Alþýðublaðið - 13.12.1975, Síða 8
HMV
sjónvarpstæki
með 20” og 24” skjá
Áratugs reynsla á íslenzkum markaði.
Hagstætt verð - Góð greiðslukjör.
Fást víða um land.
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 - Sími 84670
UPPÞVOTTAVELIN AA 188
hefur tvær hurðir og
tvospaöa. Mikill kraft-
ur í neðra hólfi, minni i
efra hólfi — Rúmgóð
— Hljóðeinangruð —
Notar kalt vatn — Allt
sem kemur í snertingu
við vatn er úr ryðfríu
stáli.
Berið þessa vél saman
við aðrar — Góðir
greiðsluskilmálar.
PFAFF
Skólavörðustig og
Bergstaðastræti.
Laus störf við
Alþýðubiaðið
Blaðburðarfólk
óskast til að bera
blaðið út
Reykjavík: f eftirtaldar götur
Skúlatún ' Ásvallagata
Borgartún Hofsvallagata
Hátún Hringbraut
Melahverfi
1
Flastos liF
PLASTPQKAVE R KSMKDJA
SJmar 82439-82455
Vatndgðrbum 6
Bo* 4064 — RaykjavOc
Pipulagnir 82208
Tökum að okkur alla
pipulagningavinnu
Oddur Möller
löggildur
pipulagningameistari
74717.
ERU ELDVARNIR HER
1 VIDUNANDI HORFI ?
Þar sem mikið hefur verið
um eldsvoða að undanförnu,
sem kostað hafa mörg
mannslif, og gi'furleg verð-
mæti hafa farið i súginn af
þeirra völdum, þá hefur
mönnum orðið tiðrætt um
eldvarnarmál, og hvernig að
þeim hefur verið staðið.
Margir vilja álita það að þeir
sem með brunavarnarmál
okkar hafa að gera, séu
starfi sinu alls ekki vaxnir,
og benda á marga hluti sem
beturhefðu mátt fara og eru
þá yfirmenn eldvarna i land-
inu þá oft skammaðir hástöf-
um. Margar af þessum ásök-
unum eru mjög svo ein-
strengingslegar, og sumar
þeirra alveg úr lausu lofti
gripnar. Þvi er hins vegar
ekki að neita, að sumar þess-
ara ásakana hafa við rök að
styðjast. En það er eins með
þessimál og önnur, að það er
alltaf hægt að vera vitur eftir
bruna.
Við Islendingar erum vel I
sveit settir, þegar um bruna-
varnir er að ræða, og er hægt
að benda á marga hluti i þvi
efni. Flest allir þéttbyiis-
kjamarsem hafa mynd azt i
landinueru nálægt sjó, þann-
ig að yfirleitt er vatnsskorti
ekki fyrir að fara, þegar
bruna ber að. Langbezta
vopnið gegn bruna sem um
getur er vatn, og mun
slökkviliðsstjóri Oslóar eitt
sinn hafa sagt i erindi sem
hann hélt um brunavarnir,
að ef um magnaða húselda
væri að ræða, væri aðeins
þrennt, sem þýddi að reyna.
1 fyrsta lagi er það vatn, i
öðru lagi er það vatn, og i
þriðja lagi meira vatn.
Einnig er vert að geta þess
að á tslandi eru flest hús ný-
leg og vel byggð steinhús,
sem hituð eru með heitu
vatni. Þar sleppum við við
eldhættu sem herjar mjög á
margar erlendar þjóðir sem
þurfa að hita sin hibýli upp
með oliu, og kolum. Mann-
fæðin ætti lika að hjálpa okk-
ur i baráttunni við eldsvoða.
Fýrir stuttu kom maður til
Alþýðublaðsins sem hefur
fylgzt mjög náið með bruna-
vörnum hér á landi i um sex
ár, og var hann ekki alls
kostar ánægður hvernig
staðið er að eldvörnum okk-
ar tslendinga. Sagði hann að
eigendur margra fyrirtækja
kæmustuppmeð aðhafa eld-
varnartæki sem væru með
þeim einföldustu og ófull-
komnustu sem hægt er að
hugsa sér, og væri þar yfir-
leitt horft i kostnaðinn á
tækjakaupum i þessu sam-
bandi og uppsetningu þeirra.
Benti hann á, að i mörgum
þeirra væri aðeins um hand-
slökkvitæki að ræða, og
Unventilated building Fire after 1 minute.
*
Unventilated building - Fire after 2 minutes.
Unventilated building - Fire after 3 minutes.
Similar buildinq with Colt Fire Ventilation.
reykskynjara, sem gæfu
merki eftir mislangan tima
sem eldurinn hefur logað.
Sagði hann að reykurinn
væri það hættulegasta við
eldsvoðana, þvi að hann
leynir það mikið á sér. A
þeim tima sem slökkviliðið
tekur að komast á bruna-
stað, magnast reykurinn á
örskömmum tima gifurlega
mikið, og veldur þvi að sjálf-
sögðu miklum erfiðleikum
við slökkvistarfið. Bendir
hann á, að erlendis hafi svo-
kallaðar reykrásir rutt sér
mjög til rúms, sem gæfu
góða raun, eftir að nokkrir
byrjunarerfiðleikar voru
yfirstignir. Á íslandi er kom-
ið umboð fyrir þessar reyk-
rásir sem eru m jög einfaldar
að gerð, en aðeins tvö fyrir-
tæki eru búin að festa kaup á
þeim. Eru þessar reykrásir
hannaðar fyrir misjafnar að-
stæður, og þá lika fyrir lönd,
sem hafa likt veðurfar og er
á Islandi.
Telur maðurinn að það
hafi kostað okkur Islendinga
mjög mikið, sá seinagangur
sem yfirmenn brunamála i
landinu tekur að tileinka sér
erlendar nýjungar á þessu
sviði.
Alþýðublaðið snéri sér til
Rúnars Bjarnasonar
siökkviliðsstjóra, og spurði
um hans álit á þessum ásök-
unum, og hans skoðun á eld-
varnamálum okkar.
„Það er ekkert nýtt að fólk
rýkur upp til handa og fóta
eftir bruna, og er það þá oft
ekki að spara sleggjudóma
sina um slökkviliðið. Virðist
vera að almenningur liti svo
á að þvinganir séu heppileg-
astar til að ná árangri i eld-
vörnum. Ég lit ekki þannig á
málin, þó að brunavarnir séu
i sjálfu sér aldrei nægjanleg-
ar, þá tel ég að fræðsla um
brunavarnir sé heppilegasta
ráðið til árangurs. Þó tölu-
vert hafi verið unnið að
fræðslumálum um eldvarnir,
t.d. I skólum og i fyrirtækj-
um, þá er hún alls ekki nægj-
anleg að minu viti. Þegar
fræðslustarfinu hefur verið
kippt i viðunandi horf og
samstarf við almenning er
orðið gott, þá tel ég tslend-
inga geta sofið rólega. Við
höfum upplýsingar um mörg
húsnæði hér i borginni og
förum i eftirlitsferðir einu
sinni á ári. Gefum við mönn-
um alltaf frest til að lagfæra
það sem þarf, og er það
sjaldan sem ekki er farið
eftir fyrirmælum okkar, en
þó kemur það einstaka sinn-
um fyrir. Bendum við hús-
eigendum á nokkra valkosti
um aðferðir til brunavarna,
og finnst mér það koma bet-
ur út, heldur en að skipa
þeim i einu og öllu fyrir. Það
er eitt sem við eigum erfitt
með að verjast, en það er
viðbótarinnréttingar sem
fólk tekur upp á að byggja,
án alls samráðs við bygging-
arnefnd Reykjavikur og okk-
ur og hljótast brunar oft af
þeim. Ég vara alvarlega við
þessum breytingum á hús-
næði nema fá sérfróða menn
sem geta leiðbeint fólki i
þessu efni. Það er hægt að
beita fólk fjársektum við
slikum innréttingum, eða
láta fjarlægja þær, en við
reynum að komast hjá þvi i
lengstulög,” sagði Rúnar að
lokum.
Stórmeistarinn Nicolas Rosso-
limo, lézt af völdum áverka er
hann fékk við slæma byltu, 24. júli
1975. Rossolimo fæddist i Kiev
1910. Faðir hans var Grikki en
móðirin Rússi, faðir hans flutti til
Bandarikjanna fljótlega, en
Nicolas og móðir hans komust
ekki frá Sovétrikjunum fyrr en
1929 og þá til Frakklands. I Paris
var Rossolimo leigubifreiða-
stjóri. Parisar-meistari i skák
varð Rossolimo tiu sinnum og
Frakklandsmeistari 1948. Eftir
heimsstyrjöldina siðari átti hann
góðu gengi að fagna á skákmót-
um og 1949 gerði hann jafntefli við
Tartakower i einvigi 5:5. Arið
1953 hitti hann loks föður sinn i
New York, hann starfaði siðan i
New York sem skákkennari og
leigubifreiðastjóri, sigraði i Opna
bandariska meistaramótinu 1955.
Rossolimo tefldi litið siðustu árin,
en varð samt i þriðja sæti i Þriðja
opna heimsmótinu, sem var teflt i
New York 2.—6. júli 1975, það var
hans siðasta mót. Rossolimo kom
hingað til lands árið 1951 og
keppti hér i móti, sem var kennt
við hann, en var jafnframt af-
mælismót Taflfélags Reykjavik-
ur. Ég vil leyfa mér aö vitna i
Skákritið i febrúar 1951 en þar er
umsögn um Nicolas Rossolimo: ,,
— og þótt honum auönaðist ekki
alltaf að bera sigur af hólmi,
sindruðu skákir hans af þeim
glæsileik, sem fær hjörtu dauð-
legra manna til að slá hraðar.
Hér var enginn „peðaveiðari” á
ferð, heldur listfengur töframað-
ur með hlutabréf I landi ódauð-
leikans upp á vasann. Glæsileiki
skáka hans er svo ótviræður og ó-
mengaður, að hann má teljast
höfuðeinkenni stils þess, er hann
beitir.”
Það voru eftirminnilegir dagar
i febrúar 1951, þcgar Rossolimo
var hér.
Rossolimo lét eftir sig eigin-
konu Veru og son Alexander.
Skák
i'yrsti stórmeistaratitill, sem
mninn er af enskum skákmanni
íefur verið veittur Keith B.
Tichardson 33 ára gömlum frá
lamberley. Þetta er fyrir
Dréfskák. Meistaratitlinum var
ithlutað af Alþjóðabréfskáka-
sambandinu. Keith B.
Richardson uppfyllti skilyrðin
með þvi að verða I þriðja sæti I
heimsmeistarakeppninni i
bréfskák, hann fékk ellefu
vinninga af sextán mögulegum,
Mótið hófst i febrúar 1972 og úrslit
siðustu skáka, sem fóru i dóm,
hafa nýlega verið birt. Heims-
meistari varð J.V. Estrin frá
Sovétrikjunum,fékk tólf vinninga.
i öðru sæti varð J. Boey frá Belgiu
með ellefu og hálfan vinn-
ing,þriðji Richardson með ellefu
og fjórði dr. V.Zagorovski frá
Sovétrikjunum einnig með ellefu
vinninga. Þess má geta hér að
það eru aðeins tuttugu og fimm
stórmeistarar i bréfskák til i
öllum heiminum.
Til þess að hafa allt nákvæmlegf
rétt, þá fengu Englendingar tvc
stórmeistara 1972, en þó á öðrunr
sviðum skákarinnar. Þeir vori
Comins Mansfield fyrir skák
dæmi og R.W. Bonham fyrir bréf
skák biindra.
William R. Hartston 28 ára,
‘stærðfræðingur og rithöfundur
sigraði i enska meistaramótinu
1975 og náði þar með titli sinum
aftur frá 1973. t fyrra varð hann
jafn sex öðrum en tapaöi þá i
úrslitakeppninni, sem Botterill
sigraði. Hartston er að tefla núna
á islandi i svæðamótinu og fáum
við hér nokkra viðmiðun við
enskan skákstyrk og islenzkan. 1
enska meistaramótið 1975 vantaði
nokkra af betri skákmönnum
Englands,svo sem R. D. Keene,
sem mótmælti þvi að teflt yrði
eftir svissneska kerfinu og neitaði
að vera með. Meistarinn frá i
fyrra Botterill gat ekki verið með
vegna veikinda konu sinnar.
Röðin 1975 varð þessi hjá fimm
efstu:
1. W. R. Hartston 8 vinninga af
ellefu mögulegum. 2. — 5. S.
Webb, L. de Veauce, A. J. Miles,
M.L. Fuller, allir með sjö
vinninga.
1 kvennaflokki sama móts urðu
efstar og jafnar Sheila Jackson
frá Liverpool og P. Ann Sunnuks
frá Crowthorne. Einvigi þeirra
um titilinn verður i Suður-Wales
um jólaleytið. Hér verða birtar
tvær stuttar skákir fra enska
meistaramótinu, þó ekki eftir
sigurvegarann i karlaflokki,
vegna þess að lslendingar fá að
kynnast taflmennsku hans um
þessar mundir i f jölmiðlum og þvi
miður hef ég enga frá keppni i
kvennaflokknum. Englendingar
virðast taka litið tillit til þess að
kvennaár er, jafnvel birta þeir
enn færri skákir frá kvenna-
keppnum en áður. Fyrri skákin er
mjög stutt og minnir vafalaust
marga á gamlar og nýjar syndir i
ttalska-leiknum. Skákin er tefld i
sjöttu umferð mótsins.
Hvitt: Kemp. Svart: McCarty.
Italski-leikurinn.l. e4 e5. 2. Rf3,
Rc6. 3. Bc4, Bc5. 4. c3, De7. 5. O-o'
Bb6. d4, d6. 7.a4, Rf6. 8. d5, Raö!
9.Bd3. Svartur gaf.
Seinni skákin er töluvert skák-
legri, teflt er uppskifta afbrigðið i
spánska-leiknum. Hvitt: Fuller.
Svart: Knox. 1. e4, e5. 2. Rf3, Rc6.
3. Bb5, a6. 4. Bxc6, bxc6. 5. d4,
exd. 6. Dxd, Df6. 7. e5, Dg6. 8. 0-0,
Bb7. 9. Bg5, c5. 10. De3, Re7. 11.
Rc3, Rf5. 12. Dd3, c4. 13. Rd5, Be7.
14. Rxc7 skák, Kf8. 15. BxBskák,
Kg8. 16. Ddl, RxB. 17. RxH, Rd5.
18. Dd4, h6. 19. e6, BxR. 20. exd,
Kh7. 21. Dxc4, Hd8. 22. Dd3, f5.
23. Rh4, Dc6. 24. Dxf5 skák, Kg8.
25. Hfel. Svartur gaf.
Svavar Guðni Svavarsson
Fyrsti enski stórmeistarinn
Minning: Nicolas Rossolimo
Enska meistaramótið 1975
( For^iTt frekjuíurnf e róin n i þa ðgíeður yð u
Hafnarfjarðar Apotek
Afgreiðslutími:
Virka daga kl. 9-18.30
'Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsing^simi 51600.
Birgir Thorberg
málarameistari
simi 11463
önnumst alla
málningarvinnu
— úti og inni —
gerum upp gömul húsgögn
Teppahreinsun
Hreinsum gólfteppi og húsgögn i
hcimahúsum og fyrirtEkjum.
Eruin mcö nýjar vélar. Góö þjón-
usta. Vanir menn.
SIGFÚS BIRGIR
82296 40491
Innrettingar
HHHH húsbyggingar
BREIÐÁS
Vesturgötu 3 simi 25144
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óöinstorg
Simar 25322 og 10322