Alþýðublaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 5
Fjárlögin til annarrar umræðu í dag
DÆMIGERÐAR AÐGERÐ-
IR IHALDSSTJÓRNAR
1 gær voru lagðar fram á Al-
þingi breytingatillögur fjárveit-
inganefndar við fjárlagafrum-
varpið og mun frumvarpið verða
tekið til annarrar umræðu i dag.
Er stefnt að þvi að ljúka þeirri
umræðu i nött og taka fjárlögin
svo til þriðju og siðustu umræðu á
föstudag þannig, að þingmenn
geti farið i jólaleyfi á laugardag.
Ýmis stórmál I sambandi við
fjárveitingar og skiptingu út-
gjalda á einstaka liði eru enn óaf-
greidd hjá fjárveitinganefnd og
biða því þriðju umræðu. 1 séráliti
minni hluta fjárveitinganefndar
er á þetta bent og þar sagt, að sá
timi, sem nefndinni er gefinn til
starfs milli umræðna sé styttri nú
en nokkru sinni fyrr. Sé þó ó-
venjulega mikið, sem látið hefur
verið biða óafgreitt til 3ju um-
ræðu.
í séráliti fulltrúa stjórnarand-
stöðunnar i fjárveitinganefnd
segir m.a.:
„Getuleysi rikisstjórnarinnar
að rækja það hlutverk stjórn-
valda að tryggja framgang brýn-
ustu samfélagslegu framkvæmda
á rætur i verðbólgustefnu hennar.
Neikvæðar ráðstafanir i efna-
hagsmálum hafa valdið slikri út-
þenslu rekstrarliða, að þeir
gleypa það fjármagn sem rikis-
sjóöur er látinn innheimta af
landsmönnum. Auðsæja mögu-
leika til að afla meira fjár til
nauðsynlegustu framkvæmda
með skattlagningu á gróðafyrir-
tæki, sem engan tekjuskatt
borga, fæst rikisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar hins
vegar dcki til að nota.
Gróðaöflin i þjóðfélaginu
heimta frjálsa ráðstöfun gjald-
eyrisins, forgang einkaaðila til
fjárfestingar og til vinnuafls i
landinu og sem mest frelsi undan
skattgreiðslum til rikisins i sam-
eiginlegar þarfir landsmanna.
Sýnt hefur verið fram á, að
hundruð gróðafyrirtækja i
Reykjavik, sem hafa i veltu þús-
undir milljóna króna, greiða alls
enga tekjuskatta. I stað þess að
láta þessa aðila greiða skatta til
rikisins a.m.k. til jafns við aðra,
gripur hægri stjórnin til ráða sem
eru henni geðþekkari.
Þegar stjórnleysið i efnahags-
málum og einkum i fjármálum
rikisins kreppir að rikisstjórnar-
flokkunum við fjárlagagerð og af-
leiðingar óstjórnarinnar koma
fram i stórfelldri útþenslu rekstr-
arliða i rikisbúskapnum, gripa
stjórnarflokkarnir til ráða sem
eru hægri flokkum nærtæk:
1. Niðurskurður nauðsynlegustu
samfélagslegra framkvæmda,
sem hvað mest bitnar á almenn-
ingi úti á landsbyggðinni.
2. Skerðingar á bótum almanna-
trygginga.
3. Lækkunar á niðurgreiðslum á
verði brýnustu matvara, en sú
ráðstöfun bitnar harðast á lifeyr-
isþegum og barnafjölskyldum.
Þetta eru dæmigerðar aðgerðir
hægri flokka og koma i kjölfar
vaxandi krafna svæsnustu hægri
sinna i landinu um að dregið verði
úr þætti rikisins i framkvæmdum
oguppbyggingu og i félagsmálum
á þann hátt, sem gert hefur verið i
tið núv. ríkisstjórnar. Það fer
ekki milli mála hverjir ráða ferð-
inni. Vist er, að þeir aðilar i Sjálf-
stæðisflokknum og Fram'sóknar-
Rokknum, sem best ná saman um
þá hægri stefnu, sem nú er fylgt,
miða engan veginn við það, að hér
verði einungis um timabundin úr-
ræði að ræða, heldur varanlegar
aðgerðir meðan hægri stjórnin
hefur völdin. Þess vegna er það
brýnasta hagsmunamál launa-
fólks i landinu að völdum núv.
rikisstjórnar verði hnekkt sem
fyrst.
Minnihluta fjárveitinganefndar
skipa þingmennirnir Geir Gunr
arsson, Jón Ármann Héðinsson og
Karvel Pálmason.
Stefán Gunnlaugsson fimmtugur
Stefán Gunnlaugsson i Hafnar-
firði er fimmtugur i dag. Stefán
Sigurður eins og hann heitir fullu
nafni er borinn og barnfæddur
hafnfirðingur, fæddur hinn 16.
desember 1925. Foreldrar hans
eru hjónin Gunnlaugur Stefán
Stefánsson, sem lengi var kaup-
maður, i Hafnarfirði, og kona
hans Snjólaug Guðrún Árnadótt-
ir. Það voru traustar og styrkar
ættir, sem stóðu að Stefáni Gunn-
laugssyni.
Stefán hóf skólagöngu sina i
Hafnarfirði og tók gagnfræðapróf
frá Flensborgarskóla 1942. Þaðan
lá leið hans i Verslunarskóla Is-
lands en þaðan lauk hann prófi
1945. Siðan hélt hann til Englands
til framhaldsmenntunar og lauk
prófi frá City og London College
1947 og frá Universitu College
Exeter, 1949 (Dipi. Public Ad-
ministration).
Stefán var starfsmaður Ot-
vegsbanka Islands 1945-46 og full-
trúi i Tryggingastofnun rikisins
1949 tii 1954. Árið 1954 var Stefán
ráðinn bæjarstjóri i Hafnarfirði
og gegndi þvi starfi i 8 ár. Stefán
hefur starfað i viðskiptaráðu-
neytinu frá 1962, fyrsta árið sem
fulltrúi, en siðan sem deildar-
stjóri.
Stefán var fæddur og alinn upp
á góðu og traustu Alþýðuflokks-
heimili og snemma tók jafnaðar-
stefnan huga hans fanginn. Og
alla tima siðan hefur hann verið
ötull talsmaður frelsis, jafnréttis.
og bræðralags og verið þátttak-
andi i baráttunni fyrir betra og
réttlátara þjóðfélagi, þar sem
markmið jafnaðarstefnunnar eru
höfð að leiðarljósi.
Það gat ekki farið hjá þvi að
maður með hæfileika og kapp
Stefáns Gunnlaugssonar væri
fljótlega valinn i framvarðar- og
forystusveit Alþýðuflokksins. Það
yrði alltof löng upptalning i stuttri
afmælisgrein að telja öll hin
margvislegu og fjölþættu störf,
sem Stefán hefur gegnt fyrir Al-
þýðuflokkinn. örfá dæmi skulu þó
nefnd. Hann hefur verið formaður
ungra jafnaðarmanna i Hafnar-
firði, varaformaður Sambands
ungra jafnaðarmanna var hann
heilan áratug. Hann hefur setið
fjölmörg flokksþing Alþýðu-
flokksins og átt sæti i flokksstjórn
hans i mörg ár. Hann var bæjar-
fulltrúi i Hafnarfirði 1950 til 1954,
er hann sagði af sér bæjarfull-
trúastarfi, þegar hann var ráðinn
bæjarstjóri þar, af þvi að hann
taldi óeðlilegt að bæjarstjóri væri
jafnframt bæjarfulltrúi, sem i
ýmsum tilvikum gæti haft afger-
andi úrslit i mati bæjarfulltrúa á
störfum bæjarstjóra. Sýnir þetta
litla dæmi glöggt réttlætiskennd
Stefáns. Stefán varð aftur bæjar-
fulltrúi Alþýðuflokksins frá 1970
til 1974 en þá baðst hann undan
þvi að vera i framboði i bæjar-
stjórn. Stefán var þingmaður
fyrir Alþýðuflokkinn 1971 til 1974
og hann hefur setið i stjórn full-
trúaráðs Alþýðuflokksins i
Hafnarfirði nær óslitið frá 1953.
Þessi upptalning, enda þótt að-
eins sé stiklað á stóru, segir betur
en mörg orð frá Stefáni Gunn-
laugssyni og starfi hans á liönum
árum.
Stefán er ekki mælskur maður
nema honum renni hæfilega i
skap. En hann er skýr og rökfast-
ur i málflutningi og andstæðinga
hans sviður oft undan höggum
hans á málaþingum. Hann hefur
lika oft á tiðum óspart orðið fyrir
aðkasti andstæðinga sinna i póli-
tik. En Stefán er ekki smeykur
hjörs i þrá og hopar hvergi þótt
hart sé að honum sótt. Slikt
myndi ekki samrýmast kappi
hans, skapi eða skynsemi.
Ég átti sæti i bæjarstjórn
Hafnarfjarðar, þegar Stefán
var þar i seinna skiptið og ég hefi
starfað með honum bæði á póli-
tiskum og ópólitiskum vettvangi.
Og alltaf hef ég reynt Stefán að
góðum og nýtum félaga, sem
mikið traust er i að hafa sér við
hlið. Hann hefur verið i senn
kappsfullur um allt sem hann hef-
ur tekið sér fyrir hendur, skyn-
samur og þó kannski fyrst og
fremst mannlegur. Ég vil nota
þetta tækifæri til þess að þakka
Stefáni alveg sérstaklega vel
fyrir samstarfið á liðnum árum
og þann félagsskap og vináttu,
sem hann hefur sýnt mér. Og sem
formaður fulltrúaráðs Alþýðu-
flokksins i Hafnarfirði þakka ég
honum öll góð störf hans i þágu
Alþýðuflokksins, jafnaðarstefn-
unnar og Hafnarfjarðar.
Hinn 9. april 1949 kvæntist
Stefán Margréti Guðmundsdóttur
útgerðarmanns i Reykjavik
Magnússonar. Þau komu sér upp
myndarlegu og hlýlegu heimili i
Hafnarfirði og hafa alltaf átt þar
heima. Þau eiga saman fjögur
myndarleg og mannvænleg börn,
en áður en Stefán giftist hafði
hann átt son_Finn Torfa, sem nú
er lögmaður i Reykjavik.
Að lokum óska ég svo Stefáni
Gunnlaugssyni og fjölskyldu hans
allra heilla á þessum afmælisdegi
og vona að flokkurinn, bæjar-
félagið og þjóðin öll megi njóta
ágætra starfskrafta hans um
langa framtið og við sem nær
honum stöndum vináttu hans og
kunningsskapar.
Hörður Zóphaniasson
Vönduð svissnesk
úr frá F ortis
Pólaris h.f.
Austurstræti 18,
símar: 21085 og 21388
i Efni til hita og vatnslagna í miklu úrvali
Þriðjudagur 16. desember 1975.
Aljjýðublaðið