Alþýðublaðið - 30.12.1975, Page 5

Alþýðublaðið - 30.12.1975, Page 5
Neftóbakið örvar Það er betra að snúa sér við eftir hnerra en öfugt. Þannig er eitt aðalorðtak danska neftóbaksklúbbs- ins ,,Det brune Neis- gaff". Kannski dálitið slæmt fyrir konurnar i félaginu, en þær eru margar, s.s. borgarstjórinn i Abenrö og írv. ráöherrann Camma Larsen-Ledet, sem ber titilinn cand. snuff. Það er hægt að hækka i tign og verða dr. snuff og prófessor snuff, ef menn vinna nægilega i þágu málstaðarins. Neisgaff er suður-józka og þýðir nös. Aðalstöðvar ,,Det brune Neisgaff” (Brúna nösin) eru i Lögumkloster. Þar ræður rikjum forsetinn, H.L. Hagens- borg, og formennirnir tveir, Sigmond Lund og Giinther Brag, sem skiptast á að gegna störfum. Fjölmennasta félagið Tilgangur félágsins er að styðja ekta gamalsdags nef- tóbakssiði, takið i nefið! Nef- tóbak læknar höfuðverk, hressir hugann og bætir sjónina. A rúmum tveim árum hafa fé- lagsmenn i ,,Det brune Neis- gaff” orðið 16 þúsund og það er orðið stærsti neftóbaksklúbbur i Danmörku. Það kostar aðeins 15 aura danska að verða lifsfélagi og fyrir danskan tikall fá menn félagsblaðið „Snök-Op”, sem kemur út með óreglulegu milli- bili, en ekki sjaldnar en fjórum sinnum á ári. Kátir kæta hina Félagið einkennist af glaum og gleði, en alvaran flýtur lika með.Þeir kátu eiga að kætá hina Margar skemmtanir félagsins hafa skilað allverulegum arði, sem rennur til danska Rauða krossins og annarra góðgerðar- stofnana. Siðasta stórgleðin var haldin 28. nóvember i aðalsalarkynn- um félagsins i Lögumkloster. Þar var kynnt nýtt neftóbak frá A/S Fiedler & Lundgren i Kaup- mannahöfn, en það fyrirtæki var stofnsett á gullöld nef- tóbaksins, 1783. Saga neftóbaksins er löng og virðuleg. Siövenjur voru marg- ar um neftóbaksnotkun um aldamótin 1700 og neftóbaksdós- irnar forkostulegir dýrgripir. Ludvig Holberg var með brúna nasavængi. Hann viðurkenndi sjálfur, að neftóbakið væri ein af fáum ofnautnum sinum. A öldinni, sem leið hörfaði neftóbakið. Þá fóru menn að tyggja skro, en nú á aftur að taka i nefið. 1 félagsblaðinu er neftóbakinu hrósað og hrósað. Neftóbakið eykur heilastarfsemina og örfar slagæöina. Hárvöxturinn i net- inu eykst um 300%, gerir andlit- ið persónulegra og siar smám saman betur hið mengaða and- rúmsloft. Og siðast en ekki sizt: Neftó- bak eykur kynorkuna, sigarett- an ekki bæði hjá körlum og kon- um. Takið i nefið! Feneyjum verður ekki bjargað Visindamenn hjá IBM-tölvu- stöðinni i Feneyjum segja, að á- ætlanir itölsku rikisstjórnarinnar nægi ekki til að bjarga borginni. Framtið Feneyja er i voða vegna flóða, en haust og vetur er háflæði slikt að flæðir yfir mikinn hluta miðborgarinnar. Til að koma i veg fyrir þetta hefur i- talska stjórnin gert áætlanir um flóðgarða, sem þrengja skurðina þrjá frá Adriahafi að lóna Fen- eyja, Lido, Malamocco og Chioggia. Fyrirtæki, sem hafa áhuga á að bjóða i verkið verða að gera það fyrir 30. júni 1976. En tilboð skulu aðeins gerð um framtiðar skil- rúm til að þrengja skurðina, en IBM sérfræðingarnir halda, að slikir flóðgarðar geti ekki komið i veg fyrir azqua altaháflæði. „Það kemur ekki i veg fyrir flóð að þrengja skurðina litillega,” sagði dr. Riccardo Rabagliati hjá IBM f byrjun desember s.l. ,,Ef þeir eru þrengdir svo mjög, að á- hrifin eigi að verða að gagni eykst mjög mengun i lónunum.” Feneyjar eru hafnarborg og þar er treyst á hafið til að bera á brott úrgang, bæði manna og iðn- vera. IBM-sérfræðingarnir telja, að bezta lausnin sé hreyfanlegar flóðgáttarstiflur, sem eru aðeins lokaðar, þegar háflæði er yfirvof- andi — um tiu sinnum ár hvert. Þvi miður kosta þær fimm sinn- um meira en varanlegir flóðgarð- ar. Visindamennirnir telja, að skoðun þeirra muni sigra. Þeir eru studdir af Alþjóðlegu nefnd- inni um verndun Feneyja, sem studd er af UNESCO, en sú nefnd varð sammála um það i nóvem- ber s.l., að hreyfanlega flóðgátt- arstiflur væru eina lausnin. Nefndin sagði, að italska stjórnin yrði að taka tillit til vistfræði- legra áhrif á lónin. Tölvan á rannsóknarstofu IBM getur sagt fyrir um háflæði með sex klukkustunda fyrirvara. Hún hefur verið notuð til að reyna á- hrif mismunandi lausna á flóða- vandamálinu og t.d. hefur komið i ljós, að 80% þrenging á skurðun- um þrem myndi lækka vantsyfir- borðið við St. Markúsar torg um 30-40 sm. En þar sem vatnsborðið á St. Markúsar torginu er oft um 1 metri við háflæði, er hagnaðurinn litill á kostnað aukinar mengunar i lónunum. Jafn litið græða menn á að loka brunnunum, sem voru notaðir til að dæla upp vatni til iðnaðarnotk- unar á Porto Marghera. Uppdæl- ing vatnsins varð.til þess, að Fen- eyjar sukku, og reiknað hefur verið út að borgin hafi sokkið um 14 sm milli 1930 og 1970. Eftir 1971 hefur vatnsmagnið verið minnk- að um helming, sumpart vegna á- veitu og sumpart vegna fjárhags- örðugleika iðnaðarins. Afleiðing- arnar urðu þær, að Feneyjar hættu að siga. Mælingar á vegum Jarðfræðistofnunar Feneyja sanna, að vatnsþrýstingur undir borginni er að aukast. Þvi miður verður siginu ekki breytt. IBM tölvurnar spá þvi, að aðeins 2-3 sm vinnist aftur af 14 sm siginu. Þetta stafar af sam- þjöppun I hörðum jarðvegi, sem ekki er hægt að dæla upp úr aftur til að Feneyjar verði aftur i sömu hæð frá sjávarmáli og fyrr. En sigiö eykst þó ekki. Sölustadir: Hjallahraun 9 Lœkjargata 32 -Q Q Q O BJÖRGUNARSVEIT FISKAKLETTS HAFNARFI RÐI AUGLÝSING Samkvæmt d-lið i 1. gr. laga nr. 55 27. mai 1975, um ráðstöfun gengismunar i þágu sjávarútvegsins skv. lögum nr. 2/1975 og um ráðstafanir vegna hækkunar brennsluoliuverðs til fiskiskipa, auglýsir ráðuneytið hér með úthlutun allt að 50 millj. króna úr gengismunarsjóði 1975, til að bæta eigendum fiskiskipa það tjón sem þeir verða fyrir, er skip þeirra eru dæmd ónýt, enda sé tjónið ekki bætt með öðrum hætti. Um úthlutun þessa gilda eftirfarandi reglur: I. Stál- og eikarskip, sem orðin eru25 ára og dæmd eru ónýt og áfmáð áf aðálskipaskrá, skv. 3. tl. 1. mgr. 15. gr. laga nr. 53/1970, á árunum 1974, 1975 eða fyrstu tveim mán- uðum ársins 1976 vegna slits, ryðs, tæring- ar, maðkskemmda og fúa, sem ekki er bættur skv. lögum um bráðafúatrygging- ar, koma til greina við úthlutun þessa f jár. Skilyrði er að ekki sé meira en 12 mánuðir liðnir frá þvi viðkomandi skip var i eðli- legum rekstri og þar til það var var máð af aðalskipaskrá. II. Viðmiðun bóta fyrir eikarskip verður sið- asta vátryggingarmatsfjárhæð skips til bráðaf úatry ggingar. Viðmiðun bóta fyrir stálskip verður mats- fjárhæð bols, ásamt yfirbyggingu og raf- lögn. Bætur verða reiknaðar sem ákveðinn hundraðshluti af framangreindum mats- fjárhæðum að frádregnum öðrum hugsan- legum tjónabótum. Um greiðslu bóta fer eftir ákvörðun sjávarútvegsráðuney tisins. III. Umsóknir um bætur samkvæmt auglýs- ingu þessari ásamt greinargerðum skulu hafa borist sjávarútvegsráðuneytinu fyrir 10. mars 1976. Sjávarútvegsráðherra mun skipa þriggja manna nefnd til þess að ákveða bótaþega og fjárhæðir til bóta. Sjávarútvegsráðuneytið 20. desember 1975. TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSS0NAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. Btn^l Þriðjudagur 30. desember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.