Alþýðublaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 2
Orðsending til fyrirtækja frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna Hér með er skorað á alla, sem eiga óupp- gerð iðgjöld vegna starfsmanna sinna, að gera sjóðnum skil á þeim nú þegar og i siðasta lagi fyrir 1. jan. nk. Lifeyrissjóður verzlunarmanna. SÍAAA- BEKKIR Bólstrun Guöm. H. Þorbjörnssonar Langholtsvegi 49 Sími 3-32-40 Réttarvernd, samtök um réttarstöðu einstaklinga Framhaldsstofnfundur Iléttarverndar verður haldinn fimmtudaginn 18. des. kl. 20.30 að Hótel Loftleiðum. Dagskrá: I. I.ög félagsins. 11. Stjórnarkjör. Tillögu um formann, stjórn og endurskoðendur ber að skila til formanns kjörnefndar, Gests Dorgrimssonar, Laugarásvegi 7, fyrir kl. 12 á hádegi, fimmtudag 18. des- ember. Undirbúningsnefndin. Hesta- menn Loksins er hún komin bókin — sem þiö hafiö beöiö eftir. önnur útgáfa af bók Theodórs Arnbjörnssonar HESTAR fæst hjá bók- sölum og Bún- aðarfélagi ísl. + Innilegar þakkir færum viö öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug viö andlát og jaröarför Sigurðar Ásgrimssonar, Siglufirði Guðrún Hansdóttir og börn. alþýðu »1 • • RODD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Hættuleg stefnubreyting Enda þótt nú sé aðeins ein vika til jóla — og fjórir til fimm dagar eftir af starfstima Alþingis fyrir jólafri — er ekki ljóst, hvernig rikisstjórnin hyggst standa að afgreiðslu ýmissa mikilvægra mála i tengslum við fjár lagaafgreiðsluna. Eitt þessara mála varðar almannatryggingarnar, en i fjárlagafrumvarpi rikisstjórnarinn- ar eru ákvæði þess efnis, að skera eigi niður framlög til almanna- trygginga um tvö þúsund milljónir króna. Ætlunin var að lækka fram- lög til lifeyristrygginga — þ.e.a.s. elli- og örorkulifeyris — um þúsund milljónir og sjúkratrygginga um aðrar eitt þúsund milljónir króna. 1 nóvembermánuði s.l. var skipuð sérstök nefnd með fulltrúum allra flokka til þess að fjalla um tillögur, sem rikisstjórnin þóttist hafa um, hvernig að þessum niðurskurði til almannatryggingakerfisins skyldi staðið. Þegar þetta er ritað hefur nefnd þessi aðeins verið kölluð saman til eins fundar og var sá fundur haldinn s.l. föstudag. Á þess- um eina fundi voru engar tillögur fyrir nefndina lagðar. Eftir þvi, sem gerzt er vitað, mun rikisstjórnin nú hafa afráðið að falla frá hugmyndum sinum um eitt þús- und milljón króna lækkun á framlögum til elli- og örorku- lifeyrisþega. Hinsvegar mun rikis- stjórnin enn halda fast við fyrir- ætlanir sinar um eitt þúsund milljón króna niðurskurð á framlögum til sjúkratrygginga þótt enn — fjórum dögum áður en afgreiða á málið — hafi engar ákveðnar tillögur frá rikisstjórninni um hvernig þetta á að gera séð dagsins ljós. Eftir þvi, sem næst verður komizt, mun fram- kvæmdin eiga að verða sú, að farið verði að krefja sjúklinga um legu- gjöld á spitölum, jafnvel nokkur hundruð krónur á dag, og að sjúkt fólk verði krafið um hærri hlut i lyfjakostnaði, en þvi er nú gert að greiða. Alþýðuflokkurinn telur sjálfsagt og eðlilegt að almannatrygginga- kerfið sé tekið til endurskoðunar meðal annars i þvi augnamiði að at- huga, hvort mögulegt sé að draga úr óþörfum útgjöldum og hvernig kerf- ið geti betur aðstoðað þá, sem þurfa á aðstoð þess að halda, en nú á sér stað. Alþýðuflokkurinn telur einnig eðlilegt og sjálfsagt að beitt verði ýtrustu sparsemi i rikissrekstrinum eins og nú árar og hefur lýst sig reiðubúinn til samvinnu um það mál. En það er EKKI vilji Alþýðu- flokksins að endurskoðun almanna- tryggingakerfisins sé framkvæmd á þá lund, að skera einfaldlega niður framlög til sjúkratrygginga um eitt þúsund milljónir króna með þeim afleiðingum, að sjúkt fólk verði látið greiða háar upphæðir fyrir sjúkra- húsvist og læknislyf. Röksemdin um nauðsyn sparnaðar i rikisrekstrin- um á engan rétt á sér i þessu sambandi, þvi menn skyldu gæta að þvi, að á sama tima og slikur niður- skurður á framlögum til sjúks fólks er boðaður eru engar ráðagerðir uppi um sparnað i rekstrarútgjöld- um — m.a. ekkert vitað um hvað gera á við þær nokkuð á þriðja hundrað stöður, sem opinberar stofnanir hafa ráðið i i algeru heimildarleysi. Ef lagt verður út á þá braut að fara að krefja sjúklinga um legu- gjöld á spitölum þá er verið að hverfa að fyrirkomulagi, sem er eitthvað það ranglátasta og hættu- legasta, sem um getur. Margir Is- lendingar þekkja t.a.m. hvernig slikt kerfi hefur reynzt i Bandarikj- unum þar sem sjúkrahús neita að taka við sjúklingum nema þeir geti lagt fram tryggingu fyrir greiðslu- getu og stutt sjúkrahúsdvöl getur lagt efnahag heilla fjölskyldna i rúst. Verði i ár farið að krefja sjúklinga á spitölum um t.d. 600 króna greiðslu fyrir legudag, hver getur þá fullyrt um, að á næsta ári verði sú upphæð ekki komin upp i 1200 krónur á legudag, á þar næsta ári upp i 1800 krónur á legudag og þannig má áfram telja. Með hverju árinu verður heilbrigðisþjónustan dýrari i rekstri og sé farið út á þá braut að krefja sjúklinga um gjald fyrir spitalavist ætli það væri þá ekki freistandi að mæta kröfunum um aukin fjárframlög til heil- brigðismála með þvi að hækka gjöldin á sjúku fólki — a.m.k. væri það freistandi fyrir rikisstjórn eins og þá, sem nú situr að völdum og hugleiðir að leggja út á þessa við- sjárverðu braut. Alþýðuflokkurinn telur það vera ranga stefnu að ætla að ,,spara” i rikiskerfinu með þvi að iþyngja sjúku fólki. Ef valið stendur um það annars vegar og hins vegar að leggja eitthvað auknar byrðar á heilbrigða þegna þjóðfélagsins þá telur Alþýðuflokkurinn siðari kost- inn tvimælalaust réttlátari og betri. Verkstjóri óskast að vöruafgreiðslu vorri. Laun samkvæmt 17. launaflokki rikisstarfsmanna. Um- sóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist oss fyrir 23. Þ m Skipaútgerð ríkisins Alþýðublaöið Þriðjudagur 16. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.