Alþýðublaðið - 30.12.1975, Síða 3

Alþýðublaðið - 30.12.1975, Síða 3
Sfefnuliós Kjartan Jóhannsson skrifar * 1976 örlagaríkt ár Þá er árið 1975 senn á enda. Ekki verður annað sagt en það hafi verið að ýmsu leyti viðburðarikt. Enn hefur ekki tekizt að hafa viðunandi stjórn á efnahagsmálum okkar, verðbólgan hefur ætt áfram og skuldir okkar erlendis hafa hlaðist upp. Náttúruhamfarir hafa verið allmiklar og ber þá hæst hin nýjustu tiðindi af Norð-austurlandi. Merkustu atburðir ársins eru þó vafalit- ið útfærsla landhelginnar og niðurstöður nýjustu rann- sókna um ástand fiskistofn- anna og afkastagetu fiskveiði- fiotans. Árið 1975 er annað árið I röð, sem viö búum við um 50% verðbólgu, en það er meiri verðbólga en dæmi eru um, að nokkurt efnahagskerfi hafi þolað. Það hlýtur að verða eitt meginviðfangsefnið i stjórn efnahagsmála hér á landi á kom- andi misserum að ráðast gegn verðbólgunni. Um það cru trúlega allir sammála , og hafa reyndar veriö fyrr, Þær fálmkenndu aðgerðir.sem einkennt hafa efnahagsstjórnina á undanförnum árum, gefa þvi miður ekki tilefni til mikillar bjartsýni i þessum efnum. Enn er viðskiptajöfnuður okkar gagn- vart útlöndum mjög óhagstæöur. Það þóttu mikil ótiðindi, þegar Ijóst varð, að viðskiptajöfnuöurinn á árinu 1974 yrði óhagstæöur um ca. 15 miiljarða króna. Nú er þvi hins vegar spáð, að hann verði óhagstæður um ca. 20 miiijarða á þvi ári, sem senn er liðið. Er uggvænlegt aö horfa upp á svo óhagstæða stöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum ár eftir ár. Hættan á þvi, að við glötum fjárhagslegu sjálfstæði með óvarlegum búskaparháttum, hefur þannig vaxið ár frá ári á s.l. tveimur ár- um. Ekki verður þvi um kennt, aö eyðsla almennings hafi farið vaxandi á senn liðnu ári, þvi að gert er ráð fyrir, að hún hafi dregizt saman um 11 % að magni til frá fyrra ári, sem er þrisvar til fjórum sinnum meiri samdráttur en i þjóðartekjunum. Á hinn bóginn hafa opin- berar framkvæmdir aukizt um nær 19% aö magni til á árinu 1975, þrátt fyrir sam- dráttinn I þjóðartekjum. Þangað hefur þvi farið enn stækkandi hluti þjóðarfram- leiðslunnar. Itikissjóöur hefur glögglega alls ekki sýnt sömu aðhaldssemi og almenningur, heldur þvert á móti spandérað enn þá meir en nokkru sinni fyrr. Fordæmi rikissjóðs hefur þannig ekki verið til fyrirmyndar. Otflrsla iandhelginnar og baráttan fyrir verndun fiskistofnanna verða vafalaust talin meðal minnisverðustu mála á árinu 1975. Enn á ný höfum viö kynnst þvi, aö erlend störveldi fást ekki tii þess að skilja hvert lifshagmunamál er hér um að tefla fyrir tslendinga. Enn á ný hafa Bretar sent brynvarin skip á mið okkar til þess að kúga fram vilja sinn, og byggja allan sinn málatilbúnað á löngu úreitum ný- lendusjónarmiöum. tsiendingar eru orönir vanir þessum viðbrögðum. Með þrautseigju höfum viö ævinlega unnið sig- ur að lokum. En ástandið er að ýmsu leyti langtum alvarlegra nú en nokkru sinni fyrr, þvi að nú liggur ljóst fyrir sam- kvæmt nýjustu athugunum visinda- manna, að við borö liggur, að þorskstofn- inum hafi verið útrýmt og veröi veiöar ekki takmarkaðar mjög verulega á næsta ári, kann svo að fara að þessi mikii- vægasta auölind lslendinga veröi svo hart leikin, að hún verði okkur ónýt um langa framtið. Athygli vekur, að skoðanir islenzkra og brezkra fiskifræðinga eru næsta samhljóða i þessu efni. Engu að siður þráast Bretar við og fást ekki til þess aö taka nauðsynlegt tillit til þessa'á- stands þorskstofnsins. Litlum vafa er undirorpið, að mikilverðasta viðfangsefni komandi árs verður að tryggja verndum fiskistofn- anna við strendur landsins og þá sérstak- lega þorsksins.Þettaverður erfitt verkefni og sjálfsagt sársaukafullt einkanlega þar sem saman fer, að ekki hefur enn tekist að losna við veiðar útlendinga hér á miðunum og svo hitt, að afkastageta okk- ar eigin fiskveiðiflota er langtum meiri en hagkvæmt er meö tilliti til þess hversu takmarkaöan afla má veiða. Engu aö siður byggist framtið þjóðar- innar I landinu á þvi aö vel takist til um takmörkun veiðanna og verndun fiski- stofnanna. Þorskstofninn er og hefur verið mikilvægasta náttúruauðlind lslendinga, og á honum höfum við byggt afkomu okkar öllum öörum náttúruauðlindum fremur. Þessari auðlind má undir engum kringumstæðum eyöa. Áhrifin yröu ófyrirsjáanleg. Þess vegna riður á, að strax I upphafi komandi árs, verði undinn bráöur bugur aö þvl, að koma góöu skipulagi á okkar cigin veiðar, jafnframt þvi, sem allra ráða verði leitað til þess aö losna við veiðar útlendinga hér á miöunum. Framtiðarhagur okkar velt- ur á þvi hvernig okkur tekst að nýta okkur á árinu 1976, þá þekkingu sem við höfum öðlast i þessum efnum á árinu 1975. Við eigum fjárhagslegt sjálfstæði okkar undir þvi, hvernig við stjórnum eigin mál- um. Þar ber hæst stjórn efnahagsmála og nýtingu og verndun náttúruauðlindanna. Þær ákvarðanir, sem teknar veéða i þess- um málum ,á árinu 1976 kunna að draga langan slóða. Þvi riður á, að vel verði til þeirra vandaðog landinu stjórnað af festu og ákveöni. P f Dagsími til kl. 20: 81866 • . f rettaþraounnniííí™— Jólameyjar á því herrans ári - eða jólasveinar á kvennaári? Timi jólasveinanna er liðinn að sinni, þótt enn lifi vika af jólum. Kvennaáriö liöur i aldanna skaut annað kvöld — og hvér veit nema jólameyjar verði i framtiðinni til þess að minna okkur á það herrans (eða meyjanna) ár, sem nú er að liöa. Þessi jólasveinamynd er frá Osló, þar sem leikarar iklæddust jólasveinabúningum skömmu fyrir jól og fóru með Kaupmannahafnarferjunni yfir til Hafnar til að vekja at- hygli á jólaleikritunum. Leikur Davíðs og Golíats á miðunum Þaö var tiðindalaust á vig- stöðvunum fyrir austan i gær, en 28 brezkir togarar voru á veiðum út af Noröfjarðarhorni. Að sögn Jóns Magnússonar talsmanns Landhelgisgæzlunnar, eru þrjár freigátur á miðunum, en þær eru Andrómeda, sú sem sigldi á varð- skipið Tý, Gurkha og Lowestoft. Tvær siðarnefndu freigáturnar hafa ekki komið við sögu i þorskastriðinu til þessa. Einnig eru á miðunum hjálparskipin Hansa, Lloydsman og oliu- og birgðaskipið Olwin. Jón tjáði okk- ur að samkvæmt fréttum að utan, þá væri hjálparskipið Miranda á leiðinni til islands. Veður var sæmilegt á miðunum i gær. Eins og fram hefur komiö i fréttum, þá sigldi freigátan Andrómeda á varðskipið Tý I fyrramorgun um 40 milur austur af Norðfjarðarhorni. Eftir að hafa siglt varðskipið uppi um tiu leytið, og skipin voru samhliða, beygði freigátan skyndilega, með þeim afleiðingum að afturhluti hennar slóst I Tý. Við áreksturinn beygðust tólf bönd frameftir stafnshlið Týs, um 1.5 metra frá þilfari. Einnig myndaðist 10 til 15 sentimetra rifa, bakborðsmegin um tvo metra frá þilfari. Skemmdir á Andromedu urðu aðeins meiri en á Tý. Þar fór landgangurinn all- ur, og allt rekkverkið frá miöju skipi og alveg aftur á skut. Engin meiðsli urðu á mönnum viö þessa ásiglingu Andromedu, en enginn er öruggur gegn þeim sem stunda slikar sjóræningjaaðferð- ir. Nokkuð öruggt eftirlit með aflamagni Þjóðveija ,,Aflamagn þýzkra togara sem veiða á Islandsmiðum er skráð strax við löndun skipanna i er- lendum höfnum, og er þá nokkuð stuðst við dagbók skipanna”, sagði Hans G. Andersen sendi- herra, er Alþýðublaöið spurði hann um eftirlit á aflamagni Þjóðverja við ísland”. Við spurðum Hans að þvi, hvort ekki séu brögð að því að gefiö væri upp rangt aflamagn, og röng veiðisvæði, t.d. með þvi að veiða hér við land og síöan litillega við Grænland, og segja svo að aflinn hafi allur fengizt við Grænland. Sagði Hans að mjög litlar likur væru á sliku svindli, og erfitt að standa i sliku fyrir útgerðirnar, þar sem kvóti væri á öllum veiði- svæðum, og þvi litið á þvi að græða hvort dregið væri af kvót- anum hér við land eöa annars- staðar. Einnig eru fleiri sem fylgjast meö aflamagninu en Is- lendingar, og má þar nefna þýzka skattinn. Skýrslur um afla- magn togaranna fara svo i gegn um alþjóða Hafrannsóknarráðið, sem hefur eftirlit með öllum veið- um, þannig aö svindl I þessu sam- bandi kemur ekki til greina. Einnig sagði Hans að það væri alltaf fylgzt með þýzku skipunum hér við land, og væru þau skyld til aö tilkynna sig einu sinni á sólar- hring. Gefa varmarétt- inn gegn ókeypis varmanotkun um aldur og ævi... Hreppsnefnd Vatnsleysu- strandarhrepps barst neðanritaö bréf það sem hjálagt ljósrit er af, fyrir skömmu. Hefur hrepps- nefnd fjallað um málið og sent það stjórn Hitaveitu Suðurnesja til umfjöllunar, enda verður það fyrirtæki framkvæmdaaðili á svæðinu, ef af virkjun verður: „Til hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps, hr. sveitarstjóri, Guömundur Hauksson, Vogum. Viö undirritaðir, eigendur Stóru- og Minni Vatnsleysu, Vatnsleysustrandarhreppi, leyf- um okkur að tilkynna hrepps- nefndinni, að við erum reiðubúnir til að afhenda hreppnum hitarétt- indi jarða okkar viö rætur Trölla- dyngju, þar sem Orkustofnun hefur þegar látið bora fyrir jarð- varma og leitt hefur i ljós, aö nægur varmi muni vera fyrir hendi þar til virkjunar á það stóru landssvæði sem Suðurnes öll eru, en tilboð okkar tekur aöeins til notkunar jarðvarma vegna hita- veitu fyrir Suðurnes ein. Jafn- framt fylgir jarðnæði undir nauð- synlega byggingu fyrir orkuver er kann að verða byggt i þessu sambandi. Við gerum ekki kröfu til endur- gjaldsfyrir réttindi þessi, aðra en þá, að þegar og ef orka þessi yröi nýtt fyrir Suðurnesjasvæðiö allt, þar með talinn Vatnsleysustrand- arhreppur, að hitaveita yrði lögð i jarðarhús okkar, þ.e. á jörðunum Stóru-og Minni Vatmsleysu, okk- ur aö kostnaðarlausu, svo og varmanotkun jarðanna verði án ^endurgjalds um aldur og ævi. Þá er það skilyröi af okkar hálfu aö Vatnsleysustrandar- hreppur komi ekki til með aö hafa tekjur af hitaréttindum þessum þ.e. meö sölu á hitaréttindum þessum til þriðja aðila. Hins vegar teljum viö sann- gjarnt að Vatnsleysustrandar- hreppur komi til meö að njóta beztu kjara vegna hitalagnar til og um hreppinn. Tilboð okkar stendur til 1. april 1976, en fellur þá úr gildi hafi ekk- ert markvert, að okkar dómi, skeð i málinu. Virðingarfyllst, Sæmundur Þóröarson Stóru Vatnsleysu, Þorvaldur Guðmundssson Minni Vatnsleysu. Heitir smáréttir allan daginn Matstofa KEA á Akureyri hefur tekið upp þá nýbreytni að hafa á boðstólum ýmsa heita smárétti, svonefnda „grill” — rétti, sem eiga vaxandi vinsældum aö fagna. Þessa smárétti, svo sem steikur, innbakðaða fiskrétti, franskar kartöflur og ham- borgara, mun Matstofan bjóða gestum sinum þann tíma, sem hún er opin, en það er frá kl. 8 f.h. til kl. 9 e.h. Alla rétti Mat- stofunnar er hægt að fá heimsenda. Atvinnulýðræði til umræðu hjá samvinnu- mönnum Atvinnulýðræði verður á dagskrá samvinnumanna á næst- unni, segir i fréttabréfi Kaupfélags Eyfirðinga, KEA- FREGNUM. Þar segir svo: A næsta aðalfundi Sambandsins verður rætt um atvinnulýðræði. Þetta efni mun þvi væntanlega verða tekið fyrir á næsta aðal- fundi KEA. En áður en það verður þarf að ræða það á fundum lélagsdeilda kaupfélagsins, þannig að félagsmenn séu sem bezt búnir undir umræður á aðal- fundi. Atvinnulýðræði hefur verið til umræðu alllengi bæði erlendisog hérlendis. Með atvinnulýðræði er átt við áhrif starfsmanna á rekstur og stjórnun fyrirtækja og stofnana. A flestum Norðurlöndunum hefur starfsmönnum stærri fyrir- tækja verið tryggður þessi réttur til reynslu með löggjöf og hafa samvinnufélögin viðast gengið þar á undan öðrum aðilum. Húsavík selur Hverfisgötu 40 Á fundi borgarráðs þann 9. þ.m. var samþykkt, aö heimila kaup á Hverfisgötu 40, sem er i eigu Safnahúss Húsavikurkaupstaðar. Þessa húseign átti Jón Viðis. landmælingamaöur, og arfleiddi Safnahúsið að þvi. Borgarrit- ari tjáði blaðinu, að Hverfisgata 40 væri þriggja hæða hús með risi, en það stendur nokkuð út i götuna. Er ætlunin, þó siðar verði, aö fjarlægja húsið, þegar að breikkun götunnar kem- ur. Húsið mun verða keypt á brunabótamatsverði og lóðin á fasteignamatsveröi án fram- reiknings. Þriðjudagur 30. desember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.