Alþýðublaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 3
Sfefnuljós Helgi Skúli Kjartansson skrifar o Fúsk og fagvinna Ég var um daginn að lesa fréttir um knappa atvinnu prentara, og vissulega er það alvarlegt mál allt saman. í fréttinni var haft eftir einum leiðtoga stéttarinnar að erfið- leikarnir stafi hvað helzt af þvi að mörg opinber fyrirtæki hafa sjálf eignazt búnað til að vinna verkefni er áður hafi verið falin prentsmiðjum. Meðal annars hafi stofnanir eignazt offsetfjölritara, en ,,þá er um að ræða tæki sem heyra prentiðnaðinum til. Okkur er kunnugt að i ýmsum opinberum stofnunum er ófag- lært fólk við þessi tæki, en ætti að vera faglært. Þessi mál eru nú i athugun.” Þetta er sem sagt ein af markallnunum viökvæmu milli verksviðs fagmanna og fúskaranna. Ég hef alltaf vissa samiið meö fúskinu i svona málum. Séu offsetf jölritarar nú i verunni svo auðmeðfarin tæki að fúskarar — ein- hverjir lagnir skrifstofumenn — geti með hægu móti tamið sér að nota þá,er þá ekki nokkuð hart aðgöngu að þurfa að ráða fagmann — óþarfan fagmann — vegna þess eins að tækið tilheyrir prentiðnaðin- um samkvæmt einhverri úreltri skil- greiningu. Ég er að visu ókunnugur þessum tækj- um og min vegna getur verið aö þau séu ekki meöfæri fúskara heldur skili þeir litl- um afköstum, subbulegri prentun og tæk in séu sifellt að bila hjá þeim. En sé svo, er þá ekki hver stofnun fullfær um að sjá hag sinn i þessu efni og ráða prentara af eigin hvötum? Það gegnir talsvert öðru máli um — ja, til dæmis bifvélavirkja. Hann gerir við fyrir hvern kúnnann af öörum, og þeir verða að geta treyst þvi nokkurn veginn fyrirfram að hann kunni sitt fag. Enda getur fúsk I bilaviðgerðum beinlinis verið hættulegt. Ennþá augljósara dæmi er verkfræðingur sem reiknar burðarþol mannvirkis. Feilreikningur sllkra hluta kemur ekki f ljós fyrr en um seinan, og þess vegna er auðvitað ekki óhætt að láta fúskara spreyta sig á verkefninu. Mér virðist þetta einmitt vera mergur- inn málsins, að fagvínnu beri að fyrir- skipa i öryggisskyni eöa þegar vinnuveit- andi eöa viðskiptavinur er ekki i þeim sporum að geta sjálfurgengiöúrskuggEum hæfni fúskara til starfsins. Að öðru leyti er fúskið' meinlaus og hæfileg samkeppni viö fagvinnuna, og ósveigjanleg fagrétt- indi likleg til aö hamla framförum og sparnaði. Ég hygg að hjá okkur séu fag- réttindi yfirleitt komin út i öfgar frekar en hitt. Það er næstum talið sjálfsagt að öll þjálfun sér vernduð meö fagréttindum. Þetta á ekki sizt við um langskólagöng- una blessaða. Hugsið ykkur þegar verið er aö _auglýsa „stöðu háskólamenntaðs fulltrúa” einhers staöar I rikiskerfinu, og skiptir ekki máli hvaða háskólapróf hann hefur, bara eitthvaö. Þarna er augljós- iega eitthhvaö saman við. Aðallega vi'st það aö þarna er um ábyrgðarstööur að ræöa og talið nauðsynlegt aö bjóöa sæmi- legtkaup til að fá hæfa menn. En leiðin til að koma stöðu upp i háan launaflokk er sú að krefjast mikillar skólagöngu af þeim sem henni gegna. (Og svo lika hitt að mönnum finnist skárra af tvennu illu aö ráða I skárri stööurnar hjá rikinu eftir skólagönguna en eftir eintómri pólitlk og klikuskap). Nú er ég siður en svo andvigur skóla'- göngu og starfsmenntun. En skóla- menntunin á bara aö vera svo góð aö hún mæli með sér sjálf og bæti atvinnu- horfur fólks þótt engin fagréttindi komi til Aukiö atvinnufrelsi (fúskréttindi) myndi veita skólakerfinu samkeppni og aðhald sem ég held gæti komiö sér vel. Ég er lika viss um að fagréttindi og menntunarkröf- ur ráða nú alltof miklu um ákvöröun launa, en dugnaður fólks og raun- verulegar kröfur hvers starfs of litlu. Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 ..fréttaþráðurinn____________ Rækjan selst vel en verðið lágt Verulegur hluti af rækjufram- leiðslunni nú I haust hefur þegar verið seldur. Verðið er þó langt undir kostnaðarverði og gizkaði einn rækjuframleiðandi á, að um 15% vantaði uppá það verð sem veröjöfnunarsj. miðaði við. Þó hefur verðið farið uppáviö hægt og sigandi siðustu vikur og hefur hækkað um 8% frá þvi að það var lægst. Búið er að selja úr landi allar eldri rækjubirgðir, enda var rækjan orðin allt að sex mánaða gömul og lá þvi undir skemmd- um. Mestur hlutinn fór til Svi- þjóðar, en einnig nokkuð til Dan- merkur, Noregs og fleiri landa. Verðiö var mjög lágt og má þar nokkuö um kenna spákaup- mennsku sem gerði það að verk- um, aö ekkert var flutt út um nokkurt skeið er veröið var hag stæðara. Rækjuveiðar- og vinnsla byrj- aði mánuði seinna i haust en venja hefur veriö. Var nær ekkert veitt i október sem jafnan hefur veriö bezti mánuðurinn. Veiöi hefur þó veriö góö I vetur þegar gefið hefur, en gæftir hafa verið slæmar. Rækjuveiðum er nú hætt viö ísafjarðardjúp og hefst hún ekki aftur fyrr en komiö er fram I janúar. Rjómaflóð Mjólkursamlag_ KEA á Akur- eyri mun sjá Reykvikingum að verulegu leyti fyrir jólarjóman- um, þvl gengið hefur verið frá samningum um flutninga á 25 þúsund litrum af rjóma að norðan suður til Reykjavikur, auk þess sem KEA sendir svo rjóma til annarra landshluta. Rjóminn verður fluttur bæði flugleiðis og meö bilum. Mjólkursamlag KEA hefur i vetur séð ísfirðingum fyrir mjólk, og hafa aö jafnaði verið send flugleiöis 12 tonn mjólkur þangað I viku hverri. í gæzluvarðhaldi á fimmta mánuð! Kópavogslögreglan hefur enn I gæzluvarðhaldi mann þann sem tekinn var höndum i sumar grunaöur um að hafa átt kyn- ferðismök við unglingspilta i Kópavogi undanfarin ár. Hafði maður þessi keypt eða hótað þessum barnungu piltum til fylgi- slags við sig og af þeim sökum var maðurinn tekinn úr umferð af lögreglunni þann 4. ágúst i sum- ar. Enn hefur ekki verið gefin út ákæra á manninn þrátt fyrir það að hann hafi setið i gæzluvarð- haldi á 5. mánuö. Vinnur lögregl- an enn aö gagnasöfnun i þessu máli sem er mjög viðtækt og við- kvæmt, en þrátt fyrir það má teljast furðulegt að enn skuli ákæra á hendur manninum ekki hafa verið gefin út. Niðurgreiðslur sökudólgurinn Aðalástæða þess að viðskipta- ráöuneytið fór eins langt fram úr fjárveitingu þeirri sem til þess var ætlað árið 1974, er mikil hækkun á niðurgreiðslum land- búnaðarafurða seldra innan- lands, en niöurgreiöslurnar fara I gegnum viðskiptaráðuneytiö. 1 frétt sem birtist i Alþýöublað- inu siðastliðinn laugardag er sagt að viöskiptaráðuneytið hafi farið liðlega 2,2 milljarða króna fram úr fjárveitingu á fjárlögum til ársins 1974, eða hvorki meira né minna en 146,7%. Þessi hrikalega umframgreiðsla hefur nær öll farið I niöurgreiðslur landbúnað- arafurða til innanlandssölu eins og áður sagði. Gert var ráö fyrir þvi i fjárlögum fyrir árið 1974 að þær (niðurgreiðslurnar) yrðu um 1,5 milljarður en urðu I reynd 3,7 milljarðar. Aðrir útgjaldaliðir ráðuneytisins, sem reyndar eru ekki miklir að vöxtum, stóðust hins vegar nokkuð vel miðað við fjárlögin. Löng ferð á barnaheimilið Astandið i dagvistunarmálum borgarinnar færist æ i alvarlegra horf. Ekki aðeins það að geysileg vöntun sé á barnaheimilisplássi heldur viröist einnig vera lélegt skipulag á niðurröðun þeirra barna sem pláss fá. Heyrzt hafa dæmi llk dæmi ungu námshjón- anna sem búa vestur i bæ við hlið barnaheimilis sem þar er stað- sett. Allt er þar uppfullt og barn þessara hjóna kemst þvi ekki þar að, en hins vegar er laust pláss á barnaheimili uppi i Breiðholti og þar komst barn þessara náms- hjóna að. Þvi þarf annað foreldrið að hefja starfsdag sinn klukkan 7 á morgnana og fara meö barn sitt i strætisvagni upp I Breiðholt, koma þvi þar fyrir á dagheimil- inu og siðan i bæinn aftur i skól- ann. Siðan endurtekur sama sag- an sig að kvöldi. Menn spyrja hvort ekki sé hægt að skipuleggja þessi mál öllu betur, með milli- færslum á börnum á milli dag- heimila, hinum ýmsu hverfum m.a. til þess aö fólk þurfi ekki að ferðast heila dagleið til þess eins aö koma barni sinu á dagheimili. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen i allflestum lituin. Skiptum á einum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákveðiö verö. Reyniö viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Þriðjudagur 16. desember 1975. Alþýðublaðid ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.