sovétrikjunum, þá birti Morgunblaðið tölur um „milljónir” samvizku- fanga þar eystra, og styðst jafnan við sagn- fræðiskáldsögur Solz- énitsins og áróðursmið- stöðvar samtaka Gyðinga, — og Rússum verður ekki á hið minnsta glappaskot eða þá hendir óheppni, að Morgunblaðið gerir þvi ekki skil á sinn sérsta ka Rússlands- fréttahátt. Sömu sögu er að segja um hugarfar blaðamanna Þjóðviljans, a.m.k. þeirra, sem skrifa póli- tiskar fréttir, og eru nú ekki margar fréttir þar i blaði lausar við pólitik. Þar er leitað með logandi ljósi að óhróðri um Bandarikin og bandariskt þjóðfélag, og sjálfsgagn- rýni þess þjóðfélags, sem er reyndar merki styrk- leika þess fremur en veikleika, er hent á lofti og birt eins og einhverjar afhjúpanir! Uppljóstranir um spill- ingu ráðamanna á ýmsum stöðum hafa að sjálfsögðu einungis orðið til þess að bæta stjórnar- farogsiðgæði ráðamanna þar ilandi, og hve föstum tökum hefur verið tekið þar á hvers konar spill- ingu er einsdæmi — og hefur viða verið árangurslitið eða laust reynt að beita þvi sem fordæmi i öðrum rikjum. En i ritstjórnarskrif- stofunum við Skólavörðu- stig er það dauðasynd að láta nokkuð bandariskt njóta sannmælis, — jafn- vel bandarisk andófs- hreyfing er ekkert annað en máttlaust klór, sem er gerspilltum auðhringum og stjórnendum þeirra, sem virðast ganga með hom og hala, i hæsta máta þóknanlegt. Þetta bjóða blöðin tvö lesendum sinum, sem flestir vita betur, upp á sem ómengaðan sannleik. Og i framhaldi af þvi álika gáfulegar umræður og krap um þessar „upp- ljóstranir”. Þannig hefur kalda striðið komist i var- anlegan jarðveg og öðlast eilift lif. FIMM á förnum vegi Egill Valgreirsson, rakari: Nei, alls ekki, á minu heimili vantar örugglega mikið að tækjum til brunavarna,og held ég að það sé alls staðar skortur á slikum tækjum. Tel ég að þaö vanti mikið meiri fræðslu i þessum efnum. Simon Sigurjónsson framreiðslumaður: Brunavarn- ir eru i sjálfu sér aldrei nægjan- legar, en þó tel ég þær vera i lagi bæði á minu heimili, og á vinnustað, þar sem þær eru mjög góðar, en annars veit fólk ekki nógu mikið um þessi mál. Sigmar Pétursson, forstjóri: Þær eru muög góðar hjá mér, bæði á heimilinu og á vinnu- staðnum, en almennt tel ég þeim vera mjög ábótavant, til dæmis i gömlum timburhúsum. Annars lætur fólk hluti, eins og brunavarnir sitja á hakanum. Eru brunavarnir í Asgeir ólafsson, forstjóri, Brunabótafélagsins: Hjá mér eru þær eins og gengur og gerist, bara venjulegt hand- slökkvitæki, en annars eru brunavarnir aldrei of góðar. Ég tel að góð umgengni sé bezta brunavörnin. Arelius Nielsson, prestur: Ég hef aldrei hugsað neitt sérstak- lega út i það, en þó tel ég að þær séu yfirleitt ekki i lagi, og veit ég mörg dæmi þess, t.d. i minu húsnæði. Það er meira um eld- varnatæki i fyrirtækishúsnæð- um heldur en i ibúðar- húsnæðum. mmammmtmmmi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.