Alþýðublaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 9
RtO^I
TRÉSMIÐJA
BJÖRNS ÓLAFSSONAR
REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975
HAFNARFIRÐI
HÚSBYGGJENDUR!
Munið hinar vinsælu TI-
TU og Slottlistaþétting-
ar á öllum okkar hurð-
um og gluggum.
Ekki er ráð nema i
tíma sé tekið.
Pantið timanlega.
Aukin hagræðing
skapar lægra verð.
Leitið tilboða.
B^)
FRAMHALDSSAGAN m
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12
UR OG SKAHIGKIPIR
KGRNELÍUS
JONSSON
SKÚLAVORBUSTIG 8
BANKASTRÆTI6
<'"*tH'>B0106C>O
Barnafata-
verzlunin
Rauðhetta
Látið ekki verðbólguúlf-
inn gleypa peningana
ykkar, i dýrtiðinni. Vör-
ur seldar með miklum
afslætti, allt nýjar og
fallegar vörur á litlu
börnin. Litið inn og gerið
góð kaup.
Opið laugardaga
kl. 10 til 12.
Barnafataverzlunin
Rauðhetta
Iðnaðarmannahúsinu,
Hallveigarstíg 1 — Simi
28480.
— Maðurinn er góður. Og hann þekkir gott fólk, sem
gæti tekið Topsy. Jette var óðamála. — Það var gott að þú
komst, mamma. Taktu mig með þér! Mér leiðist einni.
Unga konan leit hjálparvana á Jan.
— Afsakið, sagði hún lágt, — en hundurinn er ekki eina
vandamálið.
Það leit út fyrir, að hún væri að bresta i grát og barnið
fann það samstundis.
— Var Werner frændi vondur við þig? spurði Jette.
— Getið þér raunverulega tekið hundinn? sagði móðirin
biðjandi.
— Ég held, að við ættum að ræða málið, sagði Jan og
reyndi að hrista af sér feimnina.
Þau hefðu áreiðanlega aldrei farið að tala saman, ef
Jette hefði ekki hjálpað til, þvi að móðir hennar var alveg
jafnfeimin og Jan.
En Jette masaði og masaði barnslega hrifin og Jan
frétti, að móöir hennar héti Gabriele Dorn og að faðir
hennar hefði dáið I bilslysi fyrir tveim árum.
Hann hafði einmitt opnað iþróttaverzlun og eina leiðin
til að Gabriele gæti komizt úr skuldunum, sem á búðinni
hvildu, var með þvi aö fá lán hjá bróður sínum, sem var
kráareigandi. Nú varð hún að vinna og hafði fengið töðu
sem ritari hjá lögfræðingi. En Ibúð hafði hún ekki fengið
ennþá.
— Það er allt svo hræðilega dýrt, sagði hún, — og mig
langar til að hafa Jette hjá mér, þegar ég fæ ibúð. Hún
getur ekki verið hér öllu lengur. Bróðir minn á þrjá stálp-
aða stráka og eftir þvi, sem hún segir mér, hafa þeir ekki
góð uppeldisleg áhrif á barn. Svo er það Topsy.
Hún viðurkenndi hálfhikandi, að þau hefðu rifizt.
Þá minntist Jan skyndilega Teresu-heimilisins.
— Kannski get ég aðstoðað yður, sagði hann. — Get ég
fengið að hringja hérna nálægt?
— Já, það er simaklefi skammt undan. En hvers vegna
viljið þér hjálpa mér? Við þekkjumst ekkert.
— Nú erum við farin að kynnast og ég þekki fjölskyldu,
sem getur tekið Topsy. Er hún hreinlát? spurði hann.
— Areiðanlega, sagði Jette að bragði. — Annars hefðu
þau rifizt meira, þó að hún fái næstum aldrei að koma inn
fyrir dyr.
— Ætli við getum ekki lika fundið stað fyrir ykkur
mæðgurnar. ViB skulum koma að hringja.
Christa Stiller hafði þegar orðið einu sinni undrandi um
daginn, þvi að dr. Meiser kom með móður sina og Nikki i
heimsókn.
Hann vildi fá að vita, hvort unnt væri að koma Nikki fyr-
ir á Teresu-heimilinu i nokkrar vikur meðan mamma
hans færi i hvildarferð.
< Þau voru að ræða þetta, þegar siminn hringdi.
Christa Stiller hlustaði með athygli. Jörn Meiser lagði
eyrun við, þegar hún sagði: — Já, það er hægt, læknir.
Nei, ég get ákveðið það sjálf, dr. Holl ræður engu um á-
kvarðanir minar. Ég á þá von á yður i kvöld.
— Þetta var dr. Jordan, sagði hún til skýringar. — Hann
spurði, hvort hér væri laus'íbúð og áður en Jörn hafði náð
sér eftir undrunina, sagði hún: — Svo var það erindið yö-
ar.
— Sést það á mér, að ég kom til að tala um annað en
móður mina? spurði hann.
Hún brosti. — Já, svaraði hún.
— Það er hann Nikki, sagði hann umsvifalaust. —
Mamma þarf algjöra hvild um stund. Hvað á ég að gera
við drenginn? Hann þagnaði.
— Koma með hann hingað, svaraði Christa. — Ég hef
aukaherbergi og ekki á ég sjálf barn.
Raddblær hennar vakti meðaumkun Jörns.
— Nikki er góður drengur, sagði hann lágt.
— Ég veit það. Og þér eruð góður viðhann.
— Hvað annað gat ég gert fyrir Lis. Hr. Lind batnar.
Uppskurðurinn tókst fullkomlega og öll viðbrögð hans eru
eðlileg.
— Þér hafið staðið við orð yðar, sagði hún rólega. — Það
er gott að vita, að slikir menn eru til.
Hann roðnaði.
AÐSTOÐAR-
LÆKNIRINN
— Ég er engin undantekning, sagði hann og fór hjá sér.
— Nei, ég er byrjuð að trúa þvi aftur, svaraði hún hugs-
andi. — En þér eruð sá fyrsti, sem hefur sannfært mig
um... ég veit ekki, hvernig ég á að segja það. Ég hlakka til
að fá Nikki.
Meiser gladdist og það ekki aðeins Nikki vegna. Christa
hafði breytzt. Það var kominn vonarneisti I augu hennar.
Gabriele Dorn gatnaumast skilið, að það væri satt, þeg-
ar Jan sagðist hafa fundið ibúð handa henni og barninu og
að hún gæti flutt þangað strax.
— Verður það ekki of dýrt? spurði hún hikandi.
— Alls ekki, sagði hann, þó að honum hefði láðst að
spyrja um verðið. Hann ætlaði einhvern veginn að sjá svo
um, að það yrði henni ekki ofvaxið. Það var svo gott að
geta glatt aðra, ekki sizt litlu telpuna sem hafði sigrað
hjarta hans.
'TIMEEX
231501
HEIMSÞEKKTU ÚRIN — Tilvalin jólagjöf — Veljið eftir myndunum, hringið eða
bréfsendið númer úrsins og við sendum yður um hæl gegn póstkröfu
Úrin eru seld með 6 mónaða óbyrgð — Höfum einnig allar gerðir svissneskra úra
237721
Vfro- Kf. l/é>oo- fi^. Y/ÖO- fa. 3 800- fo.L/Jioo- fa 3$oo- tfr. YSoo- tOj/ór.39?f>-
Úra- og skartgripaverzlun Magnúsar Guðlaugssonar — ÚR-VAL — Strandgötu 19 — Hafnarfirði — Sími 50-590
Alþýðubíaðið '(0
Þriðjudagur 16. desember 1975.