Alþýðublaðið - 13.12.1975, Page 13

Alþýðublaðið - 13.12.1975, Page 13
íprcttir NÚ SÝNIR ÚR- VALSLIÐIÐ ÞAÐ SVART A HVÍTU... 1 fyrsta skiptið i sögu körfuknattleiks á íslandi munu tveir útlendingar leika með islenzku úr- valsliði gegn erlendu félagsliði. Hinn 21. des. kemur bandariskt verk- fræðiháskólalið frá Indianafylki, Rose Hul- man, til landsins og leika einn leik um kvöld- ið i Laugardalshöllinni við úrval 1. deildar- liðanna. Bandarisku svertingjarnir Curtis Carter úr KR og Jimmy Rogers úr Ármanni verða að sjálfsgöu I liði úrvalsins og verður án efa gaman að fylgjast með þessum tveimur frábæru körfuknatt- leiksleikmönnum i viðureign við landa sina. Hinir leikmenn islenzka liðsins verða valdir um helgina. Rose Hulman er eins og all flest önnurbandarisk háskólalið, geysi sterk. Þeir eru nii á förum i Evrópuferð i 3. skiptið, og mun þetta vera i fyrsta skiptið sem þeir koma til islands. Þeir hafa viðkomu aðeins einn sólarhring á landinu, en halda siðan til Þýzka- lands, Englands, Frakklands og Luxemburg, áóur en þeir fara aftur til Bandarikjanna. „Trukkurinn” og Kristinn Jörundsson i barattu undir körfu KR í haust. Báðir verða þeir leik- menn sem íslendingarnir binda einna mestu vonir við gegn bandariska háskólaliðinu Rose Hulman, þegar islenzka úrvals- liðið leikur gegn þvi 21. des nk. % vr r 1 rrr. '-'■.7717*7: tslenzki landsliðshópurinn sem valinn var um siðustu helgi hefur æftmjög velað undanförnu, og að sögn fróðra manna þá hefur sjaldan vereið eins mikill áhugi fyrir æfingum og einmitt nú. I fyrrakvöld léku Islandingarnir ásamt bandarisku svertingjunum Curtis og Rogers við úrvalslið Keflavikurflugvallar. „Vallar- liðið” hefur sjaldan verið eins gott og einmitt nú og hefur verið að sigra islenzku 1. deildarliðin i æfingarleikjum. Islenzka liðið gerði sér litið fyrir og sigraði það með 60 stiga mun 93:33. Að sögn Gylfa Kristjánssonar þá lék úr- valslið okkar mjög vel og „keyrði” vel upp hraðann, sem Keflavikurvallarliðið réði ekkert við. Beztu tennis- leikarar heims á skerminum? Meðal iþróttaefnis i' Sjónvarp- inu á morgun er fimleikasýningin sem háð var i Laugardalshöllinni, fyrir tæpum hálfum mánuði. Sýnt verður úr eik FH og Oppsal, og landsliðsins i blaki gegn Færey- ingum. Iþróttaþátturinn siðasta mánudag var svo stuttur að aðeins gafst tækifæri til þess að sýna nokkrar minútur af þessum leikjum.en verður gertbetri skil i dag. Sýndar verða svipmyndir af helztu atburðum úr sænsku iþróttalifi, og má jafnvel vænta þess að þar fáum við að sjá hina svo kölluðu „master”-keppni i tennis, þar sem beztu tennis- leikarar heims koma fram, svo sem Sviinn Björn Bong, Arthur Asee og fleiri. Enski knattspyrnuleikurinn verður leikur Stoke City og Aston Villa sem leikinn var á Victoria Ground i Stokeon Trent siðasta laugardag. Bæði liðin hafa staöið sig mjög vel að undanförnu og sigla hraðbyrðis upp stigatöfluna. 1 liði Aston Villa mun Andy Gray væntanlega leika, en hann lék gegn I.B.K. með Dundee United i Keflavik i 1. umferð U.E.F.A. bikarkeppninnar. Er ábyggilega fróðlegt fyrir þá sem sáu þann leik að fylgjast vel með Gray, og Sennilegt er að við fáum að sjá sænska tennisleikarann Björn Borg i fþróttaþætti Sjónvarpsins i dag. sjá hvernig honum gangi i viður- eign sinni við varnarmenn Stoke. ísland tapaði aftur með sömu markatölu íslenzka landsliðið í handknattleik sem nú dvelur í æfingabúðum á Jótlandi lék sinn fyrsta leik í 4 liða keppni, sem hófst í Ulstrup í gær- kvöldi. Þau lið sem taka þátt i þessari keppni eru ásamt islenzka landsliðinu, danska landsliðið, ungversku meistararnir Patabanayi og Arhus K.F.U. M. I gærkvöldi lék liðið við Dani og lauk leiknum, æins og fyrri leiknum kvöldið áður með eins marks sigri Dana 17:16. Sigurmark Dana gerði Thomas Patzyi aðeins 2 sekúnd- um fyrir leikslok. Leikur þessi telst ekki sem landsleikur heldur mætti kalla hann óopin- beran landsleik. Að sögn Axels Sigurðssonar eins af fararstjórum islenzka landsliðsins, þá var þessi leikur svipaður þeim fyrri að þvi leyti að hann var mjög harður og skemmtilegur á að horfa, og börðust bæði liðin mjög vel. Is- lendingarnir byrjuðu leikinn mjög illa og leit á timabili út fyrir að þeir myndu fá slæma útreið hjá danska landsliðinu. Þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður var staðan 10:4 fyrir Dani, og aðeins nokkr- um minútum fyrir lok hans var staðan 12:6. Island gerði svo tvö siðustu mörk hálfleiksins og lauk þvi fyrri hálfleik með sigri Dana 12:8. Þegar verst gekk hjá tslendingunum i hálfleiknum var vörnin mjög léleg og opnaðist einmitt mjög illa á miðjunni sem oftast hefur verið þéttari en hornin, sem nú voru aftur á móti vel lokuð. 1 siðari hálfleik gekk aftur á móti mun betur hjá landanum enda var vörnin þá mjög góð, ásamt markvörzlu Guðjóns Er- lendssonar sem varðí markið mest allan leikinn af stakri prýði. Danir komust fljótlega i 14:10, en þá kom góður sprettur hjá landsliðinu og gerðu þeir 4 næstu mörk, og náðu þar með að jafna. Danir skoruðu 15:14, en þá komu tvö góð mörk frá Björgvini Björgvinssyni — en hann átti mjög góðan leik og komust þá tslendingarnir yfir i fyrsta skiptið i þessum tveimur leikjum við Dani. Danir jöfnuðu og þegar þrjár minútur voru til leiksloka var staðan jöfn 16:16 og 3 minútur til leiksloka, og Is- land með knöttinn. En fyrir hel- beran klaufaskap misstu þeir knöttinn og skoruðu Danir sigurmakrið aðeins tveimur sekúndum fyrir leikslok. Að sögn Axels þá var leikur- inn ágætur af hálfu landans einkum i siðari hálfleik, enda unnu þeir hann 8:5. Mikil spenna var siðustu minúturn- úturnar og gat leikurinn allt eins endað með eins marks sigri Islands. Björgvin Björgvinsson og Jón H. Karlsson voru lang beztu leikmenn islenzka liðsins ásamt Guðjóni Einarssyni sem var nær allan leikinn i marki. Dómararnir voru Rodihl — annar af þeim sem dæmdi FH — Oppsal — og Sven Nilsen og dæmdu vel. Aðeins einum leik- manni var visað af leikvelli það var Thomas Patzyi i 2 minútur Leikurinn var prúðmannlega leikinn i alla staði og sáust sjaldan eða aldrei gróf brot i honum. Björgvin Björgvinsson linumaðurinn snjalli átti stórleik i gærkvöldi þegar island tapaði fyrir Dönum 16:17. ÆlTRiú'.:: ~T:;i ; iC: I : íHi Markhæstu leikmenn Islands voru: Björgvin Björgvinsson og Jón H. Karlsson. báðir með 6 mörk. Hin 4 mörkin sem eftir eru skiptust niður á jafn marga leikmenn. Pál Björgvinsson. Stefán Gunnarsson, Axel Axels- son og Viggó Sigurðsson, eitt hver. Viggó lék þennan leik allur reifaður um puttann, en eins og komið hefur fram i frétt- um þá meiddist hann á æfingu fyrr i vikunni og háði það honum greinilega. Þeir sem hvildu að þessu sinni voru Ingimar Haraldsson og Gunnar Einarsson, en Gunnar var slæmur i iljunum eftir leikinn frá kvöldinu áður. 1 dag leikur Island við ung- verska liðið en við Arhus Kfum á sunnudag. Þórarinn: FH hefur forgang hjá mér Mikil óánægja var innan FH-leikmanna i fyrra þegar nú- verandi landsliðseinvaldur Viðar Simonarson þjálfaði 1. deildar lið Hauka. Var það meðal annars út af þvi að þegar FH og Haukar léku, þá var Viðar fjarstaddur lék hvorki með FH eða leiðbeindi Haukum. I febrúar siðastliðinn, nánar tiltekið þegar Geir Hallsteinsson tók að sér þjálfun FH, var samþykkt á fundi félags- ins, að ekkert slikt og átti sér stað með Viðar kæmi til greina fram- vegis. Það kom þvi mönnum á óvartþegar nú i vikunni Þórarinn Ragnarsson — leikmaður FH — tók aö sér þjálfun 1. deildarliðsins Gróttu, i stað Gunnars Kjartans- sonar, sem hætti sökum persónu- legra ástæðna. Alþýðublaðið tók Þórarin tali vegna þessa og hafði hann eftirfarandi að segja: „Þegar ljóst varð að Gunnar myndi ekki geta þjálfað Gróttu i siðariumferðinni, fór félagið þess á leit við mig að ég tæki að mér þjálfun liðsins. Ég vissi auðvitað vel hverjar samþykktir urðu hjá félagi minu i febrúar, og sagði þvi við forráðamenn Gróttu þegar þeir vildu fá mig sem þjálfara, að ég myndi reyna það, en lið mitt gengi samtfyrir þegar um leiki eða æfingar væri að ræða. Þar eð æfingartimar félaganna slangast ekki á og forráðamenn Gróttu samþykktu að ég léki með FH þegar liðin ættu að leika saman þá tók ég boði Gróttu, enda hef ég þjálfað liðið áður, og kunni ágæt- lega við mig.” Nú eru þrir leikmenn FH þjálfarar með öðrum liðum. Viðar með landsliðið, Geir með KR og Þórarinn með Gróttu. Reynir Ólafsson þjálfari FH er þvi fremur óskemmtilegri að- stöðu hjá félaginu, þar eð hann er aö þjálfa menn sem þegar eru orðnir þekktir handknattleiks- þjálfarar. Þrír leikir Þrir leikir verða ieiknir i Islandsmótinu i körfuknattleik, sem jafnframt eru siðustu leik- irnir fyrir áramót. 1 dag kl. 14.00 leika Armann og Njarðvik á Seltjarnarnesi. Strax á eftir leika Valur og 1R. Liklegt verður að teljast að 1R og Ármann sigri nokkuð örugg- lega, þótt allt geti auðvitað í körfunni skeð. A sunnudaginn leika KR og nýliðarnir Fram. Ekki er alveg vist hvar sá leikur verður spil- aður, þar sem Hagaskólahúsið hefur enn ekki verið tekið i notk- un. KR-ingar með Trukkinn i broddi fylkingar ættu að verða Framörum ofjarlar i þessari viðureign. Alþýðublaðið Laugardagur 13. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.