Alþýðublaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 1
2. TBL. - 1976 - 57. ARG.
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR
Ritstjórn Siöumúla II - Simi 81866
Sjú-en-Læ látinn Sjú-en-Læ forsætisráðherra al- var krabbamein. Sjú hefur um þýðulýðveldisins Kfna lézt I gær aldarfjórðungsskeið verið einn 78 ára að aldri. Banamein hans helzti valdamaður Kina. J
HAFST
LOKS
AÐ-
Frá 2. sáttafundi viðræðunefnda ASt og vinnuveitenda eftir
nýár. A þessum fundi, sem stóð frá kl. 2 til 7 i gær, lögðu atvinnu-
rckendur fram sérkröfur er varða margskonar breytingar á
samningsákvæðum er ekki varða beinar kaupbreytingar. Næsti
sáttafundur hefur verið boðaður kl. 5 i dag.
Andrómeda áreitti
rannsóknarskipið
Árna Friðriksson
SETIÐ A
SAMNINGA-
FUNDI
Loksins hefur rikisstjórnin
ákveðið aðgripa til diplómatiskra
aðgerða i landhelgismálinu vegna
itrekaðra ásiglinga brezkra her-
og verndarskipa á islenzk
varðskip.
Á rikisstjórnarfundi i gær-
morgun var tekin ákvörðun um
eftirfarandi aðgerðir:
1. Ráðuneytisstjóri utanrikis-
ráðuneytisins mun fara sem
fulltrúi rikisstjórnarinnar til
höfuðborga Atlantshafsbanda-
lagsrikjanna i Evrópu og gera
ásamt sendiherrum íslands
rikisstjórnum þeirra grein
fyrir þvi alvarlega ástandi,
sem skapast hefur vegna ólög-
mætrar valdbeitingar breska
flotans, og leita eftir stuðningi
þeirra á vettvangi Atlants-
hafsbandalagsins.
2. Sendiherrar fslands hjá
Sameinuðu þjóðunum og i
Bandarikjunum og Kanada
munu koma heim i þvi skyni
að undirbúa frekari kynningu
málstaðar Islands gagnvart
þeim rikjum, sem eiga sæti i
öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna og rikisstjórnum
Bandarikjanna og Kanada.
3. Sendiherra íslands hjá At-
lantshafsbandalaginu mun
krefjast fundar i fastaráði
bandalagsins og itreka kæru
Islands og greina frá siðustu
atburðum.
4. Óskað verður eftir þvi við
Joseph Luns, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins, að hann komi
hingað tíl lands til viðræðna
við rikisstjórnina.
5. Að lokinni kynningu málsins
gagnvart Atlantshafsbanda-
lagsrikjunum mun að nýju
krafist fundar i fastaráði
bandalagsins.
Rikisstjórnin telur einsýnt, að
framhald ásiglinga breskra
herskipa á islensk varðskip leiði
til stjórnmálaslita við Bretland.
Reykjavik, 8. janúar 1976
Forsætisráðuneytið
Frá Sæmundi Guðvinssyni, um
borð i Ægi i gær:
Varðskipið Ægir komst enn
einu sinni óséð að hópi brezkra
togara i gærkvöldi, um 40 milur
úti. Litlu munaði að Ægi tækist að
klippa á togvira eins þeirra og
var hann með belginn á siðunni
þegar varðskipið renndi uppað
með klippurnar úti en hann slapp
með skrekkinn.
Sem kunnugt er, er talsmáti
brezku togaraskipstjóranna ekki
beint i anda guðspjallanna, en
hingað til hafa þeir sent varðskip-
unum tóninn á ensku. í gær kall-
aði þó einn skipstjóranna” drullu-
sokkur” þegar Ægir nálgaðist og
stóð greinilega i þeirri trú að
kröftugara skammaryrði væri
ekki til i islenzkri tungu.
Togararnir hifðu allir þegar
Ægir sigldi i gegnum hópinn og
kölluðu á aðstoð. Dráttarbátur og
freigáta komu fljótlega á
vettvang. Einnig þeyttist
freigátan Andrómeda um i
grenndinni og þóttist vera að leita
að öðru varðskipi sem þó var
viðsfjarri. Þá hóf Andrómeda að
áreita rannsóknarskipið Árna
Friðriksson með þvi að sigla
þvers og kruss fyrir framan skipð
og neyða það þannig til að breyta
um stefnu. Skipherra Arna kærði
þetta athæfi til utanrikisráðu-
neytisins og tilkynnti til Ægis.
Þröstur Sigtryggsson skipherra
kallaði þegar upp skipherra
Andromeda og tilkynnti að hér
væri um rannsóknarskip að ræða
og mótmælti kröftuglega þessu
athæfi. Yfirmaður Andrómeda
kvaðst hafa verið i þeirri mein-
ingu að hér væri um varðskip að
ræða og kvaðst mundu gripa til
sinna ráða ef Arni Friðriksson
reyndi að trufla veiðar brezku
togaranna. Brezkur togari tók
þátt i aðförinni að Árna. Togara-
skipstjórarnir virðast hafa
smitazt af ofskynjunum yfir-
mannsins á Andromeda og a.m.k.
einn hi'fði þegar rannsóknarskipið
nálgaðist.
Freigáta og dráttarbátur fylgja
nú Ægi eftir og hér skammt frá
eru 15—16 brezkir togarar og er
togarakörlunum ekkert um
nálægð varðskipsins gefið. Þegar
þetta er talað hefur freigátan ekki
hafið aðgerðir til að hrekja varð-
skipið á brott, en hér eru 6—7
vindstig og allmikill sjór.
Afli togaranna á þeim slóðum
þar sem Ægir er hefur verið rýr
Er hvarf Guðmundar
skylt Geirfinnsmálinu?
..Hungur-
verkfall”
Starfsfólk mötuneytanna i skól-
um i Suður-Þingeyjarsýslu hóf
verkfall þann 5. jan sl. og stendur
það ennþá.
Til þessa verkfalls er boðað af
starfsfólki mötuneyta skólanna
að Stóru-Tjörnum, Hafralæk, og
Litlu-Laugum, en Héraðsskólinn
aö Laugum kom sér undan verk-
falli með þvi að lofa að greiða
samkvæmt þeim samningum sem
kynnu að nást.
Það er ekki um það að ræða að
farið sé fram á kjarabætur eins
og tiðkast i venjulegum kjara-
samningum heldur, að samræm
is verði gætt i launagreiðslum og
kjörum starfsfólks allra mötu-
neytanna i sýslunni. Um mismun-
inn milli annarsvegar starfsfólks
við mötuneyti skólanna og hins-
vegar t.d. mötuneytis sjúkrahúss
stendur þessi deila.
Arið 1972 samdi rikið við ASl
um kjör þessa fólks.
Af hálfu rikisins undirritaði
Menntamálaráðuneytið samning-
inn, en þegar til kom samþykktu
sveitarfélögin aldrei þessa samn-
inga sem gerðu þeim að greiða
mismuninn.
Má þvi segja að samningslaust
hafi verið allt frá árinu 1972.
Aðaldeilan stendur þvi milli
rikis og sveitarfélaganna og
skólabörnin eru fórnarlömbin.
Sem dæmi um þann mismun
sem er á samningum starfsfólks-
ins og flestra annarra launþega
má nefna að fóikinu er ekki greitt
vaktaálag eins og tiðkast viðast
annarsstaðar, og ekki er um
neinar starfsaldurshækkanir að
ræða, þannig að manneskja sem
byrjar i dag hefur sömu laun og
þeir sem unnið hafa i mörg ár.
Það gerðist á fundi sem starfs-
fólk mötuneyta skólanna hélt með
sér þann 21. okt sl. að gerð voru
drög að samningsgrundvelli sem
siðan var sendúr viðkomandi
stjórnvöldum.
Starfsfólkið var ekki virt viðlits
og engin svör bárust, þvi var
þann 21. des sl. sent annað bréf
þar sem verkfall var boðað frá og
með 5. jan ef ekki hefðu tekizt
samningar. Frá þvi i des. hafa
verið haldnir 3 fundir með deilu-
aðilum en ekkert hefur gengið i
samkomulagsátt, og það eitt orð-
ið ljóst að enginn viðsemjenda vill
kannast við að vera vinnuveitandi
starfsfólksins.
Sem stendur er skólabörnum
ekið til og frá skólum þar sem þvi
verður viðkomið, og fara þau
nestuð i skólana.
Geirfinnsmálið margumtalaða
hefur nú skotið upp kollinum i tali
manna á nýjan leik, við hulu þá er
sviptist af hvarfi Guðmundar
Einarssonar. Hafa margir látið
þá tilgátu i ljós, að viss tengsl
væru á milli hvarfs Geirfinns
Einarssonar fyrir rúmu ári og
aftur hvarfs Guðmundar Einars-
sonar 18 ára pilts, sem hvarf frá
Hafnarfirði fyrir tveimur árum
siðan. Hvarf Guðmundar virðist
nú vera að skýrast og benda allar
likur til þess að þar hafi verið um
morð að ræða. Eru fjórir aðilar i
gæzluvarðhaldi vegna þessa
máls, eins og kunnugt er.
Er tilgáta manna sú, að hér geti
mögulega verið um bein tengsl að
ræða. 1 báðum málunum hefur
smygl verið nefnt á nafn og ekki
liður langur timi milli hvarfs
mannanna tveggja.
Alþýðublaðið hafði samband
við rannsóknarlögregluna i
Keflavik og spurðist fyrir um
stöðu Geirfinnsmálsins i þeirra
hirzlum. Rannsóknarlögreglu-
maður sá er fyrir svörum varð,
kvaðekkertnýtt hafa komið fram
i málinu að undanförnu.
Þeir myndu þó rannsaka
gaumgæfilega hvort það kynnu að
leynast einhver tengsl milli
hvarfs Gumðmundar Einarsson-
ar og Geirfinnsmálsins.
Þegar þeim
bærust upplýsingar frá höfuð-
borginni, þá myndu þeir athuga
með hugsanlegt samhengi milli
þessara tveggja mannshvarfa.
„Geirfinnsmálið á þvi langt frá
þvi að vera læst niður i skúffu hjá
okkur,” eins og rannsóknarlög-
reglumaðurinn orðaði það, „held-
ur er málinu haldið vakandi með
von um að nýjar upplýsingar ber-
ist sem gætu hugsanlega flýtt
fyrir lausn þess.”
Tilboð Dagblaðsins var að
leggja Alþýðublaðið niður
i grein, sem Sighvatur Björg-
vinsson, ritstjóri Alþýðublaðs-
ins, skrifar i „stefnuljós-þátt-
inn” á bls. 3 I Alþýðublaðinu I
dag kcinur m.a. fram, að Dag-
blaðið hafi boðið aðstandendum
Alþýöublaðsins samkomulag,
scm hefði falið það I sér, að Al-
þýðublaðið hcfði orðið að hætta
sem dagblað, en Dagblaðið
hefði fengið rúm þess i Blaða-
prenti.
i greininni segir Sighvatur:
„Nú segja sömu aðilar (að-
standendur Dagblaðsins) að
þetta — fækkun um einn dagleg-
an fjölmiðil — sé tilgangurinn
með uppsögninni á viðskiptum
Dagblaösins við Blaðaprent h.f.
og ncfna það „tilræði við tján-
ingarfrelsi I landinu.”
Þá vikur Sighvatur einnig að
þeim áburði, að Reykjaprent
h.f. hafi tekið að sér að greiða af
sinu fé ýmsar skuldir Alþýðu-
blaðsins, t.d. skuld Alþýðu-
blaðsins við Blaðaprent, og
segir það ósatt með öllu.
Reykjaprent hafi hvorki greitt
né muni greiða með sfnu fé
neinar skuldir Alþýðublaðsins
enda komi fram I samningnum,
sem Alþýðublaðið birti i gær, að
Reykjaprent h.f. taki við rekstri
Alþýöublaðsins skuldlausum.