Alþýðublaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.01.1976, Blaðsíða 5
Þorskstofninn er að hrynja! ÞORSKUR 7 ÁRA OG ELDRI KYNÞROSKA HLUTI STOFNSINS NORSK- ÍSLENSKI SÍLDARSTOFNINN KYNÞROSKA HLUTI STOFNSINS Loks er svo komið, að ástand fiskstofnanna við landið er orðið almennt umræðuefni. Ýmsir lita svo á að þetta sé ný uppgötvun, en þvi fer viðsfjarri. Sérhver hugsandi maður, sem hefur komið nálægt fiskveiðum undanfarin ár, hlýtur að hafa séð hvert stefndi og rennt grun i ástandið að meira eða minna leyti. Það, sem nú hefur gerzt, er að loksins hefur fiskifræðingum á- samt starfshóp á vegum Rann- sóknarráðs rikinsins, tekizt að skýra þessi mál þannig að al- menningur hefur tekið eftir, og vonandi nógu margir.af forystu- mönnum þjóðarinnar. Afli er orðinn svo litill, að tæp- ast er til sú fleyta, sem fiskar fyrir raunverulegum kostnaði, og mikið vantar á að sjómenn nái launum, sem sómasamleg mega teljast eins og komið er. Okkur er gagnslaus saman- burður við þjóðir, sem reka fiskveiðar til atvinnubóta. Arið 1970 flutti þáverandi sjávarútvegsráðherra ræðu á aðalfundi Ltú i Vestmannaeyj- um. Þar sagði hann, m.a., að samkvæmt áliti sérfræðinga, myndi aukin sókn ekki skila auknum afla. Svo væri komið, að nú yrði að vernda þorskstofn- inn með öllum tiltækum ráðum. Arið 1972 var Ingvar Hall- grimsson forstjóri Hafrann- sóknarstofnunarinnar. Hann flutti þann boðskap á nýársdag i útvarpi, að brýn nauðsyn væri að draga úr sókn i þorskstofn- inn, einkum i smáfisk. í marz sama ár skrifar Haf- rannsóknarstofnunin þáverandi sjávarútvegsráðherra eftir fund Alþjóðahafrannsóknarráðsins. I þessu bréfi er skýrt frá, að samkvæmt niðurstöðum ráðsins sé þorskstofninn við Island mjög ofveiddur og talið að minnka þyrfti sókn i hann um helming, þá þegar. í mai er sjávarútvegsráðu- neytinu enn sent bréf, þar sem m.a. er rakið i tölum hvernig árgangarnir frá 1961 og ’64, sem voru mjög sterkir, hafi verið strádrepnir, og enn er lögð á- herzla á að draga þurfi úr sókn- inni i þorskinn. Um hvitasunnu er sjávarút- vegsráðherra afhent „persónu- lega” skýrsla fiskifræðinga um ofveiði þorskstofnsins og smá- fiskadráp. Enn er itrekað að aukin sókn stefni fiskveiðum okkar i voða, og þvert á móti eigi að minnka sóknina tafar- laust. 1 júni flytur Ingvar Hall- grimsson erindii útvarpi um að þorskurinn sé I voða vegna of- veiði, og um sumarið skrifar hann, ásamt Sigfúsi Schopka og Jakobi Jakobssyni, fjölda greina iblöðog timarit um þessi mál. Allir eru þeir á einu máli um, að án tafar verði að minnka sóknina i þorskstofninn. 1 lok september kemur svo út skýrsla Hafrannsóknarstofnun- arinnar um nýtingu islenzkra fiskstofna. t skýrslunni eru gerðar rót- tækar tillögur um að draga úr sókninni i þorskstofninn og rök- stutt, að dánartala hrygningar- stofnsins sé komin niður I 70%. Þar er einnig rækilega sýnt fram á smáfiskadrapið. Þessi skýrsla var nánast hrópuð niður! Svar ráðamanna við þessari herferð Hafrannsóknarstofnun- arinnar, sem stóð allt árið 1972, varð það eitt, að panta einn til tvo skuttogara á mánuði og út- hluta þeim, að mestu til þeirra staða, sem hlutu að beita þeim fyrst og fremst á svæði, sem smáþorskurinn heldur sig eink- um á. Nú, þegar við almennt áttum okkur á, hvernig málum er komið, verður að vænta þess, að við verði brugðizt með fyllstu alvöru. Hættum að elta þessa fáu fiska með öllum þessum skipum og öllum þessum mannafla Það sem við blasir er, að nán- ast öll framtið þorskveiða okk- ar byggist á þvi, að okkur takist að vernda árganginn frá 1973 þar til hann hefur hrygnt með árangri a.m.k. einu sinni. Væntanlega tekst að setja reglur, sem koma að verulegu leyti i veg fyrir áframhaldandi smáfiskadráp, og vonandi verðum við svo heppin, að þorskurinn velji sér til hrygn- ingar þau svæði, sem alfriðuð eru um hrygningartimann. En þó þetta fari hvorttveggja saman er ljóst, að ekkert vit er i að beita öllum þeim flota sem við nú eigum. Reyndin er sama þó við höldum okkur við 230 þús. tonna veiði. Yrði þeim afla skipt á allan flotann, myndi meiri hluti hans verða rekinn með stórfelldu tapi. Að öllum likindum þarf að draga úr sókninni I þrjú ár. Mörgum mun þykja öfga- kennt, að leggja stórum hluta flotans, en allt um það fer þeim þó fjölgandi, sem gera sér grein fyrir, að önnur ráð eru tæpast til. Til viðbótar þarf svo að skera niður veiðar útlendinga með öllum tiltækum ráðum. Sjálfsagt erað hefja nú veiðar á litt eða ekki nýttum tegund- um. Jafnvist er, að fyrirvara- laust fara ekki margir á til- raunaveiðar. Mikið magn þarf af fiskum eins og spærlingi og kolmunna, til þess að þær veiðar beri sig eins og verðlag er á af- urðum þeirra nú. Tilraunavinnsla i aðrar af- urðir þeirra og markaðskönnun fyrir þær hlýtur að taka nokk- urn tima ogkosta mikið fé. Ætti að leggja 1/3 hluta flotans, mætti lengi deila um, hvaða skipum bæri helzt að leggja. Talið er, að stóru togararnir beri sig verst, en þar á móti kemur að þeir sækja minnst i þorskstofninn. Einföld aðferð væri að leggja þriðja hverju skipi úr hverri verstöð eða svæði. Þannig lægi hvert skip I eitt ár af hverjum þremur. Ef vonir rætast um hækkandi verð á loðnuafurðum, gæti út- hald loðnuskipanna orðið iengra og þau þar með sleppt þorsk- veiðum á vertiðinni. Til greina gæti komið að stöðva ekkitogarana, en úthluta þeim kvóta af þorski, sem mið- ast a.m.k. eins þriðja niður- skurð en aðrar tegundir gætu þeir veitt eftir getu. Til þess að hægt sé að leggja skipum, verður að fresta af- borgunum og fleiru og fella niður alla vexti. Með þeim afla, sem von er á, myndi hvort sem er vanta meira en þriðjung á að skil verði gerð á þessum liðum. Tryggingagjöld verða trúlega greidd að hálfu af flotanum sameiginlega. Þeir, sem héldu áfram veiðum, myndu vafa- laust ná þeim afla, sem vit er i að taka. Þar með fær trygging- arsjóður i sinn hlut allt, sem hann getur fengið. Fyrir skip sem liggur, ætti hálft iðgjald að nægja vel, og það gæti komið úr sjóðnum. Vel þarf að halda við skipum, sem liggja og hirða þau að sama skapi. Lágmark væri að hafa fastan vélstjóra við stærri skip- in, en þau minni kæmust af með minna. Þessa menn gæti aflatrygg- ingarsjóður launað. Það myndi ekki kosta hann meira en að halda öllum flotanum gangandi. Vandi fiskvinnslunnar vegna þessarar minnkunar á sókn, yrði sá einn, að koma sér saman um skipti á aflanum eftir föng- um. Magnið yrði hið sama. Ýmsir munu telja þetta frá- leitar tillögur á sama tima og t.d. Húsvikingar telja sig hlunn- farna, ef þeir fá ekki að bæta nýjum skuttogara við flota sinn. Með honum ætla þeir að bæta sér upp 30% aflarýrnun á sið- asta ári. En þetta er svipuð aflarýrnun og bátar á S-V landi hafa orðið að þola sl. tvö ár til viðbótar stórauknum útgerðar- kostnaði. Þróunin virðist sem sé ekki nægja til að opna augu manna. Þvi virðist engin vanþörf á, að fjölmiðlar kynntu rækilega bæði „Svörtu skýrsluna” og „Bláu bókina” svo alvaran verði ijós. Við getum ekki lokað augum fyrir þessum geigvænlegu upp- lýsingum lengur. Útrýming norsk-islenzku sild- arinnar ætti að vera okkur bæði i fersku minni og næg áminning. Hver þorir að hætta á, að þorskurinn, sem er okkur marg- falt dýrmætari, fari sömu leið? Ólafur Björnsson. NÝ GERÐ SlMAREIKNINGA Nú er verið að taka i notkun nýja gerð simareikninga, eða öllu heldur verður hér eftir sent fylgi- skjal með öllum simareikningum sem Póstur og simi séndir frá sér fyrir veitta þjónustu. Á fylgi- skjalinu er sýnd nákvæm sundur- liðun á þeirri þjónustu sem veitt er og greiða ber fyrir. Tilgreint er hvaða ár, mánuð og dag þjónustan var veitt, hverskonar þjónustu um var að ræða: simtal innan eða utanlands við skip, hraðsimtal, skeyti, telex aukalin- ur o.s.frv. Simnúmerog nafn þess sem óskar simtals, nafn og eða númer þess sem talað var við. Þá er tilgreint verð fyrir þjónustuna og er það sundurliðað i þrennt i fyrsta lagi gjald fyrir veitta þjónustu samkvæmt áðurgreind- um lykli (kvaðning, boðsending o.s.frv.) einingarverð sinnum einingafjöldi og söluskattur. A bakhlið fylgiskjalsins er svo lyk- ill að þvi sem á framhliðinni stendur. Þá verður einnig tekin upp sú breyting að allir notendur fá nú glróseðla senda til sins heima, en það hefur aðeins verið gert við símareikninga á höfuðborgar- svæðinu til þessa. Simnotendur fá þvi reikninginn ásamt fylgiskjal- inu I hendur áður en reikningur er greiddur þannig að öllum er ljóst fyrir hvað er verið að greiða hverju sinni. Frekari upplýsinga er svo hægt að leita um þessa breytingu á næstu simstöð. Það er von Pósts og sima að þessi breyting verði til hagræðis fyrir notendur og er liklegt að þeim verði að þeirri ósk sinni. 1 'í • -99999 HAMIfeS »'i4uS8Ó8 105 SSfcSTi I Va-5 Tw>5 íí. {; ?*i •9 ?.'i 91 9‘jS9S. ilA.NÍífiS 90 asðse JÖÍ5A8 ••iO.ir-sAv 91 99999 GUiiRÖH )Ah MARii OíV HÁ8SSH ó: X i 9Ú0 102 LíSi 5; i?f .0 'X': 9S 99999 MAHMA FíVt 91 if'-V LÍN' JÖS RANHi'BSON i xii fiooio.n. 93 99999 FtUTTOR ÍMi iKS ANHÖía /.700 j hUÍ; : l.y*': I { 8AM7ALS ,K!íT KHlHúOf •99 í | H ... {"*Vv \ V i'í «'T’W iwiwm \ ' i ■ i \ \vj‘\ ■ i V s A '3' \\,J . •í - , ; Föstudagur 9. janúar 1976. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.