Alþýðublaðið - 30.12.1975, Side 6

Alþýðublaðið - 30.12.1975, Side 6
Gylfi Þ. Gíslason: MINNINGARORÐ UM GUNIMAR GUNNARS- SON RITHÖFUND Es bildet ein Talent sich in der Stille, Sich ein Charakter in dem Strom der Welt. Goethe. Hæfileikar myndast i hljóði og kyrrð, Stórbrotin skapgerð i straumi heimsins. I. Á ári þvi, sem nú er senn að kveðja, kvaddi þennan heim einn merkastur tslendingur, sem uppi hefur verið á þessari öld, og raunar öldum saman. En heimurinn hefur ekki kvatt hann, þvi að orð hans munu lifa á mörgum tungum. Allra sizt hefur þjóð hans kvatt hann, sú þjóð, sem hann fyrstur nútima ts- lendinga gerði kunna viða um lönd, bæði með þvi að vera mikill rithöf- undur og þvi að lýsa sögu hennar og örlögum. Gunnar Gunnarsson kemur viða við i verkum sinum. Hann fjallar um sögu þjóðar sinn- ar, hann fjallar um islenzkar fjöl- skyldur, hann fjallar um einstak- linga, sem aðeins hefðu getað verið Islendingar, og hann fjaltar um sjálfan sig. Goethe hefur sagt, að áður en unnt sé að segja öðrum frá einhverju, verði maður að endur- semja það hið innra með sjálfum sér. Einmitt þetta gerði Gunnar Gunnarsson. Hann endursamdi sögu íslendinga frá sinu sjónar- miði, hann skóp fjölskyldum og fólki ný örlög, hann sá sjálfan sig i sibreytilegu ljósi. Hæfileikar hans mynduðust í hljóði og kyrrð aust- firzkrar bændamenningar, stór- brotin skapgerð hans i straumi þess vlðáttumikla heims, sem varð vettvangur starfs hans sem rithöf- undar. II. bað mun hafa verið árið 1925. Ég var þá átta ára. bá heyrði ég Gunn- ars Gunnarssonar fyrst getið, að þvi er ég bezt veit. Einu sinni sem oftar kom einhver af kunningjum föður mins með honum heim til há- degisverðar. í þetta skipti var það einn af helztu sagnfræðingum þjóð- arinnar. Efl. myndi ég ekki eftir samræðunum við borðið nema fyrir þá sök, að faðir minn, sem ég sá yf- irleitt ekki skipta skapi talaði með talsverðum þunga. Hann sagði kunningja sinum frá þvi, að hann hefði nýlega fengið bréf frá Gunn- ari Gunnarssyni úr Danmörku og með þvi nýjustu bók hans, Skibe paa Himlen, Skip heiðrikjunnar. bað, sem olli skaphita föður mins, var, að sagnfræðingurinn virtist litið eða ekkert kannast við þennan höfund og hafa takmarkaðan á- huga á því að heyra um bókina, en faðir minn taldi hana stórbrotið listaverk og Gunnar hljóta að eiga mikinn frama i vændum. Ég vissi ekki fyrr en löngu siðar, að faðir minn hafði árið 1912 gefið út fyrstu bókina, sem kom út eftir hann i ó- bundnu máli, Sögur, en áður en Gunnar fór utan eða 1906 hafði hann gefið út á Akureyri tvö kvæðakver, Móðurminning og Vor- ljóð. Siðar hafði faðir minn gefið út ýmsar af fyrstu bókum hans og þýtt eina þeirra, Drenginn. Ásamt útgáfum Sigurðar Kristjánssonar á tveim bókum úr ættarsögu Borgar- fólksins voru þetta fyrstu bækur, sem gefnar voru út eftir Gunnar Gunnarsson á islenzku. bað má þvi teljast mannlegt, að föður minum skyldi hitna i hamsi, þegar honum fannst á skorta, að einn helzti sagn- fræðingur og menntamaður þjóð- arinnar kynni að meta þennan unga höfund að vérðleikum. Liklega segði ég ekki frá þessu nema vegna þess, að þetta er i raun og veru dæmisaga um áratugalöng skipti Gunnars Gunnarssonar og þjóðar hans á fyrri hluta rithöf- undarferils hans. Hann var orðinn frægur rithöfundur i Danmörku og raunar um alla Evrópu, liklega frægastur Islendinga á þeirri tið, á- samt séra Jóni Sveinssyni, áður en - þeir vissu, að landi þeirra hafði hlotið sess f heimsbókmenntunum. Eitt mesta stórvirki Gunnars Gunnarssonar, Fjallkirkjan, sem hann hóf með útgáfu bókarinnar Leikur að stráum 1922, kom ekki út i heild á islenzku fyrr en næstum tuttugu árum siðar eða 1941 og þá i snilldarþýðingu Halldórs Laxness. Hið fyrsta af sögulegum skáld- verkum Gunnars Gunnarssonar, Fóstbræður, sem kom út i Kaup- mannahöfn 1918 og hefur siðan ver- iðgefiðútátta sinnum iDanmörku, var ekki fyrst gefið út á islenzku á tslandi, heldur af útgáfufyrirtæki Gyldendals i Danmörku ári siðar eða 1919. Að Svartfugli frátöldum, * sem kom út i Danmörku 1929, en á islenzku 1938, komu önnur söguleg verk Gunnars Gunnarssonar fyrst út I Ritum hans, sem útgáfufélagið Landnáma gaf út á árunum 1941-1962. Hins verður jafnframt að geta, að þegar þjóð Gunnars Gunnars- sonar hafði eignazt öll verk hans á eigin tungu, fyrst með Landnámu- útgáfunni, siðar með útgáfu Al- menna bókafélagsins á Skáldverk- um Gunnars Gunnarssonar og und- anfarið með útgáfu sama félags á verkum hans i nýrri gerð hans sjálfs, þá tók hún einlægu ástfóstri við skáldskap hans og hann sjálfan. Henni varð ljóst að ungur aust- firzkur drengur, sem hélt út i heim til þess að skrifa á erlendri tungu, átti ekkert á veraldarvisu, en var gæddur þeirri gáfu snillingsins, sem er ofar öllum skilningi, og auk þess þrotlausri eljuogiðjusemi, — að ungur piltur, með islenzkt blóð i æðum, varð viðfrægur maður i stórum heimi og hafði gefið henni gjafir,sem hún fær aidrei fuliþakk- að. III. Gunnar Gunnarsson var ekki að- eins mikið skáld. Hann var einnig merkur maður. Skoðanir hans voru eindregnar. Hann unni frelsi og réttlæti heitt. Og hannhataði kúgun og ranglæti með hita riks skaps síns. En hann var mildur og hóg- vær i dómum sínum um menn, að minnsta kosti eftir að ég kynntist honum. Og góðvild hans var mikil, ekki aðeins i garð þeirra, sem hann taldi hafa gert sér vel, heldur einn- ig hinna, sem hann taldi sig ekkert eiga að þakka, nema siður væri, en hjá þvi gat ekki farið, að jafngeð- rikur maður ætti á stundum i úti- stöðum. Hann vissi áreiðanlega hvað hann var að segja, þegar hann leggur Beggu gömlu i Fjallkirkj- unni þessi orð i munn, er Uggi litli hafði spurt hana, hvort henni fynd- ist mamma sin ljót. Hann hafði heyrt hana segja, að maður færi ekki til ljósmyndara með sitt and- lit. „Jafnvel bezta fólk segir stund- um of mikið, hrófið mitt!.... Málið er eins og hárið á biðukollunni, það liggur svo laust á tungunni. Orðin fara á flökt við minnsta blæ og þeg ar þau eru einu sinni komin á loft, getur enginn veraldarkraftur stöðvað þau lengur... Samt hefði það verið iakara, ef hún mamma þin hefði hrósað sjálfri sér, — það er varla hægt að móðga guð með hógværðinni.” Og enn lætur Gunnar Gunnarsson Beggu gömlu segja af þessu sama tilefni: „Viljir þú vita mitt álit, þá er mér engin launung á þvi, að ég hef aldrei séð nokkurn kvenmann, sem hefur að fegurð komizt i hálfkvisti við hana Sesselju mina... Sálin hennar mömmu þinnar var nefni- lega bæði góð og fögur, drengur minn, — og þetta er það, sem mestu varðar.... Guði stendur alveg á sama um andlit.... hann svarar að- eins: Sýndu mér hjarta þitt... Nei, þegar sá tími kemur, að hún móðir þin á að ganga fram fyrir Guð, þá mun hannsegja brosandi: Fegurra hjarta hef ég aldrei litið, — gakk inn i mina dýrð! Og þegar þú sjálf- ur deyrð og ferð til himna, — eins ogviðvonum,aðþú gerir, þá... get- ur svo farið, að þú þolir ekki einu sinni að lita á hana móður þina, svo Ijómandi verður hún. bess vegna kann svo að fara, að þú þekkir hana ekki aftur. En þú skalt samt ekki vera hræddur, — ef mér skyldi verða unnað þess að vera i nánd við hana Sesselju mina, einnig hinum megin, þá skal ég hafa augað með þér og vi'sa henni á þig, óðar en ég sé þig koma”. Nú er Gunnar Gunnarsson kom- inn til móður sinnar á himnum. En okkur, sem lifum, hefur hann gefið ódauðleg listaverk. Er það ekki skylda okkar, að reyna að sýna, að við höfum lært eitthvað af þvi, sem hann vildi kenna okkur, — að við höfum notið þess, sem hann vildi gleðja okkur með, að við ástundum réttlæti og góðvild i rikara mæli en við hefðum gert án hans? Um sjálf- anhann mánú segja það, sem hann enn leggur Beggu gömlu i munn i samtalinu um móður sina: ,,En sú kemur tiðin, að þér mun skiljast, aðöil innri gleði er á himn- um.” 1 lok nóvembermánaðar sat ég visindaþing i New Vork. Daginn, sem ég flaug vestur, frétti ég um lát Gunnars Gunnarssonar þá um morguninn. Hefði ég verið hérlend- is hefði ég ritað minningarorð til birtingar á útfarardegi hans. bess átti ég ekki kost. En ég vil samt ekki láta hjá liða að minnast hans. GÞG HattM hr PLASTPOKAVE RKSMH3 JA Sfmar 82A39-824S5 Vetn*görfeum 6 Box 4064 - Raykjavlk Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnarfjaröar Apotek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 únnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn 20 ár frá fyrsta landhelgisfluginu ,,í dag, 29. desember eru rétt tuttugu ár síðan land- helgisgæzlan fór fyrsta landhelgisflug sitt á eigin flugvél" sagði Pétur Sig- urðsson, forstjóri land- helgisgæzlunnar, i gær við blaðamenn. ,,Þetta var TF Rán, sem var keypt af U.S. Navy, henni hafði hiekkzt á á Raufarhöfn og var seld flugmálastjórn, sem seldi svo gæzlunni vélina. Þetta var Catalínaflugbátur og sérstaklega byggð og útbú- in til strandgæzlu, henni fylgdi m.a. radar. Vélin reyndist mjög vel og var gerð út árum saman. Hún vann það afrek að taka togara ein og ó- studd þann 16. febr. 1956. bað var brezki togarinn Cape Killan, sem var að ólöglegum veiðum við Ingólfshöfða. Honum var skipað að sigla til Norðfjarðar og hann hlýddi, enda látinn vita að varð- skip væri tiltækt, sem raunar ekki var. Ferðin til Norðfjarðar tók um 13 klst. og flugvélin, sem hafði 15-16 klst. flugþol fylgdi honum lengst af, en vél frá Flugfélaginu leysti hana af um stund meðan Rán brá sér til Egilsstaða til að SIGRIÐUR ÞÓRA TRAUSTA- DÓTTIR Sigriður Þóra Traustadóttir Fædd 4. júli 1958. Fórst af slysförum 19. des. 1975. Hinzta kveðja frá ömmu. Skammdegismyrkrið það herjar um norðursins hjara, himinhvel grúfir — og náttstjörnur Ijósaugum stara. Yfir vort láð, ailsstaðar hættum er stráð. — Kynslóðir koma og fara. Æskan er vonglöð og finnst sér allt leika i lyndi. — Leynist við götubrún nákul af úrsvölum vindi. Gefst engin töf. — Gin viðhin svalkalda gröf. Lifinu lýkur — i skyndi. betta er sagan, er Helja með helrúnum skráir, — harmleikur lifsins, er almættiskraftur ei máir, staðreyndin sár, — striðandi, brennandi tár! — Biða þess bætur svo fáir. Hvi ertu horfin, ó, hugijúfa vinan min kæra, hamingjudisin og eilifðarblómið mitt skæra? Vonin min ein, — von, sem i hugljómun skein, gleði min, upphefð og æra! Hvi ertu horfin? —bú ljós minna ijúfustu vona, ljómandi smámey — og verðandi fulltiða kona! Framtiðin glæst, fannst öllum standa þér næst. — Ævi þin endar þó svona. Nú ertu horfin — já, horfin af jarðvistar-sviði. — Heyrum við óminn af glaðværum æskunnar kliði. bú varst svo góð! — bú gafst í minninga-sjóð auðlegð ai fögnuði og friði! Deyja þeir ungir, sem anda vors Guðs eru kærir. Alfaðir býður þeim lifssvið, er þroskar og nærir. bað er vor trú, — það er vor huggun, sem nú hjartastreng hclsærðan hrærir. Eilífi Guð! — bú sem gefur oss lifiö — og tckur, gef þú oss kraftinn, sem lifstrú I söknuði vekúr. Guöstrúin ein — göfug og einlæg og hrein, harminn úr hugskoti rekur. Minningin lifir, þótt elskaðir ástvinir deyi. ódáinsblómið það grær nærri syrgjandans vegi. Hækkandi sól, helgi oss dapurleg jól. — Itoðar af risandi degi! J.S. taka benzin. betta er I eina skipt- ið, sem flugvél hefur tekið togara og komið honum til hafnar, þvi ekki var við hann skilizt fyrr en búið var að binda hann við bryggju og lögreglan búin að taka hann i sina vörzlu. Áhöfn á TF Rán i fyrsta flugi var: Aðalbjörn Kristbjarnarson, flugstjóri, Guð- jón Jónsson, flugmaður, Guð- mundur Kærnested, skipherra, Hörður bórhallsson, stýrimaður, Gunnar Loftsson, vélamaður og Garðar Jónsson, loftskeytamað- ur. Guðmundur Kærnested og Guðjón Jónsson eru enn hjá gæzl- unni og þessi dagur er þvi tvitugs- afmælisdagur Guðjóns við flug- mannsstörfin.” Aðspurður um landhelgisflug áður, svaraði Pétur Sigurðsson þessu til: „Allt frá 1952 var flogið i leiguflugvélum til gæzlustarfa, oftast með vélum frá Flugfélagi islands, eða Birni Pálss. Gæzl- an lagði þá auðvitað til skipherr- ann og stýrimann, en eigendur flugvélanna beina flugstjórn. Annars er gaman að minnast þess”, hélt Pétur Sigurðsson á- fram, „að strax 1920, eða ári eftir að íslendingar kynntust flugi af eigin raun, skrifaði Frank Frede- riksen um það grein i Mbl. að nota megi og eigi flugbáta til land- helgisgæzlunnar! Reynslan hefur sýnt, að þar var hann framsýnn, þvi að fluggæzlan hefur með hverju ári orðið þýðingarmeiri, og það hefur ótrúlegan varnar- mátt, að skipstjórar viti, að flug- vélar getur verið von, hvenær sem er, ef þeir freistuðust til að fara inn i landhelgina. Bjarni Helgason skipherra á Sýr upp- lýsti að á þessu ári hefði flugvélin flogið samtals i 945 klst. og siðan 15úktóber hefði hún verið 355 klst. á flugi við gæzlu. „Við höfum einnig samninga við Flugfélagið um leiguvél, þeg- ar þurfa þykir og úti á flugvelli er geymdur radarútbúnaður i þvi skyni, ef skjótt þarf til að taka”, sagði Pétur Sigurðsson að lokum um þetta efni. Aðspurður um kostnað'við flug- flota gæzlunnar, svaraði hann þvi til, að hann liti svo til, að kostn- aðurinn við að halda fluginu úti væri álika og að halda úti einu varðskipi. Hlffíð pappirunum við ðþarfa hnjaski og yður við stððugriieit ióreiðunni Notið til þess plastáhöldin vinsælu frá Múla- lundi. Þau hjálpa yður til að halda pappírun- um á sínum stað. Við fylgjumst með þörfinni og framleiðum nú flestar gerðir af möppum og bréfabindum í mörgum stærðum og lit- um, til hvers konar nota, ennfremur húlstur og poka úr glæru plasti t.d. fyrir skírteini, reglugerðir, 1. dags umslög o.fl. Fyrir fundarhöld getið þér fengið skjala- möppur ásamt barmmerki með nafni hvers þátttakanda. Fyrir bridgekeppnir framleiðum við Bridge- bakkann góða. Vörur okkar eru stílhreinar og vandaðar og við allra hæfi. MÚLALUNDUR— ÁRMÚLA 34 — REYKJAVÍK -SÍMAR 38400 OG 38401 Vegfarandi á aðeins að ganga yfir götu á sebrabrautum angarnir Teppahreinsun ilréinsum gólfteppi og húsgögn i, heimahúsum og fyrirlækjum. Eruin meö nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. -- SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 / . ' ; ' ' - Innrcttmg.ir gBBv húsbyggingar BREIÐÁS Vesturgötu 3 simi 25144 KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 74200 — 74201 ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA í KR0N Kasettuiftnaftur og áspilun, fyrir útgefcndur hljómsveitir, kóra og fl. Leitift tilbofta. Mifa-tónbönd Akureyri Pósth. 631. Slml (96)22136 Dunn í GlflEflDflE /ími «4900 xmjÚ-Je. £L Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Sfmar 25322 og 10322

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.