Alþýðublaðið - 05.12.1975, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 05.12.1975, Qupperneq 3
Stefnuljós Helgi Skúli Kjartansson skrifar Á bókamarkaði Þá er flóðbylgja jólabók- anna risin, vertíð rithöfunda og útgefenda, og vertið bók- lesenda lika: annars hefst lestrartörnin ekki i alvöru fyrr en á jólum, þvi að yfirleitt munu menn fá fleiri nýjar bækur i jólagjöf en þeir kaupa handa sjálfum sér. Það er vist óhætt að ganga feti framar og fullyrða að yfirleitt fái menn fleiri bækur i jólagjöf en þeir myndu kaupa sér ef þeir fengju þær ekki gefnar. Þann- ig verður bókagjafasiðurinn til að auka bókakaup i landinu og efla bókaútgáfuna, sem vitaskuld er gott og blessað út af fyrir sig. AB visu á ekki aö meta bókmenningu þjóöar eftir bókaútgáfu, heldur bóklestri. Og þótt menn eignuöust færri bækur, kynnu þeiraölesa jafnmikiö: þeir myndu bara fá bækur léöar hjá kunningjum eöa af bókasöfnum. Þetta á þó alls ekki við um alla, sizt i dreifbýlinu þar sem torvelt er að halda uppi þjónustu bókasafna. Mestu varðar þó hitt, að nú eru gefnar út fjölmargar bækur vegna jólagjafamark- aöarins, sem öörum kosti kæmu alls ekki útog væru þvi ekki fáanlegar á bókasöfn- um. Þar meö er ekki sagt aö áhrif jólagjaf- anna á bókamarkaðinn séu óblandin blessun. Eftirspurnin eftir gjafabókum er óhjákvæmilega nokkuð á annan veg en bókakaup manna til eigin nota (og svo leiðir bókasöfnun til þriöju tegundar eftir- spurnar, en þá ónáttúru leiði ég hjá mér aö sinni). Frambærileg jólagjafabók þarf aö uppfylla állstrangar kröfur um ytri búning. Hún þarf aö vera prentuð á hefö- bundinn hátt, vandlega bundin og i sölu- vænlegri kápu. Sennilega mætti spara þriöjung eöa meira af útgáfukostnaöi flestra bóka, ef kaupendur ætluöu aö lesa þær sjálfir en ekki aö gefa þær. Gefandi, sem vill hafa vaðið fyrir neöan sig og velja vini sinum bók með litilli fyrirhöfn, hann gætir þess aö gefa ekki of ódýra bók og ekki of litla i broti. Bók eftir mjög kunnan höfund stendur alltaf fyrir sinu sem gjöf, jafnvel þótt rýr sé i roðinu og ekki um áhugaefni þiggjandans. Skáld- sögu er hægt að kaupa og gefa án þess að vita neitt aö ráöi um hana, en miklu meiri vandi aö velja fróðleiksrit til gjafa, sér- staklega þau, sem fjalla um mjög af- markað efni og tilheyra ekki heföbundinni gjafabókaætt (svo sem sjóslysasögum eða miðlabókum). Þannig er hætt við að bókagjafasiöur- inn, svo góður sem hann að mörgu leyti er, geti beinlinis dregið úr útgáfu vissra tegunda af bókum sem eftirsjá er að. Auk þess hjálpar hann til að viðhalda verð- lagningarreglum, sem fáránlegt er að gildi um bækur. Lesendur minnast þess væntanlega að um þrenn eða fern undanfarin jól hefur verið býsnaztyfir þvihvedýrar bækurnar séu að verða: það sé jafnvel að verða ó- mögulegt að gefa bókagjafir lengur. 1 raun og veru hefur bókaverð ekki hækkað örar en annað verðlag og sizt meira en verðá erlendum bókum. En nýju bækurn- ar sýnast dýrari en þær eru, vegna þess að þær standa i búðunum við hlið bóka frá i fyrra og hitteðfyrra og frá þvi fyrir 10 árum. Og gömlu bækurnar auðvitað á gamla veröinu. (Þ.e.a.s. bækurnar sjálf- ar, svo lengi sem upplag endist, en útgef- endur eru farnir að foröast að binda bæk- urnar nema jafnóöum og þær seljast, svo að bandverðið hækkar ár frá ári og er orð- ið mikill meirihluti bókarverösins eftir þrjú til fimm ár). Sá, sem kaupir bækur handa sjálfum sér.hlýturaðhugsa sig um tvisvar áður en hann kaupir nýútkomna bók: hann á nærri vist að fá hana á hálf- virði eftir eitt eða tvö ár. Frá sjónarmiöi bókaútgefandans er annað en gaman að liggja meö upplag bókar, jafnvel þótt hún seljist jafnt og þéit, þegar söluverð bókar- innar rýrnar með verðbólgunni og má ekki breytastað krónutali. Góðu kúnnarn- ir eru þeir, sem kaupa bækur til að gefa og þora ekki að gefa bók frá i fyrra af ótta við að þiggjandinn sé búinn aö lesa hana. Þaö eina, sem vit er i, er að leyfa útgef- endum aðhækka bókalager sinn frá ári til árs, annaö hvort eftir vild eða eftir visi- tölu. Þá gætu þeir sett lægra verö á nýju bækurnar, og þá væru þeir ekki eins háöir þeim takmörkuðu tegundum bóka, sem hægter aðauglýsa upp til skyndisölu fyrir jól. •fréttabráðuri n Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 Finnavinahátíð A morgun, laugardaginn 6. desember, er fullveldisdagur Finna, og þá verður efnt til hátiðasamkomu i Norræna hús- inu, sem mun hefjast kl. 20.30. Á samkomunni munu koma fram hjónin Marjatta og Martti Pokela og ieika þau á kantele og syngja finnskar visur. Að ööru leyti verð- ur dagskrá þessarar hátiðarsam- komu þannig, að fyrst flytur for- maöur félagsins ávarp, að lokn- um söng og leik listafólksins mun menntamálaráðherra, Vilhjálm- ur Hjálmarsson, flytja ræðu og finnskar sýningarstúlkur munu sýna finnskan fatnað, sem seldur veröur hér á landi. Einnig mun verða til sýnis, á bókasafni Nor- ræna hússins, finnskur kristall. Aö iokum veröur svo framreiddur léttur kvöldveröur og kaffi. Nurmi-styttan. 200 nýir bókatitíar Bækur hafa löngum veriö vin- sælar til jólagjafa hér á landi, enda væri annaö varla afspurnar- fært hja jafn rótgróinni bókaþjóð og okkur Islendingum. Mikill fjöldi nýrra bóka kemur út nú fyrir jólin, sem endranær, og samkvæmt upplýsingum bóka- útgefenda má gera ráö fyrir að þær nálgist 200. Verö þeirra hefur hækkaö um 20—25% aö meðaltali frá sama tima i fyrra og verður að telja þaö góða útkomu miöað viö annað verölag. Mjög erfitt er að áætla meðalverö bóka, vegna þess hversu mismunandi þær eru aö stærö og gerð, en ef miöa á viö töluna 1.800 kr. sem gefin var upp i fyrra, má reikna með aö meöal- bók kosti i kringum 2.300 krónur. Það má þvi ætla að pyngjan léttist hjá mörgum, sem hyggja á bókagjafir um jólin, en þess verð- ur þó aö minnast, að góð bók er dýrmæt eign. W Arekstur á Öxnadalsheiði Harður árekstur varð á öxna- dalsheiðinni um klukkan 15 i gær- dag, er tvær bifreiöir, frá Akur- eyri og Skagafiröi, skullu all- harkalega saman á blindhæö. 6 manns voru I bifreöunum og þurfti aö flytja 5 þeirra á sjúkra- hús til aðhlynningar, en er Al- þýöublaöið haföi samband viö lögregluna á Akureyri um kvöld- matarleytið i gær, höfðu meiösli fólksins. ekki veriö fullkönnuð, en þau voru þó ekki talin alvarleg. Bifreiðarnar, sem báðar voru fólksbifreiðar, stórskemmdust viö áreksturinn. Sviplegt dauðs- fall í Keflavík 1 fyrradag varð sviplegt dauðs- fall i Keflavik, er 21 árs gömul af- greiðslustúlka, Guöbjörg Óskars- dóttir aö nafni lézt, stuttu eftir að hún haföi lent i smávægilegum á- tökum við unglingspilt i verzlun þeirri, er hún starfaði i. Mála- vextir voru þeir, að Guöbjörg heitin hugöist visa piltinum út úr verzluninni vegna óláta, sem hann viðhafði, en pilturinn þráað- ist viö. Urðu af þeim sökum ein- hver átök þeirra á milli, en sjón- arvottum ber saman um að þau hafi veriö smávægileg. Hins veg- ar missti Guðbjörg meövitund stuttu seinna og lézt á sjúkrahúsi skömmu siðar. Ekki er ljóst hver var dánaror- sök, en eftir upplýsingum, sem Haukur Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður i Keflavik gaf Alþýðublaöinu i gærkvöldi stendur krufning yfir og niður- stöður hennar vart væntanlegar fyrr en á laugardag. Styrkir til leikstarfsemi A yfirstandandi ári veitti menntamálaráðuneytiö styrki til leiklistarstarfsemi áhugamanna 3.3 milljónir króna. Auk þess fékk Leikfélag Akureyrar, sem er at- vinnumannaleikfélag að hluta út- hlutaö 3,1 milljón. Fimm leikfélög fengu styrki aö upphæð 100 þúsund eða meira og Litli leikklúbburinn á Isafirði fékk 215 þúsund. Yfirleitt nam styrkurinn 70-95 þúsundum. Nokkur leikfélög fengu enga styrki, þar á meðal Leikfélag Keflavikur, Leikfélag Hafnar- fjarðar, Höfundaleikhúsið og Is- lenzka brúðuleikhúsiö. Mennta- málaráðuneytið úthlutaði þessum styrkjum i samráöi viö Bandalag islenzkra leikfélaga. Umboðsmaður Breta í felum Siöastliöinn þriðjudag fóru full- trúar ungra jafnaðarmanna á fund brezka ambassadorsins i Reykjavik til þess, á kurteislegan hátt, aö óska eftir þvi að hann færi burt af landinu. Þetta frum- kvæði FUJ hefur aö vonum vakiö nokkra athygli enda þótt ýmsum hefði fundizt eðlilegra að rikis- stjórnin hefði sjálf haft frum- kvæði um þessa hluti. Alþýöublaöið reyndi i gær að ná tali af ambassadornum, Kenneth East, til þess aö spyrjast fyrir um það, hvort hann hefði orðiö fyrir nokkurri áreitni vegna þess al- varlega ástands, sem nú rikti milli þjóðanna, Islands og Bret- lands. Ekki reyndist unnt aö ná tali af ambassadornum, hver svo sem ástæðan fyrir þvi kann aö vera. Að vlsu fékk blm. að ræða við blaðafulltrúa sendiráðsins, sem aö visu hafði slæma aðstöðu til þess að gera grein fyrir and- legum hugrenningum umboðs- manns hins forna nýlenduveldis um ofbeldisaðgeröir þessarar „vinaþjóöar” i garö okkar Islend- inga. Þó má draga þær ályktanir að umboösmenn árásarþjóðar- innar séu farnir aö skilja hug okk- ar Islendinga i þeirra garð. Góð verðlaun fyrir gott spjald 15. desember rennur út skila- frestur i veggspjaldakeppni Um- feröarráðs, um börnin i umferð- inni. Við inntum Arna Þór Ey- mundsson hjá Umferðarráöi, eft- ir frekari upplýsingum um þessa keppni og sagði hann, að hún væri i tengslum viö Alþjóðlega sam- keppni i Frakklandi um þessi mál, á vegum Simt (Evrópuráö- stefna samgöngumálaráðherra) og PRI (Alþjóðasamtök um varn- ir gegn umferðarslysum). Vegg- spjöldin skulu skirskota til öku- manna i þéttbýli um sérstaka að- gát i umferðinni gagnvart börn- um undir 10 ára aldri. Fyrstu verðlaun verða kr. 140 þús. en einnig verða veittar tvær viður- kenningar. Auk þess verða þrjú beztu spjöldin send i áðurnefnda keppni i Frakklandi, þar sem fyrstu verðlaun nema um 600 þús. krónum, en alls veröa veitt þar fimm peningaverðlaun. Aðsögn Arna, hafa fyrirspurnir verið miklar i sambandi við sam- keppnina, jafnt frá áhugamönn- um sem fagmönnum og jafnvel frá tslendingum búsettum er- lendis, enda ekki til litils aö vinna fyrir þá, sem vilja leggja sig fram. Á að leyfa þeim að bera vopn? „Bifreið i höndum ölvaðs manns, er mjög hættulegt vopn, sem dómstólum ber að svipta hann.” Þannig farast Ingu Malmquist, dómara i Malmö, orð um ölvaöa bifreiðastjóra, en hún hefur 16 ár að baki i starfi sinu. Hún segir ennfremur: „Hvers vegna ættum við ekki að setja lög um þess hátt- ar sviptingu og harðari refsingar við slikum brotum. Yfirvöld svipta menn margs konar vopn- um, en i starfi minu sem dómari, hef ég aldrei orðiö vör viö aö bif- reiö væri tekin af manneskju, sem ekur af gáleysi. Að lokum: Nýjar og strangari reglugerðir um þessi mál! Héðinsmálið enn óupplýst Stórþjófnaöurinn, sem framinn var i vélsmiðjunni Héðni á dögun- um, er enn óupplýtur, samkvæmt upplýsingum, sem Alþýðublaöið aflaöi sér frá rannsóknarlögregl- unni i gærdag. Eins og kunnugt er, varhundruðum þúsunda stolið úr læstum peningaskáp, sem stóö inni i læstri skrifstofu. Svo virðist sem þjófurinn eða þjófarnir hafí haft lykla aö þessum hirslum, þvi ekki sáust nein verksummerki.eft- ir þjófnaðinn utan þess að pen- ingaskápurinn var opinn, þegar aö var komið, og peningarnir horfnir. Rannsóknarlögreglan vinnur aö málinu og enn er i gæzluvarð- haldi maður sá, er var handtek- inn strax eftir þjófnaðinn. En eins og rannsóknarlögreglumað- urinn, sem stjórnar rannsókninni komst að orði i gær er Alþýðu- blaðið ræddi við hann. „Málið stendur i sama farinu og enn vantar aö leysa gátuna”. Póstverkfallinu í Kanada lokið Samkvæmt simskeyti frá póst- stjórninni i Kanada er nú lokið verkfalli þvi, sem staðið hefur undanfarnar vikur hjá starfs- . mönnum póstþjónustunnar þar. Sending skipspósts hefst þegar i stað, en að beiðni póststjórnar Kanada verður flugpóstur ekki sendur fyrr en mánudaginn 8. desember nk. Landhelgis- fundur í Kefiavík Kjördæmisráö Alþýöuflokksins efnir til fundar um landhelgis- málið i félagsheimilinu Vik i Keflavik á mánudagskvöldiö. Fundurinn hefst klukkan 20.30 og frummælandi verður Ingvar Hallgrimsson fiskifræðingur. Föstudagur 5. desember 1975. Alþýðublaðid

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.