Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 9
Árleg landskeppni i blaki við Færeyjar hefst Blaksamband Islands og Blak- samband Færeyja hafa komið sér saman um að þjóðirnar leiki tvo landsleiki árlega, að minnsta kosti næstu fimm árin. Verður keppninni þannig háttað að fyrst verða tveir leikir leiknir hér heima og sfðan tveir i Færeyjum á næsta ári, og svo koll af kolli. Blaksamband tslands hefur gefið veglegan bikar til þessarar keppni. Munu þetta vera fyrstu kynni þessara þjóða i þessari iþróttagrein. Fyrstu leikirnir i þessari lands- keppni verður i kvöld og á morg- un. Sá fyrri verður leikinn kl. 20.30 i Laugardalshöllinni, og sá siðari kl. 15.30 á sama stað. Leik-. urinn i kvöld verður 10. landsleik- ur Islendinga i blaki, en sá fyrsti var leikinn gegn Norðmönnum i marz 1974. Islenzka landsliðið hefur verið valið og er það þannig skipað: Halldór Jónsson 1S, sem jafn- framt er fyrirliði, Indriði Arnórs- son 1S, Sigfús Haraldsson IS, Ant- on Bjarnason, UMFL, Tómas Jónsson UMFL, en þetta e'r jafn- í kvöld framt hans fyrsti landsleikur. Elias Nielsson Vikingi, Öskar Hallgrimsson Vikingi, Páll Ólafs- son Vikingi, Guðmundur E. Páls- son Þrótti, Gunnar Árnason Þrótti, og Valdemar Jónasson Þrótti. Guðmundur og Valdemar eru jafnframt einu mennirnir sem leikið hafa alla landsleikina til þessa. Ekki er þó alveg vist að allir þessir menn leiki siðari leik- inn, þvi að sögn Halldórs Jóns- sonar fyrirliða, geta verið gerðar smávægilegar breytingar, ef illa gengur. íprcttir Gilroy gerir það gott í Skotlandi Stund hefndarinnar er runnin upp! Þess vegna verður að hvetja FH til sigurs Árni áf ram hjá Fram Gilroy tók við stöðu fram- kvæmdastjóra Morton hefur lið- inu hins vegar gengið mun betur, og eru þeir komnir upp fyrir miðja deild. Þykir sá árangur mjög góður hjá honum þar sem Morton er m jög fjárvana og hefur engin efni á að kaupa leikmenn, til sin. Var allt i óreiðu hjá félag- inu áður en hann kom, en Joe hef- ur nú komið á fastari skorðum hjá félaginu og dafnar það vel undir stjórn hans. Danmörk og Finnland í 16 liða úrslit Tvö lönd hafa unnið sér rétt i 16 liða úrslitum, alþjóða knatt- spymukeppni unglinga sem fram fer I Ungverjalandi dagana 28. mai til 6. júni nk. Þau eru Dan- mörk og Finnland, en þriðja land- ið er svo auðvitað gestgjafarnir Ungverjar sem fara beint i úrslit. Eins og menn muna eflaust þá er Island i riðli með Luxemburgar- mönnum og hefur fyrri leikurinn þegar verið leikinn. Hann fór fram i Luxemburg og lauk með sigri okkar manna 1:0. Er þvi lik- legt að allavega 3 lið frá Norður- löndum taki þátt i 16 liða úrslit- um. Seinni leikur Islendinga og Luxemburgara fer fram hér heima 16. april nk. Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 leikur FH siðari leikinn i 1. um- ferð Evrópukeppni bikarhafa gegn norska liðinu Oppsal. Eins og menn eflaust muna þá tapaði FH fyrri leiknum sem leikinn var i Ekeberghallen i Osló 19:11. Möguleikar FH-inga til að vinna upp þennan 8 marka mun verða eflaust ekki miklir, þvi þetta norska lið er eitt það bezta i Noregi um þessar mundir. En hitt er svo annað mál að þaö væri eflaust mjög gaman fyrir islenzka handknattleik, að FH- ingar ynnu leikin þó bara væri ekki nema til þess að unnendur handknattleiksiþróttarinnar geti sem fyrst aftur gengið tein- réttir og stoltir út úr Laugar- dalshöllinni, eftir hrakfarir landsliðsins gegn þvi norska nú i vikunni. Óvenjuleg bláðaskrif norskra blaða um islenzkan handknatt- leik og knattspyrnu hefur verið með ólikindum nú siðasta ár. Menn opna svo ekki norskt blað fyrir leiki við lslendinga, en að þar séu feitletraðar greinar um ruddaskap Islendinga og ýmis- legt annað þaðan af verra. Við svo búið má ekki standa. Það er óskandi að dagur hefnd- arinnar sé loksins runninn upp og að FH-ingar, fyrir Islands hönd, sýni nú þeim norsku i tvo heimana. Þvi veit ég að það er ósk allra hand- og knattspyrnu- unnenda að FH-ingar sigri i leiknum með eins stórum mun og mögulegt er. Allir þeir, sem séð hafa islenzk félagslið og landslið leika, vita að við erum langt frá þvi að vera ruddalegir, og voru t.d. Norömennirnir, sem léku landsleikina i vikunni, verri en við. Munurinn á is- lenzkum og norskum hand- knattleik er bara sá að margir Norðmennirnir, sem léku t.d. landsleikina, hefðu frekar átt heima i leiklistarskóla heldur en i handknattleik. T.d. gerðist at- vik, sem átti sér stað i fyrri leik FH—Oppsal og hefur verið mjög umtalað meðal þeirra lslend- inga sem sáu þann leik. Geir Hallsteinssyni var visað af leik- velli i 5 minútur fyrir brot, sem alls ekki átti sér stað. Aðdrag- andinn að þvi var sá að einn norsku leikmannanna hindraði Birgir Finnbogason i marki FH við að taka knöttinn. Hann lagðist yfir boltann i vitateig FH-inganna. Geir og Gils Stefánsson hugðust flýta sér að taka knöttinn úr höndum þessa manns, en við það gerði sá norski sér litið fyrir og fleygði sér af mikilli list, eins og um mörg stórt brot væri um að ræða. Ráku dæmigerðir heima- dómarar Geir af leikvelli fyrir brot, sem átti sér ekki stað i staðinn fyrir að reka Norðmanninn af leikveili Sú fregn hefur gengið meðal knattspyrnuáhangenda og jafnvel vérið færð i letur að hinn snjalli landsliðsmarkvörður úr Fram, Arni Stefánsson, muni leika með Akureyrarliðinu KA næsta sum- ar. Árni, sem er Akureyringur, hefur leikið tvö siðastliðin sumur með Fram við góðan orðsti og er i dag álitinn einn bezti markvörður á Islandi. Alþýðublaðið fékk þær upplýsingar nú fyrir skömmu frá félögum Arna úr Fram, sem hafðar eru eftir Arna sjálfum, að það standi ekki til að hann fari norður næsta vor. Mun hann þvi að öllum likindum verja mark Fram enn eitt sumarið, Fram-á- hangendum til mikillar ánægju, enda erfitt fyrir félagið að fylla Arni Stefánsson mun vera áfram hjá Fram næsta sumar. skarð svo góðs markvarðar ef hann hefði farið. Þjálfari Vals siðastliðið sumar Joe Gilroy gerir það gott i Skot- landi. Fljótlega eftir að hann hættihjá Val i byrjun október, tók hann við 1. deildarliðinu Morton, sem Guðgeir og Atli Þór voru hjá. Þá var Morton neðst i 1. deildinni oghafði gengið mjög illa. Eftir að Þórarinn Ragnarsson brýzt inn úr horninu i leiknum gegn Oppsal i Noregi 16. nóvember siðastliðinn. fyrir að hindra Birgir i að ná til knattarins. Þetta og mörg fleiri atvik áttu sérstað i þessum leik. Þess vegna er það skylda islenzkra handknattleiks- unnenda að flykkjast i Laugar- dalshöllina og hvetja FH-inga til sigurs gegn „leikurunum” frá Osló. FH-ingar hafa löngum staðið sig vel i keppni við erlend lið, og hafa beztan árangur af öllum is- lenzkum liðum i keppni við er- lend félagslið. Lið þeirra nú er kannski ekki eins sterkt og það hefur verið undanfarin ár, en i liðinu eru þó margir leikreyndir menn, sem vex ásmegin, þegar á reynir. Liðið verður skipað sterkustu Ieikmönnum, sem þeir hafa yfir að ráða á sunnu- dag. I liði Oppsal eru þrir lands- liðsmenn, sem léku i landsliðinu gegn tslendingum i vikunni. Má þar fyrstan nefna markvörðinn Paal Bye, sem er eflaust einn bezti markvörður, sem leikið hefur á islenzkri grund. Fyrir- iiðinn. Allan Gjerde, sem var markahæstur i fvrri landsleikn- um með sjö mörk, — hann lék ekki siðari leikinn — og einnig gegn FH-ingum i Noregi með 5 mörk. Kristen Grislingas — nr. 2hjá norska landsliðinu — er sá þriðji. Auk þessara eru margir þekktir leikmenn i liðinu, t.d. Roger Hverven Geir Röse og fleiri. Til gamans má geta þess að félagið hefur aldrei tapað leik á heimavelli i Evrópukeppni og hefur þó leikið gegn liðum eins og Gummers- bach, Mai Moskva, Steua Itúmeniu og fleirum, Sýna þess- ir sigrar glöggt hversu sterkt liðið er. Með liðinu hingað kemur 22. manna klapplið. Eins og fyrr segir hefst leikurinn i Laugardalshöliinni kl. 20,30 á sunnudagskvöldið. Forsala aðgönguliða hefst i dag i tþróttahúsinu i Hafnarfirði milli kl. 1-5. Á sunnudag verður hún siðan kl. 1-4 og byrjar siðan i Laugardalshöllinni kl. 6. Það er full ástæða til þess að hvetja fólk að koma á leikinn. og örva FH-inga til sigurs, þvi ekki mun af veita gegn leikurunum frá Osló. Sigfús Haraldsson 1S, „smassar” gegn Þrótti i hraðmóti Blaksam- bandsins i haust. Hann mun væntanlega leika sinn 3 LANDSLEIK GEGN Færeyjum i kvöld. Föstudagur 5. desember 1975. Alþýöublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.